Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
Velferðar-
sveitar-
félagið ?
Samtök félagsmálastjóra gangast fyrir ráðstefnu um
nýjungar í löggjöf um félagslega þjónustu og hlut
sveitarfélagsins í velferð, í Borgartúni 6, Reykjavík,
dagana 5. og 6. nóvember 1990.
DAGSKRÁ:
Mánudagur 5. nóv.
09.00-09.20: Setningarávarp: Jóhanna Sigurðar-
dóttir, félagsmálaráðherra.
09.20-09.50: Velferðarsveitarfélagið: Árni Sigfús-
son, borgarfulltrúi í Reykjavík.
09.50-10.20. Breytingar á lögum um verkskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga m.t.t.
félagslegrar þjónustu. Húnbogi Þor-
steinsson, félagsmálaráðuneyti.
10.20- 10.30. Gagnrýni: Hallgrímur Guðmundsson,
bæjarstjóri í Hveragerði.
10.30- 10.50: Kaffi
10.50-11.20: Breytingar á lögum um félagslegt
húsnæði: Ingi Valur Jóhannsson, fé-
lagsmálaráðuneyti.
11.20- 11.30: Gagnrýni: Dan Brynjarsson, hagsýslu-
stjóri Akureyrarbæjar.
11.30- 12.00: Almennar umræður.
12.00-13.15: Matárhlé.
13.15-13.40: Dagskrá: Bubbi Morthens.
13.40- 14.10: Frumvarp um félagslega þjónustu á
vegum sveitarfélaga: Bragi Guð-
brandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi.
14.10- 14.20: Gagnrýni: N.N.
14.20- 14.30: Gagnrýni: Sólveig Reynisdóttir, félags-
málastjóri á Akranesi.
14.30- 15.00: Frumvarp um leikskóla: Gerður
Óskarsdóttir, menntamálaráðuneyti.
15.00-15.10: Gagnrýni: Sólveig Ásgrímsdóttir, sál-
fræðingur.
15.10- 15.20: Gagnrýni: Lára Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar.
15.20- 15.40: Kaffi.
15.40- 16.10: Frumvarp um breytingar á lögum
um vernd barna og ungmenna og
barnalögum: Sigríður Ingvarsdóttir,
formaður Barnaverndarráðs íslands.
16.10- 16.20: Gagnrýni: Unnur Ingólfsdóttir, félags-
málastjóri í Mosfellsbæ.
16.20- 17.00: Almennar umræður.
Þriðjudagur 6. nóvember
09.00-09.30: Velferðarsveitarfélagið: Björn
Björnsson, prófessor í guðfræði við
Háskóla íslands.
09.30-10.00: Ný sjónarmið við endurskoðun laga
um málefni fatlaðra: Margrét Mar-
geirsdóttir, félagsmálaráðuneyti.
10.00-10.10: Gagnrýni: Sveinn Allan Mortens,
framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um
málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
10.10- 10.30 : Kaffi.
10.30-11.00: Breytingar á lögum um málenfi
aldraðra: Hrafn Pálsson, heilbrigðis-
ráðuneytið.
11.00-11.10: Gagnrýni: Ólöf Thorarensen, félags-
málastjóri á Selfossi.
11.10- 12.00: Almennar umræður.
12.00-13.15: Matarhlé.
13.15-13.45: Velferðarsveitarfélagið: Jón Björns-
son, félagsmálalstjóri á Akureyri.
13.45-14.10: Dagskrá: Sigrún Valgerður Gestsdótt-
ir, söngkona, og Órn Magnússon,
píanóleikari.
14.10- 14.40: Velferðarsveitarfélagið: Sigrún
Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri.
14.40-15.00: Kaffi.
15.00-16.00: Almennar umræður um efni ráðstefn-
unnar.
16.00: Slit.
Móttaka ráðstefnugesta hefst 5. nóvember kl. 8.00 og
eru þeir hvattir til að koma tímanlega. Dagskrá þessi
er birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Nán-
ari upplýsingar um ráðstefnuna eru veittar á
Félagsmálastofnun Kópavogs, sími 91-45700. Þar er
ennfremur unnt að tilkynna þátttöku meðan rúm leyf-
ir.
Samtök félagsmálastjóra.
Ingunn Böðvars-
dóttir - Minning
Móðursystir mín Ingunn Böð-
varsdóttir lést aðfaranótt 19. októ-
ber. Hún var dóttir Ólafíu Þórðar-
dóttur sem lifir hana og Böðvars
Jónssonar sem drukknaði þegar hún
var tveggja ára. Inga var dugnaðar-
forkur sem átti sér fáa líka. Hún
var fædd fötluð á höndum, en það
var ekki hægt að sjá það því hún
vann öll þau verk vel sem hún tók
sér fyrir hendur. Árið 1940 giftist
hún Magnúsi Magnússyni frá Lág-
um, en hann lést 1959. Þau eignuð-
ust tvo syni. Þeir eru Magnús og
Hahdór, en fyrir átti Inga tvo syni
þá Ólaf og Svavar.
Hún giftist aftur Hjalta Sigur-
jónssyni póstmanni, sem lést árið
1972. Fyrir rúmum áratug hófu þau
Inga og Sæli sambúð sem reyndist
þeim mjög farsæl og góð. Inga var
mjög félagslynd kona, en var ekki
allra, en þeim sem hún tók, tók hún
vel. Því kynntist ég best þegar ég
fór inn á hennar heimili 1972, þá
16 ára. Hún hefur alla tíð verið
mér sem besta móðir og reynst mér
og mínu fólki vel.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við til Sæla og allra
annarra ættingja.
Tóta, Stjáni og börn Ól-
afsvík, Anna systir og Ein-
ar Neskaupstað
í dag er hún borin til grafar hún
amma okkar. Svo langt sem okkur
rekur minni hefur amma alltaf ver-
ið til staðar. Það var alltaf skemmti-
legt að koma til ömmu. Hún hafði
ríka kímnigáfu og alltaf var stutt
í hláturinn. Frá æsku tengjast
minningar um garðrækt, hesta og
útivist henni ömmu okkar. Hún
hafði alltaf tíma, áhuga og húspláss
fyrir okkur bamabörnin þegar við
vorum hjá henni.
Nú þegar amma hefur lokið sínu
lífshlaupi erum við barnabörnin
þakklát fyrir þann þátt sem hún
átti í að móta okkar barnæsku. Sem
fullorðnu fólki lærist okkur meira
um mannkosti hennar, þessarar
sterku og sjálfstæðu konu sem oft
þurfti að standa ein en lét aldrei
deigan síga.
Við eigum eftir að sakna ömmu
okkar. Jafnvel í síðustu erfiðu veik-
indum hennar átti hún eftir glettni
og gott skap.
Við vottum þér Sæli samúð okk-
ar sem sérð nú á bak sambýliskonu
þinni og félaga.
Barnabörnin
í dag 26. október fer fram frá
Fossvogskirkju útför tengdamóður
okkar, sem andaðist aðfaranótt 19.
október á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Inga fæddist á Bjarnarstíg í
Reykjavík 10. júlí 1917. Elsta barn
Ólafíu Þórðardóttur. Föður sinn
missti Inga aðeins tveggja ára. Við-
búið er að oft hafi verið erfitt hjá
þeim mæðgum í.þá daga. Inga eign-
aðist seinna meir fjögur systkini,
hefur trúlega oft mætt mikið á
Ingu, því móðir hennar var oft að
vinna mikið utan heimilisins. Ef til
vill hefur það stuðlað að því hvað
Inga varð myndarleg húsmóðir.
Þrátt fyrir að Inga væri fædd fötluð
Fædd 30. nóvember 1904
Dáin 18. október 1990
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Okkur langar í fáum orðum að
minnast móðursystur okkar, Odd-
bjargar Guðjónsdóttur, er lést í
Landspítalanum að kvöldi 18. októ-
ber og verður borin til hinstu hvíldar
frá Fossvogskapellu föstudaginn
26. október.
Oddbjörg fæddist 30. nóvember
1904 á Bíldsfelli í Grafningi. For-
eldrar hennar voru Hannesína Guð-
rún Hannesdóttir og Guðjón Jóns-
son. Árið 1911 fluttist hún með
foreldrum sínum til Reykjavíkur og
bjó þar ætíð síðan. Oddbjörg var
eíst þriggja dætra þeirra, næst er
lék allt í höndum hennar. Kom það
sér oft vel, til dæmis þegar Inga
gerðist bóndakona, en hún giftist
Magnúsi Magnússyni bónda á
Hrauni í Ölfusi. Þar var oft margt
um manninn í kringum Ingu og það
hefur henni örugglega líkað vel, því
hún var mjög mannblendin og hrók-
ur alls fagnaðar á mannamótum.
Var hún mjög söngelsk og var mik-
ið sungið þegar þau systkinin hitt-
móðir okkar Kristín Laufey, yngst
var Unnur er lést nokkurra vikna.
Odda frænka var frá því að við
fyrst munum eftir, fastur punktur
í tilveru okkar systranna. Hún gift-
ist aldrei og bjó flest okkar uppvaxt-
arár í sama húsi og við í Löngu-
hlíðinni, uns hún fluttist í hús Or-
yrkjabandalagsins í Hátúni 10 er
það var ný reist og bjó þar alla tíð
síðan.
Það var reisn yfir Oddu. Hún var
ákaflega bein í baki alla tíð og bar
sig vel. Alltaf var hún tilbúin að
hlusta á okkur systumar og rétta
hjálparhönd, taka þátt í gleði okkar
eða sorgum og miðla okkur af
reynslu sinni og þekkingu. Ekkert
var of gott fyrir okkur. Hún var
róleg og traust en undir niðri
kraumaði glettnin, alltaf til í að
gera eitthvað óvænt og skemmti-
légt.
Odda hafði yndi af að sauma.
Ófáir eru púðamir og strengirnir
sem hún taldi út, eða kjólarnir sem
hún saumaði á okkur systurnar og
dúkkurnar okkar. Hún heklaði líka
mikið á meðan hún gat. Odda var
ákaflega vandvirk og kenndi okkur
systrunum að meta gott handbragð.
Minnisstæðastar em sögumar og
ævintýrin hennar Oddu, sem hún
sagði okkur ungum. Með þeim
mætti fyllar margar bækur. Sögun-
um úr sveitinni, af hrútnum Golíat,
allar Grýlu- og skessusögurnar,
sögumar um fluguna Týra og Siggu
saumakonu. Hún var ótæmandi
brunnur ævintýra, allt skáldað jafn-
óðum. Hún bjó yfír mikilli fráságn-
argleði og átti auðvelt með að glæða
sögur sínar lífi og spennu.
Undir það síðasta var Odda orðin
léleg til heilsunnar, en hún var hörð
af sér. Hún naut mikils stuðnings
systur sinnar og mágs, sem hún
var þakklát fyrir. í Hátúninu leið
FYRIRLIGGJANDI
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29
TILBOÐ
KR. 2.495,-
Kuldarskór úr leðri
Litur: Brúnt
Stærðir: 40-45 o.fl.
5% stgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægurs
TOPpffl
—-^EIBTN
VELTUSUND11
21212
Oddbjörg Guðjóns-
dóttir- Minning
H