Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Helltu þér út í félagslífið, en farðu samt ekki offari. Þig langar til að skipuleggja heimasamkvæmi. Farðu að Finna vini þína. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert sérlega drifandi þessa dagana. í dag opnast þér leið sem á eflir að færa þér fjárhagslega velgengni. Haltu áfram þínu striki, en forðastu óhófleg pen- ingaútlát vegna breytinga heima fyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Haltu þig fremur heima við en fara út að skemmta þér í dag. Þú finnur leið til að bæta Ijár- hagsafkomu þína. Barnið þitt kann að vera erfitt og uppreisnar- gjamt þessa dagana. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Annað hvort ykkar hjóna eyðir of miklum peningum í dag. Það er kominn tími til að taka fjármái- in föstum tökum. Njóttu lífsins í faðmi fjölskyldunnar í stað þess að sækja skemmtanir út fyrir heimilið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er tilvalið að eiga einlægar viðræður við sína nánustu. Mundu áð standa við allt sem þú hefur heitið öðru fólki. Gefðu aldrei loforð sem þú getur ekki staðið við. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Treystu fyrst og síðast á eigið frumkvæði og vertu sem mest sjálfbjarga. Þetta er ekki rétti dagurinn til að bæta á sig ábyrgð- arstörfum. Þú getur þó afkastað óvenjumiklu um þessar mundir. Vog (23. sept. - 22. október) Vini þínum hættir til að vera dig- urbarkalegur núna. Blandaðu geði við fólk og gerðu þér glaðan dag. Rómantíkin er ekki langt undan. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú verður að láta hagkvæmnina ráða ferðinni hjá þér svo að þú missir ekki taumhald á framvin- dunni. Þú vinnur að ýmsu smá- legu heima fyrir. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Hjón vinna saman sem einn mað- ur í dag og hvetja hvort annað til dáða. Sumum þeirra sem þú umgengst hættir til að ýkja hlut- ina eða slá þeim á frest. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Peningamálin geta farið úr bönd- unum hjá þér í dag nema þú gáir vel að þér. Samt ertu á réttri leið að öðru leyti og tekjur þínar ættu að aukast. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þetta er góður dagur til ferðalaga og fríslundastarfs. Eitt ákveðið mál á hug þinn allan nú um stundir. Haltu góðu sambandi við maka þinn. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér hættir tii að ýta öllu á undan þér núna. Vertu ekki eins og salt- stólpi, heldur gakkstu við ábyrgð þinni. Þú færð góða hvatningu í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ er frumlegt, en kann að vera taugaóslyrkt og hástemmt. Það laðast gjarna að störfum sem gefa möguleika til sköpunar og er oft á undan sinni samtíð. Það lætur sig varða vel- fcrð annars fólks og tekur ríkan þátt í mannúðarstarfi. Því vegnar best þegar það er innblásið. Þó að það eigi góða möguleika í við- skiptalífinu, höfða listir að öllum jafnaði sterkar til þess. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK cÖJLOSL S /YVUCfD ■VpyU' rttfrufo /much'. Kæra Palla Jóns, ég sakna þín mjög mikið. UUMY BOTMERTO UJRITE ? SHE'LL NEVER REMEMBEK YOIA.YOU'RE THEKINPOF PER50N WHO 15 EA5Y TO FOK6ET... Af hverju að vera að liafa fyrir því að skrifa? Hún man aldrei eftir þér, þú erl þann- ig persóna sem auðvelt, er að gleyma . . . Ég er frænka þín, og jafnvel ég get ekki inunað eftir þér. Systir! Hvað sem er. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Allir spilarar með sjálfsvirð- ingu vita hvernig best er að tryggja þijá slagi á KGxx á móti Áxx. Hetja dagsins var svo sannarlega í þeim flokki: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G105 VKG83 ♦ 76542 ♦ 7 Suður ♦ ÁKD972 y Á65 ♦ ÁD ♦ Á3 Vestur Norður Austur Suður 2 lauf 2 spaðar 4 lauf 4 spaðar 6 spaðar Pass 2 tíglar Pass Pass 3 spaðar Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass 5 lauf Pass Pass Pass Pass Utspil: laufdrottning. Slemman er greinilega mjög góð. Okkar maður drap á laufás og tók tvisvar tromp. Allir með. Hann sá að slemman var í húsi ef hjartaliturinn gæfí einn auka- slag, svo hann tók tæknina í þjónustu sína, spilaði hjarta á kóng, aftur á ás og síðan að gosa blinds. Þannig ver maður sig gagnvart Dx í bakhöndinni. Norður ♦ G105 ♦ KG83 ♦ 76542 ♦ 7 Vestur ♦ 83 V74 ♦ K1083 ♦DG1085 Austur ♦ 64 ♦ D1092 ♦ G9 ♦ K9642 Suður ♦ ÁKD972 ♦ Á65 ♦ ÁD ♦ Á3 En hjartað lá í hel og þegar tígulsvíningin misheppnaðist líka var slemman töpuð. Vinn- ingslíkur samkvæmt þessari spiiamennsku eru rúmlega 80%, svo það er óstuð að fara niður. En það er til betri leið, sem er svolítið erfitt að koma auga á, spila einfaldlega tígulás og drottningu í upphafí. Ef tígullinn brotnar ekki verr en 4-2 er spil- ið unnið. Þessi spilamennska myndi blasa við ef tíguldrottn- ingin væri ómerkilegur hundur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Gausdal um daginn, þar sem Hannes Hlífar Stefánsson sigraði eftirminnilega, kom þessi staða upp í skák búlg- arska stórmeistarans Inkiov (2.510), sem hafði hvítt og átti leik, og Svíans Eriksson. 27. Rxf7! - Kxf7, 28. Rg5+ - Kg8, 29. Bd5+ - Re6, 30. Hxe6! og svartur gafst upp, því mátið blasir við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.