Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 hÖCFKÆÐI/He/ur hann sannab gildi sittf Umboðsmaður Alþingis ÞEGAR Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins var inntur eftir skoðun sinni á viðbrögðum ráðherra við áliti umboðs- manns Alþingis, hafði hann þetta að segja í DV 22. september sl.: „Það er auðvitað ósvinna að taka ekki tillit til álits Umboðsmanns Alþingis. Hann er miklu betri júristi en þeir sem þeir hafa í ráðuneyt- unum“. Ekki skal um það dæmt hér hvort það er eitt og sér næg ástæða til að taka mark á umboðsmanni Alþingis að hann er „flínk- ari“ í lögfræði en þeir menn sem vinna í ráðuneytunum. Ég hygg þó að aðrar brýnni ástæður komi þar til. Mikil umfjöllun um embættið í fjölmiðlum að undanfömu vegna álits hans um efnisgjald í skólum gefur tilefni til að fara nokkmm orðum um hiutverk hans. Um það má fræð- ast nokkuð í skýrslu úmboðs- manns Alþingis fyrir árið 1988 og í grein eftir Björn Þ. Guðmundsson lagaprófessor í 4. hefti Tímarits lög- fræðinga 1987. Embætti sérstaks umboðsmanns þjóðþinga er talið uppmnnið á Norðurlöndum. í Svíþjóð hefur ver- ið starfandi sérstakur umboðsmað- ur frá 1809, Finnlandi frá 1919, Danmörku frá 1954 og Noregi frá 1963. íslensku lögin nr. 13 frá 1987 um umboðsmann Alþingis tóku gildi 1. janúar 1988. Ifyrsti umboðsmaður Alþingis var kjörinn Gaukur Jörundsson lagaprófessor. Hlutverk umboðsmanns er skil- greint í 2. gr. laganna. Þar segir: „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjómvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjómsýslunni og að hún fari að öðm leyti fram i samræmi við lög og góða stjórn- sýsluhætti." í 12. gr. er síðan gert ráð fyrir að umboðsmaður gefi Al- þingi árlega skýrslu um starfsemi sína. Samkvæmt tilvitnuðu laga- ákvæði er meginhlutverk umboðs- manns eftirlit með stjómsýslunni. Tilgangur þess er að samskipti stjómsýslu.og borgara samræmist lögum og góðum stjórnsýsluhátt- um. M.ö.o. er embætti umboðs- manns ætlað að auka réttaröryggi í samskiptum þegnanna við hið opinbera. Tillaga Björns Þ. Guð- mundssonar um að kalla embættið „umboðsmann almennings", sem fram kom við meðferð fmmvarpsins fyrir Alþingi, er í samræmi við þetta hlutverk. Nánar gera lögin ráð fyrir að umboðsmaður ræki hlutverk sitt með þrennum hætti: í fyrsta lagi með athugun máls vegna kvörtunar frá þeim sem hlut á að máli. Í öðm lagi er umboðsmanni heimilt að taka mál til meðferðar að eigin fmmkvæði. í þriðja lagi getur um- boðsmaður fjallað um meinbugi á lögum og reglugerðum eða á starfs- háttum stjórnsýslunnar. í samræmi við þetta hlutverk umboðsmanns er í lögunum að finna ákvæði sem skylda stjómvöld til að láta umboðs- manni í té allar þær upplýsingar sem hann þarfnast vegna starfs síns. í þessu skyni getur hann m.a. krafist afhendingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öðmm gögn- um sem mál varða. Þegar umboðs- manni hefur borist kvörtun á hend- ur stjórnvaldi ber honum jafnan að skýra því frá efni kvörtunarinnar og gefa því kost á að skýra málið. Málum sem umboðsmaður Al- þingis fær til meðferðar getur lokið með ýmsum hætti. Hann getur í fyrsta lagi vísað því frá ef hann telur það ekki fullnægja skilyrðum laganna eða ef það gefur að hans mati ekki nægilegt tilefni til með- ferðar. í öðm lagi getur hann fellt mál niður ef ekki þykir tilefni til að halda því áfram. í þriðja lagi getur hann sent viðkomandi stjórn- valdi viðvömn telji hann um að ræða brot í starfi sem varðað getur viðurlögum. í fjórða lagi er umboðs- manni skylt að senda viðkomandi aðilum tilkynningu um meinbugi sem hann telur vera á lögum og reglugerðum. í fimmta lagi getur umboðsmaður gefíð álit um hvort gerðir stjómvalda bijóta í bága við lög eða fara gegn góðum stjórnsýsluháttum. Umþoðsmaður Alþingis hefur nú starfað í tæplega þijú ár. Sam- kvæmt skýrslum embættisins fyrir árin 1988 og 1989 voru alls 224 mál skráð hjá embættinu. Þar af voru 117 vegna kvartana og 7 tek- in upp að frumkvæði umboðs- manns. í allmörgum tilfellum hefur umboðsmaður séð ástæðu til að gera athugasemdir við starfshætti stjómsýslunnar og benda á leiðir til úrbóta. Álit umboðsmanns hafa fengið misjafnar undirtektir hjá aðilum innan stjórnsýslunnar. í mörgum tilfellum hefur þeim verið vel tekið og fullt tillit tekið til ábendinga hans, en í öðrum tilfell- um hefur verið brugðist illa við þeim og þeim fundið flest til for- áttu. Of snemmt er að draga álykt- anir um þýðingu embættis umboðs- manns Alþingis þegar til lengri tíma er litið vegna þess stutta tíma sem það hefur verið við lýði. Ég held þó að fullyrða megi að embættið hafí þegar sannað gildi sitt þótt borið hafí á tilhneigingu embættis- manna óg sumra ráðherra til að þverskallast við álitum hans. Emb- ætti umboðsmanns Alþingis hefur ekki enn slitið barnsskónum og eðli- legt er að það taki tíma að ávinna því þá virðingu sem nauðsynleg er til þess að það fái gegnt hlutverki sínu. eftir Dovíð Þór Björgvinsson m Gódandaginn! SIÐFRÆÐI/Era til undantekningar frá sibareglumf Þúskaltekkiljúga VESTURLENSKIR menn hafa meira eða minna fylgt siðareglum Biblíunnar í gegnum aldirnar, og notað þær meðvitað og ómeðvitað sem hegðunarviðmið. Boðorðin 10 hafa verið þýðingarmikil og haft áhrif á hugsun og hegðun manna. „Þú skalt ekki morð frernja," og „þú skalt ekki ljúga,“ eru tvö boð- orðanna. Það má velta því fyrir sér hvort þau séu ekki jafn mikil- væg, hvort ekki sé jafn rangt að ljúga og fremja morð? Einnig má rannsaka hvort undantekningar séu til frá þeim. Geta til að mynda komið upp aðstæður sem gera morð réttlætanlegt eða lygi? eftir Gunnor Hersvein Siðfræðingar rannsaka siðareglur, þeir kanna hvort siðaregla eins og „þú skalt ekki ljúga“, sé algild og sönn eða hvort til séu undantekn- ingar frá henni. Þeir hafa komist að þeim niðurstöðum, að þegar tvær stað- reyndir knýi á, að þá sé leyfílegt og óhjákvæmilegt að bijóta aðra, og þeir hafa búið til dæmi til að styðja niður- stöður sínar. Hér er eitt: Bijálaður morðingi gengur laus, hann hefur framið mörg morð og er ákaft leitað af lögreglunni. Hann hefur brotið upp útidymar heima hjá þér og stendur andspænis fjölskyldu þinni með vélbyssu í hönd og er að mundast til að nota hana. Þú ert í felum bak við hurðina með langan hníf á lofti, tilbúinn að reka hann í bakið á bijálæðingnum. Þú hikar andartak, siðareglan um að þér beri að vernda fjölskyldu þína er óumdeilanleg, en annarri reglu skýtur upp kollinum, „þú skalt ekki morð fremja“. Vissulega ætlar bijá- læðingurinn að bijóta þesa reglu, en hann er bijálaður og þú ert heill á geði, getur þú leyft þér að fremja morð? Hvað er rétt að gera, drepa eða ekki? Eflaust eru skiptar skoðanir um hvað rétt sé að gera, margir myndu telja réttlætanlegt að kála morðingj- anum og landslögin myndu sennilega ekki refsa þér fyrir það, heldur flokka þetta undir nauðvörn. Spurn- ingin er, hvort siðareglan „þú skalt ekki morð fremja" sé aðeins skyn- samleg regla í samskiptum manna, eða hvort hún sé ennfremur siðalög- mál sem búi yfír sannleikskrafti? Á meðan þið standið bak við dyrn- ar með hnífínn á lofti og hugsið málið, ætla ég að segja ykkur sögu sem gerir ákvörðunina annað hvort auðveldari eða erfiðari. Sagan er um siðaregluna „þú skalt ekki ljúga“ eða „þú skalt ekki segja ósatt, það er rétt að segja sannleikann og rangt að ljúga“. Siðfræðingar hafa deilt um þessa siðareglu. Immanúel Kant (1724-1804), sem var þýskur heim- spekingur, lagði mikla áherslu að mönnum bæri skilyrðislaust að segja sannleikann. Það er rangt í sjálfu sér að segja ósatt, óháð hagsmunum manna. Kant vildi meina, að við ætt- um alltaf að segja satt, hvort sem sannleikurinn kemur okkur vel eða illa. Það er rétt að segja satt, jafnvel þó okkur langi til að segja ósatt. Skoski heimspekingurinn David Hume (1711-1776) taldi aftur á móti, að menn ættu ekki alltaf heimt- ingu á því að heyra sannleikann, og nú kemur sagan: Holland í síðari heimstyijöldinni. Þjóðveijar hafa hertekið landið. Skot- færaverksmiðjurnar í Þýskalandi eru í algerri mannþröng. Ungir hollensk- LÆKNISFRÆDI/Er bylting í vœndumf________ Sykursyki og insúlín BRISIÐ er einn þeirra kirtla sem kallast bæði opnir og lokaðir. Það framleiðir meltingarsafa og hann rennur eftir kirtilgangi sem opn- ast út í skeifugörn og blandast fæðunni þar. Að því leyti er brisið útkirtill eða opinn kirtill. "tpn víðs vegar um kirtilvefínn eru dreifðar smáeyjar af annarri gerð og öðruvísi í útliti. Þær eru kenndar við þýska lækninn Paul Langerhans sem rak augun í þær við smásjárgrúsk sitt árið 1869. Þá kemur við þessa sögu annar Þjóð- veiji og sá hét Oscar Minkowski. Fyrir einni öld og einu ári betur tók Giiðnason"" han" sér fyrir hendur að forvitn- ast um afleiðingarnar ef briskirtill í hundi væri numinn brott. Þær reyndust sem hér segir: Seppi hor- aðist niður, varð þyrstur og gráðug- ur eins og hungraður úlfur, en lagð- ist svo fyrir og hafði ekki þrótt til neins nema lyfta hausnum og lepja í sig vatn sem von bráðar varð að sykurríku þvagi. Á tíunda degi eft- ir uppskurðinn dó hundgreyið — úr sykursýki. Næst skal frægan telja Frederick Grant Banting sem árið 1920 var nýráðinn stundakennari við Iækna- deild háskólans í Toronto í Kanada. Hann var að búa sig undir kennslu- stund næsta dags og sökkti sér niður í upprifjun á þeim atriðum sem drepið hefur verið á hér að framan. Skyndilega sló þeirri hugs- un niður í Banting að eyjarnar hans Langerhans kynnu að vera innkirt- ill, með öðrum orðum lokaður kirt- ill inni í þeim opna briskirtli sem framleiðir meltingarvökvann. En með innkirtlum er átt við líffæri sem gefa frá sér hormóna, senda þá beint út í blóðrásina og þurfa því ekki á kirtilgangi að halda. Nú kom Banting að máli við John Macleod sem var prófessor við deildina og yfírmaður hans og trúði honum fyrir hugmynd sinni. Til þess að reyna í henni þolrifin varð hann að fá aðstöðu til dýratilrauna og fór því fram á húsnæði sem til þess þyrfti, tíu hunda til rannsókna og aðstoðarmann í nokkrar vikur. Prófessorinn var dálítið vantrúaður í fyrstu en veitti þó samþykki sitt, og aðstoðarmaður Bantings varð læknanemi sem hét Charles Best. Þeir félagar hófust þegar handa, skáru upp nokkra hunda og bundu sem tryggilegast fyrir briskirtils- ganginn svo að rennslið út í'garn- irnar stöðvaðist. Nokkrum vikum seinna var kviðarhol sumra hund- anna opnað á ný og reyndist brisið þá vera visnað og fyrirferðarlítið en sykursýki hafði ekki gert vart við sig. Banting gerði sér í hugarlund að Langerhanseyjarnar hefðu ekki beðið sama tjón af stíflun gangsins og meginhluti kirtilsins, en nú skyldi á það reyna. Hann skar upp enn einn hund og fór nú að líkt og Minkowski forðum, tók brisið eins og það lagði sig. Þijátíu ára gömul saga endurtók sig vitanlega; Charl- es Best mældi blóðsykur rakkans sem jókst dag frá degi. Þegar skepnan var loks að dauða komin níu dögum eftir aðgerð opnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.