Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 23 fEtrgiwjM&foií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bókhlöðusaga fyrir heimsmetabók Rúm 20 ár eru nú liðin síðan Alþingi samþykkti eftir- farandi tillögu frá dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, þáverandi menntamálaráðherra í við reisnarstjóminni: „Alþingi ályktar, að í tilefni af ellefu hundmð ára afmæli íslands- byggðar 1974 skuli reist Þjóð- arbókhlaða, er rúmi Lands- bókasafn íslands og Háskóla- bókasafn." Nú er svo komið að smíði Þjóðarbókhlöðunnar er orðin að aðhlátursefni vegna þess hve illa ríkisvaldið hefur staðið að framkvæmdinni. Nefna menn Þjóðarbókhlöðuna gjarnan þegar þeir vilja tíunda eitthvað til að færa rök fyrir því hve stjómvöldum em mi- slagðar hendur bæði við tekju- öflun og meðferð á fé skatt- borgaranna. Robert Cook, prófessor í ensku við Háskóla íslands, ræðir um vandræðin vegna smíði Þjóðarbókhlöðunnar í Morgunblaðsgrein er birtist síðastliðinn þriðjudag. Þar seg- ir meðal annars: „Þó að fyrsta skóflustungan væri tekin 1978 er ósennilegt að húsið verði komið í gagnið fyrir lok aldar- innar með núverandi fram- kvæmdahraða, og geta að- standendur hússins ömgglega öðlast sess í heimsmetabók Guinness fyrir seinagang við byggingu bókasafns. Ég vona að öllum íslendingum sé ljós sú skelfilega kaldhæðni sem felst í því, að þjóð sem kallar sig bókaþjóð og stærir sig af menningu sinni á sviði bók- mennta lætur sér sæma þvílíkan seinagang við að koma sér upp bókasafni, að þjóðir sem búa við ólæsi myndu skammast sín fyrir.“ íslenskir skattborgarar hafa orðið að bera sérstaka byrði vegna Þjóðarbókhlöðunnar. Þegar á reyndi notaði ríkisvald- ið hins vegar þessar skatttekj- ur til annars en smíði hússins. Sú ósvinna er ekki fjöður í hatti neins. Á síðasta ári vildi fjármálaráðherra síðan að Há- skólí íslands tæki þátt í kostn- aði við bygginguna. Kallaði það á harða andstöðu háskóla- manna. Þetta fjármálabrölt allt hefur enn orðið til þess að varpa skugga á framkvæmdina við bókhlöðuna sem er gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín í til- efni 1100 ára afmælis byggðar í landinu. Hinn erlendi prófessor veltir því fyrir sér, hvort íslendingar hafí engan áhuga á að eignast nýtt bókasafn. Hann segir: „Umburðarlyndi íslendinga er vissulega kostur, en sannar- lega er þó aðgerðarleysi þeirra í þessu máli athyglisvert. Hvernig stendur á því að ekki birtast daglega fyrirsagnir, greinar og ritstjórnargreinar í blöðunum, þar sem þess er krafíst að byggingunni verði lokið sem fyrst? Af hveiju hafa blaðamenn ekki safnað og birt, aftur og aftur, nákvæmar upp- lýsingar um hvað orðið hefur um hinn sérstaka eignarskatt, sem innheimtur var vegna Þjóðarbókhlöðunnar? Því fara ekki fram ákafar umræður um málið í umræðuþáttum út- varpsins? Hvers vegna eru þeir embættismenn í ríkiskerfínu sem málið heyrir undir ekki beittir daglegum þrýstingi? Það er merkilegt að menn geta ekki einu sinni hneykslast, þeg- ar skattpeningar sem lagðir eru á í ákveðnum tilgangi eru teknir til annarra hluta. Ofbýð- ur engum ástand þessara mála?“ Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hvatt til þess að gengið verði til þess verks að ljúka við Þjóð- arbókhlöðuna. í blaðinu hefur hvað eftir annað verið vakin athygli á meðferðinni á eignar- skattinum. Sá skattur var ekki lagður á til almennrar eyðslu fyrir ríkisvaldið heldur til ákveðin verkefnis og hann á að fella niður þegar þess fjár hefur verið aflað sem verkefnið krefst. Skattborgararnir hafa oft látið í ljós gremju sína yfir því hvemig fé sem þeir hafa greitt til ákveðins verkefnis hefur verið varið til annars. Ein dapurlegasta hlið þessa máls er, að stjómmálamenn- imir telja sig ekki þurfa að taka tillit til neins þessa í störf- um sínum; þeir láta sér nægja að gefa fyrirheit og þeim virð- ist síðan alveg sama hvort þeir standa við þau eða ekki. Menntamálaráðherrann sem nú situr sagði í Morgunblaðinu 16. nóvember 1989, að allt yrði flutt inn í Þjóðarbókhlöð- una 1994. Morgunblaðið tekur undir spumingu Roberts Cooks: „ ... en hver trúir því eftir það sem á undan er geng- ið?“ Róttækra breytinga er þörf á Alþingi og í Stjórnarráði eftir Þorstein Pálsson Litlar umræður hafa farið fram á undanförnum árum um skipulag og starfshætti æðstu stjórnar íslenska ríkisins. Þetta á bæði við um Stjórnarráðið og Alþingi sjálft. Fjölmörg rök hníga þó að því að umræða verði hafin um breytingar á skipan og starfsháttum löggjafar- valdsins og framkvæmdavaldsins. Islenskt þjóðfélag hefur verið að taka talsverðum breytingum á und- anförnum áratugum og framundan blasa við ný verkefni og ný mark- mið. Fjölmargir þættir í starfi fram- kvæmdavaldsins og löggjafarvaids- ins byggja á gömlum grunni. Ærin rök eru því fyrir því að aðlaga þá þætti að nútíma aðstæðum. Báknið hefur vaxið Ríkisbáknið hefur verið að þenj- ast út um langan tíma. Bíýna nauð- syn ber nú til að veita aukið aðhald í rekstri ríkisins og draga úr opin- berum útgjöldum m.a. í þeim til- gangi að létta skattbyrðina. Eðlilegt er að taka fyrst til hendinni á toppn- um. Þar koma bæði Alþingi og Stjómarráðið við sögu. Núverandi ríkisstjóm hefur gengið ötullega fram í því að auka ríkisútgjöld. Hrossakaup um at- kvæði á Alþingi leiddu til þess að stofnað var nýtt ráðuneyti með margra tuga milljóna króna auka- kostnaði. Og því fer fjarri að stjóm- sýsla á því sviði sé nú markvissari og betri en áður var. Markmið þessara breytinga á að vera það fyrst og fremst að fækka ráðuneytum og endurskipuleggja innra starf þeirra. Af því er Alþingi varðar er ástæða til þess að huga að endurskoðun kjördæmaskipunar, fækkun alþingismanna og einföldun á störfum þingsins. Endurskoða þarf kjördæmaskipanina Núverandi kjördæmaskipan er frá árinu 1959. Þá var gerð gmnd- vallarbreyting og landinu skipt I átta tiltölulega stór kjördæmi. Þessi breyting var mikið framfaraspor, fyrst og fremst fyrir þá sök að með henni tókst að ná verulegum árangri í jöfnun atkvæðisréttar. Við síðustu Alþingiskosningar komu til framkvæmda nýjar reglur varðandi úthlutun þingsæta. Þó að með framkvæmd þeirra hafi náðst nokkur áfangi varðandi jöfnun at- kvæðisréttar, þykja þessar nýju reiknireglur yfirleitt vera spor aftur á bak. Tími er því kominn til að heíja umræður um breytingar á kjör- dæmaskipaninni. Þetta viðfangs- efni var tekið til sérstakrar umíjöll- unar á síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, án þess að stefnumark- andi ályktanir væru gerðar. Nú starfar sérstök nefnd á vegum framkvæmdastjórnar flokksins að tillögugerð í þessu efni. Ýmsar færar leiðir Ýmsar hugmyndir hafa þegar verið ræddar um mögulegar breyt- ingar. Ein er sú að fækka einfald- lega þingmönnum í hveiju kjör- dæmi. Önnur er sú að fækka þing- mönnum verulega í hveiju kjör- dæmi en kjósa hluta þingmanna af sérstökum landslista. Þriðja leiðin hefur einnig verið rædd. Hún er sú að gera á róttæk- ar breytingar. Landinu öllu yrði þá skipt upp í einmenningskjördæmi, þar á meðal höfuðborgarsvæðinu. Helmingur þingmanna yrði kjörinn í kjördæmum en hinn helmingurinn af landslistum stjórnmálaflokk- anna. Þessi hugmynd er um margt at- hygli verð. Hún er ekki ósvipuð því fyrirkomulagi sem nú gildir í þýsku löndunum við kosningar til sam- bandsþingsins. Með henni ætti að vera hægt að ná víðtækri samstöðu milli þeirra annars vegar sem jafnan hafa viljað einmenningskjördæmi og hinna sem lagt hafa meiri áherslu á stór kjördæmi eða jafnvel landið allt sem eitt kjördæmi. Vitskuld þarfnast þessi hugmynd eins og aðrar frekari skoðunar en Ijóst er að tími er kominn til að taka kjördæmaskipanina til endur- skoðunar og knýja þar fram breyt- ingar. Deildaskipting Alþingis verði afnumin Af því er Alþingi varðar og starfshætti þess liggur beinast við að afnema deildaskiptinguna og láta öll störf þingsins fara fram í einni málstofu. Um þetta hefur stöku sinnum verið rætt á undan- förnum árum en íhaldssöm sjónar- mið hafa komið í veg fyrir breyting- ar. Deildaskipting Alþingis byggist á löngu úreltum hugmyndum. Þeg- ar þingræði var að festast í sessi á Vesturlöndum voru þingmenn kjörnir eða skipaðir með ólíkum hætti og þá þótti rétt að skipa þeirri í deildir. Hér var hluti þingmanna skipaður af konungi og þeir sátu í efri deild. Þessi skipan mála heyrir nú sögunni til og eru því ekki leng- ur rök fyrir deildaskiptingu. Ýmsir hafa haldið því fram að málsmeðferð á Alþingi væri betri og vandaðri með því að hafa sex umræður, þijár í hvorri deild og endurtekningu á nefndarstörfum í síðari þingdeild. Þetta eru léttvæg rök og benda má á að viðamesta frumvarp hvers þings, ijárlaga- frumvarpið, er afgreitt við þijár umræður í sameinuðu Alþingi. Eðlilegt er því að fella deildirnar niður og skipa Alþingi í eina mál- stofu. Það mundi gera störf Alþing- is skilvirkari, en það liggur nú und- ir stöðugri gagnrýni fyrir ómarkviss vinnubrögð og sú ádeila á um margt rétt á sér. Þessi nýskipan mála myndi einnig draga verulega úr kostnaði við þinghaldið. Ég er sannfærður um að vegur Alþingis myndi vaxa við breytingu af þessu tagi. Umræður um mál yrðu helmingi færri en í dag. Svig- rúm myndi gefast til þess að vanda betur nefndarstörf. ÓIl afgreiðsla- mála yrði markvissari og í mörgum tilfellum fljótvirkari. Og skattborg- ararnir myndu meta endurskipu- lagningu sem jafnframt dragi úr kostnaði. Breyttír þjóðlífshættir kalla á breytta skipan Stjórnarráðsins Núverandi lög um Stjórnarráð íslands eru frá árinu 1969. Það var fyrsta heildstæða löggjöfin sem samþykkt var um skipan og starfs- hætti í Stjórnarráðinu. Mjög var vandað til undirbúnings þessa lög- gjafarstarfs á sínum tíma. Það reyndist því vera mjög markvert framfaraspor í stjómsýslulöggjöf. Forystu fyrir þeim breytingum hafði Bjarni Benediksson. A tuttugu árum hafa hins vegar orðið margar breytingar. Ný mark- mið og ný viðfangsefni blasa við. Eðilegt er að aðlaga æðsta fram- kvæmdavaldið í landinu að nýjum og breyttum aðstæðum. Jafnframt þurfa breytingarnar að taka mið af því að nauðsynlegt er að draga úr kostnaði á toppi stjórnkerfisins. Þess er varla að vænta að veruleg- ur árangur verði af sparnaði neðar í stjornkerfinu ef ekki er byijað efst. Áður fýrr voru verslunarfyrir- tæki til að mynda háð daglegum samskiptum við viðskiptaráðuneyt- ið eða einstakar stofnanir þess. Þetta var á tímum innflutnings- og verðlagshafta. Nú er þetta sagn- fræði. Engum vafa er undirorpið að draga verður mjög úr miðstýr- ingu bæði í sjávarútvegi og land- búnaði á næstum árum. Það mun breyta hlutverki þeirra ráðuneyta með sama hætti og átt hefur sér stað í verslun og iðnaði. Þetta er aðeins dæmi um þjóðfélagsbreyt- ingar sem kalla á breytingar á Stjómarráðinu. Ráðuneytum má fækka Núverandi ráðuneyti eru 14 tals- ins. Þeim má fækka niður í 9. Ein hugmynd að breytingum er þessi: Fimm ráðuneyti myndu starfa að mestu í óbreyttu formi. Það eru: Forsætisráðuneyti, utanríkisráðu- neyti, fjármálaráðuneyti, dóms- málaráðuneyti og menntamálaráðu- neyti. Ég teldi á hinn bóginn rétt að fjármálaráðuneytið fengi yfir- stjórn banka og gjaldeyrismála í þeim tilgangi að samhæfa betur íjármála- og peningastjórn. Eðlilegt mátelja að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið verði sameinað í eitt ráðuneyti. Sama er að segja um iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti. En því mætti einnig færa ýmis verkefni samgönguráðuneytis svo sem ferðamál, flugmál, sigl- ingamálefni og jafnvel póst og síma. Þá yrði félags- og heilbrigðismál- um skipað í eitt ráðuneyti og stofn- að yrði nýtt ráðuneyti umhverfis- og byggðamála. Undir það yrðu umhverfis- og náttúruverndarmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál, byggðastofnun svo og vegagerð og hafnargerð. Hagstofan sem nú er ráðuneyti yrði einfaldlega breytt í stofnun eðli málsins samkvæmt. Þorsteinn Pálsson „Eðlilegt er að aðlaga æðsta framkvæmda- valdið í landinu að nýj- um og breyttum að- stæðum. Jafnframt þurfa breytingarnar að taka mið af því að nauð- synlegt er að draga úr kostnaði á toppi sljórn- kerfisins. Þess er varla að vænta að verulegur árangur verði af sparn- aði neðar í stjórnkerf- inu ef ekki er byrjað efst.“ Hér hafa aðeins verið dregnar útlínur í hugmýnd að verulegum skipulagsbreytingum í stjómarráð- inu, en þær miða að því að gera þjónustu ráðuneytanna skilvirkari og draga úr kostnaði. Ugglaust munu margir hagsmunaaðilar sem komið hafa ár sinni vel fyrir borð innan núverandi kerfis rísa upp til andmæla. Eðlilegt er og sjálfsagt að hlusta á slík sjónarmið en þröng- ir sérhagsmunir mega ekki koma í veg fyrir að nauðsynlegar skipu- lagsbreytingar verði gerðar. Höfundur er formaður Sjálfstæðisftokksins. Belgísku konungs- hjónin höfðu viðdvöl á Keflavíkurflugvelli A Forseti Islands tók á móti þeim BELGISKU konungshjónin, Baldvin konungur og Fabiola drottn- ing, höfðu stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag. Voru þau á leið til Bandaríkjanna þar sem þau ætla að silja barnaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Konungshjónin komu með vél frá belgíska flughernum um klukkan ellefu á fimmtudags- morgun og stoppuðu í um klukkustund á Keflayíkurflugvelli til að taka eldsneyti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Kornelí- us Sigmundsson, forsetaritari, Hörður Bjarnason, prótokoll- stjóri utanríkisráðuneytisins og Páll Siguijónsson, ræðismaður Belgíu á Islandi, tóku á móti konungshjónunum og fylgdarliði þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Gestaherbergið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. I sófanum situr Aðalheið- ur Hólmgeirsdóttir, starfsinaður á skrifstofu flugvallarstjóra. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavikurflugvelli, segir að tekið hafi verið á móti gestun- um í sérstöku gestaherbergi sem er í flugstöðinni. Er þarna um sk. „VIP“-herbergi að ræða en slík herbergi eru í öllum flugstöðvum í heiminum. Þánnig var samskonar herbergi í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hafi nýja herbergið verið tekið í notkun skömmu eftir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð. Það er um sextíu fermetrar að stærð og er í því bæði þægileg aðstaða til að taka á móti gestum og veita þeim sem og vinnuað- staða, sími og snyrtiherbergi. Þá tengist gestaherbergið skrifstofu flugvallarstjóra og er samnýting á fundarherbergi hans. Er herbergið töluvert notað m.a. þegar gestir á vegum hins opinbera koma til landsins eða halda heim en einnig af forseta íslands og ráðherrum er þau fara erlendis. Sem dæmi um notkun á her- berginu nefndi Pétur þegár James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að hann tók við embætti. Hafi utanríkisráðherra þá haldið með honum fund í gestaherberginu. Þá mætti nefna að Filippus prins hefði reglulega viðdvöl á leið yfir Atl- antshafið og væri honum ávallt boðið upp á kaffí og pönnukökur þar. Þá hafi nýlega fjöldi borgar- stjórnarmanna frá Stokkhólmi, sem hingað var boðið í heimsókn, haft afnot af herberginu við komu og brottför. Pétur sagði ekki mikinn kostnað vera vegna þessarar aðstöðu. Flugstöðin væri opin allan sólar- hringinn alla daga ársins og þyrfti því ekki að kalla út starfsfólk aukalega. Eini kostnaðurinn væri í raun ef veitingar væru bomar fram og greiddi þær sá sem pant- aði hverju sinni. Skátahreyfingin: Ovenjulegir vinningar 1 happdrætti Skátahreyfingin á íslandi sendir nú miða í stórhapp- drætti sínu inn á hvert heimili landsins en dregið verður í happdrættinu 19. október næstkomandi. í happdrættinu eru margir óvenjulegir vinningar, til dæmis ibúð á Spáni að eigin vali, segl- skúta með svefnplássi, fornbíll að eigin vali, flugferðir, þar sem meðal annars verður flogið á hljóð- hraða á Cocord-þotu milli Parísar og New York, Sankti Bernhards- hundar og veislukvöld í Perlunni á Öskjuhlíð eftir að hún verður opnuð næsta sumar. Á vinninga- skránni eru einnig Mercedes Benz-bifreið, fjórhjóladrifsbílar, utanlandsferðir, vélsleðar, skíða- ferðir og fjallareiðhjól. Agaviðurlög í fangelsum: Samræma þarf íslensk lög ákvæðnm Mannrétt- indasáttmála Evrópu - segir umboðsmaður Alþingis UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, hefur ákveðið að koma þeirri ábendingu á framfæri við dómsmálaráðhera og Al- þingi, að samræma þurfi ákvæði íslenzkra laga um agaviðurlög í fangelsum ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður telur að ákvarðanir um einangrunarvist í fangelsum samkvæmt lög- um um fangelsi og fangavist frá 1988 geti hæglega farið í bága við 5. og 6. grein Mannréttindasáttmálans. Upphaf þess, að umboðsmaður tók þetta mál til athugunar, er kvörtun fanga, sem honum barst á síðasta ári. Fanginn óskaði eftir því að umboðsmaður athugaði hvort niðurlag 26. greinar laganna um fangelsi og fangavist stangaðist á við önnur lög eða alþjóðasamþykkt- ir, sem ísland væri aðili að. Fanginn vitnaði þar til niðurlagsorða grein- arinnar: „Einangi-un má ekki lengja fangavist um meira en þriðjung dæmds refsitíma nema samþykki fangelsismálastofnunar sé fengið og aldrei um meira en helming.“ Fanginn sagði í bréfi sínu til ufnboðsmanns að svo virtist sem í þessu ákvæði virtist forstöðumanni fangelsis vera gefið vald í hendur, þannig að hann gæti lengt fanga- vist um allt að þriðjung og virtist þar af leiðandi geta breytt dómum, upp kveðnum af dómstólum. Um- boðsmaður segir í áliti sínu að fang- inn vísi ekki í kvörtun sinni til ein- stakra ákvarðana yfirmanna fang- elsisins, sem beinist að honum sjálf- um. Umboðsmaður segir að ísland hafi með því að fuligilda Mannrétt- indasáttmála Evrópu skuldbundið sig til að haga löggjöf og lagafram- kvæmd í samræmi við sáttmálann. Umboðsmaður tiltekur síðan ákvæði 1. málsgreinar 5. greinar Mannréttindasáttmálans, þar sem tíundað er, í hvaða tilvikum megi svipta mann frelsi. Þar segir í a-lið að svipta megi mann frelsi ef um sé að ræða löglegt varðhald manns, sem dæmdur hafí verið sekur af þar til bærum dómstóli. Liðirnir eru alls sex, og er þar kveðið á um önnur tilvik, sem réttlæti frelsis- sviptingu. Umboðsmaður segir að sam- kvæmt lögum um fangelsi og fangavist megi setja menn í ein- angrun í allt að 30 daga, og skuli sá tími, sem fangi er í einangrun, ekki teljast til refsitímans. „Eg tel að ákvörðun fangelsisyfiivalda að láta fanga sæta einangrun sam- kvæmt fyrirmælum 26. greinar laga nr. 48/1988 um agaviðurlög sam- rýmist ekki ofangreindum ákvæð- um 5. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu, að minnsta kosti ekki ef slík ákvörðun lengir í raun refs- itíma þann, sem ákveðinn hefur verið í dómi. Stafar það af því að þá fullnægir frelsissvipting ekki lengur því skilyrði a-liðar 5. greinar að vera ákveðin af dómi, enda geta aðrir stafliðir 1. mgr. 5. greinar ekki átt við,“ segir í álitinu. „Hér er einnig rétt að vekja at- hygli á því að fangi, sem sakaður er um brot á fangelsisreglum sam- kvæmt 26. grein laga nr. 48/1988, getur í vissum tilvikum talizt borinn sökum um refsiverðan verknað í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu og má þar sérstaklega vísa til dóms Mannrétt- indadómstóls Evrópu frá 28. júní 1984 í máli Campells og Fells. Verð- ur þá í slíkum tilvikum að fylgja ákvæðum 6. gr. um réttláta máls- meðferð fyrir óháðum og hlutlaus- um dómi.“ Umboðsmaður telur rétt að sam- ræma ákvæði íslenzkra laga ákvæð- um Mannréttindasáttmálans, og jafnframt telur hann rétt að taka almennt til athugunar á ný, hvernig haga beri ákvörðun agaviðurlaga á hendur föngum meðal annars með tilliti til sjónarmiða um sam- kvæmni, sanngirni og réttaröryggi. Haraldur Johannessen, fangelsis- málastjóri, segir fangelsismálayfír- völd hafa vakið athygli dómsmála- ráðherra á því lagaákvæði, sem umboðsmaður Alþingis víkur að í áliti sínu, fyrir tæpu ári. „Umboðsmaður Alþingis hefur að undanfölnu vakið athygli á ýms- um atriðum sem Fangelsismála- stofnun, meðal annarra, hefur vak- ið máls á varðandi fangelsismál," sagði Haraldur. „Ég er sammála mörgu því sem frá honum hefur komið og tel nauðsynlegt að hann láti kné fylgja kviði og beiti sér gagnvart Alþingi fyrir því að álit hans um úrbætur í fangelsismálum nái fram að ganga. Að öðrum kosti, kann hann að sitja uppi með álita- safnið eitt sér. Hvað varðar einangrunarvist fanga samkvæmt 26. grein laga 48/1988, um fangelsi og fangavist, vil ég taka fram, að Fang^lsismála- stofnun vakti athygli dómsmálaráð- herra á því fyrir tæpu ári, að um- rætt lagaákvæði kynni hugsanlega að stangast á við aðrar réttarheim- ildir sem íslenskum fangelsisyfír- völdum bæri að fara eftir. Mér sýn- ist að minnsta kosti við Gaukur Jörundsson vera á sömu skoðun hvað þetta atriði varðar," sagði fangelsismálastjóri. Hann sagði að lokum að jafn- framt mætti benda á álit Davíðs Þórs Björgvinssonar, lektors við lagadeild Iláskóla íslands, er birtist í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu um þetta efni. I áliti sínu íjallar umboðsmaður Alþingis einnig um vinnulaun fanga, dagpeninga, bréfaskipti, símtöl og heimsóknir. Ráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um bréfa- skipti símtöl og heimsóknir og ger- ir umboðsmaður ekki athugasemdir við þau mál. Vinnulaun fanga telur hann hins vegar þurfa frekari at- hugunar við. Artúnsholt: Eftirlíking tófta þjóðveldis- bæjarins sem bamaleikvölliir Morgun bl aðiö/ s vemr Eftirlíkingin af tóft þjóðveldisbæjarins, sem verður leiksvæði barna í ÁRTÚNSHOLTI er nú verið að hlaða úr torfi eftirlíkingu af tóft- um þjóðveldisbæjarins að Stöng í Þjórsárdal, en þar á að vera leikvöllur fyrir börn í hverfinu. Kolbrún Þóra Oddsdóttir, lands- lagsarkitekt hjá garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, hannaði leikvöllinn, en að hleðslunni vinna þeir Tryggwi Hansen og Kristján Vídalín ásamt Baldvini Trausta Stefánssyni, starfsmanni hjá garðyrkjustjóra. Að sögn Kolbrúnar Þóru verður um að ræða opið leiksvæði, sem börn geta komið á og leikið sér. „Það hefur legið í loftinu að þarna upp við girðinguna á Árbæjarsafni mætti ekki byggja hvað sem væri, og eins komu íbúarnir með óskir um að þarna yrði grænt svæði, en ekki malarsvæði með leiktækjum á. Þarna var því úr vöndu að ráða, en þá datt mér í hug að hafa þarna tóft, og fyrir valinu varð eftirlíking af tóft þjóðveldisbæjarins. Með tóft- inni fást skjólveggir, og meðfram þeim verða bekkir, en í tóftinni verður einnig langeldur eða mögu- leiki á grilli, sem fólkið bað einnig um. Mitt verk var að reyna að sam- hæfa þær kröfur sem gerðar eru til grenndarleikvallar þessum hug- i Artúnsholti. myndum. í tóftinni verður burðar- grind hússins, sem er klifurgrindin á staðnum, og sandkassi verður í einni stofunni, en það er mesta breytingin út frá grunnmyndinni að nota eitt herbergið alveg undir sandkassa. I nálægð tóftarinnar er síðan upphækkun þar sem verða rólur og tveir gormahestar, sem gæti verið einskonar úthýsi, en ætlunin er að reyna að halda sama svipnum á öllu svæðinu þó þarna verði hefðbundin leiktæki.“ Kolbrún sagði að samvinna með íbú Ártúnsholts hefði verið óvenju skemmtileg, og þeir hefðu tekið þessari hugmynd mjög vel. Þá hefðu kennarar í Ártúnsskóla komið með nemendur á staðinn til að fylgjast með vinnunni við hleðsluna. Efnið í hleðsluna er tekið úr landi Núpa í Ölfusi, en að sögn Kolbrúnar er erfitt að fá gott torf til hleðslu. Hleðslunni verður að mestu lokið nú í haust, en leiktæki verða sett- upp á leikvellinum næsta vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.