Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Súkkulaði Sælkerans 0' íP5&©twv • ' «éHn y-t Heiiasöíubirgði: istensi' Dreifirig •• ‘t r •; - OC- /« 18 15« Félagsmálaráðherra leitar að blóraböggli eftir GeirH. Haarde Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra er mikið niðri fyrir þessa dagana og ritsmíð hennar í Morgunblaðinu sl. fimmtudag ber vott um hreina örvæntingu. Það er e.t.v. ekki að undra. Skýrsla ríkis- endurskoðunar um fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna staðfestir nefnilega svo ekki verður um villst .19 • 20 að fyrir aðgerðarleysi ráðherrans allt frá árinu 1987 er nú svo komið að sjóðunum er að blæða út og þeir verða að óbreyttu gjaldþrota skömmu eftir aldamót. Stóryrði í stað raunhæfra aðgerða Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir þá sem fylgst hafa með þessum málum og fyrr í sumar komst sér- stök nefnd á vegum ráðherrans að sömu niðurstöðu. í áliti nefndarinn- ar sagði m.a. að ekki væri ráðlegt „að víkjast lengur undan því að koma jafnvægi á rekstur" Bygging- arsjóðs ríkisins. Nefndin benti svo á þá einföldu staðreynd að leiðirnar til að koma á jafnvægi væru tvær, annars vegar að hækka útlánsvexti sjóðsins og hins vegar að tryggja honum árlegt framlag úr ríkissjóði. Staðreyndin er hins vegar sú að hvorugt hefur verið gert og núver- andi félagsmálaráðherra ber á því fulla ábyrgð. Það er því e.t.v. ekki að furða að það skuli fara í skapið á ráðherranum þegar á það er bent af óvilhöllum aðilum. Hins vegar er enn hægt að grípa í taumana og bjarga fjárhag þessara opinberu sjóða ef vilji er fyrir hendi. Það kemur fram í skýrslu ríkisendur- skoðunar og sömuleiðis ráðherra- nefndarinnar. En í stað þess að grípa til viðhlítandi aðgerða og reyna að ná um þær pólitískri sam- stöðu fær félagsmálaráðherra útrás fyrir skapsmuni sína með því að snúa út úr ummælum Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins. 1 « ...og teiknaðu þægilegan stól Það er meiri vandi en margur heldur, því góður stóll byggist ó þekkingu ó mannslíkamanum, mismunandi þörfum einstaklinga og síðast en ekki síst - reynslu og hæfni þeirra sem framleiða stólinn. Komdu og prófaðu Wilkhahn og ERO stólana - þó veistu hvað þú vilt. sess FAXAFENI 9-108 REYKJAVÍK • SÍMI 67 93 99 Vaxtaklúður og versnandi staða Félagsmálaráðherra skaut sér þegar árið 1987 undan ábyrgðinni á því að hækka vexti á lánum Bygg- ingarsjóðs ríkisins til samræmis við það sem upphaflegar forsendur lán- akerfisins frá 1986 gerðu ráð fyrir. Óhjákvæmilegri ákvörðun var fre- stað í tvö og hálft ár, þar til í désem- ber sl., og varð svo á endanum hreint klúður. Ráðherrann hefur síðan staðið að því að lækka ríkis- framlagið í sjóðinn í einn tuttugasta af því sem það áður var í krónum talið og mun minna að raungildi. (Reyndar sagði félagsmálaráðherra nýlega í fréttum að hún stæði ekki að fjárlagafrumvarpi næsta árs þar sem hún vildi ekki una niðurstöðum þess varðandi byggingarsjóðina. Ég leyfi mér að spá því hér að þessi yfirlýsing reynist marklaus.) Félagsmálaráðherra kýs að haga sér í þessu máli eins og sá sem kom báðum foreldrum sínum fyrir katt- arnef og bað síðan um náð og mis- kunn þar eð hann væri munaðar- laus. Nema hvað ráðherrann geng- ur lengra og kennir öðrum um ódæðið. Af grein ráðherrans í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag má helst ráða að það sé formanni Sjálfstæð- isflokksins að kenna hvernig komið sé! Hann lét sem kunnugt er af embætti fjármálaráðherra sumarið 1987 og forsætisráðherra haustið 1988. En hvað segir í skýrslu ríkisend- urskoðunar um eiginijárstöðu byggingarsjóðanna þau ár sem hann kom hér við sögu? Þar kemur fram að staða þeirra hafi batnað um tæplega 3 milljarða króna á árinu 1986, 2 milljarða 1987 og 1,5 árið 1988 en muni hins vegar rýrna um 1 milljarð á þessu ári. Það er dapurlegt hvernig félagsmálaráð- herra reynir sí og æ að koma ábyrgðinni á eigin vanrækslu yfir á aðra. Byggingarsjóður og húsbyggjendur hlunnfarnir Á meðfylgjandi mynd sem tekin er úr skýrslu ríkisendurskoðunar sést glöggt hvernig framlög ríkisins til byggingarsjóðanna tveggja hafa HVAÐ ER IpIaIrIaIdIoIrI ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi ►. ÞOBOBlMSSON & C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.