Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 55 V e stmannaeyj ar: Vandræða- ástand að skapast hjá 1 lögreglunni Vestmannaeyjuni. LÖGREGLAN í Vestmannaeyj- um stendur frammi fyrir vand- ræðum með mannskap um næstu mánaðamót því samkvæmt lög- um, sem tóku gildi 1. júlí sl., má ekki ráða lögreglumenn til starfa á tímabilinu 1. október til 15. maí nema þeir hafí lokið námi frá lögregluskólanum. Níu menn ganga vaktir hjá lög- reglunni í Eyjum og af þeim fara tveir í lögregluskólann um næstu mánaðamót. Pyrir þessa menn má | ekki ráða afleysingamenn nema þeir hafi réttindi. Yfír sumartímann gegnir öðru máli því þá má ráða | afleysingamenn án réttinda til starfa hjá lögreglunn. Auglýst verður eftir réttinda- | mönnum til afleysingastarfa en ef þeir fást ekki má búast við að loka þurfi lögreglustöðinni einhvem hluta sólarhringsins þar sem lög- reglulið Eyjanna skerðist um ríflega 20% um mánaðamótin. Grímur Vetrarstarf Leikfélags Keflavíkur er hafíð. Rokksöngleikur hjá Leikfélagi Keflavíkur VETRARSTARF Leikfélags Keflavíkur er nú hafíð með æfíngum á rokksöngleiknum „Er tilgangur“ eftir ungan Keflvíking, Júlíus Guðmunds- son. Félagið hefur ráðið til sín Hall- dór Björnsson, en hann leikstýrði einnig „Týndu teskeiðinni" hjá félaginu sl. vor. Rúmlega' 20 manns taka þátt í sýningunni sem ráðgert er að frumsýna um mán- aðamótin október-nóvember nk. og verða sýningar í Félagsbíói í Keflavík. Morgunblaðið/Amór Núbygging Gerðaskóla. Gamli skólinn í baksýn. Byggt við Gerðaskóla Garði. í SIJMAR hefír risið fyrsti hluti nýs grunnskóla. Hér er um að ræða 435 fm húsnæði af fyrir- hugaðri 1200 fermetra bygg- ingu. Ekki hefst kennsla í hús- næðinu fyrr en að ári og verður því að kenna í vetur eins og í fyrra í tveimur kennslustofum sem voru innréttaðar í búnings- klefum væntanlegrar sundlaug- ar. Að sögn Jóns Hjálmarssonar, formanns skólanefndar, verður þessi nýbygging tilbúin að utan í haust. Gler, hurðir og þak sett á °g byggingin pússuð. Þá er áætlað að hefja framkvæmdir að nýju í vor og taka húsnæðið í gagnið næsta haust. í nýja hlutanum eru fjórar kennslustofur auk ýmissa minni herbergja, hópherbergja nemenda, geymslna, salema o.fl. Nemendur Gerðaskóla eru um 230 og er svokallað norm skólans 1800 fermetrar en gamli skólinn er 973 fermetrar. Vantar því liðlega 800 fermetra til að ná normi en nýi hlutinn mun brúa um helming þess bils. Þegar nýi skólinn verður kominn í gagnið mun Gerðaskóli hafa tæpa 2000 fermetra til afnota og mun þá ef að líkum lætur vera að réttri norm-stærð. Barnakennsla hófst í Garðinum 1872 en fyrsti hluti núverandi hús- næðis var tekinn í gagnið 5. októ- ber 1911. Síðan þá hefir fjórum sinnum verið byggt við skólann. Kostnaður við nýbygginguna er nú um 20 milljónir. Um einn tugur kennara starfar við skólann. Skóla- stjóri er Eiríkur Hermannsson. Arnór NÝTT STJÖRNUKORT: 3 ára framtíóarkort Persónulýsing, 12 mánaða framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377 Súkkulaði Sælkerans Heildsölubirgðir íslensk Dreifing Simi 91-68 73 74 PETIT á toppinn Islenskt og gott vis unovam

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.