Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 SKÁIiSKÓLINN Innritun í dag og á morgun, sunnudag, frákl. 14.00-17.30. SKÁKSKÓLINN Laugavegi 162 (í húsi Þjóóskjalasafnsins),' __________sími 25S50. KNATTSPYRNA / ENGLAND Guðni verður með gegn Aston Villa 1 ? Lokasmölun Lokasmölun í sumarbeitilöndum Fáks verður laugardaginn 29. september nk. Bílarverða í Geldingarnesi kl. 13.00 og á Blikastöðum kl. 15.00. Þau hross sem verða eftir lítum við á sem óskilahross og ráðstöfum þeim samkvæmt því. Hestamannafélagið Fákur GUÐNI Bergsson verður í byrj- unarliði Tottenham gegn Aston Villa í dag og Sigurður Jónsson leikur með Arsenal gegn Le- eds. Guðni var hræddur um að missa stöðu-sína íliði Totten- ham eftir að hafa gefið sæti sitt eftir og leika með íslenska landsliðinu gegn Tékkum á sama tíma og Tottenham lék gegn Hartlepool í deildarbik- arnum. Guðni fór fram á það við KSÍ er hann var kallaður í leikinn gegn Tékkum að hann fengi að sleppa honum og leika frekar gegn Spánveþum í í Sevilla í næsta mán- uði þar sem báðir landsleikirnir GETRAUNIR Guðni Bergsson. rækjust á við leiki Tottenham í deildarbikarnum. Hann taldi slæmt að missa af tveimur leikjum með Tottenham á aðeins tveimur vikum. KSÍ hafnaði þessari málaleitan Guðna og krafðist þess að láta reyna á reglur UEFA um 80.000 punda sekt til Tottenham og fimm daga keppnisbann. Guðni sagðist í samtalið við Morgunblaðið að hann gæfi kost á sér í leikinn gegn Spánveijum í 10. október þrátt fyrri allt sem á undan er gengið. Þar sem Tottenham vann fyrri deildarbikarleikinn gegn Har- lepool 5:0 ætti síðari leikurinn að verða auðveldur og minna mál að sleppa honum. SPADOMAR DANIELSBOKAR Námskeið um efni hinna hrífandi spádóma Daníelsbókar hefst miðvikudaginn 3. október kl. 20 í Safnaðarheimilinu að Ingólfsstræti 19. Leiðbeinandi er Steinþór Þórðarson. Námskeið og hjálpargögn eru ókeypis. Innritunferfram í síma 679270 á daginn og í síma 675761 á kvöldin. Allir eru velkomnir. Staðan á ýmsum tímum Úrslit Mín spá 12 =7^/1//— Hálfleikur 1 X 2 réttir Chelsea : Sheffield Utd. Coventry City : Queens Park R. Derby County : Crystal Palace Everton : Southamton Leeds Utd. : Arsenal Manchester Utd. : Notth. Forest Norwich City : LutonTown Sunderland : Liverpool * Tottenham : Aston Villa Wimbledon : Manchester City Bristol City : Newcastle Sheffield Wed. : WestHam Smurstöðin okkar er í alfaraleiö viö Laugaveginn. Viö þjónustum allar tegundir fólksbíla, jeppa og flestar geröir sendibíla. Mjög stuttur biötími. — Þrautþjálfaöir fagmenn. Snyrtileg veitingastofa. — Smávöruverslun meö ýmsan aukabúnað og hreinlætisvörur fyrir bílinn. i ALLIR EIGA LTIÐ UM LAUGAVTGINN •L HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500-695670 ■ ÓSKAR Ingimundarson hefur verið endurráðinn sem þjálfari nýliða Víðis í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu. ■ ÓLAFUR Jóhannesson hefur verið endurráðinn þjálfari FH, en hann hefurverið með liðið í þijú ár. U GUÐJÓN Reynisson hefur verið ráðinn þjálfari íslandsmeistara Breiðabliks í kvennaknattspyrnu. Guðjón þjálfaði yngri flokka Fylkis í s.l. sumar. ■ BJANRI Friðriksson, Ilalldór Hafsteinsson og Elías Bjarnason taka þátt í Opna sænska meistara- mótinu í júdó sem fram fer í Lundi í dag. Bjarni keppir í -95 kg flokki og Halldór og Elías í -86 kg flokki. ■ HÖRÐUR Helgason, unglinga- landsliðsþjálfari, leikmanna yngri en 18 ára, hefur valið leikmenn til að mæta Belgum í Evrópukeppninni í Belgíu á miðvikudaginn í næstu viku. Liðið verður skipað sömu leik- mönnum og lék gegn Austurríki á Hvolsvelli s.l. miðvikudag. ■ RINUS Michels, þjálfari hol- lenska landsliðsins, hefur bætt tveimur nýliðum í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn ítölum á morgun. Stan Valckx, 26 ára mið- vallarleikmaður frá PSV Eindhoven og Frank de Boer, tvítugur varnar- maður frá Ajax taka sæti Frank Rijkaards, sem er hættur og Berry van Aerle og Adi van Tigggelen sem eru meiddir. Marco van Basten og Kuud Gullit eru í liðinu. ■ JORGE Burruchaga, sem gerði sigurmark Argentínu í HM í knatt- spyrnu 1986, er nú orðinn áhuga- maður hjá franska liðinu Nantes. Alvarleg meiðsli hafa orðið til þess að hann verður að taka sér frí í hálft ár og til að rýma til fyrir nýjum út- lending sættist hann á að gerast „áhugamaður" hjá liðinu. Nantes hefur þegar keypt nýjan leikmann: Jafet N’Doram frá Chad. Iþróttir helgarínnar Handknattleikur ÞRÍR leikir verða í Evrópu- keppni félagsliða í handknatt- leik hér á landi um helgina. Fram og Polisen frá Svíþjóð leika í Evrópukeppni meistara- liða í kvennaflokki á sunnudag í Laugrdalshöll kl. 16.30. Valur leikur gegn norsku bikarmeist- urunum, Sandefjord, í Evrópu- keppni bikarhafa í karlaflokki í Laugardalshöll á unnudags- kvöld kl. 20.30. Loks leika FH og Kyndill í Hafnarfirði kl. 20 á mánudagskvöld. Einn leikur verðu í 1. deild karla, VlS-keppninnni, í hand- knattleik í dag. KR og Haukar leika í Laugardalshöll kl. 16.30. í 1. deild kvenna leika ÍBV og Stjaman i Eyjum í dag kl. 13.30. Tveir leikir verða í 2. deild karla í dag, Ármann og jH leika í Höllinni kl. 15.00 og ÍBK og Þór Ak. í Keflavík kl. 14.00. í 2. deild kvenna verða tveir leikir í dag; ÍR og Haukar leika í Höllinni kl. 12.30 og KRog UMFG kl. 13.45 ásama stað. Á sunnudag leika HK og IS í 2. deild karla í Digranesi. Badminton Einliðaleiksmót TBR verður i TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina. Keppni hefst kl. 15.30 í dag og verður fram- haldið á sunnudag kl. 10.00. Keppt verður i einliðaleik karla og kvenna. Keila Laugardagsmót Öskjuhlíðar og KFR verður í kvöld kl. 20.00. Á morgun, sunnudag, verður stigamót K.N. ÍSÍ og hefst það kl. 16.00. Golf Þriðja Aloha-mótið í golfi fcr fram á Hvaleyrarholtsvelli í dag. Ræst verður út frá kl. 08.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.