Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 41

Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 41 að aldri, eftir langa og erfiða sjúkralegu. Það er mikið lán hvers fyrirtækis að fá starfsmann sem Erlu Eyjólfs- dóttur í sínar raðir. Því miður eru ekki of margir hennar líkar, svo traustur og góður starfsmaður var hún. Erla hóf störf hjá Nesti hf. fyrir tæpum 17 árum. Hún bar það með sér strax í upphafi og ætíð síðan að þar fór traustur og góður starfsmaður. Hún var sem klettur úr hafi og góður leiðbeinandi fyrir annað og nýtt starfsfólk. Alltaf til- búin að miðla unga fólkinu sem hún starfaði með af reynslu sinni, ekki aðeins á starfssviðinu heldur var hún mörgum sem móðir með hlýju sinni og góðum ráðleggingum. Með Erlu starfaði lengst af mun yngra fólk en hún sjálf en það var ekkert kynslóðabil. Hún var vinkona þess í starfi og leik, fór með því út að borða og á skemmtistaði og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Við erum þakklát fyrir að hafa haft Erlu sem starfsstúlku öll þessi ár. Hún var svo samviskusöm, dug- leg, ábyrg og heiðarleg. Alltaf tilbú- in að grípa inn í þó svo að um frídaga væri að ræða hjá henni. Hún var þægileg í viðmóti og sló gjarnan á létta strengi þegar það átti við, sýndi ósérhlífni og dugnað, mætti til vinnu þar til þrek hennar þvarr og undir það síðasta oft hel- sjúk. Oft var haft á orði, að nú hlyti allt að vera í góðu lagi þar sem Erla, húsmóðir staðarins, væri á vakt. Margt starfsfólk hefur starf- að með Erlu í gegnum tíðina. Það hefur gjarnan haldið tryggð við hana og hist í góðra vina hópi þó svo það hafi fyrir löngu hætt störf- um hjá Nesti. Að öllum öðrum ólöst- uðum ber að þakka Katrínu Björg- vinsdóttur einstaka tryggð við Erlu og þá sérstaklega í erfiðum veikind- um hennar. Það er enginn vafi að vel verður tekið á móti Erlu í húsi Drottins, svo vel hefur hún skilað sínu starfi hér á þessari jörð. Við kveðjum Erlu með söknuði og þökkum samstarfið af alhug. Vottum fjölskyldu hennar, sem hún unni svo mjög, okkar dýpstu samúðar. Sonja, Erla, Guðfinnur. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari. Afmælis- og styrktartón- leikar í Listasafni Siguijóns í ÞESSUM mánuði eru liðin tvö ár frá vígslu Listasafns Sigur- jóns Olafssonar í hinum endurbyggðu húsakynnum safnsins í Laugarnesi. Safnið hefur frá upphafi leitast við að tengja mynd- Iist Siguijóns við aðrar listgreinar og hefur staðið að tón- skálda- og bókmenntakynningum auk fjölda tónleika. í tilefni af þessum tímamótum verður efnt til sérstakra afmælis- og styrktartónleika í safninu næst- komandi sunnudag kl. 20.30. Þar munu Hlíf Siguijónsdóttir fiðlu- leikari og David Tutt píanóleikari flytja sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debyssy, Jón Nordal og César Franck. A efnisskrá er einnig Notturno V eftir Jónas Tóm- asson sem hann samdi fýrir þau Hlíf og David, en verkið frumfluttu þau á Isafirði sl. fimmtudagskvöld. Hlíf Siguijónsdóttir lauk einleik- araprófí í fiðluleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1974 undir handleiðslu Björns Ólafsson- ar. Þaðan lá leið hennar vestur um haf og stundaði hún nám í fiðlu- leik í Bloomington í Indiana, Tor- onto og Banff í Kanada. Síðan þá hefur hún starfað víða, m.a. á ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og Sviss. Undanfarin ár hefur hún verið búsett í Reykjavík og tekið virkan þátt í margs konar tónlist- arflutningi auk þess sem hún kenn- ir fiðluleik við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. David Tutt er fæddur í Kanada, en hann er nú búsettur í Sviss. Hann stundaði píanónám í heima- landi sínu og í Bloomington í Indi- ana í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viður- kenninga fyrir píanóleik sinn. David hefur komið víða fram sem einleikari, hérlendis og beggja vegna Atlantshafsins, meðal ann- ars með sinfóníuhljómsveit ung- verska útvarpsins í Búdapest, og sinfóníuhljómsveit Calgary, Edmonton, Toronto o.fl. Hlíf og David eru íslenskum tónlistargestum að góðu kunn því þau hafa oft leikið saman áður í Reykjavík, á ísafirði og víðar. A tónleikunum mun tónlistar- gestum gefast kostur á að skrá sig í stuðningsmannahóp Lista- safns Siguijóns, en safnið hefur ávallt notið stuðnings almennings, sem á dijúgan þátt í uppbyggingu þess. Tónleikar þessir verða endur- teknir þriðjudaginn 30. október nk. kl. 20.30. (Frcttatilkynning) t Móðir okkar, amrna og langamma, SNJÓFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 4, Vík i Mýrdat, sem lést 15. október, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardag- inn 27. október kl. 13.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er góðfúslega bent á Víkurkirkju. Sigurbjörg Björnsdóttir, Birna F. Björnsdóttir, Helga E. Hermannsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Ragnar Ólafsson, og barnabarnabörn. Jóna Björnsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, SigurðurÆ. Harðarsson, Steinunn Sigvaldadóttir t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA EYJÓLFSDÓTTIR, Engjaseli 84, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 26. októ- ber, kl. 10.30. Viðar Magnússon, Bettý Guðmundsdóttir, Reynir Magnússon, Magnea Aradóttir, ívar Magnússon, Sigrún Kjærnested, Smári Emilsson, Nanna K. Magnúsdóttir. Gyða Eyjólfsdóttir, Svana Eyjólfsdóttir, Trausti Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir og tengdamóðir, LILJA SIGFÚSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, Eyjaholti 6, Garði, sem lést 15. október, verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugar- daginn 27. október kl. 13.30. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, Brynja Pétursdóttir, Árni Pétursson, Herbjört Pétursdóttir, Ósk Pétursdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Jóna Pétursdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðni Þór Ólafsson, Björn Hólmsteinsson, Jóhann Jónasson, Þórdís Guðmundsdóttir, Sigurgeir Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkur langar til að minnast elskúlegrar vinkonu okkar og starfsfélaga, Erlu Eyjólfsdóttur, sem andaðist á Landspítalanum 20. október eftir erfið veikindi. Ávallt bar Erla sig vel og var það henni mikils virði að fá að halda sínu starfi þrátt fyrir veikindi sín. Aldrei kom sá dagur að Erlu vant- aði í vinnu öll þessi ár, hvernig sem viðraði og gátum við því ávallt treyst á hana. Ógleymanlegar eru þær vinnustundir sem við áttum með Erlu. Hún var elsti starfskraft- urinn í Nesti á Ártúnshöfða og það var aðdáunarvert hvað hún hélt öllu í röð og reglu af miklum dugnaði og samviskusemi enda litum við allar upp til hennar. Það lýsti henn- ar innri manni hvernig hún fór með eigur sínar og til að mynda var bíllinn hennar alltaf nýpússaður og fínn svo unun var að horfa á hann út um gluggan í Nesti. En þó að við værum allar yngri skipti aldursmunurinn ekki máli, enda var Erla alltaf ein af okkur. Ósjaldan hækkaði Erla i útvarpinu og söng og dansaði og kom öllum í kringum sig í gott skap. Hún hafði yndi af söng og hlustaði mik- ið á Frank Sinatra og eitt af eftir- lætis lögum hennar var „My way“ og eigum við ljúfar minningar með henni og því lagi. Oft fórum við út að skemmta okkur og alltaf var Erla hrókur alls fagnaðar. Við vinkonurnar munum minnast Erlu með söknuði og þökkum henni fyrir allar ánægjulegu og skemmti- legu samverustundimar sem við áttum saman. Sendum sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Gamlir starfsfélagar í Nesti, Ártúnshöfða. Kata, Daniela, Lizzý, Villa, Kata R, Bára, Tóta, Erla H., Guðrún T., Birna og Guðbjörg G. + Systir mín, mágkona og frænka, ODDBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hátúni 10, verður jarðsungin í dag, föstudaginn 26. október kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Kristín L. Guðjónsdóttir, Ragnar Þ. Guðlaugsson, Guðjón Ragnarsson, Hanna G. Ragnarsdóttir, Halldóra G. Ragnarsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs sonar okkar, unnusta, bróður, mágs og tengdasonar, KARLS JAKOBS HINRIKSSONAR, sem lést af slysförum 13. október sl. Guð blessi ykkur. Svava Karlsdóttir, Hinrik Elfn Karítas Bjarnadóttir, Pálína Hinriksdóttir, Svavar Ásmundsson, Þórunn H. Sigurðardóttir, Bjarni Bogason. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Ásbyrgi. Upplýsingar í síma 91-687111. fíÚTEL ígiLANP Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Vid höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir > allt að 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, * brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, * rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK SIM1. 9 1 - 2 2 3 2 2 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS BJÖRGVINS JÓNSSONAR frá Hafnarhólmi, Ásabraut 5, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 14 G á Landspítalan- um fyrir góða og hlýlega umönnun. I Sigríður Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU SVEINSDÓTTUR frá Kirkjubæ. Vaka Sigurjónsdóttir, Máni Sigurjónsson, Frosti Sigurjónsson, Fjalarr Sigurjónsson, Bergþór Sigurðsson, Kristín I. Tómasdóttir, Guðrún Valgarðsdóttir, Beta Einarsdóttir, Sigríður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.