Morgunblaðið - 26.10.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
Noregur:
Syse sagður íhuga
afsögn næstu daga
Ósló. Reuter.
VANGAVELTUR um að Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, muni
innan tíðar neyðast til að segja af sér mögnuðust enn í gær. Kaci
Kullman Five, viðskiptaráðherra, lét að því liggja á þingi að ekki
hefði tekist að ná sáttum innan þriggja flokka samsteypustjórnar
Syse um hvernig aðlaga beri löggjöf Norðmanna að reglum Evrópu-
bandalagsins.
Norska fréttastofan NTB sagði
að í röðum stjómmálamanna væri
sú skoðun nokkuð almenn að Syse
myndi skýra frá því á mánudag að
hann hygðist segja af sér. Heimildar-
manna var ekki getið nánar.
Deilan kom upp fyrir tíu dögum
er talsmenn Miðflokksins lýstu yfir
því að þeir væm andvígir því að
útlendingum yrði heimilað að eign-
ast norskt land án þess að fyrir
lægi samþykki stjómvalda. Þar með
varð ljóst að Miðflokksmenn vora
Handtökur
í Búrma
Bangkok. Reuter.
EKKERT lát er á aðför herstjórn-
arinnar í Búrma að stjórnarand-
stæðingum. Hefur stjómin látið
handtaka 14 forystumenn í helsta
stjómarandstöðuflokk landsins,
að því er stjórnarerindrekar
héldu fram í gær.
Fjórtánmenningarnir vora teknir
fastir í fyrradag í áhlaupi lögreglu
á höfuðstöðvar Lýðræðisbandalags-
ins. Handtökunnar hefur ekki verið
getið í fjölmiðlum Búrma og óljóst
er hvort mennimir verða ákærðir
að loknum yfirheyrslum.
Lýðræðisbandalagið vann 80%
þingsæta í kosningum í maí sl. en
herstjómin, sem hefur ekki viljað
afsala sér völdum nema gegn
ákveðnum skilyrðum, hefur látið
læsa flesta leiðtoga samtakanna á
bak við lás og slá eða hefur þá í
vstofufangelsi.
Hefur herstjómin m.a. nýverið
sakað bandalagið um að standa á
bak við baráttu herskárra munka
sem lagst hafa gegn því að hermenn
og fjölskyldur þeirra njóti þjónustu
búddareglunnar.
Af þessum sökum hefur herstjóm-
in látið handtaka tugi munka í þess-
ari viku.
Kjarnorku-
tilraunum
Sovétmanna
andmælt
Helsinki. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Finnlandi lýstu
í gær yfir áhyggjum sínum vegna
þess að Sovétmenn hefðu ný hafið
kjarnorkusprengingar í tilrauna-
skyni á eyjunni Novaja Semlíja.
Kjamorkusprengjuna sprengdu
Sovétmenn á miðvikudag og var það
í fyrsta skipti í rúmt ár sem slíkar
tilraunir fara fram neðanjarðar.
Norðurlöndin höfðu áður hvatt Sov-
étmenn til þess að falla frá áformum
um að hefja slíkar tilraunir á Novaja
Semlíja en þær fóru á áram áður
einkum fram í Sovétlýðveldinu Kaz-
akhstan.
í tilkynningu sem utanríkisráð-
herra Finnlands, Pertti Passio, birti
í gær sagði að sú hætta væri fyrir
hendi að geislavirk efni slyppu út í
umhverfið við kjamorkutilraunir
sem þessar. Slíkt gæti ógnað
lífríkinu á norðurslóðum. Var á það
minnt að Norðurlönd hefðu áður lát-
ið í ljós von um að kjarnorkuveldin
næðu sáttum um að leggja slíkar
tilraunir af. Sams konar yfirlýsingar
bárast einnig frá stjómvöldum í
Noregi og Svíþjóð.
Sovéska TASS-fréttastofan
greindi frá því á miðvikudag að til-
raunin hefði farið fram og sagði
hana gerða í því í skyni að auka
áreiðanleika og öryggi kjarnorku-
vopna.
ekki reiðubúnir til að ganga að einu
þeirra skilyrða sem Evrópubanda-
lagið hefur sett fram í viðræðum við
Fríverslunarbandalag Evrópu um
sameiginlegt evrópsk efnahags-
svæði. Þá er flokkurinn einnig
andvígur því að felld verði úr gildi
lög er takmarka eignarhlutdeild út-
lendinga í norskum fyrirtækjum,
bönkum og lánastofnunum.
Norski Hægriflokkurinn, flokkur
forsætisráðherrans, er hlynntur því
að Norðmenn gerist aðilar að Evr-
ópubandalaginu en Miðflokksmenn
og þriðji stjómarflokkurinn, Kristi-
legi þjóðarflokkurinn, era því
andvígir. Flokkarnir era á hinn bóg-
inn allir sammála um að leitað verði
eftir nánara samstarfí við Evrópu-
bandalagið á vettvangi EFTA.
Norski Verkamannaflokkurinn er
í mikilli sókn ef marka má skoðana-
könnun er birtist í Aftenposten á
laugardag. Samkvæmt henni fengi
flokkurinn rúm 42 prósent atkvæða
ef gengið yrði til kosninga nú. í
könnun sem gerð var í síðasta mán-
uði mældist fylgi flokksins 36,8% en
í þingkosningunum í september í
fyrra fékk hann 34,3% fylgi. Fylgið
við samsteypustjóm Syse reyndist
aðeins 29,9 en flokkamir þrír fengu
alls 37,2 prósent atkvæðanna í
síðustu kosningum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
KRISTJAN JONSSON
Hrakfarir Bhutto tryggja
ekki styrka stjórn and-
stæðinga hennar í Pakistan
ÓSIGUR Benazirs Bhutto í þingkosningunum í Pakistan kom flestum
stjórnmálaskýrendum mjög á óvart, flestir höfðu búist við að hún
myndi a.m.k. halda sínum hlut. í kosningabaráttunni safnaðist fagn-
andi manngrúi saman hvarvetna þar sem Bhutto efndi til útifunda,
bjartsýni stuðningsmanna hennar fór vaxandi fram á kjördag. Leiðtog-
inn útskýrir áfallið með því að kosningasvik hafi verið höfð í frammi.
Erlendir eftirlitsmenn, er reyndu að fylgjast með framkvæmd kosning-
anna, skila skýrslu á morgun, föstudag, en erlendir stjórnarerindrekar
draga fullyrðingar Bhutto í efa og segja að stórfelld svik hefðu ekki
verið framkvæmanleg án þess að þeirra yrði greinilega vart.
Pólitískur ferill Bhutto .er vart á
enda en svo getur þó farið að
hún og ýmsir nánustu samstarfs-
menn hennar verði fundin sek um
einhverja af þeim glæpum sem starf-
andi bráðabirgðastjóm, er skipuð var
af Ghulam Ishaq Khan forseta í ágúst
eftir að Bhutto var vikið frá, sakar
hana um. Bhutto er sögð hafa verið
ónýtur stjómandi, hafa stuðlað að
spillingu o g hyglað ættmennum
sínum, eiginmanni og vinum með
ýmsum hætti. Andstæ/iingar hennar
úr níu stjórnmálaflokkum eiga það
eitt sameiginlegt að vera á móti
Bhutto og atlagan gegn henni tókst
en sigurgleðin getur orðið skamm-
vinn. Álíka umskipti urðu í nágrann-
aríkinu Indlandi fyrir skemmstu þar
sem Rajiv Gandhi, er beið ósigur
fyrir svipaðri samfylkingu, eygir nú
von á ný vegna deilna í ijandaflokki
sínum.
Eldraun Bhutto
Ferill Bhutto í embætti forsætis-
ráðherra, er lauk í ágúst sl., var
enginn dans á rósum og margir telja
að reynsluleysi hennar í stjórnmálum
hafí átt sinn þátt í því. Hún bætti
Reuter
Það hefur verið nóg að gera hjá fjárlaganefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að undanförnu. Þing-
mennirnir eru frá vingtri talið: David L. Boren, Lloyd Bentsen, sem situr við borðsendann, Bob Packwo-
od og Robert Dole.
Samkomulag í augsýn um bandarísk fjárlög:
Fallið frá sérstökum
núlljónamæringaskatti
Washington. Reuter.
Bandarískir þingmenn og fulltrúar ríkisstjórnarinnar vinna nú að
því að fínpússa samkomulag sem náðist i fyrrakvöld um afgreiðslu
fjárlaga. I því felst m.a. að ekki verður lagður sérstakur skattur á
milljónamæringa en fjármagnstekjur verða skattlagðar af auknum
þunga auk þess sem tekjuskattsgreiðslur tekjuhárra verða auknar.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði að helstu þættir fjárlaganna
væru nú ljósir. Þess vegna skrifaði
hann á miðvikudagskvöld undir
bráðabirgðafjárlög sem gáfu þing-
inu frest fram á miðnætti aðfara-
nótt laugardags til að ljúka fjár-
lagavinnunni.
Samkomulagið byggist á því að
demókratar féllu frá því að leggja
sérstakan skatt á þá sem hafa
meira en milljón dala árstekjur.
Þessí stað verður dregið úr
möguleikum hátekjumanna til að
fá frádrátt frá skatti. Hins vegar
fengu demókratar því framgengt
að skattar á fjármagnstekjur verða
hækkaðir.
Einnig verður tekjuskattur hjá
stærstum hópi skattgreiðenda með
millitekjur hækkaður að jafnaði.
Hann var ýmist 28% eða 33% en
verður 31%.
Sprengjutilræði
N orður-írlandi:
a
Atta menn
teknir í
yfirheyrslu
Dublin. Belfast.
ÍRSKA lögreglan yfirheyrði
í gær átta menn í tengslum
við sprengjutilræði í tveimur
breskum herstöðvum á
Norður-írlandi í fyrradag en
þá biðu sex hermenn og
óbreyttur Norður-íri bana.
Mennirnir átta voru hand-
teknir í héraðinu Donegal og
meðal þeirra voru kunnir stuðn-
ingsmenn hins ólöglega írska
lýðveldishers (IRA).
Talið er að sprengjutilræði
IRA við NeWry-landamæra-
stöðina hafi einungis heppnast
þar sem hryðjuverkasveitin
neyddi 65 ára gamlan mann,
Patsy Giliespie, til þess að aka
bifreið hlaðinni sprengjuefnum
inn í stöðina meðan fjölskyldu
hans var haldið í gíslingu.
Fjölmiðlar á írlandi létu í ljós
reiði vegna þessa og prestar
írsku kirkjunnar vönduðu sveit-
unum ekki kveðjur sínar. Af
hálfu IRA var sagt að Giilespie
hefði verið samverkamaður
Breta og því réttdræpur í aug-
um hryðjuverkasamtakanna.
Hann hefði unnið í bygginga-
vinnu hjá breska hernum á
Norður-Irlandi og þar með fyr-
irgert lífi sínu.
í gær var mótmælandi skot-
inn í Belfast stuttu eftir að
'hafa verið yfírhgyrður af lög-
reglu í sambandi við rannsókn
á nokkrum morðmáium í borg-
inni. Er hann 10. ínaðurinn sem
týnir lífi á Norður-írlandi í vik-
unni vegna átaka vopnaðra
sveita kaþólskra mann og mót-
mælenda.
að vísu sambúðina við Indveija og
reyndi að rétta hlut kvenna í landinu
en á 20 mánaða ferli sínum tókst
henni ekki að koma neinum mikil-
vægum lögum í gegnum þingið.
Menntafólk í borgunum, er studdi
hana ákaft, varð fljótt óánægt, taldi
alla orku stjórnvalda fara í baráttu
gegn stjórnarandstöðunni og jafnvel
að Bhutto-fjöskyldan hefði ekki
reynst hótinu skárri en qnnað yfír-
stéttarfólk. Fátæklingar í stórborg-
unum hafa þó margir reynst tryggir
Bhutto. Ljóst er að stjórnarandstað-
an gaf Bhutto engin grið og ekki
má gleyma að hún hafði ekki meiri-
hluta á þingi. Andstæðingarnir réðu
ríkjum í fjölmennasta héraðinu,
Punjab og bragðu fæti fyrir Bhutto
við hvert tækifæri, herinn var tor-
trygginn í hennar garð vegna reynsl-
unnar af föðurnum, vinstrisinnanum
Zulfikar Ali Bhutto, er herforingjar
hrandu af valdastóli 1977 og tóku
af lífi tveim áram síðar.
Fréttamaður breska vikuritsins