Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 31

Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 31 Álver er áhættufyrirtæki eftir Ingibjörgu Guð- mundsdóttur Það hefur ekki farið fram hjá neinum hvað yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra, sem hafa tjáð sig um álmálið, virðist líta á það sem bjargráð íslenskrar efnahags- stefnu. Mér finnst því mál til kom- ið að við, sem erum á annarri skoð- un, látum meira í okkur heyra. Ég ætla í stuttu máli að segja álit mitt á því, hvers vegna mér finnst álverið slæmur kostur og hvaða aðrar leiðir ég tel heppilegi-i fyrir land og þjóð. Þetta álver sem talað er um að reisa, er að mínu mati allt of mikið áhættufyrirtæki fyrir okkur skuldum vafna þjóðfélag. Við höf- um ekki efni á að fara út í slíkt fjárhættuspil, sem gæti jafnvel kostað okkur sjálfstæðið. Mig langar til að telja upp þá neikvæðu þætti, sem styðja mál mitt. Við yrðum að taka gífurleg erlend lán (og er þó ekki á bætandi) til að koma upp þeim orkuverum sem til þarf. Þá kæmi mikið umfram fjár- magn í umferð, sem setti af stað nýtt þensluskeið og verðbólgu. Og um leið finnst mér okkar kynslóð ekki hafa leyfi til að ganga of nærri orkunýtingarmöguleikum framtíðarinnar. Það er eins og ráð- amenn haldi að dómsdagur sé í nánd, svo mikið virðist liggja á að nýta strax öll verðmæti okkar, en minna hugað að því að treysta undirstöður að varanlegri farsæld landsins. Hvernig færi t.d. ef álæ- vintýrið brygðist og við sætum uppi með skuldirnar af ónýttum orkuverum. Við skulum vona það besta en gera ráð fyrir því versta, bg ekki treysta á heppnina, því hún bregst venjulega þeim sem sýna slíkt kæruleysi. Við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski verður hætt að nota ál í potta og pönnur, ef satt reynist það sem skrifað er í heilsublöð að ál valdi alvarlegum sjúkdómi. Og við vitum ekkert nema styijaldir verði úrelt fyrirbæri á næstu áratugum, a. m.k. meðal vestrænna þjóða, og vopnaframleiðsla minnki stórléga. Nei, við skulum ekki flana að neinu, og ekki láta þiýsta á okkur með að gera samninga strax. Þetta er það stórt mál og kosningar framundan. Ég skora á landsmenn að krefjast þess að álsamningurinn verði gerður að kosningamáli. Al- menningur í lýðræðisþjóðfélagi á rétt á því að láta í ljósi skoðanir sínar, á máli sem getur haft jafn afdrifarík áhrif á framtíðina. Trúlega finnst mörgum ég vera of svartsýn. En ástæðan fyrir því að ég er svona ósátt við þetta feigð- arflan íslenskra stjórnvalda, er sú að ég sé fyrir mér allt aðra atvinnu- uppbyggingu landsins og í þeirri mynd á álverið ekki heima, jafnvel þótt það gæti orðið gróðafyrir- tæki. Skyndigróði og sveiflukennt þjóðfélag er það sem við þurfum síst á að halda. Við vitum að framundan er að breyta um stefnu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vð höfum of lengi róið á röng mið. Við skulum átta okkur á því að mesta ríkidæm- ið er að þetta land okkar skuli vera staðsett úti í miðju Atlants- hafi. Það er meira virði en þótt Stjórn opinberra innkaupa: Bjóða átti ót stóla Þj óðleikhússins Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Stjórn opinberra innkaupa: „Vegna blaðaskrifa um kaup á nýjum stólum fyrir Þjóðleikhúsið og gagnrýni einstakra fyrirtækja og Félags húsgagnaframleiðenda á byggingarnefnd Þjóðleikhússins fyrir að hafa ekki efnt til útboðs vegna smíði á stólum og tilheyrandi innréttindum vill Stjórn opinberra innkaupa, sem skipuð er af íjár- málaráðherra, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnin hefur kynnt sér viðhorf byggingarnefndar Þjóðleikhússins og húsgagnaframleiðenda til þessa máls og telur að hér sé um svo stór innkaup að ræða að átt hafi að efna til útboðs, ef til vill að undan- gengnu forvali, meðal húsgagna- framleiðenda áður en gengið var til samninga um kaup á umræddum stólum. Sögnsnæld- an geíur út ljóðabók SÖGUSNÆLDAN gefur út ljóða- bók í október nk. sem ber nafnið Líkami borgarinnar. Bókin geymir ljóð eftir tvö dönsk skáld, Michael Strunge og Sören Ulrik Thomssen. Rætur þessara tveggja skálda liggja aftur til daga pönks og nýbylgju. Michael Strunge fæddist árið 1958 og dó árið 1986. Sören Ulrik Thomsen fæddist árið 1956 og er áberandi í dönsku menningarlífi. Öll ljóðin eru þýdd úr dönsku af Magnúsi Gezzyni og Þórhalli Þór- hallssyni. Stjórnin telur brýnt að opin- berir aðilar hagi innkaupum sínum í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi og að almenningur í landinu og bjóðendur telji réttlát- lega að málum staðið hvað varðar ráðstöfun á opinberu fé og sam- keppnisaðstöðu bjóðenda. Stjórnin væntir þess að þeir starfshættir sem hér voru tíðkaðir af hálfu byggingarnefndar Þjóðleik- hússins verði ekki ráðandi við opin- ber innkaup í framtíðinni." (Úr fréttatilkynningu) Ingibjörg Guðmundsdóttir „Ég skora á landsmenn að krefjast þess að ál- samningurinn verði gerður að kosninga- máli. Almenningur í lýðræðisþjóðfélagi á rétt á því að láta í ljósi skoðanir sínar, á máli sem getur haft jafn af- drifarík áhrif á fram- tíðina.“ hér væri gull í jörðu eða olía í sjó og af þessum auðæfum erum við öfundsverð. En við verðum að trúa á landið, og skilja hvað það er dýrmætt til að það komi okkur að gagni og verði til góðs. Þess vegna þurfum við strax að fara að huga að breyttri umgengni við landið okkar, sem miða að því, að halda landinu hreinu og styrkja jarðveg- inn með því að nota húsdýraáburð og allan þann lífræna úrgang sem til fellur til sjávar og sveita. Það er hrikalegt að horfa upp á hvernig komið er fyrir sveitum landsins og að hér skuli vera til ráðherrar sem vildu helst af öllu gefa fijálsan innflutning á land- búnaðarvörum. Þeir hljóta þó að vita að það gæti þýtt endalok bændastéttarinnar með þeim af- leiðingum, sem það gæti haft. Ég tel að það ætti að hætta við útfiutningsbætur á kjöt, en nota heldur það fé í beinan stuðning við bændur, svo þeir geti tekið upp breytta búskaparhætti við að yrkja BARDS frá Irlandi skemmta í Óperukjallaranum kvöld (p)-perukjailiTiwi jarðirnarjog koma þeim í heilbrigt ástand. Ég held að það verði far- sælla að hjálpa bændum að „þreyja þorrann og góuna“ meðan þetta millibilsástand er, því ef okk- ur tekst að gefa íslenskum matvæl- um gæðastimpil er ekki langt í, að þau verði auðveld söluvara, hvar sem er í heiminum. Og þá geta bændur farið að reka sín bú án styrkja, eins og aðrir atvinnu- rekendur. En þessi leið tekst aldrei • nema við breytt skipulag. Ríkisaf- skipti, forsjárhyggja og miðstýring verður að vera í lágmarki en ein- staklingsframtakið, frelsið og virð- ingin fyrir manneskjunni að aukast mikið. Við erum fámenn þjóð og búum í landi, sem ekki er byggilegt nema að litlum hluta. En landið okkar býr yfir miklum möguleikum, ef frelsi einstaklingsins og hugvit hans fær að ráða ferðinni. Okkar stóru mistök eru þessi mikla og hraða uppbygging á höfuðborgar- svæðinu þar sem ekkert hefur ver- ið til sparað, og sem aukið hefur . á erlendar skuldir okkar og valdið þenslu og verðbólgu. Nú er svo komið að meir en helmingur okkar fámennu þjóðar er kominn þangað og fólkið heldur áfram að flýja erfiðleika landsbyggðarinnar. Sú þróun getur ekki leitt til annars en almennrar fátæktar. Slagsíðan er þegar orðin of mikil. Nú loksins er orðinn skilningur á því hvað verðbólgan hefur leikið þjóðfélagið grátt, og að peningar vaxa ekki á trjám. Það er frumskilyrði að halda verðbólgu niðri, ef möguleikar eiga að vera á því, að lifa hér sem sjálf- stæð þjóð og fá grósku í þá at- vinnuvegi sem henta okkur best, fiskverkun, landbúnað og smáiðn- að. Þá fengjum við jafnvægi í byggð landsins. Að lokum vil ég segja þetta: Aðalsmerki góðra bænda var að byggja fyrst yfir bústofn sinn og hlú að því sem gaf björg í bú. Híbýlin komu á eftir. Við högum okkur eins og búskussar, leggjum alla áherslu á að gera borgina sem glæsilegasta en látum undirstöðu- atvinnuvegina sitja á hakanum. Höfundiir er húsmóðir í Reykjnvík. Vertu öruggur! Veldu GoldStar! GoldStar símkerfin eru hvarvetna viöur- kennd fyrir gæöi og hugvitsamlega hönnun. • Ótal möguleikar fyrir allar stæröir fyrirtækja. • Vönduð uppsetning og forritun. 100% þjónusta. • Tugir ánægöra notenda. • Síöast en ekki síst: Frábært verð. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Ath! GoldStar síminn m/símsvara á kr.9.952.- Yale rr púllarar t* Níðsterkir tisléttir Yale - gæði - ending [1] JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. 43SumUborg 13 IlM Rr>k>tvik - Simi 68« 588 SIEMENS Þurrkari á tilboðsverði! • Stórt lúguop og stór lósía • Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að forðast krumpur. • Tekur 4,5 kg af þvotti. • Sérlega hagkvæmur og spameytinn. Staðgreiðsluverð: 39.900 kr. SMITH&NORLAIMD NÓATÚNI 4 • SfMl 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.