Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 0 Fcxréu nxst tiL t/mstn'. - - op hvr*jd fieitir- h.Öfuðb>0rg Jágós/ai/iu ? " Mér fínnst óþarfi fyrir þig að synda, djúpbáturinn veitir afslátt út vikuna ... Siyöll hugmynd, pabbi að notfæra sér lekann í heim- æðinni... Slys á böraum í umferðinni Til Velvakanda. Slysum á börnum almennt í um- ferðinni hefur fækkað í ár, þar til núna í ágúst og september í Reykjavík. Það sem af er september slösuðust sex börn í umferðarslys- um í Reykjavíkurborg. Þettatvoru gangandi vegfarendur og tvö þess- ara slysa voru alvarleg. I september í fyrra slösuðust tvö börn og í báð- um tilfellum var um lítilsháttar slys að ræða. Þau börn sem hafa slas- ast núna eru á aldrinum 6-13 ára. Nokkur tilvik eru þannig að um má kenna óvarkárni ökumanna sem aka framhjá strætisvögnum og ávarkárni barnanna sjálfra sem fara út á götuna fram fyrir strætis- vagninn, þannig að hann skyggir á þau. Ég vil minna á það sem stendur um þetta í umferðarlögum: Þegar að ökutæki nálgast hópbifreið eða merkta skólabifreið, sem numið hefur staðar til þess að hleypa far- þegum inn eða út, þá hvílir sérstök skila á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við þessar aðstæður. Ég vildi biðja alla ökumenn að sýna sérstaka varúð við stoppi- stöðvar strætisvagna, við gang- brautir, á gatnamótum og í ná- grenni við skóla. Síðan langar mig til að beina þeim tilmælum til for- eldra, að þeir þjálfi bömin sín og leiðbeini þeim með ömggustu leið- ina í og úr skóla. Og það þurfa auðvitað allir að taka höndum sam- an. Börnin sjálf þurfa að fara eftir þeim reglum sem þeim eru kenndar og foreldrar að sjá til þess að þau fari eftir þessum reglum. Og öku- menn, síðast en ekki síst, verða að taka tillit til gangandi vegfarenda. Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi hjá Umferðarráði. Fjármál öryrkja Til Velvakanda. Við geðsjúklingar emm plága á þjóðfélaginu og við þessir hress- ustu vitum það vel. Hinir sem em verr settir á andlega planinu gera sér ekki grein fyrir þessu og eru að því leyti vel settir að þeir eru í fæði og húsnæði á opnum deildum og fara fijálsir ferða sinna nema krónískir séu (krónískur merkir ólæknandi). Ég er ekki í þessum hópi og prísa mig ekki endilega sælan vegna þess. En þetta var útúrdúr og vil ég halda mig að því efni sem hér er til umfjöllunar í stuttri blaðagrein, en það eru fjár- mál öryrkja. Vil ég fyrst koma inná sem eru í fæði og húsnæði á viðeigandi stofnunum og geðspítul- um. Það eru mín orð en orð að sönnu að maður sem reykir er ekki heill á geðsmunum, en það er líka útúrd- úr og best að halda sér við hið viðkvæma efni sem er að tóbaks- styrkur eða svonefndir vasapen- ingar þessara sjúklinga em 5-6.000 kr. á mánuði og dekkar hvergi nærri þá þörf sjúklings að kaupa kók og reykja einn pakka á dag. Vinur minn'einn sem er stórr- eykingamaður á lokaðri deild, fær 11 sígarettur á dag og reykir þær á klukkutíma. Vinkona mín sem er sjúklingur reykir hins vegar eina sígarettu á dag og einn þekki ég sem reykir ekki. Þetta kann að vera álitin óþörf ádeila en hér með lýk ég ekki máli mínu en bæti því við að litlar 10.000 krónur væri varla sá baggi á velferðarríkinu íslandi handa þessu ósjálfbjarga fólki. Það sem mér liggur hins vegar á hjarta og væri efni í heila bók eða framhaldssögu í Morgunblað- inu í eitt ár eru fjármál hinna sem ekki vinna en eiga að sjá sér far- borða á litlum 50.000 krónum þeg- ar tóbaksnautnamaður eins og ég og allir kollegar mínir sem ég veit um þurfum minnst 2000 krónur á dag til að lifa daginn og hygg ég að slíkt gildi einnig um strætis- vagnabílstjóra hér i borg sem eru á sömu sultarlaunum og við sjúkl- ingarnir en það er annað mál. Þeir eru flestir að aka strætó í auka- vinnu meðan við sem eigum að lifa á tæpum 1.000 krónum á dag höf- um ekki í önnur hús að venda en foreldrahúsin ef svo vel vill til að viðkomandi sjúklingur á foreldra á lífi sem er sjaldgæft núorðið. Vildi ég því beina orðum minum í vin- semd og með virðingu til Trygg- ingastofnunar ríkisins og' biðja hana í vinsemd að fara ofan í þetta mál og að stjórnvöld geri slíkt hið sem því hér er mörgu ábótavant sem ekki er hægt að telja upp hér fyrir utan þessar almennu þarfir óvinnufærra einstaklinga til að bjargast á erfiðum timum, því vil ég að lokum vitna í frægan geð- lækni sem heitir Ingólfur Sveins- son og gera hans orð það mínum lokaorðum í þessa hugvekju, að það er full vinna að vera sjúklingur. Pálmi Örn Guðmundsson Yíkveiji skrifar HÖGNI HREKKVISI Víkverji staldraði sérstaklega við fréttina á forsíðu Morgun blaðsins á laugardag, þar sem sagt var frá gagnrýni ráðherra í Belgíu á svokallaða barnaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem verður í New York nú um helgina. Telur ráðherr- ann að hér sé um rándýra sýndar- mennsku að ræða, þar sem forystu- menn ríkja heims komi saman til þess eins að þjóna ímynd Barna- hjálpar SÞ (UNICEF); ráðstefnan breyti engu um hag barna og börn- in sem helst þurfi á hjálp að halda hafi enga hugmynd um ráðstefn- una. Óvenjulegt er að ráðherrar kveði þannig upp úr um gagnsleysi al- þjóðlegra funda. í hugum almennra borgara ríkir ekki neinn vafi um að margár ráðstefnur sem þeir standa straum af með skattfé sínu séu gagnslausar. Öllum er okkur ljós neyð barna víða um lönd og við viljum að þeim sé rétt hjálpar- hönd. í því efni á að beita öllum tiltækum ráðum. Er þó ekki ástæða til að taka undir með belgíska ráð- herranum? Er ekki óþarfi að verja hundruðum milljóna króna eða jafn- vel milljörðum í leiðtogafund á veg- um UNICEF? Hefði ekki verið skyn- samlegra að ákveða að veija þess- ari fjárhæð beint í þágu bágstaddra barna? xxx Einskonar umsátursástand hef- ur verið um ritstjórnarskrif stofur Morgunblaðsins undanfarnar vikur vegna framkvæmda á vegum hitaveitu og frágang á bílastæðum á milli Fischersunds og Vesturgötu, jafnframt hefur verið unnið að end- urnýjun á slitlagi gatna í Gijóta- þorpinu. Eftir að hitaveitufram- kvæmdunum lauk á þessum slóðum færðu verkatakarnir sig yfir í Hafn- arstræti og þar hefur verið skipt um leiðslur. Var hringt í Víkveija á dögunum og hann hvattur til að vekja athygli á því, hve langan tíma þessar framkvæmdir í Hafnarstræti tækju. Um leið og það er gert skal því fagnað, að unnið sé að frágangi á bílastæðum í Gijötaþorpinu og á lóðum Alþingis á milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Var tímabært að taka til hendi við þetta. Sýnast Víkveija handtökin mörg hjá þeim sem eru að ganga frá Glasgow-lóð- inni en vonandi tekst að ljúka fram- kvæmdum þar, áður en vetur geng- ur í garð. Ér þá nokkuð annað eft- ir en að koma suðurhluta Gijóta- þorpsins í viðunandi horf og lóðinni við Aðalstræti og Túngötu, þar sem talið er að sjálfur bær Ingólfs hafi staðið? XXX egar unnið er að framkvæmd- um eins og hér hafa verið gerð ar að umtalsefni er mikilvægt að þeim sé lokið að fullu með mark- vissum hætti, þannig að ekki sé eitthvað skilið eftir sem spillir heild- arsvipnum. Víkveija finnst oft að það gleymist að leggja síðustu hönd á slík verk eða önnur. Til dæmis hefur það vakið undrun hans lengi, að ekki skuli sett slitlag á tvo fer- hyrnda malarreiti, sem eru í Hamrahlíðinni hér í Reykjavík. Vegna bilana á vatnsleiðslu eða ein- hvers annars var grafið í götuna í sumar en' síðan skilin eftir sár í henni sem valda ökumönnum óþæg- indum og hafa í för með sér óþrif.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.