Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
7
Ang’lia sýnir myndir frá
drottningarheimsókn
VETRARSTARF ensk-íslenzka félagsins Angliu hefst þriðjudaginn
2. október næstkomandi með kvikmynda- og myndbandssýningu
á Hótel Loftleiðum. Sýndar verða myndir frá dagskrá þeirri, sem
Anglia stóð fyrir meðan á heimsókn Elísabetar II Englandsdrottn-
ingar hingað til lands stóð. Sýningin hefst kl. 20.30.
I fréttatilkynningu frá Angliu og sjóliðar af snekkju drottningar
segir að á síðasta starfsári hafi Brittaniu hafi setið veizluna.
gestafyrirlesarar, bæði íslenzkir
og brezkir, talað á samkomum „Islenzk fyrirtæki styrktu grill-
félagsins. Spumingakeppni hafi veizluna að öllu leyti, sem sýnir
verið haldin, og 28. júní hafí félag- þann hlýhug, sem félaginu hefur
ið gengizt fyrir ákaflega vel verið sýndur allt frá því það var
heppnaðri grillveizlu á Þingvöllum. stofnað 1921,“ segir í fréttatil-
Félagar í Angliu, fjölskyldur þeirra kynningu. Frá grillveizlu Angliu á Þingvöllum.
Námskeið um
viðhald skipa
NÁMSKEIÐ um viðhald skipa og
nauðsyn skipulagðra vinnu-
bragða verður haldið í Tækni-
garði Háskóla íslands 1.-4. októ-
ber. Landssamband Isl. útvegs-
manna, Samband ísl. kaupskipa-
útgerða og Vélsljórafélag Is-
lands hafa undirbúið námskeiðið
í samvinnu við Iðntæknistofnun
Islands og með styrk frá Sjávar-
útvegsráðuneytinu.
Samkvæmt lauslegum athugun-
um hefur komið í ljós að viðhalds-
kostnaður fiskiskipa yfir 200 brl.
að stærð er meiri en sem nemur
olíukostnaði þessara skipa.
Athugasemd:
Frétt um skuld-
ir Vestmanna-
ejja á engan
hátt óeðlileg
í Morgunblaðinu í gær birtist
athugasemd frá þremur bæjar-
fulltrúum í Vestmannaeyjum,
vegna fréttar sem undirritaður,
fréttaritari Morgunblaðsins í
Vestmannaeyjum, skrifaði.
Fréttin var byggð á samþykkt
bæjarráðs um lántökuheimild til
handa bæjarstjóra. Samþykkt bæj-
arráðs um þetta mál hefst þannig:
„Bæjarráð samþykkir að veita
bæjarstjóra heimild til þess að at-
huga lántöku vegna vanskila-
skulda sbr. sundurliðun.“ 1 bókun-
inni kemur síðan sundurliðun
þeirra skulda sem greiða á upp.
I framhaldi af þessu bókaði
Guðmundur Þ. B. Ólafsson að
hann tæki ekki afstöðu til málsins
að svo stöddu þar sem hann vildi
afla sér frekari upplýsinga um
málið.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj-
um er ekki pólitískt kjörinn full-
trúi, heldur embættismaður. Hon-
um var, af bæjarráði, falið að at-
huga með lántökuna. Það var því
eðlilegt að fréttaritari snéri sér til
hans til að fá nánari upplýsingar
um málið. Rétt er að benda á
að ekkert var haft eftir pólitískum
fulltrúum, hvorki meirihluta eða
minnihluta bæjarstjómar um mál-
ið, heldur einungis stuðst við út-
send gögn bæjarráðs.
Öllum dylgjum um að óeðlilega
hafi verið unnið að fréttinni vísa
ég því á bug.
Grímur Gíslason
" '«S
Vertu öruggur!
Veldu GoldStar!
GoldStar símkerfin
eru hvarvetna viöur-
kennd fyrir gæöi og
hugvitsamlega
hönnun.
• Ótal möguleikar fyrir
allar stærðir fyrirtækja.
• Vönduö uppsetning og
forritun. 100% þjónusta.
• Tugir ánægðra notenda.
• Síðast en ekki síst:
Frábært verö.
KRISTALL HF-
SKEIFAN 11B - SÍMI 685750
Ath! GoldStar síminn
m/símsvara á kr.9.952.-
Viltu lifa hollu og heilbrigðu lífi? Attu í erfiðleikum vegna umframþyngdar?
Post Diet — Aðhaldslínan á íslandi er nýr og heilbrigður valkostur fyrir þig.
Post Diet „pakkinn" inniheldur 3 bækur, plakat með hitaeininga- og
hitaeiningabrennslutöflu, vigtarseðla, stuðningskort, vasabók og
símaþjónustu með ráðgjöf.
Nýr lífsstfll, bók 1,100 síður. Lykillinn þinn að varanlegum árangri í
breyttum lifnaðarháttum.
Ávextir, grænmeti, vítamín & steinefni,bók 2,20 síður. Geymir
upplýsingar um efnainnihald ávaxta og grænmetis, ásamt fróðleik um
vítamín og steinefni, m.a. skortseinkenni.
14 daga matseðlar, bók 3,20 síður. Tillögur að hitaeiningasnauðu fæði
í 14 daga, morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Ekkert hungur,
enginn megrunarkúr, en samt fellur vigtin.
Hitaeininga- og hitaeiningabrennslutaflan. Hitaeiningainnihald
meira en 200 algengra fæðutegunda í fösm og fljótandi formi. Hjálpar
þér að fylgjast með.
Vigtarseðlar til að bókfæra árangur. Stuðningskort og minnisbók er
gott að hafa með í ferðalagið.
Símaþjónustan er alla laugardaga kl. 15-17 í síma 678583. Góð ráð
og uppörvun. f ^
Post Diet „pakkinn“ kostar kr. 3.650.00
að viðbættum sendingarkostnaði.
Pöntunarsímar: 678515 & 678583 í dag kl. 10 -18.
AVEXTIR
pi
STILL
Leið til hcubrtgöi
hollustu i lífsháttum
\ mstr fródlctksmolar
og upplýsingar um
næringargildi,
hitaeiningar og fleira.
Iiöan
hctri
hammgjunkara
ÁSKP-
IKUIÍF
SEÐLAR
Tillögur ao
hitaeiningasnauöu
ftcöi í 14 daga