Morgunblaðið - 26.10.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 26.10.1990, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 „ l/i£ i/HJum fci éitthyab fer veJ vi<5 be.ppit>. Efgia eitthvaÍF rne% bruruxble ttiirn ? " sem þú segir mér getur verið notað gegn þér. Með morgunkaí'iinu Ég sting upp á að við spil- um handbolta ... HOGNI HREKKVISI 'NEí / ÉC3 SENDI Eicto Ern/S. Plzzo PVfZlR. PiGi11 Guðmund Magnússon í 6. sætið Til Velvakanda. Þessa dagana er mikið talað um þörfina á því að ungt fólk eignist fulltrúa í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Það er bent á það að fólk á aldrinum 18-35 ára sé helmingur kjósenda en eigi engan fulltrúa í röðum sjálfstæðismanna á Alþingi. Ég held að rétt sé að taka tillit til þessa í komandi prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að það sé rétt sem sagt er að framboðslisti flokksins verður ekki trúverðugur ef fulltrúi ungs fólks er þar ekki í ör- uggu sæti. Ég álít að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur sé góður fulltrúi unga fólksins á Alþingi. Mér hafa líkað skrif hans á undanfömum árum og allir eru sammála um að hann var röggsamur sem kosningastjóri Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórnar- kosningunum í vor og þar á undan sem aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunnarssonar í menntamálaráðu- neytinu. Ég ætla að kjósa Guðmund í 6. sætið í prófkjörinu og hvet sjálfstæð- ismenn í Reyjavík til að gera hið sama. Ég er sannfærður um að hann verður góður fulltrúi flokksins á Al- þingi. Þórður Pálsson --------------- JAKKAR Tveir jakkar voru teknir af stól- bökum föstudagskvöldið 19. október. Annar er úr svörtu sléttu fiaueli með stórru hettu og kraga. Hann er tek- inn saman í mitti með teygju og á honum eru fjórir vasar, tveir niðri og tveir bijóstvasar, Jakkinn er hálf- síður. Hinn jakkinn er gulgrænn ullar- jakki hnepptur með tölu að innan og utan og hann ér tekinn saman í mitti með belti og er með jakkafata- sniði. Þær eða þeir sem tóku jakkana. eru vinsamlegast beðin að skila þeim á Tvo vini og annan í fríi. Þessir hringdu .. Styðjum Guðmund H. Garðarsson Jóhann Guðmundsson hringdi: „ Ellílífeyrisþegar. Gætum kjara okkar með því að kjósa Guðmund H. Garðarsson í öruggt þingsæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Við þörfnumst mál- svara þegar Framsóknarflokkur- inn ætlar að ráðast á kjör okkar. Hvað skyldi þeim Guðmundi Bjarnasjmi og framsóknarráð- herrunum þykja ef þeir ættu að verða fyrir tekjuskerðingu við 62.500 krónur? Burt með bola- brögð Framsóknar - kjósum á þing þá sem bera hag okkar fyrir brjósti, þá sem eru málsvarar ellil- ífeyrisþega." Ættu að fá frest Eldri borgari hringdi: „Okkur er gert að greiða raf- magnsreikninginn 5. hvers mán- aðar en tryggingabæturnar koma ekki fyrr en hinn tíunda. Eldra fólk hefur ekki úr miklu að spila. Mér finnst að þeir sem eru komn- ir á eftiraunaaldur ættu að fá frest til að greiða rafmagnsrein- inginn fram til tínunda hvers mánaðar." Góð þjónusta hjá Flugleiðum Farþegi hringdi: „Ég var að koma frá Bandaríkj- unum 11. október og vil þakka Flugleiðum fyrir ánægjulegt flug heim. Ahöfnin var sérstaklega elskuleg og þjónustan öll til fyrir- myndar. Ég var búin að vera í Bandaríkjunum í sex vikur og varð vör við að þar hafa Flugleið- ir sérstaklega gott orð á sér. Þar er fyrirtækið þekkt fyrir elskulegt viðmót starfsfólks og góðan viður- gjörning í flugvélunum. Við get- um verið stolt af þessu íslenska fyrirtæki.“ Of seint á dagskrá Ólöf hringdi: „Þáttur Jónasar Jónassonar á föstudagskv ætti að vera fyrr á dagskrá, hálftíma eða klukkutíma fyrr. Margt eldra fólk sem vill gjanan hlusta á þáttinn getur ekki haldið sér vakandi svona lengi frameftir.“ Ullarjakki Köflóttur ullaijakki með silfur- nællu tapaðist fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 676204. Svefnpokar Tveir svartir plastpokar duttu af bíl á leið frá Sauðárkróki að Vatnsdalshólum um verslunar- mannahelgina. í þeim voru tveir bamasvefnpokar, annar skræp- óttur en hinn grár og hvítur, barn- asæng og koddar, og tvær dýnur. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja i síma 98-22776. Stutt morgunleikfimi H.S. hringdi: „Ég er óánægð með breyttan tíma á Morgunleikfimi Halldóru Bjömsdóttur hjá Ríkisútvarpinu. Þá hefur þátturinn verið styttur og vil ég fara þess á leit að hann verði lengdur á ný.“ Köttur Ungúr högni, svartur með hvít- ar loppur, bringu og trýni og hvít- an topp á rófu fór að heinam frá Langagerði fyrir nokkru. Hann var með græna ól. Vinsamlegast hringið í síma 686827 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Hjól Nýlegt Superia hjól er í óskilum. Upplýsingar í síma 30803 Páfagaukur Grænn páfagaukur tapaðist frá Fannafold sl. sunnudag. Vinsam- legast hringið í síma 675461 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Víkverji skrifar Víkveiji hitti á dögunum hesta- mann, sem varð tíðrætt um Reiðhöllina í Víðidal, en hún er nú í eigu banka og til sölu. Þessi mað- ur sagðist álíta að Reykjavíkurborg ætti að kaupa húsið og fá hesta- mönnum það til að reka. Nefndi hann til að reiðmennska væri nú komin inn í skólakerfið og reiðskól- inn til húsa í Reiðhöllinni, þannig að nauðsynlegt væri að húsið yrði áfram til þeirra nota að vetrinum. Vandræðalaust ætti að vera að halda uppi starfi að sumrinu, því svo væri ásóknin mikil í reiðnám- skeið, sem haldin eru að sumar- lagi, m.a. á vegum Reykjavíkur- borgar, að hvergi kæmust allir krakkar að sem vildu. Auk þessa mætti svo selja hesta- mönnum æfingatíma í húsinu og halda þar reiðsýningar og fleiri skemmtanir fyrir almenning. Vafalaust mætti tína til fleiri hluti til þess að halda uppi mjög öflugri hestamennsku í Reiðhöllinni og sagði viðmælandi Víkveija það stórmál, að ekki kæmi önnur og óskyld starfsemi þarna inn. Von- andi sæju borgaryfirvöid sér fært að koma til liðs við hestamenn með þessum hætti og ekki minni ákveðni en þegar þau góðu heilli gátu boðið Hundaræktarfélagi Islands til af- nota hús, sem borgin hafði keypt. Stundum verða skrif Víkverja lesendum tilefni til bréfa- skrifta. Víkveiji sagði á laugardag- inn frá nýrri gerð af músagildrum, sem danskur verkfræðingur hefur gert. í þessum pistli nefndi Víkveiji Músavinafélagið á nafn og nú hefur honum borist orðsending frá því félagi, sem er til húsa á Grettisgötu 40b í Reykjavík. í tilefni dagsins birtir Víkveiji þessa orðsendingu , alla: „í grein Víkveija 20. október sl. var minnst á Músavinafélagið og markmið þess að kvelja ekki skjól- stæðinga okkar til bana þótt þeir villist inn í frátekin hýbýli okkar mannanna. (Hver á annars hvað frátekið hér í þessum heimi?) Músavinafélagið hefur langt ára- bil beitt sér gegn hvers kyns eitur- herferðum gegn þessum ferfætling- um af hálfu okkar viti bornu frænd- systkina þeirra hér í þróuninni. Einnig hefur félagið lagst gegn hvers kyns kvalafullum músagildr- um sem menning okkar hefur því miður komið sér upp gegn þessum samborgurum okkar. Þess í stað hefur félagið staðið fyrir innflutningi á mannúðlegum músalokum til nota handa hveijum þeim sem er svo vinsæll af skjól- stæðingum okkar að hafa fengið heimsókn þeirra inn á heimilið leng- ur en góðu hófi gegnir stundum. Músalokur þessar eru þannig úr garði gerðar að þetta eru glær pínumúsahús með loftræsti- götum á sem mýsnar lokast inni í þegar þær renna á góðgætið inni í þeim. Þeim verður aidrei meint af innilokuninni og er þá ekkert annað að gera en að fara með lokuna úr í móa og hella úr henni þar. Músalokurnar eru einnig þannig úr garði gerðar að ef um börn eða unglinga er að ræða á heimilinu er auðvelt að koma músamatnum þannig fyrir í lokunni að þegar út er komið og plastspjaldið er dregið frá matnum étur músin sig út í gegnum matinn og er fijáls ferða sinna eftir máltíðina. Krakkar hafa yfirleitt mjög gaman af að sjá þessi minnstu spendýrasystkin okkar dunda við að éta sig út í frelsið aftur. Músavinafélagið selur eða leigir hveijum þeim sem lenda í að fá svona heimsóknir inn til sín svona músalokur á vægu verði og hvetur alla sem lenda í þessum skemmti- legu heimsóknum að hafa samband við Músavinafélagið og fá mannúð- legar lokur hjá félaginu hvenær ársins sem er, svo skemmtilegur og farsæll endir verði á þessum annars alltof sjaldgæfu samskiptum okkar við hagamýs og húsamýs landsins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.