Morgunblaðið - 26.10.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
leikurinn mánudaga til
kl. 12.00-17.00.
rinn Oskjuhlíð,
c:mi ftotcnn SV3551 530
Ný sending af jökkum og kápum
ujimiguim
v/Laugalæk, sími 33755
Loksins.
Handkrem sem
verndar
án kláða.
Fljótsdalsvirkjun og mögn-
leikar Austfirðinga
eftir Kristin
Pétursson
Jónas Pétursson fyrrv. alþingis-
maður skrifaði grein í Morgunblað-
ið nýverið. Tekið skal undir þá skoð-
un hans að Austfirðingar hafi for-
'ræði yfir virkjun fallvatna á Aust-
urlandi. 1982 sat undirritaður í
stjórn Sambands sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi. Þá skrifaði
ég bréf til þáverandi framkvæmda-
stjóra SSA og iagði til að Austfirð-
ingar sjálfir stofnuðu fyrirtæki til
orkufreks iðiiaðar og leituðu sjálfir
eftir samstarfi við erlenda aðila um
stóriðju á Austurlandi. Ekki þótti
þetta fýsileg hugmynd þá. Spurn-
ingin er: Væri staðan í dag eins og
hún er ef heimamenn hefðu sjálfir
drifið málin áfram? Hver á að
treysta okkur ef við treystum okkur
ekki sjálf?
Virkjun í Fljótsdal
Fljótsdalsvirkjun-er einn af glæs-
ilegustu virkjunarkostum landsins.
Austfirðingar eiga nú tækifæri.
Láta á það reyna hvort ekki er
unnt að stofna eigið orkuöflunarfyr-
irtæki. Til þess þarf að vísu að
breyta lögum og afnema einokun
Landsvirkjunar. Austurlandsveita
gæti yfirtekið dreifingu raforku á
Austurlandi og rekstur virkjana.
Hér er bara um venjulegan fyrir-
tækjarekstur að ræða. Bygging,
framleiðsla og rekstur raforkuvera
er alveg á færi Aústfirðinga að sjá
um. Einhvemtíma hefur verið kall-
aður saman fundur af minna tilefni
en umijöllun um þetta. Kjami þessa
máls er að heimamenn taki höndum
saman um að taka þessi málefni í
sínar hendur með dyggri aðstoð
þingmanna og annarra. Það er hins
vegar fráleitt annað en byggja
Fljótsdalsvirkjun, þó svo flytja verði
orkuna suður. Góður Færeyingur
kenndi mér eitt sinn reglu sem er
svona: Aldrei vera reiður lengur en
það borgar sig.
Orkufrekur iðnaður og
jarðgangagerð
Að mati undirritaðs verða Aust-
firðingar að taka meira í eigin hend-
ur leit að hentugu stóriðjufyrirtæki
við Reyðarfjörð. Stjórnvöld á ís-
Kristinn Pétursson
„Bætt samkeppnisstaða
Austfjarða varðandi
orkufrekan iðnað með
tilkomu jarðganga er
ekki bara hagsmuna-
mál Austfirðinga held-
ur hagsmunamál þjóð-
arinnar allrar í harðn-
andi alþjóðlegri sam-
keppni.“
landi skulda Austfirðingum það að
styrkja þá til að leita að orkufreku
iðnfyrirtæki sem hæfir aðstæðum.
Við höfum reynsluna af því að láta
kerfið vera með forræði í málunum.
Stjórnvöldum ber skylda til að að-
stoða heimamenn við þessi mál, en
láta heimaaðila hafa forræðið og
framkvæmdina. Jafnframt verður
að herða sóknina í jarðgangagerð.
Með jarðgangagerð batnar sam-
keppnisstaða Austurlands. Það er
hagsmunamál þjóðarinnar allrar.
Arðsemi þjóðarinnar af jarðganga-
gerð er meiri en hingað til hefur
verið látið í veðri vaka. Má þar
nefna aukna framleiðni fyrirtækja,
lægra vöruverð með minnkandi lag-
erhaldi verslana, aukna verðmæta-
sköpun með tilkomu fiskmarkaðs á
Austurlandi og auknu samstarfi og
sérhæfingu fiskvinnslufyrirtækj a,
sparnað vegna minnkandi snjó-
moksturs, sparnað með auknu sam-
starfi sveitarfélaga og síðast en
ekki síst bætta stöðu Austfirðinga
með tilliti til orkufreks iðnaðar á
Reyðarfirði. Bætt samkeppnisstaða
Austijarða varðandi orkufrekan
iðnað með tilkomu jarðganga er
ekki bara hagsmunamál Austfirð-
inga heldur hagsmunamál þjóðar-
innar allrar í harðnandi alþjóðlegri
samkeppni.
Austfirðingar eiga marga og
mikla möguleika. Til að tryggja
framgang þeirra möguleika þurfa
þingmenn Austurlands að herða
sóknina og standa fast á þeim hags-
munamálum sem hér hafa verið
nefnd.
Höfundur er þingmaður og tekur
þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi.
Sjálfstæðisfélögin í Kjósarsýslu:
• •
Orn Kjærnested endurkos-
inn formaður fulltrúaráðs
Reykjum.
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kjósar-
sýslu var haldinn í félagsheimil-
inu Urðarholti miðvikudaginn
17. október sl.
Formaður ráðsins Örn Kjær-
nested setti fundinn og kynnti fund-
ACO Mjuk Hand er notalegt handkrem sem ver og verndar hendurnar
aðeins meir en venjulega. Það er mýkjandi og í því er tvöfaldur skammtur
náttúrulegra, rakabindandi efna.
Og því fylgir enginn kláði. Það er því hægt að nota oft á dag, sé þess þörf.
ACOMjukHand
Með og án ilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu.
arefnið. Þá skipaði hann starfsmenn
fundarins þau Magnús Kjartansson
sem fundarstjóra en Björk Bjarka-
dóttur sem ritara. Ennfremur bauð
hann velkomna gesti fundarins þau
Salóme Þorkelsdóttur alþingismann
og Þröst Lýðsson sem bæði eru í
framboði, ásamt fleirum í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Þá
flutti formaður skýrslu um störf
ráðsins og stjórnarinnar á liðnu
starfsári en þar var fjallað um
ýmislegt en þó bar hæst málefni
er snerta byggðakosningar sem
fram fóru á sl. vori.
Þá var gengið til kosninga en
tveir aðalmenn gengu úr stjórninni.
Það voru Guðni Indriðason af Kjal-
arnesi en hann er fluttur í burtu
úr héraðinu. í hans stað var kosinn
Kristinn Gylfi Jónsson og Ólafur
Þór Ólafsson úr Kjós í stað Gunn-
ars Páls sem á sæti í stjórn sjálfkjör-
inn sem formaður ungra sjálfstæð-
ismanna. í varastjórn var kjörin
Valgerður Sigurðardóttir i stað
Gunnars Páls.
Örn Kjærnested var endurkjörinn
sem formður ásamt meðstjórnend-
um þeim Salóme Þorkelsdóttur,
Hjalta Sigurbjömssyni, Kjós, og
Jóni Zimsen úr Mosfellsbæ. Vara-
menn voru endurkjörnir þeir Guð-
mundur Jónsson, Mosfellsbæ, Björn
Jónsson, Kjalarnesi, Magnús Kjart-
ansson, Mosfellsbæ, og Einar Guð-
bjartsson.
Að lokum var kosin kjörstjórn
fyrir Mosfellsbæ, voru það: Guð-
mundur Jónsson, Svala Arnadóttir,
Þórarinn Jónsson, Magnús Kjart-
ansson, Gunnar Hjartarson og Val-
gerður Sigurðardóttir. Þessir aðilar
gefa nánari upplýsingar um fram-
kvæmdina ásamt stjórn Fulltrúa-
ráðsins á skrifstofu Sjálfstæðisfé-
lagsins í Urðarholti 4.
- J.M.G.