Morgunblaðið - 26.10.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.10.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 15 Bréf til spari- fjáreigenda eftirFriðrik Jóhannsson Guðmundur H. Garðarsson hefur um langt skeið staðið vörð um hags- muni sparifjáreigenda. Verðtrygg- ing sparifjár og opnun fjármagns- markaðarins eru málefni sem Guð- mundur H. Garðarsson hefur barist ötullega fyrir. Guðmundur var í framvarðarsveit þeirra sem stóðu að stofnun fyrstu íslensku verð- bréfasjóðanna árið 1985. Tilkoma verðtryggingar sparifjár og verð- bréfasjóðanna síðar meir hefur stuðlað að sívaxandi spamaði í þjóð- arbúinu, íslenskum fyrirtækjum og heimilum til heilla. Nægur sparnað- ur er einn af homsteinum þess vel- ferðarþjóðfélags sem við ætlum að búa við í framtíðinni. Allt frá upphafi „vinstri áratug- arins“ höfðu sparifjáreigendur orðið að þola stórfellda eignaupptöku í formi neikvæðra raunvaxta. Nú er hins vegar svo komið að spamaður er aftur orðinn almennur og nálg- ast að vera kominn á svipað stig og í nágrannalöndunum. Nú þegar stjórnvöld hafa hins vegar opinber- að þá ætlun sína að afnema verð- tryggingu sparifjár og skattleggja vaxtatekjur, ríður á að sparifjáreig- endur eigi sér öflugan málsvara á Alþingi Islendinga. Kjósum menn úr at- vinnulífinu til áhrifa Friðrik Jóhannsson Guðmundur H. Garðarsson hefur sýnt og sannað að honum er treyst- andi til þess að gæta hagsmuna þeirra. Tryggjum Guðmundi H. Garðarssyni 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Höfundur er forstjóri Fjárfestingarfélags íslands hf. ÁAlþingi licliir Sóndg Pétursdóttír svnlad liiin lictur atíiafiiir IVIgja oróuiii I Á því kjörtímabili sem lýkur í vor hefur Sólveig verið 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og því starfað talsvert á Alþingi. Málefni sem hún hefur beitt sér fyrir með lagafrumvörpum eru m.a.: • Breyting á hegningarlögum til að bæta réttarstöðu barna. • Breyting á skattalögum þess efnis að persónuafsláttur eftirÞóriN. Kjartansson Jóhannes Kristjánsson bóndi á Höfðabakka í Mýrdal og formaður samtaka sauðfjárbænda er einn þeirra sem gefa kost á sér í próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi 27. október nk. Jóhannes hefur einn örfárra bænda þorað að láta í ljósi þær skoðanir að róttækra breytinga sé þörf í hinu staðnaða forsjárkerfi hefðbundins landbúnaðar, þar sem menn geta nánast hvorki lifað eða dáið. Forsjárhyggja vinstri flokkanna í málefnum undirstöðuatvinnuveg- anna fer sívaxandi á sama tíma og gjaldþrot sósíalismans í Austur- Evrópu er afhjúpað. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur löngum kennt sig við frjálslyndi, víðsýni og frelsi ein- staklingsins. Sjálfstæðismenn í Suðurlands- kjördæmi ættu því að veita þeim mönnum brautargengi, sem kjark hafa til að rísa upp gegn hverskon- ar ofstjóm, þegar þess er kostur. Auk sauðijárbúskapar, hafa Jó- hannes og Sólveig Pétursdóttir kona hans byggt upp á Höfða- Þórir N. Kjartansson brekku myndarlega aðstöðu til ferðaþjónustu. Jóhannes er maður athafna og atvinnulífs en það er almælt að allt- of fáir slíkir sitji Alþingi íslendinga. Ég skora á sjálfstæðisfólk á Suð- urlandi að kjósa Skaftfellinginn Jóhannes Kristjánsson í áhrifasæti í prófkjörinu nk. laugardag. Höfundur er framkvæmdastjóri í VíkíMýrdal. Ríkissjónvarpið: Á söguslóðum á Grænlandi DANSKA.sænska og norska sjónvarpið hafa ákveðið að ganga til samstarfs við Sjónvarpið um gerð þriggja sjónvarpsþátta sem tekn- ir verða upp á slóðum norrænna manna á Suður-Grænlandi. Arni Johnsen blaðamaður mun stjórna fimmtán manna leiðangri sem fer á fimm gúmmíhraðbátum um grænlenskar byggðir, en Arni átti hugmyndina að þáttunum. Ferðinni er heitið á slóðir norrænna manna frá árunum 1000 til 1500 og verður siglt á nokkra afskekkta staði, meðal annars í Paradísardal undir jökli. Víða eru sjáanlegar rústir norr- ænna byggða og ummerki frá fyrri öldum. Er ráðgert að sjósetja gúmmíbátana í Narsarssuaq og sigla síðan að Bröttuhlíð, Narssaq, Görðum, Hvalsey, Qagssiarssuk, Julianehab, Sydproven, Nanortalik, Sermilik og að Tasessuaqvatni. Farin verður alls um 1000 km. löng leið á tólf til fjórtán dögum. Ekki hafa áður verið gerðir samsvarandi sjónvarpsþættir um eyðifírðina á Grænlandi, sem tengjast svo óijúf- anlega sögu Norðurlandanna. Arni Johnsen verður leiðangurs- stjóri, Páll Reynisson kvikmynda- tökumaður og hljóðmaður verður Gunnar Hermannsson. Verður leið- angurinn farinn í fyrri hluta ágúst- mánaðar næstkomandi. verði að fullu millifæranlegur milli hjóna. • Forgangskröfur ríkisins í þrotabú og dánarbú yrðu felldar niður þannig að ríkið gæti ekki gert kröfur á undan öllum öðrum kröfuhöfum, m.a. veðhöfum. Þetta frumvarp varð að lögum vorið 1989. • Breyting á lögum um fæðingarorlofsvo að vinnuveitendum verði heimilt að greiða konum á almennum vinnumarkaði mismun á fullum launum og fæðingaroríofi frá Tryggingarstofnun ríkisins. • Breyting á lögum um málefni aldraðra til þess að minnka greiðslubyrði þeirra sem eru sjúkir eða dveljast í þjónustuhúsnæði. Það er óhætt að treysta Sólveigu Pétursdóttur fyrir framqanqi qóðra mála. Kjósum Sólveigu Pétursdóttur í þriðja sætið Kosningaskrifstofa, sfmar: 679516, 38300 og 38303

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.