Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 35 Jimi Hendrix yngri Fyrir stuttu var tuttugasta ártíð gítarleikarans snjalla Jimis Hendrix. Keppust menn víða um heim við að lýsa kynnum sínum af Hendrix eða tónlist hans. Lítið var hinsvegar getið um son Jimi Hendrix og alnafna, sem alinn er upp í Svíþjóð og hafði engin kynni af hinum fræga föður sínum, sem lést þeg- ar sonurinn var eins árs. Jimi Hendrix yngri, sem er 21 árs, er afar líkur föður sínum í útliti. Hann státar sig ekki af faðerninu, vill reyndar vera kall- aður Peter frekar en Jimi, og ekki vita nema nánustu kunn- ingjar hverra manna hann er. Hann segir tuttugustu ártíðina hafa verið eins og hvern annan dag, utan að hann hafi þurft að standa í ströngu við að neita viðtölum við blaðamenn úr ýms- um áttum. Hann féllst þó á að veita Aftonbladet sænska viðtal, sem hér er byggt á. Ekki hefur faðernið fært Jimi Hendrix yngri fúlgur, því þó hann sé viðurkenndur einkason- ur Hendrix, þá féll arfurinn, um 100 milljónir dala, í hendur föður Jimis eldri (og afa þess yngri) og er uppurinn í dag. Jimi segist vinna sem sendill til að afla skot- silfurs, en hann býr með móður sinni í lítilli blokkaríbúð í Stokk- hólmi. Jimi yngri segist vera mú- síkalskur, en hann hyggst ekki leggja fýrir sig tónlistina, þó hann viðurkenni að hafa verið talinn liðtækur söngvari sem táningur. Hann segist þó hlusta mikið á tónlist, og þá helst nýja popptónlist, en plötur Jimis eldri segist hann hlusta á einnig, þó ekki eins mjög og þegar hann var yngri. Víst er að frægðin freistar hans ekki, enda sannað- ist rækilega á föður hans að sitt- hvað er gæfa eða gjörvileiki. Aftenposten/Stefan Holgersson Jimi Hendrix yngri. Reportagebild/Pár-Magnus Ström ffclk f fréttum HJÓNABAND Vill að símverðir í Kreml þekki sig Kazimiera Prunskiene, hinn 47 ára gamli forsætisráðherra Litháens, hefur haft í mörg horn að líta í seinni tíð, sérstaklega þó eftir að Litháar ákváðu að segja skilið við Moskvuvaldið. Kazimiera gaf sér þó tíma frá stjómmálastörfum fyrir skömmu til að gifta sig. Gekk hún að eiga æskuvin sinn Algimantis Tarvidas, fimmtugan líffræðing. Þrátt fyrir venjur um hið gagnstæða hefur Kazimiera ekki í hyggju að taka sér ættar- nafn eiginmannsins, því hún vill vera örugg Kazimiera Prunskiene, um að konurnar á símanum hjá Gorbatsjov hinn harðduglegi forsæt- séu ekki í neinum vafa um það hver sé að isráðherra Litháens. hringja í hann. Mulgrove t.h. ásamt Reyni Daníel Gunnarssyni skólast)ora Oldu- selsskóla. VINATENGSL Tengir skóla og borgir vinaböndum Jim Mulgrove heitir Breti sem var staddur hér á landi fyrir skömmu til þess að skoða sjávarút- vegssýninguna. Hann er formaður skipulagsþróunardeildar borgar- ráðsins í Hull City. Annað starf hans er að efla tengsl Hull við ýmsar valdar borgir og koma á vin- áttuböndum milli skóla erlendis og í Hull. Þegar Mulgrove var hér á landi stofnaði hann til slíkra kynna milli Olduselsskóla annars vegar og Kingston High School og Tilbury Primary School hins vegar. Auk þess hefur Mulgrove komið á tengslum Hull við ýmsar borgir, svo sem Reykjavík, Rotterdam, Raleigh í Norður-Karólínu, Free- town í Sierra Leone og Port of Niigava í Japan. Mulgrove hitti frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, að máli er hann dvaldi hér- lendis og lét hafa eftir sér að forset- inn hefði lýst miklum áhuga á verk- efnum sínum og hvatt sig til að gefa hvergi eftir og halda strikinu. Frumsýning í kvöld Glettin saga um sálina hans Jóns og Gullna liðið. Sóngvarar: Björgvin Halldórsson, Eva Ásrún Albertsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Karl Örvarson, Sigríður Bein- teinsdóttir og Stefán Hilmarsson. Jón Kjell-Seljeseth stjórnarsjö manna rokkhljóm- sveit sem samanstendur af „Stjórninni" og fleirum. Tólf manna trítilóður dansflokkur undir stjórn Hel- enu Jónsdóttur danshöfundar stígur skrefí rétta átt. Tónlistarstjórn: Björgvin Halldórsson. Leikstjóri: Björn G. Björnsson. Glæsilegur, níurétta matseðill. Borðapantanir ísíma 687111. Stóra sviðið: UPPLYFTING og Sigrún Eva Ármannsdóttir skemmta. Flækingarnir og Anna Vilhjálms skemmta íÁsbyrgi. Blúsmenn Andreu skemmta íCafé íslandi. Snyrtilegur klæðnaður (gallaklæðnaður bannaður).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.