Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 13

Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 13 Þjóðleikhússins eiga engra kosta völ. Þeir eru á samningi og geta ekki neitað að leika 1 sýningu á vegum þess, nema það stríði gegn siðferðis- eða trúarvitund þeirra. Hefði sýningin verið á öðrum stað leyfí ég mér að efast um að marg- ir af þessum leikurum hefðu tekið þátt í henni. Þeim hefði verið í sjálfsvald sett að velja og hafna. Þar er ég einkum að tala um leikkonurnar — þær eru settar í þá niðurlægjandi stöðu að leika einhvers konar skopstælingar af sjálfum sér og öðrum starfskonum leikhússins. Sú mynd sem blasir við er: heimsk gella sem vísar til sætis, hvíslari sem splæsir likama sínum fyrir eina skítarullu, príma- donna sem þarf að sitja undir and- styggilegum lýsingum á sjálfri sér, þar til hún rýkur reið út af sviðinu — og verður þarmeð að vanmáttugu fífli — lögfræðingur, sem sefur hjá hverjum þeim sem hún heldur að fái arfinn. Það er ekki hægt að bæta gráu ofan á svart og fjalla um það hvernig góðum og reyndum leik- konum Þjóðleikhússins tekst til við þessa niðurlægingu. Sömuleiðis þýðir ekki að beita þeim röksemdum að sýningin hafi átt að vera svona og gagnrýnend- ur hafí bara misskilið þetta allt saman. Sýningin verður einfald- lega ekkert skemmtilegri við það. Hvað sem gagnrýnendur skilja eða misskilja, getur það aldrei komið á undan sýningunni. Ég get heilshugar tekið undir það, að listamenn við leikhúsin eigi kröfu á faglegri úttekt og umfjöllun á vinnu sinni. Hinsvegar hlýtur forsenda þeirrar kröfu að byggjast á því að þessir sömu lista- menn geri fyrst kröfur til sjálfra sín. Það er nefnilega svo, að engu síður en gagnrýnendur þiggja listamenn leikhússins laun fyrir sína vinnu — og leikhúsið er ekki bara til fyrir þá, heldur fyrst og fremst fyrir áhorfendurna. Og ég leyfí mér að minna á, að gagnrýn- andi er áhorfandi. Ef leikhúsið býður ekki upp á faglega unna sýningu er út í bláinn að ætlast til þess að gagnrýnendur — eða aðrir — setji sig í faglegar stelling- ar yfir henni, vegna þess að sá listamaður sem ekki ber virðingu fyrir listgrein sinni getur ekki ætlast til að aðrir geri það. Höfundur er leiklistargagnrýnandi og blaðamaður Súsanna Svavarsdóttir HAfÐU BETUR EAi BANKtWW! HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS Snækórónan góða í Granaskjóli. Hér á landi hefur snækórónan verið ræktuð a.m.k. svo nokkrum áratugum skiptir, lengi vel var hún .talin meðal fegurstu skrautrunna sem ræktaðir voru í Lystigarðinum á Akureyri og er e.t.v. ennþá í tölu þeirra. Hér syðra hefur hún líka verið ræktuð með góðum ár- angri og auðvelt er að fjölga henni með græðlingum. Er þá mest um vert að velja til þess góða einstakl- inga. Vaxtarkröfur gerir hún ekki miklar og er alls ekki áburðarfrek, en hún er sólelsk í meira lagi og Hann vel við sig í frekar þurrum jarðvegi. Flutning þolir hún mörg- um öðrum plöntum betur, jafnvel á vaxtartímanum. Snækórónuna þarf að snyrta á vordögum og íjar- lægja þá greinar sem kalið hefur í vetrarhörkum. Sérstaklega er mér minnisstæð snækóróna sem ég sá fyrir nokkr- um árum hjá Halldóru fræmeist- ara GI en hún átti þá fallegan garð í Granaskjóli í Reykjavík. Snækórónan sú arna var þá alhvít af blómum og einstaklega þrifleg og vöxtuleg. Veit ég að ein stærsta gróðrarstöð á Reykjavíkursvæðinu fékk græðlinga af henni um ára- bil til að koma upp sölupíöntum sem reynst hafa frábærlega vel. Ég spurði Halldóru, sem raunar er fyrir löngu flutt úr Granaskjól- inu þótt snækórónan hennar skarti þar enn, hvort hún myndi hvar og hvenær hún hefði fengið plöntuna. „En hjá honum Hallgrími í Hvera- gerði, það hefur verið ein- hvemtímá upp úr 1960,“ svaraði hún með sínum glaða rómi og hló við. Ums. ~T Þakstál með stíl Plannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Afborganir og einnig raðgreiðslur. Tígulsteinsrauður litur, sígildur og fallegur. Einnig svartur litur. Hert lakk, mikið veðrunarþol. ÍSVÖR HF. Dalvegur 20 Kópavogur Pósthólf 435 • 202 Kópavogur Sími 91-670455 • Fax 670467 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.