Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 25 Björn Ólafsson við eitt verka sinna. Olíumálverk í Eden BJÖRN Ólafsson opnar mál- október. Hún er opin alla daga frá verkasýningu í Eden, Hvera- klukkan 9-22. Á sýningunni eru gerði, 2. október nk. 20 olíumálverk og er myndefnið Sýning Bjöms stendur til 14. sótt í íslenskt landslag. HÁSKÓLIÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND BANDALAG HÁSKÓLAMANNA JAFNRÉTTISNEFND STJORNUIM: NAMSKEIÐ FYRIR KONUR 13. október - 29. nóvember. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað konum, bæði þeim er nú þegar gegna stjórnunarstörfum og öðrum, er áhuga hafa á stjórnun. TILGANGUR: SKIPULAGT HAFA: Sigríður Jónsdóttir, deildarfélagsfræðingur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri H.í. Að auka hæfni þátttakenda sem stjórnendur og undirbúa konur undir stjórnunarstörf með því að kenna þeim og kynna vinnuaðferðir og hugmyndir á nokkrum lykilsviðum stjórnunar. EFNI: 1. Konur og stjórnunarstörf. 2. Stjórnun og innri starfshættir fyrirtækja og stofnana. 3. Stefnumótun, áætlanagerð, eftirlit og mat á árangri. 4. Starfsmannastjórnun. 5. Bætt vinnutækni. Timastjórnun, fundir og fundartækni. TÍMIOGVERÐ: Á fimmtudögum (18. okt. - 29. nóv.) kl. 15.00-18.30 og tvo laugardaga (13. okt. og 17. nóv.), kl. 9.30-15.00. Þátttökugjald kr. 18.500. Námsgögn eru innifalin. Skráning ferfram í móttöku Tæknigarðs, í síma 694940, en nánari upplýsingar eru veittar í símum 694923 og 694924. Síðasta rallí- keppnin í dag SÍÐASTA rallíkeppni ársins verður haldin í dag, laugardag. Þetta er fimmta keppnin á árinu og eru 11 bílar skráðir til keppni. Ekið verður í Reykjavík, um Kaldadal og áð í Hreðavatns- skála. Meðal keppenda eru feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson sem hafa forystu í íslandsmeist- arakeppninni með 50 stig, en þeir keppa nú á lánsbíl, þar sem bíll þeirra bilaði í síðustu keppni. Þá eru bræðurnir Birgir og Gunnar Vagnssýnir meðal keppenda, en fyrstir í rásröð eru Ásgeir Sigurðs- son og Bragi Guðmundsson á Metro, sem er öflugasti bíll keppn- innar. Keppnin hefst klukkan 10 við aðalstöðvar akstursíþróttamanna á Bíldshöfða 14. Fyrsta sérleið verð- ur fyrir neðan Skútuvog í Reykjavík og verður ræst inn á hana klukkan 10.09. Keppni lýkur við Hreðavatnsskála klukkan 17.30. Keppnin er haldin á vegum Bif- reiðaíþróttaklúbba Borgarfjarðar og Réykjavíkur. Kveikt á nýjum um- ferðarljósum Kveikt verður á nýjum umferðar- ljósum á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs þriðjudaginn 2. október nk. klukkan 14. Til að áminna öku- menn um hin væntanlegu umferð- arljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga, áður en þau verða tekin í notkun. ÁVAXTACRAUTAR VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS Best hannaði sendibílMnn Ford Econoline var kosinn best hannaði bandaríski senrtihillinn í sínum flokki árið 1989. Það er því engin tilviljun að atvinnubílstjórar, fyrirtæki, stofnanir, björgunarsveitir, sjúkralið, lögregla o.fl. velja Ford Econoline í sina þjónustu. Fjórhjóladrifinn ferðabfll Qölskyldunnar Ford Econoline með drifi á öllum hjólum er tvímælalaust einn traustasti og þægilegasti ferðahíllinn sem völ er á í dag. Bfll með ótrúlega mikla möguleika. Af staðalbiinaði með CLUB WAGON bílnum má t.d. nefna hábaksstóla (Captainstóla) frammi í litað gler, plussáklæði, viðarklætt mælaborð, ABS hemlakerfi að aftan, krómaða stuðara, sæti fyrir 12 manns, vandað útvarp, 6 cyl. 4,9 1 EFi bensínvél með sjálfskiptingu o.m.fl. Af viðbótarbúnaði má nefna 60 ltr. aukaeldsneyt- isgeymi, hraðafestingu, veltistýri, samlæsingar á hurðum, rafdrifnar rúður, driflæsingu, þrepstuðara, V8 bensín- og dieselvélar með fjöguira þrepa sjálfskiptingum og yfirgír, sérdekkt gler o.m.fl. Hægt er að velja um þrjár lengdir á yfirbyggingum, með eða án glugga, þrjá grindarstyrk- leika, fimm vélartegundir, bensín og diesel auk fjölda mismunandi innréttinga og búnaðar. Verð frá 1.675 þús kr. m/vsk. - 1.346 án vsk. 6 ára ábyrgð að 100 þús km. Ford Econoline er góð fjárfesting. Komdu og prófaðu sýningarbíl. Globusn Lágmúla 5, sími 681555. HÖINÚ AUClVSINCWTOf*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.