Morgunblaðið - 29.09.1990, Side 4

Morgunblaðið - 29.09.1990, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 4 VEÐURHORFUR íDAG, 29. SEPTEMBER YFIRLIT I GÆR: Suðvestangota um mest allt land. Léttskýjað á Norðausturlandi, annars skýjað og skúrir eða sútd á víð og dreif. Hiti á biltnu 5-1Ö stíg á íáglendi. SPÁ: Norðvestangoia eða kaidi og smá skúrir eða slyddué! með norðurströndinni, áfram vestangoia og skúrir sunnaniands og vest- an en léttir heldur til á Austurlandi. Heldur kólnandi, eínkum norðan- VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt. Dálítíi él viö norðaust- urströndina i fyrstu, annars þurrt og viða bjart veður. Hitl 5-10 stig. Þykknar upp vestanlands með vaxandt sunnanátt undir kvöid. HORFUR Á MÁNUDAG: Austiæg átt, víða nokkur strekkingur. Rign- ing og súid um allt land. Hiti 6-12 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað 'CMk Skýjað Wmmft ||jjj| Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # # 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur pf Þrumuveður MRUíeyn o jau Reykjavik 7 skúrir________ Bergen 11 alakýjað Hrisinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 súid Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk 1 léttskýjað Ósló 14 skýjað Stokkhólmur 11 kýjað Þórshöfn___________9 skýjað______ Algarve 25 skýjað Amsterdam 15 skýjað Barcelona vantar Berlín 14 alskýjað Chicago 16 alskýjað Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 16 skýjað Qlasgow 13 rigning Hamborg 13 alskýiað LasPalmas vantar London 19 téttskýjað LosAngetes 18 lóttskýjað Lúxemborg 14 téttskýjað Madríd 27 mtetur Malaga 27 skýjað Mallorca 27 léttskýjað Montreal 13 þokomóða NewYork 17 þokumóða Orlando 23 atekýjað París 18 helðskirt Róm 26 léttskýjað Vin 14 skýjað Washington 16 þokumóða Winnípeg 1 háltekýjað Menntamálaráðuneyti: * Oskar umsagnar um efnisgjöld grunnskóla MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ríkislögmanns, Námsgagnastofnunar og ann- arra lögmanna vegna álitsgerðar umboðsmanns Alþingis um efnis- gjöld í grunnskólum. Ráðuneytið hefur einnig sent skólastjórum grunnskóla landsins bréf þar sem óskað er eftir greinar- gerð um hversu háa upphæð for- eldrar og böm greiða í efnisgjöld og bækur. Fyrirspurnin kemur í framhaldi af álitsgerð umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að ríki og sveit- arfélög geti ekki endurkrafið nem- endur eða forráðamenn þeirra sér- staklega um rekstrarkostnað grunnskóla án sérstakrar lagaheim- ildar og að svonefnt efnisgjald eigi sér því ekki stoð í lögum. I greinar- gerðinni á að koma fram hve há gjöldin eru í hveijum árgangi og gjöld vegna valgreina sérstaklega. Skólastjórar eiga að skila greinar- gerðinni fyrir 15. október næstkom- andi. í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir að í tilefni af álitsgerð umboðsmanns Alþingis þyki ráðuneytinu rétt að skólar reyni að komast hjá því að láta nemendur kaupa bækur í skyldu- námsgreinum þar til athugun ráðu- neytisins á málinu er lokið og hafi sú skoðun ráðuneytisins komið fram í bréfi til allra fræðslustjóra lands- ins. Vetrarstarf KFUM o g KFUK að hefjast VETRARSTARF KFUM og KFUK er að hefjast um þessar mundir. f Reykjavík”verða þær breytingar á starfsstöðvum félaganna að þar sem húsið að Amtmannsstíg 2a hefur verið selt og flyst starfið í Mið- og Vesturbæ Reykjavíkur í félagsmiðstöðina Frostaskjól. Vegna byggingaframkvæmda við nýjar höfuðstöðvar félaganna við Holta- veg flyst félagsstarf þaðan í Langholtsskóla. Um miðjan október er ráðgert að hefja nýtt unglingastarf innan KFUM og KFUK í samstarfi við æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi. Starfið byggist á söng, leiklist og kristnum félagsskap. í byijun október hefst þetta starf í Breiðholtskirkju á mið- vikudögum kiukkan 20 og í undir- búningi er að heija samskonar starf í Áskirkju. Þá verður KFUM og KFUK með starf fyrir fólk á aldrin- um 20-40 ára í félagsheimilinu Suðurhólum 35 á föstudögum klukkan 20.30. Starf aðaldeilda félaganna flyst í vetur að Langagerði 1 þar sem KFUK fundar á þriðjudögum og KFUM á fimmtudögum. Flestar sunnudagasamkomur verða að Háaleitisbraut 58-60. Öllum börnum og unglingum er boðin ókeypis þátttaka í félags- starfí KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar eru veittar um starfíð á skrifstofunni við Holtaveg mánu- daga til föstudaga frá klukkan 10-17. Félag einstæðra foreldra: Skatthol og rúm # seld á flóamarkaði VEGNA mikillar aðsóknar og nýrra birgða hefur Félag einstæðra foreldra ákveðið að halda einn laugardagsflóamarkað enn og hefst hann í Skeljanesi 6 í dag, laugardag 29.september kl. 2 e.h. Þar verða á boðstólum gömul og vegleg rúm, skatthol og borðstofu- borð og stólar og fleiri húsgögn. Sömuleiðis er mikið af fatnaði á stórt og myndarlegt fólk, mikið af blússum og tískuvestum, rúmfatn- aður og bútar, myndir og málverk og ungbamafatnaður auk „hefð- bundins" flóamarkaðsvamings, að því er segir í fréttatilkynningu FEF. Minnt er á að menn komi stund- víslega og tekið er fram að ekki verði unnt að hafa fleiri flær í bili, þar sem vetrarstarf er að hefjast og salurinn er þá notaður fyrir fundi og tómstundastarf. Knstinn Guðjóns- son forstjórí látinn Kristinn Guðjónsson forstjóri lést í Reylqavík í gær. Hann fæddist árið 1907. Kristinn var í hópi þeirra manna sem dijúgan skerf lögðu til upp- byggingar á íslenskum iðnaði og trúnaðarstörf hans á þeim vettvangi voru margvísleg. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda um árabil og var fulltrúi iðnaðarins í bankaráði Iðnaðarbankans. Hann var heiðursfélagi Ljóstæknifélags- ins og Félags Raftækjaheildsala. Árið 1987 var hann sæmdur gull- merki Félags íslenskra iðnrekenda fyrstur allra. Forstjóri fyrirtækisins Stálumbúðir var hann frá stofnun þess 1948. Árið 1979 var Kristinn sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensks iðnað- ar. Kristinn lætur eftir sig eigin- konu, Sigurveigu Eiríksdóttur, og þijár dætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.