Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 33 Ólafsson sjómann og bókbindara missti hún áður en hún varð þriggja ára, en móðir hennar Guðrún Sig- urðardóttir andaðist 1944. Systir Guðrúnar var Ólafía, húsmóðir í Hafnarfirði, sem nú er látin. Guðrún stundaði ýmsa vinnu að þeirra tíðar hætti, heima og að heiman. Er hún var 17 ára við störf í Keflavík kynntist hún Ragnari Jónssyni, skipstjóra, er þá vann og átti heima í Keflavík. Þau kynni Ieiddu til hjúskapar og gengu þau í hjónaband 6. október 1934. Þau Ragnar og Gunna eins og hún var oftast kölluð stofnuðu heimili í Hafnarfirði og bjuggu þau lengst af á Linnetsstíg 8, sem nú heitir Smyrlahraun 2. Þar áttu þau heim- ili meðan bæði lifðu, en Ragnar andaðist 5. apríl 1988. Eftir lát Ragnars fluttist Guðrún að Stark- aðarhúsum á Stokkseyri þar sem hún bjó síðan sem áður segir. Framangreind frásögn af ævi- ferli þeirrar konu sem við minn- umst og fylgjum til grafar í dag segir lítið um persónuleika hennar. Hún varð fyrir því innan við tvítugs- aldur, að veikjast af berklum og má segja að ætíð síðan hafi hún mátt búa við veikindi og sjúkrahús- vist um lengri eða skemmri tíma, bæði af þeim sjúkdómi og öðrum er sóttu á. En eigi buguðu veikindi Guðrúnar hana andlega og sýndi hún ávallt frábært þrek og bjart- sýni á Iífið. A árunum fyrir heimsstyijöldina 1930 til 1940 og síðar urðu eins og kunnugt er miklir fólksflutning- ar til atvinnuleitar til Reykjavíkur og til vaxandi útgerðarsvæða við Faxaflóa. Systkini Ragnars austan af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu voru í þeim hópi er leituðu atvinnu suður og lá þá leiðin yfirleitt til heimilis þeirra Ragnars bróður okk- ar og Gunnu í Hafnarfirði. Nutu þau fjölmörg gistivináttu þeirra hjóna og hollráða og var heimili þeirra ætíð opið til aðstoðar og at- hvarfs. Ég sem þessar línur rita naut þeirra sérréttinda að dvelja á heimli þeirra í tvo vetur, frá 1938 til 1940, við nám í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Þá bjó einnig í húsinu móðir Gunnu, Guðrún Sig- urðardóttir og síðari eiginmaður hennar Valdimar Hannesson og dóttir þeirra Hanna ásamt Jónínu Jónsdóttur er ávallt fylgdi fjölskyld- unni. Er mér ætíð í minni og huga sterkur persónuleiki þessa fólks, glaðlyndi og hreinlyndi ásamt vinnusemi og dugnaði. Leið mín lá eftir þetta í Mennta- skólann á Akureyri en ætíð síðan komu ég og systkinin til fólksins á Linnetsstíg 8 í Hafnarfirði, þar sem mér og öðrum var ætíð tekið með velvilja og áhugaverðri ræktarsemi um það hvernig lífsbaráttan gengi. Síðar var ég meira en áratug bú- settur úti á landi og hafði minna samband við heimilið á Linnetsstíg 8. Eigi varð þeim hjónum barna auðið. En þau lögðu mikla ástúð á böm almennt og nutu börn og af- komendur systra Guðrúnar þess er. þau hjón styrktu sum til náms og manndóms. Ragnar var ávallt við sjó- mennsku, oft allfjarri heimili sínu, og dvaldi þá Guðrún oft langdvölum á Stokkseyri í fæðingarsveit sinni er hún unni mikið. En þegar Ragn- ar missti heilsuna kom hún alfarið til hans til Hafnarijarðar og var honum til aðstoðar og styrktar þangað til hann andaðist. Guðrún Andrésdóttir var mjög fríð og glæsileg kona, glaðlynd að eðlisfari og félagslynd og hafði ánægju af samveru með sam'ferða- fólki sínu og með sterkan vilja til athafna og framkvæmda. Hún tók ávallt þátt í því með áhuga að reka og efla félag okkar systkinanna um rekstur sumarhúss okkar að Mosum á Síðu og dvaldi þar ávallt sinn tíma, þegar heilsan leyfði. Að leiðarlokum kveðjum við Guð- rúnu Andrésdóttur og minnumst hennar með þökk og virðingu. Þrátt fyrir veikindi og annað andstreymi lét hún aldrei bugast og hélt reisn sinni og andlegu ijöri til hinstu stundar. Hvíli hún í friði á ströndinni við hafið á Stokksevri, sem hún mat svo mikils. Hermann G. Jónsson Minning: Þórunn Magnúsdótt- irfrá Hurðarbaki Fædd 1. október 1896 Dáin 24. september 1990 Mig langar að minnast hjart- kærrar tengdamóður minnar, Þór- unnar Magnúsdóttur, nokkrum orð- um, en hún lést þann 24. septem- ber, 93 ára að aldri. Minningarnar streyma fram er ég hugsa til baka þau 37 ár sem ég fékk að njóta hennar sem vin- konu oghelskulegrar tengdamóður. Hún gerði ekki víðreist um ævina. Hún fæddist að Efra-Skarði í Svínadal í Borgarfirði og í Svína- dalnum háði hún sína lífsbaráttu. Hún giftist 1923 Ólafi Daníelssyni frá Melkoti í Leirársveit og hófu þau búskap það ár að Kambshól í Svínadal, en að ári liðnu fluttu þau sig að Hurðarbaki í sömu sveit og þar háðu þau sitt ævistarf. Ólafur á Hurðarbaki var fróður mannkostamaður, hógvær og traustur. Þórunni og Ólafi varð sex barna auðið, gott fólk sem ber for- eldrum sínum gott vitni. Ólafur lést 14. mars 1967, en yngsti sonur þeirra, Árni, tók við búsforráðum að föður sínum látnum og átti Þór- unn heimili hjá honum æ síðan. Ég minnist þess er ég kom að Hurðarbaki fyrsta sinni, nokkuð kvíðin, að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra, en ég er gift Óskari syni þeirra. Sá kvíði varð þó að engu, því mér var tekið opnum örm- um og ætíð síðan hefur Hurðarbak og tengdamóðir mín laðað mig og mitt fólk til sín. Börnin okkar fjög- ur dáðu og virtu afa sinn og ömmu í sveitinni og er árin liðu og tengda- börnin okkar komu til sögunnar, tók Þórunn þeim sem sínum eigin. I hugum barnabarnanna okkar var það eitthvað alveg sérstakt, sem ekki allir áttu, að eiga langömmu í sveitinni, sem alltaf tók þeim opn- um örmum, er þau komu í heim- sókn. Það er með trega að ég kveð mína kæru tengdamóður. Hún var einstök kona, sem lifað hafði tímana tvenna á sinni löngu ævi í æðru- leysi alþýðukonunnar, traust og glaðlynd og vakti virðingu ungra sem aldinna. Að lokum þakka ég Þórunni sam- fylgdina og ástúð hennar til okkar- alla tíð. Guð blessi hana. Margrét Þ. Jafetsdóttir Klæðskerasniðið Borgarnesstál úr völdu efni, í völdum litum. Allt tillegg fylgir. í klæðningarstáli býður enginn annar allt það efnisval og alla þá þjónustu sem þú getur fengið hjá okkur, og verðið er aldeilis sláandi gott. DORGARNES BÁRUSTÁL 06 KANTSTÁL Útsölustaðir BORGARNESSTÁLS eru á höfuðborgarsvæðinu og úti um alla landsbyggðina. Hringdu til okkar og fáðu þær upplýsingar sem þér gagnast, þ.á.m. um þann sölustað sem þér hentar best. Sími: 93-71296, Fax: 93-71819. Vírnet hf. Borgarnesi. SAMEiNAÐA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.