Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Nefnd skipuð til að kanna framtíðarmöguleika á Keflavíkurflugvelli STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefur skipað sex manna nefnd, sem athuga á möguleika á hvernig nýta megi að- stöðu við Keflavíkurflugvöll í framtíðinni. Formaður nefndarinnar er Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Nefndinni er falið að athuga í ljósi reynslunnar hvaða breytingar þurfí á fyrirkomulagi og aðstöðu við flugvöllinn til þess að örva flugumferð og auðvelda hvers kon- ar flutningsaðilum afnot af vellin- um og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nefndin á að kanna sérstaklega hvers konar aðstöðu þurfi til að flugvöllurinn nýtist sem bezt fyrir íslenzka útflytjendur. Nefndin á að athuga hvort er- lendir aðilar hafí áhuga á að nota Keflavíkurflugvöll fyrir ýmsa starfsemi á sviði iðnaðar og þjón- Ættarmót Briemsættar NIÐJAR hjónanna Valgerðar Arnadóttur og Gunnlaugs Guð- brandssonar Briem halda ættar- mót á Hótel íslandi 30. septem- ber. í tengslum við ættarmótið verður gefíð út niðjatal hjón- anna en afkomendur þeirra eru um 2000. í samtali við Ásgeir Eggertsson, einn skipuleggjanda ættarmótsins, kom fram að auk afkomenda hjón- anna, sem búsettir eru á Islandi, er von á fimmtán fulltrúum erlend- is frá og mun einn þeirra, Suzanne Bitsch frá Danmörku, ávarpa sam- komuna auk þess sem hún mun afhenda Þjóðminjasafninu mál- verk af Gunnlaugi frá árinu 1795. Sigurður Líndal, lagaprófessor, mun einnig flytja ávarp á ættar- mótinu. Veislustjóri verður Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, en hann er einn afkomandi Grund- arhjónanna. Niðjadal þeirra Valgerðar og Gunnlaugs kemur út sama dag og mótið verður haidið. Ritið er 700 síður og í því er fjöldi mynda. Það verður selt á mótinu. Ættarmótið hefst klukkan 15.30 en því lýkur milli klukkan 18.00 og 19.00. Aðgangur er á kr. 1200 en boðið verður upp á kaffihlaðborð. ustu. Þá á hún að kanna hvernig aðrar þjóðir h afi nýtt sér alþjóð- lega flugvelli, til dæmis Arichorage í Alaska og Shannon á írlandi. Loks á nefndin að athuga áhuga flutningsaðila, sem annast flutn- inga milli Evrópu, Japans og Bandaríkjanna, á að nota flugvöll- inn sem birgðastöð eða umskipun- arhöfn. Stefna á að því að nefndin ljúki störfum fyrir 1. marz á næsta ári og skili niðurstöðum sínum og til- lögum til forsætisráðherra. Nefnd- in á að hafa samvinnu við Atvinnu- þróunarfélag Suðurnesja og aðra hagsmuna- og áhugaaðila um málið. Auk Jóhanns Einvarðssonar sitja í nefndinni Eiríkur Alexand- ersson útibússtjór, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum, Gurinar Olsen, stöðvar- stjóri Flugleiða hf. í Leifsstöð, til- nefndur af Flugleiðum, Björn G. Olafsson þjóðfélagsfræðingur, til- efndur af Byggðastofnun, Róbert T. Árnason skrifstofustjóri, til- nefndur af utanríkisráðherra, og Ámi Þór Sigurðsson deildarstjóri, tilnefndur af samgönguráðherra. Styttur framleiddar í Listasmiðjunni. Listasmiðjan: Morgunblaðið/RAX Hugað að undirbúningi j ólanna ENDA ÞÓTT enn séu rúmir þrír mánuðir til jóla eru starfs- menn Listasmiðjunnar í Hafn- arfírði löngu farnir að huga að undirbúningi jólanna og stytt- ur, sem steyptar eru í verk- smiðjunni, og seldar til jóla- gjafa seljast vel þessa dagana. Stytturnar er bæði hægt að fá ópússaðar og brenndar en í báðum tilfellum sér kaupand- inn sjálfur um að mála styttúrn- ar annaðhvort með litum líkum þekjulitum eða glerjungi sem síðan er brenndur. í samtali við Eirík Harðarson, sem sér um brennslu í Listasmiðj- unni, kom fram að hægt er að velja á milli 1.500 og 2.000 teg- unda af styttum sem gerðar eru úr keramiki náskyldu postulíni. Vinsælast sagði Eiríkur gamal- dags vaskasett en af fleiri stytt- um, sem hægt er að velja um, má nefna hús, dýr og fólk að ógleymdum jólasveinunum sem mikil eftirspurn er eftir þessa dagana. I tengslum við verslunina hefur Listasmiðjan verið með námskeið í frágangi á styttunum en að sögn Eiríks hefur einnig verið töluvert um að styttumar hafi verið seldar til félagasamtaka og hópa. Einnig hefur búðin sent töluvert magn af vörum út á land, til dæmis til elliheimila, en verslunin er ein- ungis starfrækt í Hafnarfirði. * Isfískútflutningnr 3.400 tonn umfram heimildir Aflamiðlunar: Ekki verður setið undir fullyrð- ingum um skjalafals og smygl segir Snorri Jónsson talsmaður Gámavina „ÉG REIKNA með að ísfískút- flyfjendur sifji ekki undir full- yrðingum, sem komu fram í sjón- varpi, um að þeir séu bæði skjala- falsarar og smyglarar og því verði höfðað meiðyrðamál," seg- ir Snorri Jónsson talsmaður Gámavina sf. í Vestmannaeyjum. Flutt voru út 15 þúsund tonn af óunnum þorski og ýsu í gámum til Bretlands frá 1. apríl til 25. ágúst sl., þar af 3.400 tonn um- fram heimildir Aflamiðlunar en Gámavinir og Skipaþjónusta Suðurlands fluttu út um helming af þessum 3.400 tonnum, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar fram- kvæmdasljóra Aflamiðlunar. Snorri Jónsson segist álíta að hvorki utanríkisráðuneytið né Afla- miðlun hafi haft heimild til að tak- Hugsanleg samnorræn mynt: Veit ekki til að ísland hafi verið nefnt í því sambandi - segir Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri JÓHANNES Nordal Seðlabankastjóri sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann vissi ekki til að rætt hafi verið um ísland eða íslensku krónuna í sambandi við þær hugmyndir sem Niels Helveg Petersen, viðskiptaráðherra Dana, viðraði í sjónvarpsviðtali á sunnudag um samnorræna mynt. Jóhannes er staddur á ársfundi Alþjóðabankans í Washington í Bandarikjunum, en það var þar sem danski ráðherr- ann setti fram hugmyndir sinar. Jóhannes sagðist ekki geta metið áhrif slíkrar breytingar fyrir ísland ef af yrði, nema að hann taldi ljóst að hún yrði til að auka stöðugleika í gengismálum, sem væri af hinu góða. Petersen rökstuddi hugmyndir sínar með því, að áhrif Skandinavíu- þjóðanna í alþjóðaviðskiptum yrðu meiri með sameiginiegri krónu, sem tengd yrði þeirri dönsku, auk þess sem staða þeirra gagnvart Evrópu- bandalaginu styrktist. Danir eru í EB, en ekki Norðmenn og Svíar. Aðrar þjóðir nefndi hann ekki sem aðila hinnar hugsanlegu nýju nor- rænu myntar. Jóhannes Nordal kvaðst ekki vita til að ísland hafi verið nefnt í þessu samhengi og hann sagði að það hefði ekki af liálfu Dana verið rætt við hann. „Á hinn bóginn held ég að þessu hafi verið varpað fram meira sem hugsanlegum mögu- leika, frekar heldur en að neitt slíkt sé í spiiunum í dag,“ sagði hann. „Ég held satt að segja að þetta séu ekki neinar alvarlegar tillögur sem séu á ferðinni, frekar möguleikar í stöðunni." Jóhannes kvaðst ekki geta metið á þessu stigi hvaða áhrif slík sam- eiginleg mynt hefði fyrir íslend- inga. „í fyrsta lagi er nú ekkert verið að tala um okkur í þessu sam- bandi. Það sem fyrst og fremst er verið að ræða þarna er að auka stöðugleika í gengismálum á Norð- urlöndum. Það er auðvitað hugsan- legur möguleiki til þess að gera það, að tengja þe'ssar myntir beinna saman og ég held að því meiri stöð- ugleiki sem er almennt í kringum okkur i Evrópu, þeim mun meiri þrýstingur er á okkur að fylgja í kjölfarið með einhveijum hætti.“ marka útflutning á ísfiski. „Við erum hins vegar ekki búnir að taka ákvörðun um hvort farið verður í skaðabótamál vegna takmarkana á þessum útflutningi en ef svo færi yrði farið aftur til þess tíma, þegar byijað var að skammta hann. Hitt er annað mál að við gætum sjálfir ákveðið að skammta ísfiskútflutn- inginn, eins og við gerðum þegar hann var fijáls. Verðið féll hins vegar þegar vinnslan gat ekki sjálf unnið sinn fisk,“ segir Snorri. Aflamiðlun úthlutar nú útgerð- unum sjálfum heimildir til útflutn- ings á ísfiski en ekki útflutningsfyr- irtækjum eða -hópum. „Við viljum geta gert útgerðirnar ábyrgar fyrir þeim heimildum, sem þær fá og útgerðarmennirnir eiga sjálfír að gefa upp áætlað útflutningsmagn og tegundir hveiju sinni,“ segir Sig- urbjörn Svavarsson stjórnarformað- ur Aflamiðlunar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður telur að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herca hafi ekki haft heimild til að framselja til Aflamiðlunar vald til að gefa útflútningsleyfi og stjórn- völdum sé óheimilt að binda leyfi til útflutnings á fiski skilyrðum. Sigurbjörn Svavarsson segist ekki vilja tjá sig um þetta álit Jóns Stein- ars. „Þetta er náttúrlega mál ráðu- neytisins," segir Sigurbjöm. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerði Evrópubandalagið athugasemd við það í fyrra að íslensk stjórnvöld takmörkuðu út- flutning á ísfiski, þar sem það væri brot á GATT, alþjóðasamkomulagi um tolla og viðskipti. EB telji hins vegar málið horfa öðruvísi við ef hagsmunaaðilar ákveði sjálfir að takmarka útflutninginn. Snorri Jónsson segir að útgerðar- menn og sjómenn séu í minnihluta í stjórn Aflamiðlunar. „Aflamiðlun var ekki komið á fót í samráði við okkur. Um 20% af aflakvótanum eru í höndum manna, sem ekki eru aðilar að vinnslunni. Vinnslan og frystitogararnir bíða eins og hræ- gammar eftir þessum kvóta og hafa keypt þijá báta hér undanfarin tvö ár. Þá er vinnslan iangt komin með að kaupa upp trillukvótann." Sjávarútvegsráðuneytið hefur að undanförnu verið að kanna hvort einhveijir ísfískútflytjendur hafí brotið reglugerð um vigtun frá 1. febrúar síðastliðnum með því að gefa ráðuneytinu ekki upp réttar tölur um áætlaðan útflutning hveiju sinni. „Það er hið besta mál fyrir okkur ef ráðuneytið fer með þetta mál fyrir dómstólana, því okkur var sagt að reynt yrði að koma í veg fyrir að við kæmumst með málið þangað," segir Snorri Jónsson. Fyrirlestur um Svavar Guðnason FIMMTUDAGINN 27. september nk. klukkan 20.30 heldur Júlíana Gottskálksdóttir, listfræðingur, fyrirlestur um Svavar Guðnason í Listasafni Islands. Fyrirlestur- inn er haldinn í tengslum við yfírlitssýningu á verkum lista- mannsins í safninu. Fyrirlesturinn nefnist: Hin sjálf- sprottna tjáning og agaða hugsun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.