Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstædisflokksins í Reykjavík Leikhús og leik- Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 29. september verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, í borg- arráði, formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Jóna Gróa Sigurðardóttir, for- maður atvinnumálanefndar, stjórn heilsugæslu miðbæjarumdæmis, menningarmálanefnd, bygg- ingarnefnd aldraðra. Sœvar Karl Ólason SÆVAR KARL & SYNIR húsgagnrýni eftirSúsönnu Svavarsdóttur Eitthvert írafár virðist hafa gripið um sig meðal leikhússfólks, vegna gagnrýni minnar á sýningu Þjóðleikhússins, „Örfá sæti laus.“ Á mig er deilt fyrir að rökstyðja ekki gagnrýni mína, kveðið upp úr með það að leikhúsfólk eigi kröfu á að fá faglega umfjöllun og einnig hef ég heyrt að sýningin eigi að vera eins og hún er, gagn- rýnendur hafi bara misskilið hana. Þess hefur einnig yerið krafist að ég biðji afsökunar og jafnvel hef ég heyrt þær raddir að ég eigi að víkja úr stöðu leiklistargagnrýn- anda við Morgunblaðið. I fyrsta lagi hef ég hvorki hugs- að mér að víkja úr stöðunni né biðjast afsökunar, því í gagnrýni minni fólust eðlileg viðbrögð við þeirri sýningu sem ég sá. Og hvern ætti ég að biðja afsökunar? Höf- undana? Eða leikarana? Ég held það sé alveg ljóst, að hvort sem ég bæði höfunda afsök- unar eða viki úr stöðunni mundi það ekki breyta sýningu Þjóðleik- hússins — hún væri jafn ósamboð- in því góða húsi'eftir sem áður. Það er ekki í mínum verkahring að biðja leikarana afsökunar, því ekki skrifaði ég verkið. Leikarar Snæ- kóróna Philadelphus coronarius Blóm vikunnar Umsjón: Agústa Björnsdóttir 184. þáttur Snækóróna er fínlegur hvít- blómstrandi runni sem á heim- kynni suður um Evrópu frá Ítalíu allt til Kákasus og verður á heima- slóðum um 3 metrar á hæð. Hún er með elstu ræktuðum garðrunn- um og heitin eftir konungi sem uppi var 300 árum fýrir Krists burð, síðara nafnið er dregið af latneska orðinu corona = krans eða sveigur og bendir til notkunar plöntunnar í þá veru á öldum áð- ur. Hér á landi er snækórónan jafnan 1-2 m á hæð og getur orð- ið æði bústin og mikil fyrirferðar svo nauðsynlegt er að ætla henni gott rými ef hún á að njóta sín vel. Hún blómstrar nokkru eftir mitt sumar. Leggirnir eru frekar grannir og mikið greindir, grá- brúnir að lit, laufið er frekar smá- gert og ljóst, egglaga með nokkuð áberandi æðastrengjum. Blómin allstór koma mörg saman í klösum og verður snækórónan, við góð skilyrði, svo alþakin blómum að því er líkast sem hvítum möttli hafi verið steypt yfir hana. Blómin ilma sætt og unaðslega en er hún stundum nefnd ilmsnækóróna, og fyrir kemur raunar að henni sé ruglað saman við jasmínu, ein- hveija þekktustu ilmjurt allrá tíma. Mjög miklar kynbætur hafa verið gerðar á snækórónunni allt frá síðustu aldamótum, aðallega í Frakklandi, og einn þekktasti kyn- blendingurinn þaðan er Phil. lem- oinei „Mont Blanc“, sem mun hafa gefist allvel hér á landi. Kynbætur á henni hafa og verið gerðar við landbúnaðarháskólann í Ási í Nor- egi og þaðan er kominn kynblend- ingurinn „Ás“ sem hefur spjarað sig vel þar i landi og víðar um Norðurlönd. LAGERÚTSALA HIÁ SÆVARIKARLI í DAG, 29. SEPT. P.s. Verslanir okkar eru annars troðfullar af nýjum haust- og vetrarvörum. Verðið er ótrúlegt. Jakkaföt frá kr. 3.000 og kvenfatnaður á öðru eins ótrúlegu verði. Opiðfrá kl. 10-17. Fyrstu 3 Burberrys f rakkarnir ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.