Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Guðrún Andrésdótt- ir — Minningarorð Fædd 11. júlí 1913 Dáin 24. september 1990 Fapa þú, sál mín. Lít þú víðiend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina help glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, - kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. (Jakob J. Smári.) Í dag fyigjum við til grafar frá Stokkseyrarkirkju elskulegri syst- ur, mágkonu og frænku, Guðrúnu Andrésdóttur, sem lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 24. sept. sl. Guðrún var fædd í Beinateig á Stokkseyri 11. júlí 1913, yngri dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og Andr- ésar Ólafssonar sem þar bjuggu. Eldri dóttirin var Ólafía Margrét Andrésdóttir, móðir mín, sem lést 1971. Þær systur misstu föður sinn þegar Guðrún var á öðru ári og má nærri geta að lífsbaráttan hefur verið hörð fyrir ekkjuna ungu og dæturnar tvær. Amma vann fyrir þeim með fatasaum og af henni lærði Gunna frænka saumasnilldina sem hún varð síðar þekkt fyrir. Seinni maður ömmu var Valdimar Hannesson og eignuðust þau eina dóttur, Hönnu, sem býr í Hafnar- firði. Gunna fór snemma að vinna fyr- ir sér heima á Stokkseyri og víðar, m.a. í Keflavík, og þar kynntist hún Ragnari Jónssyni frá Hörgslandi á Síðu, en hann var sjómaður á báti þar. Þau giftust 1934 og fluttust til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu allt þar til Ragnar lést 1988. Mikil veikindi Gunnu vörpuðu frá upphafi skugga á heimilið, hún dvaldi oft langdvölum á sjúkrahús- um allt frá tvítugsaldri, þá fékk hún alvarlegan sjúkdóm og náði aldrei heilli heilsu eftir það. Hún var þó alltaf andlega sterk og átti mjög auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- amar á tilverunni og það var grunnt á glettninni. Gunna og Ragnar voru barnlaus, en frá bemsku- og æskuárum mínum minnist ég elskulegrar frænku, sem gerði allt sem hún gat fyrir systraböm sín og síðar böm þeirra. Ég minnist gjafmildi hennar og umhyggju fyrir velferð okkar og síðar barna okkar og fjölskyldna. Gunna dvaldi oft á Stokkseyri og hjá henni og Guðjóni Jónssyni æskuvini hennar í Starkaðarhúsum var Ólafía Sigurðardóttir systur- dóttir mín alin upp að miklu leyti og myndaðist milli þeirra innilegt samband líkt og móður og dóttur. Á kveðjustund er margs að minn- ast. Ég minnist boðanna á jóladag á Linnetstíg 8 (sem síðar varð Smyrlahraun 2) og ég minnist allra fínu árshátíðarkjólanna sem voru sniðnir og saumaðir á auralitla menntaskólastelpu í litla herberginu inn af eldhúsinu þar, Og ég minnist ljómans í augum barnanna minna þegar jólasendingin kom frá Gunnu frænku, þar í var alltaf eitthvað stórt og spennandi. Já, minningam- ar eru nær óteljandi og allar jafn dýrmætar nú á þessari kveðjustund þó að þær verði ekki settar hér á blað. Eftir lát Ragnars flutti Gunna til Stokkseyrar og bjó í Starkaðar- húsum hjá Guðjóni B. Jónssyni sínum trygga vini sem annaðist hana af mikilli umhyggju þar til yfir lauk. Nú er hún horfin okkur hér úr jarðheimi yfir til æðri heima, þar sem svo margir af ástvinum hennar dvelja. Ég þakka almættinu fyrir elsku- lega frænku og bið þess að ljós lífs og kærleika megi fylgja henni um alla eilífð. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Tryggvadóttir, Egilsstöðum Hinn 24. september sl. barst mér sú fregn að Gunna frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, væri látin. Hún hafði háð langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Með að því er virtist óþijótandi andleg- um og líkamlegum styrk komst hún í gegnum ótrúlega erfið tímabil í lífí sínu, þar á meðal ótal skurðað- gerðir og legur á sjúkrahúsum. Því meira sem af henni dró líkam- lega, þeim mun sterkari virtist hún verða andlega. Sjaldan var að heyra uppgjafartón í Gunnu og alltaf var grunnt á góða skapinu og léttleik- anum sem fylgdi henni. Og þó að hún ætti sjálf erfitt var hún alltaf jafn óeigingjöm og örlát við aðra. Ég mun aldrei gleyma þeim styrk og hjálp er Gunna veitti mér á erfið- leikatímum litlu fjölskyldu minnar síðastliðin ár. Þó að hún væri sjálf fársjúk virtist hún eiga aflögu styrk til að veita öðrum. Mér eru minnis- stæð augnablik eins og þegar Gunna kom að heimsækja mig á fæðingardeild Landspítalans og fékk að sjá litla son okkar, Davíð Valdimar, sem hún hafði óttast um, nýfæddan. Þá var hún sjálf nýkom- in úr einni af hinum erfiðu rann- sóknum er hún þurfti að ganga í gegnum reglulega, en það gladdi hana svo að sjá litla drenginn að hún virtist gleyma öllum sínum erf- iðleikum um stund. Gunna lét ekki sjúkdóm sinn Minning: Margrét Vemharðs- dóttirfrá Siglufirði Fædd 20. maí 1926 Dáin 21. september 1990 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Haustið er komið, laufin falla af tijánum og kólna tekur í veðri. Ein- mitt á þessum árstíma var Magga vön að koma til okkar á Hjallaveg- inn. En skjótt skipast veður í lofti, og víst er um það að enginn veit hvenær kallið að handan kemur. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kvaddi Möggu á Laugavegi 5 í lok ágúst að ég myndi ekki sjá hana aftur. Þá spurði hún mig brosandi hvort hún mætti koma til okkar í haust. Magga þurfti ekki að spyija að því, hún var alltaf velkomin til okkar. Margs er að minnast þegar hugsað er til baka, en allar minning- arnar eiga það sameiginlegt að vera góðar og bjartar. Magga var alveg einstök kona, hún var félagi allra sem hana þekktu á hvaða aldurs- skeiði sem fólk var. Ævinlega var hún brosandi og kát, aldrei eitt æðruorð þrátt fyrir stöðuga verki sökum liðagigtar sem hún var hel- tekin af. í hennar augum áftu allt- af aðrir meira bágt en hún. Væri hún óvenju slæm, hló hún létt og sagði ég er eitthvað hálf leiðinleg núna. Án þess að vita það sjálf kenndi Magga okkur. svo ótal margt. Ekki með því að prédika um rétt og rangt, það gerði hún aldrei. Heldur með því að spjalla við okkur f y r i r k o n u r K á p ur J akk ar D r a gtir F r a k k a r B u x u r B l ús s u r Pils ... Laup;avcj'i 59 Kjörj'arði Sfmi 15250 um lífið og tilveruna, fordæma aldr- ei og vera sífellt með gamanyrði á vörum hvernig sem líðan hennar var. í sumar auðnaðist henni að dvelja í íbúð sinni á Siglufirði. Það var henni dýrmætt. Þegar ég kom til hennar í lok ágúst sagði hún mér frá liðnu sumri og gleðin og ánægjan yfír því að geta verið heima var ólýsanleg. Er hún stóð við glugga er sneri í norður í íbúð sinni sagði hún: „Geturðu ímyndað þér að það sé nokkurstaðar fal- legra?“ Já, Siglufjörður var hennar paradís. Við töluðum oft um líf eft- ir þetta líf og hún trúði því að er hennar jarðvist lyki fengi hún aftur að vera hjá Bjarka sínum. Ég efa það eklci að nú dvelja þau saman á ný glöð og sæl. Minning- arnar um Möggu tekur enginn frá okkur og þær eru dýrmætari en nokkurt gull. Börnum hennar og öllum aðstandendum votta ég sam- úð mína. Möggu kveð ég með sárum Átak í landgræðslu Minningarkort sími 91-29711 og 98-75088 Minningargjafir má leggja inn á reikning 251200 hjá Búnaðar- banka Islands. söknuði og bið algóðan Guð að blessa hana. „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt.“ (Vald. Briem) Signý Sigtryggsdóttir Ósjálfrátt hrekkur maður við þegar maður heyrir fráfall vinar. Dauðinn virðist ætíð koma á óvart, og það tekur nokkum tíma að átta sig á staðreyndum. Oft og tíðum er dauðinn lausn þegar um mikla heilsufarslega erfiðleika er að ræða, en þrátt fyrir það er hann ætíð sár. í dag er staðið yfir moldum frú Margrétar Vernharðsdóttur frá Siglufirði, og verður hún jarðsett við hlið manns síns í Siglufjarðar- kirkjugarði. Þar er kvödd hinstu kveðju góð og glæsileg kona, en hún andaðist snögglega á leið til læknis þann 21. september sl. Margrét var borin og barnfædd á Siglufirði, og ól þar allan sinn aldur. Á uppvaxtarárum hennar snerist allt um að vinna hörðum höndum á meðan atvinna var í boði, en á þeim árum var ríkjandi at- vinnuleysi á vetrum, þannig að gæta þurfti þess vel, sem aflaðist yfir bjargræðistimann. Daglauna- maðurinn átti ekki margra kosta völ til að afla heimili sínu tekna til að framfleyta sér og sínum. Faðir Margrétar, Vernharður Karlsson, var annálaður dugnaðar- maður og eftirsóttur starfskraftur, sem og allt hennar fólk, á því byggðist afkoma og velferð heimil- isins, ásamt sparnaði og fyrir- hyggju. Margrét ólst upp í föður- garði, sem títt var um unglinga í þá daga, þar sem á annað borð var hægt að halda fjölskyldunum sam- an, og allt frá þeim tíma hafa fjöl- skylduböndin verið mjög traust í hennar fjölskyldu. Margir litu hina ungu og glæstu heimasætu hýru auga, eins og gengur og gerist, en þar kom að ungur þingeyskur draumaprins kom keyrandi á snjósleða með hvítum fák fyrir, og þandi hann harmonikk- una og félagar hans frá Hólsbúinu á Siglufirði sungu. Þannig minnist ég Hólssveina á kyrrum vetrar- kvöldum á Siglufirði. Þarna var kominn Bjarki Árnason harmon- aftra sér ef hún ætlaði sér eitt- hvað. Þannig tilkynnti hún mér snemma í sumar að hún ætlaði sér að koma í þrítugsafmæli mitt hinn 31. ágúst. Hún gat varla talist ferðafær þá, en þó mætti hún á slaginu átta það kvöld eins og hún hafði tilkynnt mér. Það kvöld fannst mér geisla af Gunnu lífsgleðin og hinn innri styrkur. Hún naut þess að hitta fjölskyldu mína saman komna. Ef til vill hefur hún skynjað að það yrði í síðasta skipti í þessu lífi. Síðast hitti ég Gunnu er við heim- sóttum hana á Stokkseyri þar sem Guðjón Jónsson hafði búið henni fallegt og gott heimili síðustu ævi- dagana. Þar fannst henni gott að vera, enda var þar sérstaklega vel hugsað um hana. Sjálf hafði Gunna misst eiginmann sinn, Ragnar Jóns- son, fyrir nokkrum árum. Eftir alla þjáninguna sem Gunna hafði þolað hefur það eflaust verið henni léttir að fá að fara. Mikill er þó söknuðurinn sem ég og eflaust fleiri finna og eftirsjáin að henni frænku, en ég treysti því og bið að henni líði vel þar sem hún er nú og að við megum hittast aftur síðar. Ég kveð Gunnu frænku í bili. Bless- uð sé minningin um góða konu og yndislega frænku. Hanna Ragnarsdóttir I dag, laugardaginn 29. septem- ber, fer fram útför Guðrúnar Andr- ésdóttur frá Stokkseyrarkirkju en hún hefir í sl. tvö ár átt heimili í Starkaðarhúsum á Stokkseyri. Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á Selfossi. Guðrún fæddist á Stokkseyri og þar dvaldi hún í æsku og á ungl-. ingsárum en föður sinn Andrés ikkuleikari sem vann hug og hjörtu allra sem honum kynntust. Þau Margrét og Bjarki gengu í hjónaband 1. febrúar 1945 ogóhætt er að fullyrða að það hefur verið mikið gæfuspor beggja. Hjónaband þeirra var byggt á traustum grunni. Heimili þeirra stóð alla tíð á Laugavegi 5 á Siglufirði, þar ríkti rausn og gleði, þangað var gaman að koma, þar fundu allir sig vel- komna. Söngur, tónlist og hlý hand- tök og vinarþel, mætti hveijum og einum sem þangað lagði leið sína. Þau hjón eignuðust fjögur mann- vænleg börn, þau eru Kristín Anna, búsett á ísafírði, Sveininna Ásta, búsett í Vestmannaeyjum, Bryn- hildur, búsett á Grindum, Hofsósi, Árni, búsettur á Hofsósi, auk þess átti Bjarki eina dóttur fyrir hjóna- band, Laufeyju, búsetta á Hafra- fellstungu í Oxarfírði, en hún var ætíð nátengd heimili þeirra hjóna. Bjarki var umsvifamikill, hann var byggingameistari í Siglufírði í mörg ár, rak byggingavöruverslun um árabil og tók þátt í fjölþættu fé- lagslífí. Margrét stóð traust við hlið eigin- manns síns í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur sem hennar var von og vísa. Ekki er alltaf sól í heiði á lífsleiðinni, stærsti skuggi í lífshlaupi Margrétar var er hún missti eiginmanninn mjög svo snögglega þann 15. janúar 1984. Um það leyti fór heilsan að bila hjá henni og hefur hún átt við þrálátan sjúkdóm að stríða nú um árabil. Kjarkurinn og glaðværðin hélt þó velli, hún var margoft búin að ganga undir læknisaðgerðir í von um bata, og nú með haustinu var hún væntanleg hingað suður í eina slíka, en ferðin varð önnur og nú er ég viss um að hún hefur fengið bót meina sinna, og hefur hitt sinn lífsförunaut á hinni ókunnu strönd. Ég veit að hún hefði viljað kveðja vini sína og þakka þeim samfylgd- ina, en kallið kom svo snöggt að til þess vannst ekki tími. Við sem eftir stöndum þökkum henni allt sem hún gaf okkur, og við biðjum henni guðsblessunar á vegferð hennar á æðri vegum. Um leið og við kveðjum Margréti Vemharðs- dóttur sendi ég og fjölskylda mín öllum hennar bömum, barnabörn- um, tengdabörnum, og venslafólki samúðarkveðjur. Skúli Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.