Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Holur á bílastæðinu Kona hringdi: „Ég vil vekja athygli á holum sem eru á bílastæðinu við Do- mus Medica við Eiríksgötu. Þarna hefur verið stór hola sem mjög slæmt er að lenda ofaní og gæti jafnvel ollið tjóni á bílum. Vil ég vekja athygli gat- namálastjóra á þessu.“ Hjól Appelsínugult barnahjól af tegundinni Velamos var tekið frá Jörfabakka 28 fyrir skömmu. Afturbrettið vantar á hjólið og keðjuhlífin er beygluð. Vinsamlegast hringið í síma 77090 ef hjólið hefur fundist einhvers staðar. Húfa Dökkblá barnaderhúfa, sem hægt er að smella á útigalla, tapaðist á leiðinni frá Hressing- arskálnum og upp á Bergstaða- stræti á sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 619558. Páfagaukur Grár páfagaukur með gulan haus og rauða vanga fór frá Fjólugötu 19 a fyrir nokkru. Vinsamlega hringið í síma 10638 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Hattur Svartur dömuhattur tapaðist á Hótel íslandi fyrir nokkru. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 53746. Plasthylki Plasthylki með þremur prentuðum smásögum ásamt mynd af litlu barni gleymdist í strætisvagnaskýli við Brúnaveg í vor. Finnandi er vinsamlega í 24265 fyrir hádegi eða eftir kl. 18. 4- c ■ Einokun ríkisfjölmiðla Til Velvakanda. Það er dálítið fáránlegt þegar verið er að tala um að útvarps- og sjónvarpsrekstur hafí verið gef- inn fijáls, því eins og allir vita heldur Ríkisútvarpið einokunarað- stöðu sinni með afnotagjaldinu. Meðna svo er verður varla talað um frelsi, fólk er í það minnsta skyldugt til að greiða Ríkisútvarp- inu afnotagjaldið ef það á útvarp eða sjónvarp. (Sama þó sjónvargið sé bara notað sem tölvuskjár!) Ég horfí aldrei á Ríkissjónvarpið og hlusta aldrei á ríkisreknu rásimar, samt verð ég að greiða fullt gjald fyrir þessa fjölmiðla, og það hátt gjald. Það sést best á dagskrá sjón- varpsins hvað einokun leiðir af sér - hrútleiðinlegir viðtalsþættir og lélegar bíómyndir. Því miður fær Stöð 2 ekki mikla samkeppni, en þeir hafa þó staðið sig vel hvað efni varðar. Ég skil ekki hver er forsendan fyrir áframhaldandi ein- okun Ríkisútvarpsins. Strákur. Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau nota í flotlegu. Öll vesti ættu að vera með endursk- insborðum, flautu og ljósi. Þar sem gæöin koma fyrst Funahöföa 19, síml 685680 poggen Hiö fullkomna eldhús :J _ VJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.