Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 17

Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR.26. OKTÓBER 1990 17 Er aðstoðarráðherra ílla við sannleikann? eftirJón Björnsson í sjónvarpsfrétt síðastliðinn þriðju- dag fór aðstoðarráðherra heilbrigðis- mála, Finnur Ingólfsson, á kostum í beitingu hálfsannleika og ósanninda, þegar hann gefur í skyn eins og svo oft áður að verðmyndun lyfja sé aðal- iega í höndum apótekara, og óskilj- anleg ráðamönnum og- almenningi. Sannleikurinn er sá að verðmyndunin er mjög ljós og auðskilin. Hvað varðar innkaupsverð iyfja til landsins (innflutningsverð, cif-verð) þá eru það opinberir aðilar einir sem ákveða hvaða lyf eru flutt til lands- ins og á hvaða verði. Og það er heil- brigðisráðuneytið sem gefur endan- legan úrskurð um hvort lyf er flutt inn og á hvaða verði. Þetta er svona hversu oft sem Finnur falsar stað- reyndir, og þótt hann hafi ekki áhuga á sannleikanum þá geta allir frétta- menn, sem og aðrir, gengið úr skugga um sannleiksgildi þessarar fullyrðingar. Hvað verðmyndun hér innanlands viðvíkur, þá er það iyfjaverðlags- nefnd sem ákveður bæði heildsölu og smásöluálagningu og birtist hún fjórum sinnum á ári í lyfjaverðskrám sem ráðherra staðfestir. Formaður nefndarinnar er hagfræðingur, skip- aður að tillögu Hagstofu íslands, aðrir nefndarmenn eru lögfræðingur, skipaður að tillögu Tryggingastofn- unar ríkisins, starfandi apótekari, Jón Björnsson „O g það er heilbrigðis- ráðuneytið sem gefur endanlegan úrskurð um hvort lyf er flutt inn og á hvaða verði.“ starfandi lyfjafræðingur (núna ríkis- starfsmaður) og þann fimmta skipar ráðherra án útnefningar. Verði ágreiningur í nefndinni sker ráðherra úr. Nefndin hefur í áraraðir starfað— mjög faglega eftir laganna bókstaf, en ekki af órökstuddu offorsi eins og Finnur ætlast til. Hann skilur ekki að í lögum eru oft sett ákvæði um nefndir til að koma í veg fyrir afglöp, þegar menn eins og hann komast til valda. Það er ekki óeðlilegt að samvisku- samir nefndarmenn fari eftir eigin sannfæringu og rökum þótt ráðherra sé að skipa þeim án rökstuðnings að gera annað. Að „heilbrigðisráðherra hafi ekki áhrif á verðið eins og hann óskar“ í þeirri merkingu að hann ráði'því al- farið, getur að vísu staðist, en því aðeins ef lánleysi hans er slíkt að enginn í lyfjaverðlagsnefnd, ekki einu sinni sá sem hann sjálfur skipar án útnefningar, fæst til að flytja boðskap hans inn í nefndina. En áhrif hefur hann, einsog eftirfarandi dæmi sýna, 1. Um síðustu áramót komu til- lögur frá lyfjaverðlagsnefnd sem ráð- herra hafnaði og sendi til baka. 2. Ef ágreiningur verður í nefnd- inni sker ráðherra úr, sem fyrr seg- ir. Það átti sér stað í september síðastliðnum. Þá kom upp ágreining- ur í nefndinni sem ráðherrann greip fegins hendi og fór ekki milliveginn einsog sáttasemjari heldur ákvað mestu skerðingu á álagningu sem tillaga kom fram um í nefndinni. 3. Auk þess hefur ráðherrann núna eftir álagningarlækkunina, sem varð 1. október síðastliðinn, brotið lög með því að hækka framleiðslu- verð sérlyfja Lyfjaverslunar ríkisins til þess að vega upp á móti álagning- arlækkuninni án þess að leita álits lyfjaverðlagsnefndar. Höf’undur er formaður Apótekarafélags íslands. Skrifstofa stuðningsmanna ÓLAFS ÍSLEIFSSONAR er á Bergstaðastrœti 86, símar 20994 og 13260. Opið frá hádegi alla daga. Allir velkomnir. Ólafi öruggt sæti, 7. sætið PAGVIBT BARIVA Stuðningsstarf við sérdeild Múlaborgar Þroskaþjálfi óskast til starfa á sérdeild Múlaborgar. Upplýsingarveita Ásrún Guðmundsdóttir, sér- fræðingur, í síma 27277 og Sigríður Pálsdóttir, forstöðumaður, í síma 685154. IIÝTT SÍMANUMER PRENTMYNDAGERÐAR'- i^AYNDANAOT) NUERAÐ HITTAA Efþú hMrfœrðu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.