Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Háskólinn og Hafrannsóknastofnun: Rætt um samvinnu vegna rannsókna á þorskeldi í Eyjafírði ÞORSKELDI í Eyjafirði er verkefni sem rætt hefur verið um að unn- ið verði að í samvinnu Háskólans á Akureyri og Hafrannsóknastofnun- ar. Stofnunin hefur flutt útibú sitt til Akureyrar og hefur verið rætt um að það og sjávarútvegsdeild háskólans gerðu í samvinnu rannsókn- ir á sviði þorskeldis í firðinum. Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, sagði á fundi sem haldinn var í há- skólanum um atvinnumál að Norð- menn væru lengst komnir varðandi rannsóknir á þorskeldi og þorskklaki og hefðu þeir um tíu ára reynslu af rannsóknum á því sviði. Þar í landi væru menn ekki tilbúnir enn til að svara hvort hafbeit á þorski borgaði sig í framtíðinni. „Ég trúi því að þetta sé hægt, við getum örugglega stundað hafbeit á þorski eins og á laxi. Við vitum að þorskurinn hrygnir hér í Eyjafirði, að vísu ekki í miklum mæli. Við höfum rætt það alvarlega að Háskól- inn á Akureyri og Hafrannsókna- stofnun hafi um það forgöngu að ráðist verði í verkefni hér í firðinum varðandi klak og eldi á þorski,“ sagði Ólafur. Hafrannsóknastofnun hefur flutt útibú sitt á Húsavík til Akureyrar og sagði Ólafur að rætt hefði verið um að á vegum útibúsins og háskól- ans yrði farið út í rannsóknir á sviði þorskeldis; Sveinsmótið í skák á Dalvík um helgina SVEINSMÓTIÐ í skák verður haldið í Víkurröst á Dalvík um helgina, en það hefst í dag, laug- ardag kl. 13.30. Taflfélag Dalvíkur efnir til móts- ins í samvinnu við Sparjsjóð Svarf- dæla, og er það haldið til minningar um Svein Jóhannesson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Mót þessi hafa verið haldin undanfarin ár og eru kölluð Sveinsmót. Teflt verður í Víkurröst, 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Öllum er heimil þáfttaka, en skráning fer fram á keppnisstað. Hópur félaga úr Skákfélagi Akureyrar ætlar að fjölmenna á mótið á Dalvík, þannig að búast má við ágætri þátttöku. Morgunblaðið/Rúnar Þór Klukkufjöltefli Þýski stórmeistarinn Robert Hiibner telfdi klukkufjöltefli við félaga í Skákfélagi Akureyrar í fyrrakvöld. Leikar fóru svo að stórmeistarinn vann 9 skákir, gerði eitt jafntefli, við Bjarna Einarsson, og tapaði tveimur skákum, fyrir Arnari Þorsteinssyni og Skafta Ingimarssyni. Teflt var í skákheimilinu við Þingvallastræti. Barnastarf í Glerárkirkju að hefjast BARNASTARF Glerárkirkju hefst með samverustund í kirkj- unni á morgun, sunnudag, og hefst það kl. 11. Barnastarfið hefur verið fjölsótt siðustu ár og eru foreldar hvattir til að koma með börnum sinum og taka þátt í starf- inu. Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur einnig strarfað af krafti síðustu vetur og er vetrarstarf hópsins þegar haf- ið. Aætlað er að hafa tvo hópa í vetur, hópur eldri unglinga í 9. bekk eða eldri og svo yngri deild, þ.e. 8. bekkur. Þessir hópar starfa einnig saman. Leiðtogi æskulýðsstarfsins er Jóhann Þorsteinsson. Fermingaundirbúningur hefst fyrstu vikuna í október og mun hvert fermingarbarn að jafnaði koma í fræðslustund einu sinni í viku, auk þess að sækja messur og aðrar sam- komur í kirkjunni. Kirkjukórinn æfír tvisvar í viku undir stjóm organistans Jóhanns Baldvinssonar og er söngáhugafólk hvatt til að taka þátt í starfí kórsins. Kvenfélagið Baldursbrá starfar innan kirkjunnar og hefur aðstöðu á neðri hæð hennar undir sína starf- semi, en félagið styrkir kirkjuna með peningagjöfum og öðru og annast kaffíveitingar eftir messu. Fyrirbænastundir eru í kirkjunni hvern miðvikudag kl. 18 þar sem fólkí gefst tækifæri á að eiga kyrrð- ar- og bænastund, þar er spiluð tón- list og lesið úr Ritningunni. Fjórfalt fleiri íbúar á lækni á Sauðárkróki en Reykiavík Bootlegs í Dynheimum Hljómsveitin Bootlegs heldur tónleika í Dynheimum á Akur- eyri á laugardagskvöld og hefj- ast þeir kl. 22. Bootlegs er ein af kraftmestu rokksveitum landsins og munu þeir eflaust sanna það fyrir Norðlend- ingum á þessum tónleikum. Þó svo tónleikamir fari fram í Dynheimum er ekki um að ræða unglinga- skemmtun einvörðungu, heldur eru allir hjartanlega velkomnir. Miða- verð er 500 krónur. (Úr fréttatilkynningu) Mývatnssveit: Farið í aðr- ar göngur Mývatnssveit. FARIÐ var í aðrar göngur á Austurafrétt Mývetninga í gær, föstudag, í sunnan golu og glampandi sólskini. Óhagstætt veður var í fyrstu göngum, allmikill snjór og þoka báða gangnadagana, enda voru heimtur slæmar. Síðustu daga hef- ur snjór verulega minnkað til fjalla. - Kristján Reykjahlíð en ekki Reynihlíð I frétt sem birtist hér í blaðinu á fímmtudag af útför Jóns Bjart- mars Sigurðssonar var rangt farið með nafn á hóteli, en hann var einn eigenda Hótels Reykjahlíðar, en ekki Reynihlíðar eins og sagt var. Þetta leiðréttist hér með um leið og hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar. SJÖTÍU Iækna vantar í þrjá kaupstaði á Norðurlandi og 138 háskólamenntaða hjúkrunar- fræðinga ef sama hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga væri á hvern íbúa í Reylyavík og annars staðar. Þetta kom fram í erindi sem Margrét Tómasdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, hélt á fundi sem skólinn efndi til með forsvarsmönnum ýmissa fyrir- tækja og stofnana á Norðurlandi í fyrradag. í erindi Margrétar kom fram að í Reykjavík störfuðu 477 læknar, sem er einn læknir á 200 íbúa. A Akureyri stafa 40 læknar, eða einn á 416 íbúa, þannig að ef sambæri- leg læknisþjónusta væri á Akureyri og í Reykjavík þyrftu að vera starf- andi 83 læknar á Akureyri. Alls vantar því 43 lækna til starfa í bænum til að fá sambærilegt hlut- fall og er í Reykjavík. Tölur þessar vann Margrét upp úr heilbrigðis- skýrslu landlæknisembættisins frá 1988. Ef litið er til nágrannabæjanna, Húsavíkur og Sauðárkróks, kemur enn lakara hlutfall læknisþjónustu í ljós, en 5 læknar starfa á Húsavík sem gerir einn lækni á 871 íbúa. Ef boðið væri upp á svipaða þjón- ustu þar og í Reykjavík yrðu starf- andi læknar þar 21 og vantar því 16 lækna upp á að svo sé. Á Sauðár- króki eru einnig starfandi 5 lækn- ar, eða einn á 887 íbúa. Þar þyrftu læknar að vera 22 ef hlutfallið ætti að vera svipað og í Reykjavík og því vantaði þangað 17 lækna til starfa. Sama gildir um háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga, en í Reykjavík er hlutfallið einn hjúkrunarfræðing- ur á 95 íbúa, á Akureyri er hlutfall- ið einn á móti 137 íbúum, á Húsavík einn á 256 íbúa og á Sauðárkrókí einn á 202 íbúa. Á Akureyri vantar 74 hjúkrunarfræðinga til að ná Á FIMM ára tímabili, frá 1990-95 er rciknað með að það fjármagn sem að lágmarki fylgir starfsemi Háskólans á Akureyri og kæmi inn á svæðið verði 3,5 milljarðar króna. Miðað er við að nemendur verði um 445 árið 1995 og er tek- ið með i dæmið rekstur skólans, byggingar við hann sem og einnig stúdentagarða, húsnæði fyrir væntanlegt starfsfólk og eyðslu nemenda. Margfeldisáhrif ýmiss konar eru ekki reiknuð með. Þetta er niðurstaða útreikninga Stefáns G. Jónssonar forstöðumanns Rekstrardeildar Háskólans á Ak- ureyri, en frá þeim greindi hann á fundi sem skólinn boðaði til í síðustu viku um atvinnumál og áhrif Háskólans. Stúdentar við skólann eru nú 120 og miðað við óbreytta starfsemi skólans, þ.e. kennslu í heilbrigðis- deild, rekstrardeild og sjávarútvegs- deildar er áætlað að nemendur verði um 265 árið 1995, en ef til kemur viðbót við starfsemi skólans er áætl- að að nemendur verði 445 talsins. Talið er að hlutfall innanbæjarnem- enda haldist svipað og nú er þannig að fyrst og fremst yrði um að ræða aðkomunemendur. sambærilegu hlutfalli og er í Reykjavík, á Húsavík 34 og 30 á Sauðárkróki, eða samtals 138 hjúkrunarfræðinga. Margrét sagði að innan við 10% í útreikningum Stefáns er gert ráð fyrir að bætt verði við nýjum deildum við skólann árið 1992 og nemendur verða því um 445 eftir fimm ár, eða á árinu 1995. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostn- aður skólans á þessu fimm ára tíma- bili nemi um 975 milljónum króna byggja þyrfti húsnæði við skólann fyrir um 320 milljónir króna og þá er einnig miðað við að byggðar verði nægilega margar íbúðir fyrir stúd- enta, sem eins og áður sagði yrðu háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga byggju utan höfuðborgarsvæð- isins og hið eina sem dygði til að breyta því væri að færa menntunina út á land. að meirihluta aðkomufólk. Taldi Stefán að byggja þyrfti stúdenta- garða fyrir um 825 milljónir króna á tímabilinu. Miðað er við að starfs- fólk skólans yrði u.þ.b. 100 manns, þar af kæmu um 60 annars staðar frá og reiknaði Stefán því með um 360 milljónum króna vegna hús- næðis sem það þyrfti með og eyðsla nemenda í bænum á tímabilinu var áætluð röskur milljarður. Samtals gerði þetta um 3,5 milljarða króna se'm kæmu beint inn á svæðið. Akureyri: Háskólinn veitir 3,5 millj- örðum króna inn á svæðið Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá ráðstefnu Háskólans á Akureyri um atvinnumál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.