Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 21

Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 21 Deilt um skólamjólk í Svíþjóð: Keyptu mjólkurkú svo börnin fengju mjólk í stað kranavatns Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SKOLAYFIRVÖLD á Uppsala-svæðinu ákváðu í sparnaðarskyni að hætta að gefa grunnskólabörnum mjólk með matnum nú í haust og bjóða þeim í staðinn upp á glas af kranavatni. Foreldrum í bænum Knivsta suður af Uppsala-borg þótti það ósvinna hin mesta, enda töldu þau sig borga það háa skatta að eitthvað hlyti að vera afgangs af þeim til að kaupa skólamjólk. Keyptu þeir hlut í kú til tryggja börnum sínum nánast spenvolga nýmjólk dag hvern. Börnin 80 í barnaskólanum í Knivsta mótmæltu mjólkurbanni yfirvalda og fannst súrt í broti að mega ekki drekka mjólk þar sem öll tún í bæjarlandinu voru full af mjólkurkúm. Kennslukona sem gift er mjólkurbónda kom til móts við börnin og tók daglega með sér fullan tíulítra brúsa í skólann. Börnin gátu ekki fengið nýrri mjólk og runnu á bragðið. Báðu þau stöðugt um meira. Skrifræðisþrælunum og möppu- dýrunum á skólaskrifstofunum var lítt skemmt yfir uppátækinu. Bann var lagt við þessum mjólkurflutn- ingum eftir að skólakokkurinn spurðist fyrir um það hjá yfirvöld- um hvort bónda væri leyfilegt að láta börnunum í té mjólk milliliða- laust. Sagt var að samkvæmt neytendalögum væri harðbannað að drekka ógerilsneydda mjólk nema menn ættu kúna sjálfir. Börnin skýrðu nú foreldrum sínum frá því að þeim hefði verið bannað drekka spenamjólkina og yrðu að gera sér kranavatnið að góðu. Ákveðin í að knésetja kerfið skutu foreldrarnir á fundi og ák- váðu að kaupa kú. Varð úr að þau ákváðu að kaupa hlut í þeirri skjöldóttu af manni kennslukon- unnar og varð að samkomulagi að greiðslan yrði innt af hendi á nokkuð löngum tíma, enda sáu yfirvöld ekkert athugavert við það. En nú kann svo að fara að börn- in verði senn af spenamjólkinni og fái aftur skólamjólkina því stjórnmálamenn í Knivsta hafa CMC korfi fyrir nifturhongd loft, er úr galvaniseruöum málmi og eldþoiið. CMC kerfi er auövcll i uppsetnlngu og mjög sterkt. CMC kerfi er fest með stillanlegum upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CMC kerfi tæst i mðrgum gerðum beeði sýnilegt og fallð og verðið er ótrulega lágt. CMC kerfi er serstaklegb hannad Hringið eftir fyrir lottplötur frá Armstrong Irekan upplýsmgum tt Etnkaumboá t Mandi Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 í Kaupmannahöffn * FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI látið málið til sín taka eftir þá athygli sem kýrkaupin hafa vakið. Hafa þeir komið því til leiðar að mjólkurbanninu verður senn aflétt. Keuter Morðingjar Begnino Aquino dæmdir Sextán hermenn voru í gær dæmd- ir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt Begnino Aquino, eiginmann núverandi forseta Filippseyja, Corazón Aquino, árið 1983. Begn- ino Aquino var þá leiðtogi stjómar- andstöðunnar á Filippseyjum. Á meðal þeirra sem dæmdir voru í gær er Rogelio Moreo en hann var sakaður um að hafa hleypt af skot- inu sem varð Aquino að fjörtjóni. „Þeir náðu byssumanniinum en sá sem skipulagði morðið hvílir nú í friði,“ sagði Agapito Aquino, bróðir Corazón Aquino, og átti þar við Ferdinand Marcos, fyrrum forseta Filippseyja. SUZUKI SWIFT 4WD SUZUKI HAUSTSYNING NU UM HELGINA SUZUKI VITARA Hanrt sameinar marga kosti, glæsivagninn Suzuki Swift 4WD. Þú getur verið alveg viss um að komast leiðar þinnar við næstum hvaða aðstæður sem er þar sem hann er fjórhjóladrifinn. Að auki er hann kraftmikill og einstaklega lipur í akstri. Suzuki Swift 4WD er vissulega þess virði að þú skoðir hann nánar. En við sýnum einnig ýmsar aðrar gerðir af Suzuki bílum, þessum einstöku fararskjótum sem hafa slegið í gegn undanfarin ár, enda margverðlaunaðir fyrir ótrúlega sparneytni. Og þá er ekki síður gaman fyrir bílaáhugamenn að kynna sér Suzuki Vitara, þennan stórskemmtilega jeppa, sem er eins og Ijúfasti fólksbíll í bæjarakstri en sannkallaður fjallagarpur á vegleysum. Aðalsmerki allra Suzuki bíla er lág bilanatíðni og hátt endursöluverð. Verifc velkomin á haustsýningu Suzukibíla að Skeifunni 17 um helgina. Laugardag frá kl. 10-17 Sunnudag frá kl. 13-17 $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF. - SKEIFUNNI 17 - S. 685100 SUZUKI SWIFT GTi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.