Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
Sömu litir úr
sömu túpunum
- segir Bragi Ásgeirsson um seinni
sýningu sína í Gallerí Borg
NYLEGA opnaði Bragi Asgeirsson listmálari seinni sýningu sína
í Gallerí Borg í Austurstræti. Fyrri sýning Braga var í galleríinu
Vesturgötu en þar sýndi hann stór verk. A sýningunni í Gallerí
Borg eru 50 minni olíuverk.
Bragi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að tilviljun hefði ráðið
því að þetta hefðu orðið tvær sýn-
ingar en ekki ein. Óvenjulegt sé
hér á landi að halda tvær sýning-
ar í röð en það sé alþekkt erlend-
is. „Hér á allt að fara eftir sömu
harðsoðnu formúlunum, sumum
50 ára gömlum,“ sagði Bragi.
Hann sagði að hann hefði viljað
koma þessum myndum frá sér en
þær hefðu orðið til á sama tíma
og stóru myndirnar sem hann
sýndi á Vesturgötunni. Fjórar
stóru myndanna á sýningunni þar
hefðu selst og það hefði komið
sér nokkuð á óvart. Litlu myndirn-
ar í Gallerí Borg hefðu ekki orðið
til án þeirra stóru og verkin væru
skyldari en þau virtust í fljótu
bragði. Hann kvaðst einkum beita
sköfutækni í stærri verkunum en
í minni myndunum pensli.
„Þetta eru sömu litirnir úr sömu
túpunum og af sama pallettinu,"
sagði Bragi. Hann sagði að mynd-
irnar hefðu orðið til fyrir áhrif af
útsýni úr vinnustofu hans á efstu
hæð háhýsisins í Austurbrún 4.
Þar er útsýni yfir sundin og sagði
Bragi að þar væri aldrei sama
birtan og litirnir. Hann sagði að
stóru verkin hefðu verið af ljósinu
og landinu, smáfuglar hefðu flog-
ið fyrir gluggana og hann hefði
fest þá á léreft í minni myndunum.
Bragi sagðist hafa hug á því
að sýna erlendis og jafnvel búa
erlendis, því hér á landi væri lítill
áhugi og skilningsleysi fyrir list-
sköpun. Hrifist hann einkum af
Berlín sem hann taldi að ætti eft-
ir að verða ein mesta borg heims-
ins eftir sameiningu þýsku
ríkjanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bragi Ásgeirsson í vinnustofunni í Austurbrún.
Selfoss:
Klassakvöld á
hótelinu í vetur
Selfossi.
KLASSAKVÖLD verður á Hótel
Selfoss i dag, laugardag. Þá
verða tónleikar með írsku hljóm-
sveitinni Diarmuid OLearys and
Bards og strax á eftir stuðdans-
leikur með hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar. Hótelið
hefur ákveðið að halda slik klas-
sakvöld þar sem boðið er upp á
skemmtiatriði sem ekki er lík-
legt að bjóðist aftur í sama
formi.
„Þessi írska hljómsveit er svo
írsk að maður kreppir hnefann
ósjálfrátt utan um bjórkollu á ímyn-
daðri bjórkrá á írlandi,“ sagði Jón
Bjarnason skemmtanastjóri hótels-
ins. „Það má vel vera að það verði
hægt að komast á tónleika með
þessari írsku hljómsveit og vonandi
verður hægt að komast á dansleiki
með Geirmundi um ókomin ár. En
að blanda þessu saman verður varla
gert aftur.“
Næsta klassakvöld verður 13.
október þegar hljómsveit Ingimars
Eydal kemur fram ásamt Þorvaldi
Halldórssyni, Finni Eydal og He-
lenu Eyjólfsdóttur. „Slík samkoma
er sannarlega ekki daglegur við-
burður heldur, sagði skemmtana-
stjórinn einnig.
— Sig. Jóns.
Til sölu:
Fellsmúli - 5 herb.
Falleg íbúð á 1. hæð. Tvennar svalir. Ágæt sameign.
Ákveðin sala.
Einar Sigurðsson, hrl.,
Garðastræti 11,
s. 13143 laugard. og sunnud. og 16767 eftir helgi.
120fm íbúðirtil sölu
Á veðursælum stað við Grafarvog eru vel skipulagðar
íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir, stórar stofur og
þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta vel
fyrir eldra fólk og seljast tilbúnar.
Örn ísebarn, byggingameistari,
sími31104.
511 01 07H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I I I 0 / U KRISTINWSIGURJÓNSSON.HRL.löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Nýendurbyggð - allt sér
í þríbýlish. við Digranesveg Kóp. efri hæð 5 herb. um 120 fm. Öll ný
endurbyggð. Allt sér (inng., hiti, þvottah.). Frábært útsýni. Nánari
uppl. aðeins á skrifst.
Á vinsælum stað í Túnunum
Aðalhæð 3ja herb. í fjórbhúsi. Inng. sér og hiti sér. Hæðinni fylgir ris-
hæð m/2 íbherb., snyrtingu og rúmg. geymslu. Skuldlaus. Laus strax.
Endaraðhús við Vogatungu
á tveimur hæðum um 250 fm samt. með 6 herb. íb. á hæð, séríb.
má gera í kj. Bílsk. Húsið stendur á ræktaðir lóð með háum trjám á
einum vinsælasta stað Kópavogs. Eignaskipti mögul.
Einbýlishús við Jöldugróf
Hæð og kj. samt. 264 fm auk bílsk. 49,3 fm. Tekið til afnota, ekki
fullg. Margs konar eignaskipti.
Iðnaðarhúsnæði við Höfðatún
Á 1. hæð 142 fm nettó auk lítillar geymslu í kj. og kaffist. í risi. Laust
1. jan. nk. Teikn. og nánari uppl. á skrifst.
Suðuríbúð í lyftuhúsi
2ja herb. á 4. hæð 57 fm nettó. Stórar sólsvalir. Sérinng. af gangsvölum.
Séríbúð í lyftuhúsi
Stór og góð 6 herb. við Asparfell. Sérþvottah. Sérinng. af gangsvölum.
4 rúmg. svefnherÞ. Tvennar svalir. Bílsk. Góð sameign. Mikið útsýni.
Frábært verð.
Sérstaklega óskast á söluskrá
Sérhæðir og einbýli að meðalstærð í borginni og nágr. Ennfremur
góðra 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir, einkum með bílsk.
Margs konar eignaskipti rnögul. Margir bjóða útb. fyrir rétta eign.
• • •
Opið í dag kl. 10.00-16.00.
Viðskiptum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar uppl.
LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370
AIMENNA
FflSTEIGHASALAH
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 557. þáttur
Þar setn öllum öðrum tijám
of lágt þótti að gróa,
undir skuggaholtum hám,
hneppt við sortaflóa,
sprastu háa, gilda grön,
grænust allra skóga.
Þannig hefst Greniskógur-
inn eftir Stephan G. Stephans-
son (1853- 1927). Segja má að
G-ið í nafni hans hafi tvöfalda
þýðingu, því að bæði hét hann
Guðmundur og var Guðmunds-
son. En hyggjum aðeins að öðru.
í erindinu hér að framan koma
fyrir þijú náskyld orð tii viðbót-
ar fyrri hluta kvæðisheitisins.
Þau eru gróa, grön og grænn.
Vantar ekkert nema sjálft gras-
ið til þess að öll helstu orð „ætt-
flokksins“ séu komin.
Við getum byijað á gras og
sögninni að gróa. Þarna skipt-
ast á í rótinni sérhljóðin a og
ó, og er það kallað sjötta hljóð-
skiptaröð, eins og fara, fór eða
skaði og skóð. Síðarnefnda orð-
ið merkir skaðræðisgripur,
skætt vopn.
Gras er svo auðvitað það sem
grær, en æ-ið í grær er mynd-
að af „ó-hljóðinu“ í gróa með
svokölluðu i-hljóðvarpi, eins og
skæður af skóð.
Sögnin að gróa hefur undar-
lega beygingu og á að því leyti
fáa sína líka: gróa — greri —
gróið. I nútímamáli eru aðrar
slíkar: róa — reri — róið; núa
— neri — núið og snúa — sneri
— snúið. Augljóst er af þessum
dæmum, hvers vegna þær hafa
fengið heitið ri-sagnir. í fornu
máli var svo ein ri-sögn í við-
bót: sá, en hún hefur „veikst“,
sbr. þætti 554 og 555, og beyg-
ist nú eftir 4. flokki veikra
sagna: sá — sáði — sáð, nútíð
framsöguháttar: ég sái. „Hann
sáði, hann sáði,“ syngja nú börn-
in um hann Adam sem átti syni
sjö.
Allar ri-sagnirnar mynda
nútíð með i-hljóðvarpi græ ræ,
ný, sný, og auðvitað sögðu þá
gamlir menn: ég sæ (korninu í
akurinn). Fleira var á annan veg
fyrrum. Þá höfðu menn ö-hljóð
í þátíðinni: hann snöri, röri
o.s.frv. Lengi eimdi eftir af þessu
—, og svo heyrði ég tala gamlan
Vestur-ísiending. Mál þeirra tók
ekki öllum sömu breytingum og
okkar hér heima, t.d. þeirri að
hætta að „kringja“ stofnsér-
hljóðið í þátíð ri-sagnanna og
taka til að segja sneri fyrir snöri
og enn síðar snéri. Það tregðast
menn að vísu við að skrifa.
Enn er frá því að segja að
börn sumstaðar á Norðurlandi
fóru stundum með sögnina að
grúfa sem ri-sögn. F-ið heyrist
lítt eða ekki í framburði, og þeim
heyrðist þetta ríma við snúa og
núa. Nú hafði verið barið inn í
þessi góðu börn að segja hvorki
„núði“ né „snúði“ heldur neri
og sneri (néri og snéri). Því
mátti heyra krakka á Dalvík,
Siglufirði og Akureyri segja í
feluleik: Þú grýrð næst, ég gréri
síðast. Og einhver „gréri“ sig
ofan í koddann sinn og grét.
★
Nú, nú. Litur gróðursins (eða
á ég að segja gróðrarins?) er
auðvitað grænn, sbr. grasið í
blóma sínum. Og grenitréð, sem
Stephan G. ávarpar í kvæði sínu
ágætu, er sígrænt. Hann ávarp-
ar það reyndar með kvenkyns-
orðinu grön. En fleira sprettur
en grön=tré og gras, m.a.
skegg á karlmönnum. Var
stundum haft til marks um æsku
manna að þeim væri lítt eða
ekki sprottin grön. í samsetn-
ingum er grön „óhljóðverpt",
þar hefur ekki orðið u-hljóðvarp-
ið a>ö. í Atlakviðu eru Húnar
sagðir gransíðir, og granstæði
Egils Skalla-Grímssonar var vítt
og langt. Gransprettingur
nefnist ungur maður með tjásu-
legt, ræktarlaust nýskegg
(þvílíkur hýjungur nefndist hálf-
vitaskegg í minni sveit).
Grön manna gat verið nyt-
samleg á fieiri vegu en einn, og
verður þó aðeins tekið hér eitt
dæmi og ekki gott, því að nyt-
semi granarinnar var ofmetin. í
Völsungasögu segir frá því að
eitrað öl var borið fyrir þá feðga
Sigmund Völsungsson og Sin-
fjötla Sigmundarson. Sá Sin-
fjötli hvers kyns var, en munur
þeirra fegða var slíkur að Sig-
mundi hlýddi hvort heldur var
að drekka eitur eða fá það utan
á sig, en Sinfjötli þoldi það að-
eins útvortis. Drakk Sigmundur
fyrst fyrir son sinn, en er þriðja
hornið barst og Sinfjötli taldi enn
að flærður væri drykkurinn, þá
var faðirinn orðinn mjög ölvaður
og sagði:
Lát grön sía, sonur,
og sakar eigi.“
Sinfjötli reyndi þetta og beið
bana þegar.
En grön er ekki aðeins skegg-
ið sjálft eða sambærilegur gróð-
ur, heldur einnig granstæðið,
snoppan, varirnar. Stundum
fýla skepnur grön og bretta
þá upp nasirnar.
Grani var sá hestur kallaður
að réttu sem hafði hárbrúsk á
snoppu, og er frægastur manns-
nafn, en ekki vinsælt um þessar
mundir, hvort sem Grani Gunn-
arsson í Njálu_ ber einhveija
ábyrgð á því. Óðin sáu menn
fyrir sér vel skeggjaðan og var
m.a. nefndur Síðgrani, Rauð-
grani og Hrosshársgrani, sbr.
Svoldarrímur Sigurðar Breið-
ijörðs:
Hrosshársgrana hrafninn minn
hefur vanann gamla sinn.
Ef dverga banabjór ég finn,
byijar manasöngurinn.
(Fjórða ríma; hagkveðlingaháttur.)
Þess eru dæmi að menn væru
nefndir Grankell og Gran-
mar(r), og mættu menn vera
skeggprúðir til að standa undir
þeim nafngiftum.
Þó að tré geti orðið harla dig-
ur, þegar þau reskjast, er skylt
að geta þess, að lýsingarorðið
grannur er talið af sömu rót
og orð þau sem hér hefur verið
fjölyrt um, og fellum þá „gran-
tal“.
★
Aðsent: „Til samfellinga og
uppkaupa á meðal fyrirtækja í
víngerð sem vínyrkju kom þegar
fyrir enda hins öra vaxtarskeiðs
sá.“ (Tíminn, 19. sept. 1990.)