Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 44
MorgUnblaðið RAX Staldrað við stundarkorn á Njálsgötunni Læknar óánægðir með launakjör: 200 sérfræðingar segia UM 200 læknar, sem unnið hafa allt að 90% sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa samkvæmt verktakasamningi við Tryggingastofnun ríkis- ins, sögðu i gær upp samingnum frá áramótum með bréfum sem þá voru afhent forstjóra Tryggingastofnunar. Jafnframt sagði Læknafélag Reykjavíkur, sem gerði samninginn í umboði læknanna, honum upp fyrir sitt leyti. sammngnm við ríkið Verð á gas- olíu hækk- -ar um 40% Á FUNDI Verðlagsráðs í gær var samþykkt beiðni olíufélaganna um 40% verðhækkun á gasolíu og 17% verðhækkun á svartolíu, að sögn Georgs Olafssonar verðlagsstjóra. Georg sagði að ákvörðun um verð- hækkun á bensíni hefði verið frestað fram í miðja næstu viku. Verðlagsráð samþykkti einnig beiðni Flugleiða um 6% hækkun á far- og farmgjöldum innanlands og tekur hækkunin giidi 1. október nk. Verð á gasolíu hækkar úr 15 krón- um í 21 krónu líterinn og verð á svartolíu hækkar úr 11.300 í 13.200 krónur tonnið. Verðhækkunin tekur - -gildi 1. október nk. Olíufélögin fóru fram á að bens- ínið hækki úr 52 krónum líterinn í 60 krónur, eða um 15,4%. Engar óyfír- stíganlegar ^hindranir - segir iðnaðarráð- herra um álmálið JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að fundur sinn í gær með forstjórum álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsálshópnum hafi verið árangursríkur, og ekki hafi komið í ljós neinar óyfirstíganleg- ar hindranir í vegi samkomulags um meginatriði álsamninganna sem ætlunin sé að gera á næstu dögum. „Eg mun kynna þetta í ríkisstjórn- inni strax eftir helgina og vænti þess að formleg tilkynning um staðarval I -w.og meginefni samkomulagsins verði ^birt fyrir næstu vikulok," sagði Jón. Hann sagði að þá myndu fulltrúar fyrirtækjanna koma til íslands og ræða við aðila sem málinu tengdust, m.a. fulltrúa sveitarfélaganna sem rætt hafi verið við um staðarvalið. Þegar Jón var spurður um harða gagnrýni ráðherra Alþýðubandalags- ins á orkusamninginn, sagði hann að meta ýrði málið í heild, og hann teldi orkusamninginn mjög vel viðun- andi. Hann sagði, að heimildariaga- frumvarp um endanlega samninga við álfyrirtækin, væri ekki tilbúið, en lögð hefðu verið að því ýmis drög. Þar væri fylgt að mörgu leyti fyrir- mynd járnblendisamninganna, að veita heimild til að gera samninga “ -samkvæmt ákveðnum meginatriðum. Utanríkisviðskiptabanki Sov- étríkjanna hefur tilkynnt Lands- bankanum að hann sjái sér ekki fært að veita ábyrgð vegna láns að fjárhæð 12 milljónir Banda- ríkjadala, eða um 700 milljónir króna, sem Landsbankinn hafði boðið bankanum, eða Sovrybflot, sovéska fisk- og lagmetiskaupand- anum héðan, gegn ábyrgð bank- ans, að sögn Barða Árnasonar hjá Landsbankanum. Engar greiðslur hafa borist frá Sovétmönnum fyrir lagmeti og freð- fisk frá því í vor. Því hefur ekkert ^%verið fryst fyrir Rússlandsmarkað 7 undanfarið. Sovétmenn skulda SH og Sambandinu samtals-um 10 millj- Að sögn Högna Óskarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, vilja læknarnir fyrst og fremst fá fram viðræður við viðsemjéndur sína um annmarka samningsins en hann vildi ekki gera grein fyrir kröfum læknanna fyrr þær hefðu verið kynntar samninganefnd Trygginga- stofnunar. Högni sagði að ekki væri ónir dala og Sölusamtökum lagmetis um 2 milljónir dala. Fulltrúar frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sambandinu, Lands- bankanum og utanríkisviðskipta- ráðuneytinu halda til Moskvu á þriðjudag til frekari viðræðna um þetta mál en lán Landsbankans er talin forsenda þess að sovésku kaup- endurnir geti greitt skuldir sínar vegna freðfiskkauþanna. I bréfi sovéska bankans til Lands- bankans segir meðal annars: „Okkar banki byggir ákvarða.nir á opnun ábyrgða á mati á fjárhagsstöðu við- skiptavina, samkvæmt alþjóðlegri bankahefð. Við núverandi aðstæður er banki okkar því miður ekki í að- fyrst og fremst um launakröfur að ræða enda slíkt ekki tímabært á tímum þjóðarsáttar. Högni sagði samninginn hafa ver- ið gerðan 1988 til tveggja ára. Hann hefði á þeim tíma reynst ríkissjóði enn hagstæðari en upphaflega var ráðgert og hefði sparnaður numið allt að 150 milljónum á ári í stað stöðu til að veita ábyrgð í þessu til- felli. Að okkar áliti ætti að íhuga möguleika á að veita slíkt lán byggt á samningi milli hinna íslensku út- flytjenda og sovésku innflytjendanna án ábyrgðar okkar banka. Bankinn leitast við, eins og mögulegt er, að auka gjaldeyristekjur ríkisins og greiða allar gjaldfallnar skuldir. Við vonum að þér skiljið ástæður okkar." Ekki kemur til greina að veita Sovétmönnum lán án ábyrgðar og ekki er talið ráðlegt að lána þeim til lengri tíma en sex mánaða, sam- kvæmt áliti erlendra sérfræðinga í Rússlandsviðskiptum. Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá SH, segir að þarna 80 milljóna króna árlega, eins og áætlanir gerðu ráð lyrir. Meðal nýj- unga í samningum var að sett var þak á greiðslur til sérfræðinga þann- ig að þeir gæfu 10-30% afslátt á vinnu sinni þegar ákveðinn fjöldi verka hefði. verið unninn. Að sögn Högna Óskarssonar hafa um 80 sér- fræðingar orðið fyrir skerðingu vegna þessa ákvæðis. Óánægja læknanna mun ekki síst beinast að þessu ákvæði samningsins. Eggert G. Þorsteinsson forstjóri Tryggingastofnunar sagði að ekki hefði verið ákveðið hvenær viðræður við sérfræðinga hæfust enda hefðu hljóti að gæta einhvers misskilnings og þessi tilkynning bankans sé ekki í samræmi við það, sem hann og Benedikt Sveinsson, framkæmda- stjóri sjávarafurðadeildar Sambands- ins, hafi náð samkomulagi um við sovésku kaupendurna fyrir nokkru. Þá hefði einmitt verið talað um ríkis- ábyrgð, eða álíka ábyrgðir á láninu og virtist sér því um það að ræða, að í sovéska kerfinu töluðu menn ekki nægilega mikið saman. Hann liti því ekki þannig á málið að lánið væri afþakkað. Engu að síður væri hér um alvarlegt mál að ræða. Árlegar viðskiptaviðræður Sovét- manna og íslendinga eiga að hefjast í Reykjavík 8. október nk. þeir einungis sent inn uppsagnir sínar í gær til að fullnægja ákvæðum samningsins um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hann kvaðst ekki hafa á reiðum höndum tölur um út- gjöld stofnunarinnar vegna sérfræði- þjónustu en kvaðst telja hæpið að samningurinn hefði skilað meiri sparnaði en stefnt var að. Nesjavalla- virkjun form- lega gangsett Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, gangsetur form- lega Nesjavallavirkjun í Grafn- ingi við hátíðlega athöfn í dag, laugardag, klukkan 15. Virkjun- in verður opin almenningi á morgun, sunnudag. Framkvæmdum við fyrsta áfanga virkjunarinnar er nú lokið og verður hún sett í fullan rekstur um næstu helgi. Á næstu árum er gert ráð fyrir 800 Gígavatt- stunda orku frá virkjuninni, sem er hluti virkjanakerfís Hitaveitu Reykjavikur. Nemur þetta 25-30% af áætlaðri ársorku næstu ára. Nesjavallavirkjun verður opin almenningi til sýnis á morgun, sunnudaginn 30. september, milli klukkan 10 og 17. Verður boðið upp á kaffiveitingar. Lán Landsbankans vegna freðfisk- og lagmetiskaupa Sovétmanna: Sovéskur bankí neitar að veita ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.