Morgunblaðið - 29.09.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.09.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Sovétríkin: Hafin ófrægingarherferð á hendur lýðræðissinnum segir Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu Moskvu. Reuter. TALSMENN róttækra umbótasinna í Sovétríkjunum sögðu í gær að það væri fásinna ein að þeir hygðust steypa stjórn ríkisins en lýstu á hinn bóginn yfir því að harðlínukommúnistar freistuðu þess nú um stundir að skapa ólgu í landinu til að unnt yrði að réttæta beitingu hervalds og jafnvel valdarán. Gavríl Popov, hinn umbótasinn- aði borgarsjóri Moskvu, og nokkrir fulltrúar á þingi Sovétlýðveldisins Rússlands, sögðu að í fjölmiðium væri hafín ófrægingarherferð á hendur lýðræðissinnum í Sovétríkj- unum sem minnti um margt á stjórnarhætti einræðisherrans Jó- sefs Stalíns. Sögusagnir og ásakan- ir um valdaránsáform Rauða hers- ins og sovésku öryggislögreglunn- ar, KGB, hafa gengið fjöllum hærra í Moskvu á undanfömum vikum. Hefur Dmítrí Jazov, varnarmála- ráðherra Sovétríkjanna, séð ástæðu til að mótmæla ásökunum þessum tvívegis á opinberum vettvangi. Á þriðjudag dreifði TASS-frétta- stofan hins vegar grein þar sem fullyrt var að umbótasinnar hygð- ust bæði steypa stjóm ríkisins og Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna. Einn af ritstjómm fréttastofunnar, Vladmír Petrúníja, skrifaði greinina og var hún birt í fjölmörgum dagblöðum þ. á m. Prövdu, málgagni sovéska komm- únistaflokksins. Gavríl Popov sagði harðlínu- kommúnista binda vonir við að efnt yrði til fjöldamótmæla vegna efna- hagsástandsins og stjórnmálaólg- unnar í Sovétríkjunum. Þar með gæfist þeim tækifæri til að lýsa yfír neyðarástandi og koma höggi á hreyfíngu lýðræðissinna. Tækist harðlínumönnum að auka enn frek- ar á ólguna og kæmi til þess að alþýða manna liði skort kynnu aft- urhaldsöflin að ræna völdum og rökstyðja þá aðgerð með tilvísun til þess að ástandið hefði verið orð- ið óbærilegt. Hann tók fram að hann teldi að enn hefði ekki það ástand skapast að líklegt mætti telja að harðlínukommúnistar létu til skarar skríða gegn Míkhaíl S. Gorbatsjov og ríkisstjóm Sovétríkj- anna. Reuter Herlið Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu hefur nú fengið til ráðstöfun- ar þýska vagna af gerðinni „Fuchs“ en þeir hafa að geyma sér- stakan útbúnað til að veijast hugsanlegum eiturefnaárásum íraka. Á myndinni, sem tekin var í Saudi-Arabíu í gær, reynsluaka banda- rískir hermenn einum slíkum Forseti herráðs Sovétríkjanna í blaðaviðtali: Heimsstyrjöld skellur á komi til átaka í Mið-Austurlöndum Washington, Atlanta, Nikósíu. Reuter. FORSETI herráðs Sovétríkjanna, Míkhaíl Moísejev, sagði í viðtali sem birtist í gær í bandaríska dagblaðinu The Washington Post að íranir myndu berjast við hlið íraka brytust út átök í Mið-Austurlöndum. Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi ríkisstjórnir Vestur- landa fyrir að hafa ekki reynt til þrautar að ná sáttum eftir dipló- matískum leiðum í Persaflódeilunni. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði á hinn bóginn að Saddam Hussein, forseti Iraks, myndi aldrei kallá innrásarlið sitt heim frá Kúvæt því þar með yrði bundinn endi á valdaskeið hans. Moísejev rökstuddi þessa fullyrð- ingu sína ekki nánar en því hefur verið haldið fram að óhugsandi sé að íranir og írakar gerist vopna- bræður í Persaflóadeilunni í ljósi þess að ríkin háðu blóðuga styijöld á árunum 1980 til 1988. Heforinginn sagði að hugsanleg átök við Persa- flóa myndu ekki reynast staðbundin heldur myndi þriðja heimsstyijöldin skella á. Lét hann að því liggja að átök kynnu að blossa upp af fremur lítilmótlegu tilefni og vísaði til fyrri heimsstyijaldarinnar máli sínu til Fimmtíu ára afmœli Islensk-ameríska félagsins 6. október 1990 DAGSKRA Kl. H:00 Hátíðarfundur stjómar félagsins að Þingholti Hótels Holts, Reykjavík. Kl. 15:00 Afmælisathöfn við styttu Leifs Eirflcssonar. Ávörp flytja: Davíð Oddsson, borgarstjóri. Charles E. Cobb Jr., sendiherra, Ólafur Stephensen, form. íslensk-ameríska félagsins. Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, stjómar athöfninni. íslenskir skátar standa heiðursvörð. Verði slæmt veður fer athöfnin fram í Hallgrímskirkju. KI. 16:00 Opnun amerískrar ljósmyndasýningar á Kjarvalsstöðum. KI. 18:00-19:30 Móttaka sendiherrahjónanna Sue og Charles E. Cobb Jr. fyrir gesti hátíðarkvöldverðar Islensk-ameríska félagsins að Laufásvegi 21. Kl. 19:30 Afmælishátíð Íslensk-ameríska félagsins. Hátíðarkvöldverður og dansleikur að Hótel Sögu. Heiðursgestur: Sig. Rogich, sérlegur ráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, flytur ávarp. Borðapantanir og miðar seldir hjá Verslunarráði íslands dagana 3., 4. og 5. október á skrifstofutíma í síma 67 89 10 og á Hótel Sögu 4. og 5. október frá kl. 17:00 til 19:00. Verð aðgöngumiða kr. 4.700. JsLENZK-AMERlSKA FÉLAGIÐ THE ICEIANOIC- AMERICAN SOCIETY stuðnings. Moísejev lét- þessi orð falla skömmu áður en hann hélt í skoðun- arferð um nokkrar herstöðvar í Bandaríkjunum. Kom fram í viðtal- inu að Sovétmenn hefðu látið Banda- ríkjamönnum í té ýmsar tæknilegar upplýsingar um sovésk drápstól í vopnabúrum íraka. Kvaðst herfor- inginn, sem verið hefur forseti her- ráðsins frá því desember 1988 og er næsti undirmaður Dmítrí Jazovs varnarmálaráðherra, sjálfur hafa safnað þessum upplýsingum saman. Jimmy Carter, fyrrym forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu er hann flutti í Átlanta í Bandaríkjunum í gær að líkumar á átökum í Mið-Aust- urlöndum hefðu aukist vegna þess að bandarísk stjórnvöld og ríkis- stjómir bandamanna þeirra væm ófáanleg til að hefja samningavið- ræður við Saddam forseta. Sýndu menn ekki skynsemi með því að skapa Saddam forsendur til að kalla herlið sitt heim frá Kúvæt með ein- hverri reisn væm vemlegar líkur á átökum í þessum heimshluta. Hið sama gilti reyndust refsiaðgerðir þær sem samþykktar hafa verið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna ófull- nægjandi. Þá kvað forsetinn þær raddir hafa heyrst að leggja bæri írak í auðn og kvaðst sammála því áliti Williams Crowe, fyrmm forseta herráðs Bandaríkjanna, að bæði ír- akar og Vesturlönd myndu þurfa að færa gífurlegar fómir yrði raunin þessi. Kauphöllin í Tókíó: Orðrómur um átakafrétt BBC veldur verðhruni Tókíó. Reuter VERÐFALL varð á hlutabréfum í kauphöllinni í Tókíó í gærmorgun þegar sá orðrómur fór sem logi um akur að breska útvarpið, BBC, hefði skýrt frá því að átök hefðu blossað upp við Persaflóa. Nikkei-hlutabréfavísitalan lækk- aði um 3,62 prósent eða 788,41 stig og var skráð 20.983,50 stig við lok- un. Ámóta verðfall hefur ekki orðið í kauphöllinni í Tókíó frá því í hmn- inu mikla í októbermánuði árið 1987. Hlutabréf vora þegar tekin að falla í verði í Japan er írakar réðust inn í Kúvæt 2. ágúst. Óttinn við átök í Mið-Austurlöndum, hækkandi olíuverð og spár um að búast megi við almennum samdrætti í efna- hagslífínu hafa frá þeim tíma ein- kennt markaðinn. Sérfræðingar sögðu að verðfallið í gær mætti að miklu leyti rekja til sögusagna sem komust á kreik þess efnis að hafín væm átök við Persaf- lóa, samkvæmt fréttum BBC. Tals- menn breska útvarpsins kváðu slíka frétt ekki hafa verið birta og var það sérstaklega tekið fram í dag- skránni í gærmorgun. Sögðu viðmæ- lendur Reuters-fréttastofunnar að menn hefðu brugðist hart við orð- rómi þessum og selt bréf sín í of- boði. Stríðshættan við Persaflóa, síhækkandi olíuverð og háir vextir hefðu og kallað fram þessi snöggu viðbrögð japanskra kaupahéðna. Einkavæðing‘ ríkisfyr- irtækja hafín í Póllandi Varsjá. Reuter. FYRSTU skrefin í átt til einkavæð- ingar stórfyrir- tælga hins opin- bera í Póllandi voru stigin á fimmtudag. Þá var sjö stórfyrir- tækjum í ýmsum greinum breytt í hátíðlega athöfn. vera kappsfullir Mazowiecki hlutafélög við ,Þið verðið að baráttumenn efnahagslegrar sóknar Póllands sem mun auka virðingu þess á alþjóðavettvangi," sagði ráðherra einkavæðingar, Waldemar Kuc- zynski, er hann ávarpaði stjórn- endur fyrirtækjanna og óskaði þeim jafnframt „alls góðs og mik- ils hagnaðar". Fyrirtækin hafa frá 560 upp í 11.000 starfsmenn. Nafnverð hluta- fjár þess minnsta er sem svarar um 30 milljónum ÍSK, þess stærsta 650 milljónum ÍSK. Embættismenn segja að hlutabréf verði sett á almennan markað innan fárra vikna en sölu- verð þeirra hafí ekki enn verið ákveð- ið. Vestrænir bankar og ráðgjafar aðstoða öll fyrirtækin við umbreyt- inguna. Stjóm Tadeusz Mazowieckis hefur ákveðið að 7.600 ríkisfyrirtækjum verði breytt í einkafyrirtæki. Fjár- málaráðherrann, Leszek Balc- erowicz, vill að nokkur hundruð fyrir- tæki, með alls 40% af samanlagðri veltu pólskra ríkisfyrirtækja, verði alveg eða að nokkm komin í einka- eigu við árslok 1991.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.