Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAUUR 26. SEPTEMBER 1990 Ríkið bensíni óbreyttrí í - segir Ásmundur Stefánsson ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti ASÍ, segir að það væri óskyn- samlegt að láta tímabundna hækkun á bensínverði valda verð- bólguskriðu í landinu. Ríkisvaldið geti deyft áhrif hækkunarinn- ar með því halda skattheimtu á bensín óbreyttri að krónutölu, í stað þess að láta hana aukast í hlutfalli við bensínhækkunina. Bolli Þór Bollason í íjármálaráðuneytinu segir það misskilning, að tekjur ríkisins aukist vegna hækkunar bensínverðs. a Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands hafa beint þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að hún dragi úr skattheimtu á bensíni. Ásmundur Stefánsson, forseti Aiþýðusam- bands ísiands, segir að opinber gjöid séu verulegur hluti bensín- verðsins og því fari áhrif hækkana á bensínverði á verðlagið í landinu eftir því að miklu leyti, hvernig ríkið hagi skattheimtu sinni. „Ríkisvaldið á í þessu efni tvo möguleika. Annars vegar að halda skattheimtunni óbreyttri hlutfalls- VEÐUR lega, og hins vegar að halda skatt- heimtunni óbreyttri í krónutölu, og deyfa þannig áhrif hækkunar- innar á verðlagið," segir Ásmund- ur. Ásmundur segist telja, að hækkun bensínverðs sé tímabund- in og verðið muni aftur lækka þegar meira jafnvægi sé komið á heimsmarkaðinn. Menn hafí verið að auka hjá sér birgðir og það hafí augljóslega aukið eftirspum. „Okkur þykir óskynsamlegt, að tímabundin verðhækkun af þessu tagi, verði látin koma hér af stað verðbólguskriðu. Þar ber líka að hafa í huga, að bensínverð gæti orðið með hæsta móti þegar kem- ur að endurnýjun samninga í nóv- ember og aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið hafa þá sameigin- legu hagsmuni, að þau verðbólgu- markmið, sem sett hafa vverið, hafí sem minnst farið úr skorð- um,“ segir Ásmundur Stefánsson. Bolli Þór Bollason hjá fjármála- ráðuneytinu segir að ríkið leggi þrenns konar gjöld á bensín; tolla, virðisaukaskatt og bensíngjald. Hann segir ljóst, að það sé á mis- skilningi byggt að halda, að ríkis- sjóður græði á hækkun bensín- verðs. Ætla megi að tekjur af toll- um aukist, en ríkissjóður verði hins vegar jafnframt af tekjum vegna samdráttaráhrifa, sem hækkunin muni valda. Þegar dæ- mið í heild sé gert upp, komi í ljós, að ríkið tapi á hækkuninni eins og aðrir. Morgunblaðið/Bjöm Blöndai Björgunarmenn reyna að rétta prammann við í höfninni í Keflavík í gær, en áður en það heppnaðist sökk pramminn skyndilega. Sanddælupramm- inn sökk í höfninni Keflavík. Sanddælupramminn sem hvolfdi við Garðskaga aðfaranótt mánu- dags og dreginn var til hafnar í Keflavík sökk þegar reynt var að rétta hann við á árdegisflóðinu í gærmorgun. Pramminn liggur á hliðinni við enda hafnargarðsins og eru um 10.000 lítrar af gasoliu í skipinu. 1 gærkvöldi sást dálítil olíubrák í höfninni, þar sem pramm- inn liggur, og óttast menn að meira af olíunni leki út þegar ný til- raun verður gerð til að ná prammanum upp. Tveir 60 tonna kranar voru not- Kefiavík sagði að björgun yrði tæp- aðir við að rétta prammann við, en áður en það tókst til fulls sökk hann skyndilega. Áform eru uppi um að gera aðra tilraun til að ná prammanum upp og fá tvo enn öflugri krana til verksins. Ibsen Angantýsson hafnsögumaður í lega reynd aftur nema í hagstæðri átt svo hægt yrði að hefta olíuleka. Þegar prammanum hvolfdi var verið að draga hann frá Isafirði til Voga þar sem nota átti hann við hafnargerð. -BB Olíufélögin: Millilandaskip fá ekki olíu á lága verðinu Erlend skip fá olíu hér á heimsmarkaðsverði ÍSLENSKU skipafélögin hafa falast eftir því að fá keypta olíu hér á landi á millilandaskip sín nú eftir að olíverð hér á landi varð með því lægsta í heiminum, en um nokkurt skeið hafa þau keypt megnið af brennsluolíunni erlendis. Áð sögn Kristins Björnssonar forsljóra Skeljungs varð að samkomulagi milli olíufélaganna og skipafélag- anna að ekki yrði breyting á þessum viðskiptum frá því sem verið hefur. „Þeir einu sem notið hafa þessa lága verðs eru okkar yiðskiptavinir, sem er íslenski skipaflotinn. Það varð að samkomulagi við skipafé- lögin að þau myndu halda áfram að kaupa olíu á millilandaskipin erlendis á sama hátt og verið hef- ur, og var það samkomulag gert í miklu bróðerni, enda skildu menn hvor aðra mjög vel,“ sagði Kristinn. Hann sagði að einu breytingarn- ar sem orðið hefðu á olíuviðsíciþiun- pm væru þær að útlendingum væri seld olía á því verði sem þeir þyrftu hvort sem er að kaupa á í sinn) heimahöfn, og hefði það þótt mjög eðlilegt, en öll erlend skip sem hing- að hefðu komið um langa hríð hefðu fengið olíuna keypta á heimsmark- aðsverði. VEÐURHORFURIDAG, 26. SEPTEMBER YFIRLIT I GÆR: Um '500 km suður af landinu er 1.030 mb. hæð sem þokast suðaustur en lægð sem er að myndast við Hvarf mun hreyfast norðaustur til landsins. SPÁ: Suð- og suðvestan-strekkingur og súld eða rigning um vestan- vert landið en hægari og þurrt austantil. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestlæg átt. Skúrir um vestanvert landið en annars þurrt. Víða léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 4-14 stig, hlýjast suðaustanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- og norðvestanátt og fremur svalt. Skúrir eða slydduél um norðanvert landið en annars víðast þurrt og léttskýjað á Suðausturlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V Él — Þoka = Þokumoða 5, » Súld CO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl, 12:00 í gær að ísl. tíma htti veftur Akureyri Reykjavik i* Ili hálfskýjaft skýjaö Bergen 11 léttskýjað Helsinki 7 aiskýjaft Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 10 rlgnlng Nuuk 7 rigning óstó 9 skýjaft Stokkhólmur 8 rlgnlng Þórshöfn 9 skúr Algarve 22 iéttskýjaft Amsterdam m léttskýjaft Barcelona 18 rigning Beriln 13 skúr Chicago 12 skýjað Feneyjar 21 skýjaft Franklurt 14 skiir Qlasgow ii skýjaö Hamborg ife skýjaft Las Palmas 26 léttskýjað London 15 skýjaft Los Angeles 17 láttskýjaft Lúxemborg 11 skjgaft Madrid 19 alskýjaft Malaga 23 alskýjáð Mallorca 29 skýjað Montreal 13 skýjaft NewYork ÉÍ? skýjaft Orlando 16 skýjaft París vantar Róm 23 skýjaft Vín 17 skýjað Washington 11 léttskýjað Wlnnipeg 11 téttskýjað Synti yfír Palma-flóa sjötugur: Þetta er vestfirsk- ur þráinn í mér - segir Björn Kristjánsson sundkappi BJORN Kristjánsson, sjötugur eftirlaunamaður sem dvelst nú á Mallorca, synti yfír Palma-fíóa meðfram Arenal-ströndinni, alls 16 km leið, i gær. Björn var fjórar klukkustundir að þreyta sundið. Björn hefur undirbúið sundið í tæpt eitt ár en þegar til átti að taka var honum synjað um leyfi hafnaryfírvalda í Palma til að synda yfir þveran flóann. Ákvað hann þá að synda meðfram strandlengjunni í fylgd hjólabáts sem fveir íslenskir félagar hans stýrðu. Björn sagði að hann hefði haft loforð ferðaskrifstofunnar sem skipuleggur ferð hans til Mallorca fyrir því að allur undirbúningur og skipulagning fyrir sundið yrði frágenginn þegar hann kæmi ut- an. Það hefði hins vegar brugðist og þá hefði hann breytt um áætl- un og ákveðið að synda meðfram strandlengjunni frá Cala Blanca- höfðanum að Palma Nova-strönd- inni, alls 16 km leið. „Eg byijaði að synda kl. 12 á hádegi í stafalogni og synti með- fram Arenal-ströndinni. Ég hef aldrei náð jafn miklum hraða á sundi fyrstu 10 km leiðarinnar. Síðan hvessti og ég stóð bara í stað, þá var ég búinn að synda um 15 km leið. En ég hélt áfram og hafði þetta af. Eg finn ekki fyrir þessu frekar en ég hefði bara synt eina leið í sundlaug" sagði Björn. „Þetta er vestfírskur þráinn í mér. Þegar mér var tjáð af hafnar- yfirvöldum að ég yrði að bíða í tvo mánuði eftir leyfi ákvað ég að synda meðfram ströndinni," sagði Björn, sem synti 10 km í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu jól. Hann fékk bijósklos í sumar en kvaðst ekki hafa verið skorinn upp. „Ég var látinn liggja hreyf- ingarlaus í 10 vikur og hef alveg náð mér.“ Björn bað fyrir kveðju til skyldmenna og annarra sem hefðu stutt sig í því að láta drauminn rætast, að synda yfir Palma-flóann á Mallorca.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.