Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 27 Guðrún Magnús- dóttir - Minning Fædd 11. júlí 1937 Dáin 21. september 1990 Hinn 21. september sl. lést Guð- rún Magnúsdóttir, Hvanneyrar- braut 44, Siglufirði, í sjúkrahúsi Siglufjarðar, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Útför hennar fer fram í dag. Guðrún var fædd 11. júlí 1937 og varð því aðeins rúmlega 53 ára. Foreldrar hennar voru Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri, vest- firskur að uppruna, og kona hans, Valgerður Ólafsdóttir úr Reykjavík. Þau fluttust til Siglufjarðar 1934. Þar var Guðrún fædd og átti þar heima alla ævi að undanteknum nokkrum mánuðum sem hún dvald- ist í Reykjavík og Grindavík á ungl- ingsárum. Magnús Vagnsson lést 1951, sama ár og Guðrún fermdist, en hafði þá fyrir fáum árum byggt húsið á Hvanneyrarbraut 44. Þar bjó Valgerður áfram ásamt börnum og venslafólki. Árið 1958 kom í húsið nýr tengdasonur, er Guðrún giftist Ernst Kobbelt vélvirkja. Bús- fon-áð á heimilinu færðust síðan smám saman í hendur þeirra, en Valgerður dvaldist þar áfram uns hún lést 1978. Guðrún og Ernst eignuðust þrjú böm, sem öll eru uppkomin. Elst er Hulda, fædd 1958, starfsmaður á sjúkrahúsi Siglufjarðar, gift Vern- harði Hafliðasyni netagerðarmeist- ara. Eiga þau tvo syni, Víði og Fannar. Næst er Alma, fædd 1960; er að ljúka háskólaprófi í Uppsala í Svíþjóð. Maður hennar er Ásgeir Björnsson líffræðingur sem er að ljúka framhaldsnámi í erfðafræði í Uppsala. Þau eiga tvö börn, Guð- rúnu Örnu og Frey. Yngstur er Eduard Ágúst, fæddur 1966, verka- maður og sjómaður á Siglufirði. Sambýliskona hans er Kristín Þóra Kristvinsdóttir; börn hennar eru Garðar og Helga. Bamabörnin vom mikið eftirlæti Guðrúnar og hafði hún sérstakt yndi af að hafa þau hjá sér. Guðrún byijaði þegar á bams- aldri að vinna í síld eins og aðrar siglfirskar telpur og síðan einnig aðra algenga vinnu, afgreiðslustörf, fiskvinnu og fleira. Síðan tóku við húsmóðurstörf, en þegar börnin komust nokkuð á legg fór hún aft- ur að vinna utan heimilis, fyrst hlutastörf, síðan fulla virinu. Hún vann allmörg ár í Siglósíld en síðustu árin í eldhúsi sjúkrahússins. Guðrún hafði ekki teljandi af- skipti af félagsmálum. Þó tók hún nokkurn þátt í störfum verkalýðsfé- lagsins Vöku og var um skeið trún- aðarmaður þess í Sigló. Þá var hún meðlimur í Sinawik-klúbbnum. Ég hef fáu fólki kynnst lengur og betur en Guðrúnu. Kynni okkar hófust nokkrum dögum eftir að ég kom fyrst til Siglufjarðar sem kenn- ari haustið 1944. Mér var þá feng- inn til kennslu sjö ára bekkur þar sem Guðrún var einn af nemendun- um. Tveim áram seinna réðist það að eldri systir hennar og ég ragluð- um saman reytum okkar. Næstu árin kom eins og af sjálfu sér að Guðrún var systur sinni meira eða minna til aðstoðar við heimilisstörf og barnagæslu. Þar sem hún og móðir þeirra áttu sameiginlegt heimili meðan báðar lifðu vora fjöl- skyldutengslin alltaf mjög náin, svo varla fór fram hjá öðra heimilinu neitt sem máli skipti fyrir hitt. Guðrún mágkona mín var ákaf- lega jafnlynd og dagfarsprúð, enda veit ég ekki til þess að hún hafi nokkurntíma bakað sér óvild nokk- urs manns. Störf sín öll vann hún af alúð og samviskusemi, svo ekki varð að þeim fundið. Hjónaband hennar og Emsts einkenndist af ástríki og tillitssemi; enda var hann sá sem henni þótti ailra best að hafa hjá sér í banalegunni, og þeg- ar hún kvaddi þennan heim sátu þau Hulda við rúm hennar. Síðasta stríðið þreytti hún án þess að æðr- ast í eitt einasta skipti, brá jafnvel fyrir sig gamanyrðum við þá sem heimsóttu hana, á meðan hún mátti mæla. Ég kveð Guðrúnu mágkonu mína með virðingu og þökk. Hvíli hún í friði. Benedikt Sigurðsson ...er lítiö og handhægt tæki, sem gefur þér skilaboö, þurfi einhver ab ná sambandi vib þi(j. Símbobinn pípir og símanumerib sem þú átt ab hringja í birtist á skjá hans. Verö aöeins 16.990,-eba Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUST A- LAGER / A markaði eldhúsinnréttinga tekur HTH enn af skarið Þetta færðu fyrir 135.000 kr. HTH 3200 er ný eldhús- innrétting úr lútuðum aski. Vönduð gœðaframleiðsla á viðráðanlegu verði. Við veitum ráðleggingar byggðar á reynslu og kappkostum að viðskipta- vinurinn fái góða þjónustu. HTH -innrétting eykur verðgildi íbúðarinnar og er því kjörin fjárfesting fyrir framtíðina. Skynsamleg fjárfesting innréttingahúsiö Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sími 91-627474. Fax 91-627737. HTH. Nýir tímar. Nýjar hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.