Morgunblaðið - 26.10.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 26.10.1990, Síða 10
il noor JI38ÓTH0 .fis HUOAQnTSö'-i m?5 AjavíUaaoK Tð MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 Listtímaritið Rómur List og hönnun Bragi Ásgeirsson Nýtt tímarit, sem fjallar um list- ir, hefur nýlega kvatt sér hljóðs með því táknræna nafni „Rómur“ og er undirtitillinn „nýr veruleiki". Þau eru mörg tímaritin, sem gef- in eru út um þessar mundir, en fæst þeirra koma inn á svið lista nema að litlu leyti og þá iðulega með því viðhorfi að umbera list, en án þess að rækta hana beinlínis, enda er það ekki upp á marga fiska, sem þar birtist og ærið tilvilj- unarkennt. Þetta tímarit virðist vera gefið út af mjög ungu fólki, sem vill koma skoðunum sínum á framfæri og er gott eitt um það að segja, enda einn liður í sjálfsbjargarviðleitni þess. Hvað „nýjan veruleika snertir" þá er hann ekki alveg nýr, því að sá er hér ritar hefur séð hliðstæð tímarit erlendis og eru þau oftast gefin út af lítt þekktu listafólki og bera svip af því, sem néfnist neðan- jarðarlist. Virka kannski byltingar- kennd, en eru þó í kjama sínum hvert öðru lík. Hins vegar má ungt fólk meira en gjaman leggja í róminn á opin- berum vettvangi, tala tæpitungu- laust, hátt og snjallt. Lögð er áhersla á að gera ritið sem íjölskrúðugast úr garði, enda skal það verða jafnframt afþreying- arrit sem höfði til vandlátra les- enda. Þannig eiga flestar listgreinar inni í því og það er ríkulega mynd- skreytt. Greinamar em frekar stuttar og mætti frekar nefna smá- þætti og kynningu á aðstandendum tímaritsins, en samt býr það yfir ýmsum nytsömum fróðleik, eins og t.d. þættinum um heimspekinginn Philippu Foot svo og Sólmyndar- málarann, sem fyrstur myndaði ís- land í þrívídd. Slíkir þættir kunna auðveldlega að verða til að vekja áhuga á nán- ari kynnum og er þá mikilvægu markmiði náð. Nefna má svo sérstætt viðtal við myndlistarmanninn Zator, sem skipar veglegan sess í opnu tíma- ritsins. Sá mun með öllu óþekktur nema hjá innvígðum, en það er kannski i anda hinnar frumlegu stefnu fjölmiðla að geta þeirra þess meir sem þeir eru óþekktari. Með „réttu áframhaldi" má búast við, að miðlarnir fari senn að fjalla mest um þá, sem ennþá hafa ekki lagt út á listbrautina, en hyggjast gera það og halda því blaðamanna- fund — eins konar reisugilli! Ljósmyndirnar í tímaritinu eru margar ágætar, en í framtíðinni væri þó af hinu góða, að þær kæfi ekki textann og ei heídur fyrirferð- armiklar myndskreytingar. Ber svo að áma hinu unga fólki allra heilla með útgáfustarfsemina og að þeim aukist metnaður með hveiju riti. í UMRÓTITÍMANS Bókmenntir Jenna Jensdóttir Jólapóstur: Stefán Júlíusson. Björk 1990. Undanfarna tvo áratugi hefur hinn þekkti rithöfundur Stefán Júl- íusson sent vinum og kunningjum óvenjulega kveðju á korti fyrir hver jól. Það eru þættir sem hann gaf út í smáprenti. Ferðasögur, frásagnir, kímnisögur, æviþættir, smásögur og ættfræði. Fyrsti þátturinn er um tilurð Kárabókanna, sem höfundur er hvað þekktastur fyrir. Það er gam- an að lesa um unga kennarann óreynda, sem leggur allt í að koma ungum nemendum sínum til nokk- urs þroska og gera þá færa um að taka eftir og finna þá töfra er búa í umhverfí þeirra og samskiptum við menn og málleysingja. Og nú, á sextíu ára afmæli Bóka- útgáfu Æskunnar, hefur Stórstúka íslands heiðrað Stefán með því að gefa allar Kárabækumar út í fal- legri útgáfu, en fimmtíu ár eru lið- in frá útkomu fyrstu Kárabókanna og höfundur er sjötíu og fimm ára á þessu ári. Það segir eflaust meira en nokkur orð um sígildi bókanna að þrátt fyrir margar útgáfur á þeim gegnum tíðina skuli þær nú vera gefnar út allar í einu.' Heimahagar Stefáns, Hafnar- fjörður og umhverfí hans, eiga mik- il ítök í honum eins og glöggt kem- ur fram í sumum þáttanna í Jóla- pósti. Hann snertir allar breytingar tímans á umhverfmu af varúð og umburðarlyndi en gefur lesanda um leið tækifæri til að skyggnast dýpra og finna til gagnvart umróti og spjöllum á náttúrunni, af manna völdum. Skemmtilegt er að fylgjast með þeim Stefáni og ungum sonarsyni hans, Sveini Birgi, á göngu þeirra upp á Ásfjall á sumardegi. Sífelld- um spurningum bamsins um það sem fyrir augum ber og raunar Stefán Júlíusson einnig lífið sjálft, og óþreytandi svörum afa, sem skortir ekki skiln- ing á því hvemig best er að koma svömm sínum til ungrar, síþyrstrar sálar. Þættir Stefáns um mæta menn, sem gengnir em á vit feðra sinna, varpa Ijósi á ýmsa merka atburði í samtíð þeirra. Heimsborgarinn og náttúrubar- nið Stefán mætást hér í þáttunum. Ferðaþættir um hin ýmsu lönd og langdvalir erlendis skipa hér nokk- urt rúm og vitna um athugulan höfund. 0g átta daga gönguferð hans frá Þingvöllum vestur í önund- arfjörð, með Ólafi Þ. Kristjánssyni skólastjóra (sem nú er látinn), segir margt um einlægt samband Stefáns við móður náttúm. Eins og fram kemur í byijun er hver þáttur prentaður á jólakort yfir tvo áratugi. En saman gefa þeir góða mynd af höfundi. Þar sem sterkur persónuleiki hefur markað sér víðan sjónarhring af sáttfýsi við breytileika lífsins og er enn vökull á mannlífið. Málfarið er litríkt og vandað, bæði í óbundnu og bundnu máli. Jólapóstur (191 bls.) er heftur í kápu, sem er rauð á litinn. Ég hef alltaf litið homauga þá lögun á bók að hæð hennar er aðeins helmingur af breiddinni. Nokkrar teikningar og myndir em í bókinni, en því miður er ekki getið um höfunda þeirra. MYNDA- BRENGL ÞAU LEIÐU mistök áttu sér stað í Morgunblaðinu 24. okt. að röng mynd birtist með grein Péturs Bjarnason- ar: „Hið opinbera og byggð- aröskun". Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á mistökunum og birtir rétta mynd af Pétri. Pétur Bjarnason Hið opinbera og byg’gðaröskui eftir Pétur Bjarnason Ki'ilisncs hefur verið vulid undir ilvor. Sú ákvörðun er byggðaþróun- arlegl siys. Álvcrið mun skapa 1.800 ný störf á alvinnusvæðinu í ug umhv«*rfÍK Ki*ykjavík, |»ar af munu 600 manns slarfa í álvcrinu sjálfu. Til viðlxitar koma svo líma- bundin slörf vogna hyggingarfi-am- kva-mda. Áhrifín af |H*ssari ákvörrtun vi*n>a T -**• jb} einnig höfuðlsngarinnar ga*ln ekkl fundið |>arfara verkefni en að finnÆ markmið og leiðir lil ls‘ss að dn*ifj_ l»eim störfuni, sem jK*ir hafa vall yfir um landið. I»arf nokkuð wma vilja til |*ess? Ilfífumlur rr mnrkailssljóri hjá Ísless hf. tfxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Helga Jónsdóttir og Jón Símon Gunnarsson í hlutverkum sínum. NÆTURGALI í SKÓLALANDI ________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið: Næturgalinn eft- ir H.C. Andersen Leikgerð: Guðmundur Steins- son Þjóðleikhúsið er um þessar mundir með leiksýningu á ferð um grunnskóla borgarinnar. Það er Næturgalinn, sýning sem byggð er á þessu rómaða ævin- týri H.C. Andersens, en leikgerðin rituð af Guðmundi Steinssyni, rit- höfundi. Markmiðið er að kynna nemendum list leikhússins og tengja starfsemi Þjóðleikhússins skólakerfinu. Það er lítill hópur starfsmanna leikhússins sem stendur alfarið að sýningunni, eða þau Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunnars- son, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir og Þórhallur Sig- urðsson, sem leika, og flautuleik- arinn Arna Kristín Einarsdóttir leikur söng næturgalans, sem er tónlist eftir Lárus H. Grímsson. Síðastliðinn miðvikudag var hópurinn með fjórar sýningar í Melaskóla og greinilegt var, að hann var mjög svo velkominn. Sýningin hefst á því að Óli er að mála íbúðina sína og hefur breitt stórar bláar slæður yfir allt laus- legt — meðal annars fjölskylduna. Þegar hann hefur lokið við að mála, afhjúpar hann fyrst sjón- varpstækið, síðan fjölskylduna — og allir fara að glápa og þau glápa svo fast að sjónvarpið bilar. Þau hlaupa út í glugga til að glápa á sjónvarp nágrannans. Þau þurfa bara að sjá, því þau kunna alla textana við auglýsingarnar. En granninn er öðruvísi en þau, hann slekkur á tækinu. Og nú eru góð ráð dýr. Hvað á fjölskyldan að gera? Þá kemur í ljós að dóttir- in, Gerða, á að skrifa ritgerð um ævintýrið um Næturgalann. Fjöl- skyldan byijar á því að hæðast að ævintýrinu, en fljótlega nær það tökum á henni og þau fara að leika söguna. Söguna um fuglinn sem söng svo fallega í skóginum hjá keisar- anum í Kína, að fólk kom í þús- unda tali til að hlýða á hann og skrifaðar voru um hann margar lærðar bækur. Allur heimurinn vissi um Næturgalann — nema keisarinn í Kína. Hann las um hann í bók og sendi sína menn út til að bjóða honum í höllina. En af því keisarinn þurfti allt að eiga, lét hann binda silkistrengi við fætur fuglsins, svo hann flygi ekki frá honum. En þegar keisar- inn í Japan sendir honum gervi- fugl, alsettan gimsteinum, tekur keisarinn hann fram yfir Næturg- alann. Gervifuglinum er snúið áfram þar til hann springur í tætlur, en þá hefur keisarinn gert Næturgalann útlægan úr ríki sínu og verður að lifa án söngs. Það verður honum næstum að fjör- tjóni. En á síðustu stundu kemur Næturgalinn aftur og syngur fyr- ir keisarann. Hann lifnar við og biður Næturgaiann að vera hjá sér — en Næturgalinn segist verða í skóginum — hins vegar skuli hann koma, hvenær sem keisarinn þarf á honum að halda. Þetta fallega litla ævintýri drepur á marga þætti í daglegu lífi okkar — en fjallar kannski fyrst og fremst um verðmæta- mat. Söngur Næturgalans kemur frá hjartanu, hann er einlægur og ekta — en gimsteinafuglinn frá Japan er bara plat. Annað sem felst í þessu ævintýri er eignar- rétturinn — og þau skilaboð að þú getur aldrei átt neitt, nema það sem er einskis virði. Þú getur ekki átt aðra iifandi veru og þú getur ekki átt sönginn. Hvort tveggja er til á sínum eigin for- sendum og ef þú lokar einhveija veru inni, til að eiga söng henn- ar, hættir hún að syngja. Það var ótrúlega skemmtileg stund sem ég átti í Melaskólanum. Hópurinn byijaði strax að taka bömin með í leikinn, þegar Óli var að mála og varð svo æstur að hann fór að slengja rúllunni á hausana á krökkunum — og kenn- urunum. Þá hlógu krakkamir. Og þau lifðu sig svo inn í sýninguna að þau sem sátu aftast smáfikr- uðu sig nær sýningarsvæðinu í íþróttahúsinu, þar til allir vom komnir saman í kös. Eftir sýninguna kynnti leikhóp- urinn starfsemi Þjóðleikhússins og lagði spumingar fyrir börnin. Þau voru meira en fús til að svara. Síðan fengu þau tækifæri til að spyija leikarana að því sem þau vildu um leikhúsið og líklega hefðu þau getað setið þarna alian daginn — ef þau hefðu fengið það. Þrátt fyrir mikinn einfaldleika var sýningin vel unnin og lifandi og leikurinn var mjög góður. Þetta er greinilega hópur sem gerir sér grein fyrir að böm em fljót að sjá í gegnum allt plat og þótt leikararnir segðu krökkunum að leikhús væri bara plat, léku þau af fullri alvöru. Þetta er af- bragðs framtak og Þjóðleikhúsinu til sóma — og gleðilegt til þess að vita, að þessu átaki verður framhaldið ár hvert. Ekki get ég þó sett endapunkt- inn án þess að segja frá því að þegar börnin fengu að spyija leik- arana — að hveiju sem þau vildu — misskildi einhver snáðinn til- ganginn og spurði Þórhall Sig- urðsson: „Hvað heitir forseti Bandaríkjanna...“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.