Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
13
Rými og orka
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Helsta viðfangsefni höggmynd-
alistarinnar á þessari öld hefur
verið rýmishugtakið. Rýmið með
öllum sínum jákvæðu og nei-
kvæðu eiginleikum er óendanlegt
viðfangsefni; hvernig form fylla
það, hvernig það umlykur hluti
og hvernig það tengir samán ólík-
ustu þætti umhverfisins. Jafn-
framt því sem fleiri óhlutbundin
fyrirbæri tilverunnar hafa orðið
efniviður í höggmyndir, hefur
höggmyndin orðið frjálsari og
lausbeislaðri; varla er hægt að
tala um nein ríkjandi stíleinkenni
eða ákveðnar stefnur höggmynd-
alistar lengur, heldur frekar úr-
vinnslu hugtaka og þeirra við-
fangsefna sem menn taka sér
fyrir hendur. Og í raun er einnig
villandi að tala um höggmyndir,
því að þetta íslenska orð gefur í
skyn að mynd sé numin úr föstu
efni (t.d. stein eða tré) með því
að höggva burt það sem verða
vill þar til eftir stendur aðeins sú
mynd sem listamaðurinn sækist
eftir. Nær er að notast við hið
alþjóðlega orð skúlptúr, sem þá
nær yfir öll verk unnin í þrívídd,
eða ágætt nýyrði, rýmisverk.
Þessi atriði er vert að hafa í
huga þegar gengið er inn í vestur-
sal Kjarvalsstaða, þar sem nú
stendur sýning Kristins E.
Hrafnssonar, sem hann nefnir
„Staðir". Kristinn er ungur mað-
ur, sem hefur leitað sér góðrar
menntunar á sínu sviði hér heima
og í Þýskalandi, þar sem hann
var í námi hjá einum fremsta
skúlptúrista Evrópu á síðari hluta
aldarinnar, Eduardo Paolozzi
(sem reyndar er fæddur í Skótl-
andi af ítölsku foreldri). Paolozzi
hefur lagt mikla áherslu á bak-
grunn listaverksins, þ.e. að það
búi að kjarna, sem sé settur fram
á rökrænan hátt; öll listaverk
Qalli því um eitthvað, en séu ekki
aðeins sköpuð sjálfs sín vegna.
Kristinn fylgir þessu viðhorfi
vel fram í verkunum á sýning-
unni. Þarna getur að líta alls ell-
efu verk, þar sem listamaðurinn
bregður ljósi á samspil efnis og
rýmis, og á hvern hátt efni getur
tengst orku og tímahugtakinu.
Öll verkin byggjast á járni, en auk
þess koma önnur efni svo og litir
við sögu. Yfirskrift og einstakir
titlar tengja síðan heildina saman.
Verkin eru misjafnlega stór
umfangs og því missterk fyrir
augað. Rýmishugtakið kemur ef
til vill sterkast fram í „Rek“ (nr.
1) þar sem óregluleg formin á
gólfinu benda til landreksins, en
mælingastangirnar eru síðan fast-
settar allt um kring til að mæla
það rými, sem dregst saman eða
þenst út vegna reksins. Þarna er
tilurð íslands sýnd í hnotskurn. —
í hugum landsmanna er orka
einkum nefnd í sambandi við
virkjanir vatns eða jarðvarma, og
því er augljóst að hér fjalla verk
eins og „Krafla“ (nr. 2) og jafn-
vel „Sog“ (nr. 3) um þetta fyrir-
bæri. Hinir stóru, kyrru fletir í
gólfverkinu eru einkar góð vís-
bendingtil hinnar kyrru orku, sem
getur brotist fram úr iðrum jarð-
ar. Hinir máluðu hlutar í verkinu
„Stöð“ (nr. 4) eru síðan lífleg til-
vísun til þess hvernig orkan er
virkjuð í þágu mannsins.
Rýmisverkin, einkum „Staðir
(fyrir Heidegger)" eru nokkuð
beinar hugleiðingar um samvirkni
skúlptúrs og umhverfisins, þar
sem litir gegna nokkru hlutverki
sem áhersluþáttur. Áhugi Kristins
á þessu viðfangsefni er augljós,
en nýtur sín ef til vill betur í
stærri verkunum.
Það þarf að ætla sér nokkuð
góðan tíma til að ganga umhverf-
is verkin og á milli' þeirra, og til
að njóta þeirra sem best þarf að
loka frá sér önnur áhrif en þau
sem verða numin inni í salnum.
Því miður á sýningin sér erfiðan
nágranna hvað þetta varðar, þar
sem er sýning Sæmundar Valdi-
marssonar; þar eru hins vegar
viðfangsefnin gjörólík og mæli-
kvarðar því aðrir. Ef menn hafa
þetta í huga og skipta um við
dyrnar, er ekki að efa , að tök
Kristins á rými og orku komast
vel til skila hér.
Kristinn E. Hrafnsson: Rek. Járn og mælingastangir. 1990.
Hamingja annars heims
Einhvern veginn er það svo,
að hvað sem öllum straumum
og stefnum líður þá er maðurinn
og tilvera hans alltaf það við-
fangsefni í myndlistinni sem
heillar meginþorra listunnenda
mest, og flestir listamenn takast
á við það efni fyrr eða síðar.
Sumir ijalla um raunveruleik-
ann, bjartan eða nöturlegan, allt
eftir því sem lífsviðhorf þeirra
segja til um, en aðrir leggja til
annan heim, þar sem ímyndunar-
aflið ræður ríkjum, og örlög
manna byggjast á þeirra eigin
framlagi til lífshamingjunnar.
Því er þetta nefnt hér, að það
ríkir einstök hamingja yfir því
fólki sem birtist á sýningu Sæ-
mundar Valdimarssonar, „Fjöru-
menn“, á vesturgangi Kjarvals-
staða. Sæmundur ber titilinn al-
þýðulistamaður með sóma; hann
vann sína launavinnu fulla starf-
sævi, og tók ekki að fitla við
myndlist fyrr en eftir fimmtugt.
Síðan hefur þetta aukist stig af
stigi, og fyrir um áratug tók
hann að tálga út þær stóru
kynjaverur, sem nú bera hróður
hans sem víðast. Hann hélt sína
fyrstu einkasýningu 65 ára að
aldri og hefur sýnt árlega síðan,
jafnvel erlendis, auk þess að taka
þátt í samsýningum. Sæmundur
er því enn eitt lifandi dæmið um
að listin á sér engin aldursmörk,
og að sköpunargleðin fylgir
manninum alla tið.
Mannverurnar á sýningunni
eru allar gerðar úr rekavið, sem
Sæmundur fær af Reykjanesi og
af Ströndum. Þær koma því úr
drumbum, sem hefur rekið langa
leið áður en þeir komust í hend-
ur listamannsins. Fólkið sem
hann skapar heyrir einnig til
Sæmundur Valdimarsson: Haf-
mey. 1990
öðrum heimi, þar sem áhyggjur
og kvíði er ekki til staðar; slíkt
er annarra. Hér ríkir hamingja,
kímni og ef til vill barnsleg for-
vitni; tilveran er örugg, fijósöm,
vernduð og kyrrstæð. Frjósemis-
táknin eru alls staðar í líkams-
formunum, sem eru þrýstin og
sterkleg, jafnt karla sem kvenna.
Það öryggi og vernd sem kemur
fram í þessum tilbúna heimi er
best greint í þeim tví-verum, sem
Sæmundur skapar á svo eðlilegan
hátt; „Unga kynslóðin“ (nr. 2) er
samvaxin, og „Samhyggð“ (nr.
3) er tvíhöfða líkami. Aðrar verur
sýna þetta í sakleysi fáránleikans;
t.d. er vafasamt að Ikarus hafi
farið langt á jafn veikbyggðum
vængjum og maðurinn í „Sólþrá"
(nr. 8) - en ef til vill mun bjartsýn-
in bera þennan alla leið.
Sæmundur tálgar og sker út
úr sjóblautum viðardrumbum, og
gerir það vel og vandlega. Fígúr-
urnar koma handleggjalausar út
úr þeim, sem skiljanlegt er, en
virka fullkomlega heillegar þrátt
fyrir það. Listamaðurinn bætir
litlu við; stundum er það lítið eitt
af málningu (t.d. fyrir augu og
munn), stundum skýlur úr þara
eða fiskroði, og skcautlegur höf-
uðbúnaður virðist heilla. Þessu er
þó sjaldan ofgert, en gefur ske-
mmtilegan svip; þannig er „Bæn-
in“ (nr. 5) geislandi, og „Bláa lón-
ið“ (nr. 10) örugglega blátt. Út
frá þessu má ætla, að Sæmundur
hafi orðið gott vald á verkfærum
sínum, og sé reiðubúinn til að
takast á við hvaða verk sem hann
kýs sér í tré.
Aðalfengur sýningar Sæmund-
ar Valdimarssonar er samt sem
áður tilfinningalegs eðlis. Áhorf-
endur nema þá hamingju sem
þessi verk hafa gefið skapara sín-
um; hún skín út úr hverju andliti
og hveijum líkama. Þetta verður
til þess að áhorfendur brosa á
móti, og ganga um ánægðir með
lífið. Flestir vilja eignast hlut í
þessari hamingju á einn eða annan
hátt, það er augljóst nú þegar af
þeim viðtökum sem sýningin hefur
fengið; það er ekki oft sem sölu-
sýningar eru nærri uppseldar eftir
fyrstu helgina, en sú er raunin
hér.
Sýning Sæmundar stendur til
sunnudagsins 30. september.
Morgunblaðið/Þorkell
Kristján Fr. Guðmundsson sýnir 10 verk í veitingastofunni Birninum.
Kristján Fr. Guðmunds-
son sýnir í Birninum
KRISTJÁN Fr. Guðmundsson Sýnir hann þar 10 verk unnin
heldur málverkasýningu í veit- með olíu og vatnshtum. A sýning-
ingastofunni Birninum, Njáls- unn* er m-a- eftirprentun eftir
götu 49. Kristján af Fremra-Hálsi í Kjós.
Menningar- og söguhátíðir í Reykjavík:
Vænlegast að íbúar hverf-
anna hafí frumkvæðið
- segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði frá tillögu Kristínar Á. Ólafs-
dóttur um að borgin hafi frumkvæði að menningar- og söguhátíðum
í hverfum borgarinnar. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks sagði að vænlegast væri, að íbúar hverfanna sjálfra hefðu
frumkvæði að slíkum hátiðarhöldum og til greina kæmi, að borginn
styddi slíkt.
Katrín flutti frávísunartillögu frá
borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins, þar sem sagði meðal annars,
að vel mætti vera, að áhugavert
væri að kynna mannlíf og sögu
ýmissa hverfa í Reykjavík _sérstak-
lega, til dæmis á vegum Árbæjar-
safns eða annarra borgarstofnana.
Vænlegast væri þó, að íbúar hverfa
hefðu sjálfir frumkvæði að hátíðar-
höldum í hverfum sínum og fyrir
því væru fordæmi. Til greina
kæmi, að borgin veitti stuðning
sinn, væri þess óskað.
Tillagan er algjörlega raunhœf pví hvort sem pú veist pad
eda ekki, pá er húó pín nú pegar pakin punnu náttúrulegu
sýrulagi, sem SGbðmeii vemdar og viðhe/dur.
Sýrulagið er fyrsta vöm húðarinnar gegn bakteríum,
sveppum, vírusum og eyðileggingaráhrifum frá loftslagi.
Sýrúlagið hefur pH-gildið 5.5, sem er einmitt pað sama og
pH-gildi sebamed léttsápunnar.
sebamed léttsápan er pví sérstak/ega mi/d og góð fyrir pá,
sem ekki pola venjulega sápu, pvo sér oft, hafa óhreina húð
eða pá, sem vilja vemda húðina og heilbrigði hennar.
sebamed léttsápan er fáanleg í fóstu og fljótandi formi.
sebamed léttsápan er pykk og freyðir hafilega.
Ilmurinn af SGbðmed er baði mildur 'og pagilegur.