Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 50

Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 Leikur nn. 6: Notth. Forest - Tottenham í beinni utsendingu kl. 14°“ á laugardaginn. ekki bara heppni Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 Sigurður Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri næstu þijú árin. Hér er Sigurður ásamt syni sínum, Lárusi Orra, sem lék með Þór á síðasta keppnistímabili eins og faðir hans. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Sigurður gerði þriggja ára samning við Þór Kjartan Másson og Guðjón Ólafsson taka við Keflavíkurliðinu SIGURÐUR Lárusson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Akureyrarliðið Þór, sem féll niður í 2. deild sl. keppn- istímabil. „Við erum mjög án- ægðir með að fá Sigurð til starfa sem þjálfara," sagði Sig- urður Arnórsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. etta er tímamótasamningur, sem gerir það að verkum menn hætta að hugsa um eitt ár í einu, heldur getur Sigurður einbeitt sér að því að hugsa um FráReyni lengri tíma í upp- Eiríkssyni byggingu liðsins.,“ áAkureyri sagði Sigurður Ar- nórsson. Sigurður Lárusson var einnig ánægður með samninginn og sagð- ist líta björtum augum á fram- tíðina. „Ég fæ meira starfsöryggi og betri tíma til að vinna við þann- ig kringumstæður. Ég mun ræða við þá leikmenn sem léku með Þór, en ég veit ekki betur en allir þeir sem léku með Þór í sumar verði áfram næsta keppnistímabil. Það eru margir efnilegir leikmenn að koma upp hjá Þór sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni,“ sagði Sigurður Lárusson. Kjartan og Guðjón á ný til Kef lavíkur Keflvíkingar hafa ráðið Kjartan Másson og Guðjón Ólafsson sem þjálfara næstu tvö keppnistímabil. Kjartan var þjálfari ÍK, en þeir fé- lagar þjálfuðu saman Reyni í Sand- gerði fyrir nokkrum árum. Þess má geta að þeir sáu einnig um þjálf- un Keflavíkurliðsins um tíma 1988, eða þegar Keflvíkingar létu enskan þjálfara fara á miðju keppnistíma- bili. ífiRÚmR FOI_K ■ V-ÞÝSKA landsliðið í hand- knattleik varð sigurvegari í fjögurra þjóða móti í Þýskalandi um sl. helgi. Þjóðverjar unnu Dani, IIBHHHi 27:20, og Tékka, FráJóni 21:20, en gerðu Halldóri jafntefli, 24:24, við . Garöarssyni Júgóslavi. V- i Þýskalandi Þýskaiand fékk fimm stig, Júgóslavía fjögur, Tékkóslóvakía þrjú og Danmörk ekkert. ■ Þjóðveijar tefldu fram sínu yngsta liði frá upphafi, en meðalald- ur leikmanna er 22,4 ár. Leikmenn eins og Fraatz frá Essen, Schöne og Fitzek hafa misst sæti sín, enda verið að byggja upp landslið fyrir Ólympíuleikana í Bracelona 1992. ■ Þjóðverjar tefla fram liði sam- einaðs Þýskalands í handknattleik í fyrsta skipti í nóvember, en þá hafa þeir boðið þremur þjóðum, Sovétmönnum, Svíum og Rúmen- um á mót í Þýskalandi. ■ NORSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Tore Andre Dahlum, 22 ára, hefur verið orðaður við Stuttgart.. Hann leikur með Start í Noregi. ■ BAYERN Miinchen vill ekki lána skoska landsliðsmanninn Alan Mclnally til Hamburger, en aftur á móti vill félagið ekki selja hann þangað. Mclnally Vogts ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, er mjög ánægður með Manfred Binz, varnarleikmann Frankfurt, sem stóð sig svo vel í landsleik gegn Svium á dögunum.' Talið er að Binz, sem er 25 ára, sé framtíðar „sweeper“ þýska landsliðsins og er sagt að hann líkist Franz Beckenbauer. ■ JÚRÍ Sedykh, heimsmethafi í sleggjukasti, hefur í hyggju að enda keppnisferilinn í Frakklandi með Parísarliðinu Racing club de Fran- ce. Þetta kom fram í franska blað- inu L’Equipe og þar sagði einnig að Sedykh hefði verið stöðvaður á landamærunum fyrir skömmu er hann var á leið til Parísar til að skrifa undir samninginn. Hann var ekki með vegabréfsáritun en er væntanlegur til Parísar innan tveggja vikna til að skrifa undir. Mánaðarlaun hans verða um 130 þúsund ÍSK, auk þess sem hann fær íbúð og þíL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.