Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 19 Deilur um hrossakynbætur: Kynbótafræðingur slítur sam- starfi við hrossaræktendur en ekki væri búið að skipa í mats- nefndina. Sagði hann að lítilsháttar ágreiningur væri milli Þorvalds og Halldórs hvemig bæri að standa að vali manna í matsnefnd en taldi hinsvegar að ekki yrði mikið mál að jafna þann ágreining. DR. ÞORVALDUR Árnason kynbótafræðingur hefur sagt upp öllu samstarfi við islenska hrossaræktarmenn um sinn í bréfi sem hann ritaði búnaðarmálastjóra fyrir nokkru. Ástæður uppsagnar Þorvalds má rekja til fundar hjá hrossaræktarnefnd Búnaðarfélags Islands skömmu eftir síðustu páska en Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur hafði boðið Þorvaldi að sitja fundinn þar sem hann var stadd- ur hérlendis um þær mundir. , Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þorvaldur Arnason við dómstörf á Evrópumótinu í Svíþjóð 1985 ásamt Þorkeli Bjarnasyni og Heidi Schwörer Þýskalandi. Jarlinn '■VEITINGASTOFA- Á fundinum mun einn nefndar- manna séra Halldór Gunnarsson í Holti, hafa gagnrýnt harðlega störf og menntun Þoi-valds en hann hefur hannað tölvuforrit fyrir BI sem notað hefur verið síðustu árin í hrossaræktinni við gerð kynbóta- gildisspár. Lagði Halldór til að bún- aðarfélagið stæði fyrir mati á menntun og störfum Þorvalds þann- ig að ótvírætt kæmi í ljós hvort tölvuforritið eða kynbótagildisspáin væri nothæf í hrossarækt. Hefur Atlaga gerð að áratuga starfi - segir Þorvaldur Arnason í SAMTALI við dr. Þorvald Árna- son kynbótafræðing sem starfar í Svíþjóð sagðist hann fagna því að gerð yrði hlutlaus úttekt á hvort þau verk sem hann hafi unnið fyrir Búnaðarfélag íslands væru nothæf vísindi eða fúsk eða léttgeggjað rugl eins og ýmsir hafa viljað kalla það. Halldór reyndar sjálfur dregið í efa að svo sé og látið að því liggja að með notkun þess gæti hlotist af mikill skaði í ræktun íslenskra hrossa. í bréfinu segir Þorvaldur að við svo búið sé honum ekki fært að vinna með íslenskum hrossaræktar- mönnum meðan nefndarmaður í opinberri nefnd hafi slíkar efasemd- ir sem Halldór hafi á menntun hans og störfum og óski hann því eftir að losna undan samstarfi við BÍ og íslenska hrossaræktarmenn þar til úttekt hafi farið fram á hans verk- um og því hvort hann geti með sönnu kallast vísindamaður. Jónas Jónasson, búnaðarmála- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að búnaðarfélagið myndi standa að úttekt á hæfni Þorvalds Bréfið sem um getur í frétt Morg- unblaðsins af uppsögn Þorvalds kveðst hann hafa skrifað fyrir rúm- um mánuði þar sem hann telji ekki eðlilegt að hann starfi fyrir íslenska hrossaræktarmenn meðan úttektin fari fram. Þorvaldur sagðist líta það aivar- legum augum þegar slíkar ávirðing- ar um hæfni hans komi fram í máli opinbers nefndarmanns því þarna væri gerð atlaga að áratuga starfi sem hann hefði lagt sig allan fram um gera sem best. Þá gat hann þess að nú þegar hafi í tvígang farið fram mat á störfum hans, fyrst þegar hann hlaut doktorsnafn- bót 1983 við háskólann í Ultuna og síðar þegar hann hiaut dósents- stöðu við sama skóla. Ekki sagðist Þorvaldur vita með vissu hvernig yrði valið í mats- nefndina en reiknaði þó með að valdir yrðu 3 eða 5 vaiinkunnir menn innlendir eða erlendir eða hvort tveggja. Sagðist hann reynd- ar hafa gert tillögu um að í nefnd- inni yrði erfðafræðingur, kynbóta- fræðingur og tölfræðingur. Lagði hann áherslu á að nefndin yrðu skipuð raunvísindamönnum en ekki leikmönnum því hann vildi ekki að matið færi fram með svipuðum hætti og kirkjuþingið í Róm þegar menn greiddu atkvæði um það hvort jörðin væri flöt eða hnöttótt. Að endingu sagðist hann vera óhræddur við þetta mat ef þannig yrði að þessum rannsóknum staðið að bæði hann og aðrir málsaðilar gætu sætt sig við. Hef miklar efasemdir um Blup-ið - segir Halldór Gunnarsson í Holti sem hefur óskað mats á notagildi tölvunnar í hrossarækt „ÞAÐ er rétt að ég hafi vefengt Blup-ið á þessum fundi hrossa- ræktarnefndar og farið fram á mat á því hvort það væri nothæft í hrossarækt,“ sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti þegar hann var spurður um tildrög þessa máls. Sagðist hann hafa miklar efa- semdir um að hægt væri að nota slíkt tölvuforrit í- hrossarækt þar sem svo margir þættir kæmu inn í myndina. Benti Halldór á að svona nokkuð hefði hingað til eingöngu verið notað í búfjárrækt þar sem verið er að rækta fram einn eða tvo þætti, til dæmis í kjötframleiðslu. Þá sagði hann ennfremur að skekkjuþættir væru sterkari í myndun einkunna í kynbótadómum hrossa en eðlið í hestinum. „Það er mikill munur hvort svona kynbótagildisspá er notuð til leið- beiningar eða á afgerandi hátt eins og nú er farið að gera með því að verðlauna afkvæmahesta eftir spánni. Þess vegna er ósk mín um fræðilega athugun fram komin,“ sagði Halldór ennfremur. Aðspurður um hvernig staðið yrði að vali í matsnefndina sagði Halldór að honum fyndist um tvo möguleika að ræða. Annarsvegar væri að BÍ leitaði til ýmissa stofnana og nefndi hann sem dæmi Háskóla íslands, sem aftur myndu tilnefna menn í nefnd- ina. Eða hinsvegar mætti kalla til leikmenn sem síðan leituðu til sér- fræðinga. Þá var Halldór spurður hvort engu skipti að mat hefði verið lagt á störf Þorvalds þegar hann varði doktors- ritgerð sína í Svíþjóð. Sagði Halldór það undarlegt að ekki hefði verið leitað til einhvers sem væri vel kunn- ugur hrossarækt, til dæmis Gunnars Bjamasonar. VAGIP8 Á VEGGI. LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVI' ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.MRGHlMSSOH&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.