Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 21

Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 21 Guðríður St. Anna Málfríður Halldór Haraldsson Sigurðardóttir Sigurðardóttir Jónas Sen Nína Margrét Grímsdóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson. EPTA-tónleik- ar að hefjast Sex píanótónleikar í vetur SEX íslenskir píanóleikarar munu leika á píanótónleikum EPTA (Evrópusambands píanó- kennara) í vetur, en þetta er þriðja árið í röð, sem þessir tón- leikar hafa verið haldnir. Að þessu sinni verða allir tónleik- arnir haldnir í íslensku óperunni á mánudagskvöldum og síðan endur- teknir síðdegis næsta laugardag á eftir í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Önd- vegjs hljóðfæri eru nú á báðum þessum stöðum, tveggja ára Stein- way & Sons flygill í Óperunni og nýr Fazioli flygill í Kirkjuhvoli, báð- ir af stærstu konsertstærð. Röð píanóleikaranna hefst með tónleikum Þorsteins Gauta Sigurðs- sonar í íslensku óperunni mánudag- inn 29. október nk. kl. 20.30, sem hann síðan endurtekur laugardag- inn 3. nóvember kl. 17.00 í Kirkju- hvoli. Gauti leikur að þessu sinni verk, sem gera óhemju miklar kröf- ur til flytjanda, en meðal verka á efnisskrá eru 5. sónata Skrjabíns og allar níu Etudes-tableaux op. 39 eftir Rachmaninoff, en þær hafa aldrei áður verið leiknar í heild hér á landi. Má því telja þetta mjög forvitnilega efnisskrá fyrir unnend- ur píanótónlistar. Seint í nóvember heldur Anna Málfríður Sigurðardóttir tónleika á sömu stöðum með verkum eftir Bach, Beethoven, Chopin, Rachm- aninoff og Liszt. Eftir áramót mun Halldór Haraldsson halda þriðju EPTA-tónleikana í lok janúar með verkum eftir Beethoven, Kjartan Ólafsson, Debussy og Chopin, Guð- ríður St. Sigurðardóttir heldur tón- leika um miðjan febrúar, Jónas Sen í byrjun apríl og Nína Margrét Grímsdóttir í lok maí. Efnisskrá þriggja síðastnefndu verður til- kynnt síðar. (Fréttatilkynning) Mál og menning: Sextíu bókatitl- ar fyrir jólin Ný skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson BÓKAÚTGÁFA Máls og menn- ingar sendir frá sér sextíu bó- katitla fyrir jólin og skiptast þeir jafnt milli fullorðis- og barna- bóka. Meðal nýrra verka íslenska höf- unda, eru skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson, sem enn hefur ekki hlotið nafn en fimm ár eru síðan síðasta skáldsaga hans kom út. Svefnhjólið nefnist skáldsaga eftir Gyrði Elíasson, Hella heitir skáld- verk eftir Hallgrím Helgason, og smásögur Vegurinn upp á fjallið, eftir Jakobínu Sigurðardóttur og Mýrarenglarnir falla, eftir Sigfús Bjartmarsson. Sex Ijóðabækur eru væntanlegar og meðal þeirra er bókin, Sannstæð- ur, eftir Geirlaug Magnússon en þetta er níunda ljóðabók hans. Blint í sjóinn, eftir Guðlaug Arason er fyrsta ljóðabók höfundar og Einn dag enn, eftir Kristján Arason. Þar er að finna um þrjátíu ljóð eftir höfundinn auk þýðinga á erlendum ljóðum. Bláþráður, eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur, Skuggar vindsins, eftir Stefán Sigurkarlsson og Baki við hafið, eftir Jónas Guðlaugsson. Af þýddum skáldverkum má nefna, Eva Luna segir frá, í þýð- ingu Tómasar R. Einarssonar en þetta eru nýjar smásögur efir skáld- konuna Isabel Allende. Karamasov bræðurnir I, eftir F. Dostójevskí, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Grískur harmleikur, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Um er að ræða alla forn-grísku harmleikina, sem varðveist hafa, eftir skáldin Æskílos, Sófókles og Evripídes. Ódauðleikinn, eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar og Heimur feigrar stéttar, eftir Nadine Gordimer í þýðingu Ólafar Eldjárn. Þá er væntanleg ævisaga Ás- björns Morthens, Buddi, sem Silja Aðalsteinsdóttir hefur skráð, Is- lenskt vættatal, eftir Árna Björns- son, Ljóshærða villidýrið eftir Art- húr Björgvin Bollason og endurút- gáfa á bók Björns Th. Björnssonar, A íslendingaslóðum í Kaupmanna- höfn. Af barna- og unglingabókum má nefna, Mundu mig! Ég man þig!, eftir Andrés Indriðason og Markús Árelius, eftir Helga Guðmundsson. Þrjár nýjar myndabækur um Einar Áskel eru væntanlegar og tvær um Karólínu. í bókarflokknum litlir lestrarhestar má nefna, Börnin í Ólátagarði, eftir Astrid Lindgren í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur og Fleiri sögur af Frans, í þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Kosningaskrifstofa BJÖRNS BJARNASONAR Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar er opin á meðan kosningu stendur, báða kjördagana, í dag (13.00-22.00) og á morgun (9.00-22.00). ❖ Upplýsingar veittar um kosningarnar. ❖ Akstur á kjörstað fyrir þá, sem þess óska. ❖ Allir stuðningsmenn Björns eru velkomnir á skrifstofuna, þar sem kaffiveitingar verða á boðstólum. BJÖRN BJARNASON óskar eftir stuðningi í . SÆTI framboðslistans. Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar er að Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu), jarðhæð. Sími bílaþjónustu: 25821 og 695691. Upplýsingasími: 25820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.