Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 31

Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 31 Greips er mikill harmur kveðinn við fráfall hans. Hann var mikill og traustur vinur vina sinna og það var sönn ánægja og uppörvun að vera með honum og vinna með hon- um að verndun lands og gróðurs. Aðalstarfsvettvangur Greips var að sjá um uppstillingu girðinga og viðhald þeirra á landgræðslu- og skógræktarsvæðum um land allt, en umfang þeirra nemur hundruð- um kílómetra. Þar á meðal voru hólf í beitartilraunum á tilrauna- stöðvum og víðar um landið. Afköst og vandvirkni Greips við þessi störf voru slík að það verður erfitt að ímynda sér eftirmann sem getur tekist á við þessi erfiðu og vanda- sömu verkefni af sömu vandvirkni og hraða. í þessu starfi naut Greip- ur þess að vera heljarmenni að burðum og margra manna maki, auk þess að vera fullur af áhuga á verkefnunum og því sem af þeim leiddi og manna samstarfsfúsastur. Greipur Sigurðsson og hans góða kona, Kristín Sigurðardóttir, voru sannkallaðir höfðingjar, glæsileg á velli og geislandi af lífi og hlýju. Það er erfitt að sætta sig við það skarð sem hér er höggvið í einni svipan. Hugur og samúð okkar Helgu er með Kristínu og börnum þeirra, Hrönn og Sigurði. Við biðjum Guð að blessa Kristínu og börnin og minninguna um okkar góða vin. Björn Sigurbjörnsson + Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR BJARNASON, fyrrum bifreiðastjóri hjá BSR, lést í Hrafnistu í Reykjavík 27. september. Börn og tengdabörn. Faðir okkar og tengdafaðir, GÍSLI TÓMASSON, Melhól, Meðallandi, V-Skaftafellssýslu, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands fimrhtudaginn 27. september sl. Börn og tengdabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR, andaðist í Landakotsspítala 28. september. Jóhanna Helgadóttir, Haraldur Helgason, Magnea Helgadóttir, Sigurjón Guðjónsson, Magnús Helgason, Kolbrún Ástráðsdóttir, Dóra Stfna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Guðnabæ, Akranesi, er látin. Börnin. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR RAGNAR SVEINSSON, Rofabæ 45, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. okt. kl. 15. Álfhildur Ingimarsdóttir, Baldvin S. Jónsson, Guðmundur Ingimarsson, Guðný Skeggjadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför bróður míns, JÓNATANS JÓNSSONAR, fer fram mánudaginn 1. október kl. 3 eftir hádegi. Jarðsett verður í Fossvogskirkju. Fyrir hönd annarra vandamanna. Ástríður JÓnsdóttir. Þær eiti margar stundirnar sem ég átti með Greipi á þeim ellefu árum sem ég þekkti hann. Greipur kenndi mér svo margt. Hann sagði mér sögur, skrítlur og vísur. Ég man álltaf eftir fyrstu vísunni sem hann kenndi mér: Lubbi minn er loðið dýr, loðið mjög í framan. Með honum rak ég margar kýr, mikið var það gaman. Greipur lagði mikið kapp á að ég stundaði heilbrigt líferni. Hann hvatti mig til að stunda íþróttir og fylgdist vel með mér. Greipur var mikill húmoristi og sagði brandara eins og honum ein- um var lagið enda kom hann öllum í gott skap. Ég á Greip svo margt að þakka, alla þá hlýju, umhyggju og kærleika sem hann sýndi mér í gegnum tíðina. En eftir lifa minningarnar sem ég á um Greip. Elsku Stína, Hrönn og Siggi, megi Guð styðja ykkur í þeirri miklu sorg sem þið eigið nú í. Bragi Eigi má sköpum renna. Hvorn hefði rennt í grun á yndis- góðri vinarstundu örstuttum tíma héðanfrá, að annars skapadægur væri þá niðursett. En dauðans óvissutími er ætíð nálægur. Það var mitt gæfuspor og gleði að eiga vakra og létta vinarstund með Greip um sólarhringsbil fyrstu daga tvímánaðar þessa árs, því áður en varði var hann allur. Oft höfðum við áður þreytt kapp við líkamlegt og andlegt atgei-vi okkar og ögrað óminnishegranum, en sjaldan haft betur en þá. Hugur minn geymir mynd af hetju, broshýrri, kankvísri, hjarta- stórri, sem hvers manns götu vildi greiða. Þreklundaður íslendingur, þjóð- arsómi, er fallinn í valinn. Minning lifir, og burar hans erfa frá uppeldi, ævin var stutt en gjöful. Sú er mín ósk, að hans saga verði sögð, og lærð, því mannkostir þeir er hann var gæddur, grunda sjálfstæða vitund íslenskrar þjóðar. Söknuður býr nú í hans ranni, hugsanir blíðar taka við. En létt rennur ævi í góðs manns spor. Megi ísland, landið sem hann elskaði, ræktaði, virti og dáði, eign- ast hans líka. Drottinn gefi dauðum ró og hinum líkn sem lifa. Pétur Einarsson Fleiri greinar um Greip Sigurðs- son bíða birtingar. Þær /nunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.