Morgunblaðið - 31.10.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
VEÐUR
Flugfélag Norðurlands:
Flogið fjórum sinnum
í viku til Keflavíkur
Álver á Keilisnesi:
FLUGFÉLAG Norðurlands hf. hefur ákveðið að hefja flug fjórum
sinnum í viku í byijun apríl á næsta ári á flugleiðinni Akureyri-
Keflavík. Flugfélagið heldur jafnframt uppi áætlunarflugi frá
Ólafsfirði til Reykjavíkur.
Flugfélagið ætlar að nota Fair-
child Metro 3 vélar í þetta flug
en félagið hefur haft flugleyfi á
þessari leið í tæpt eitt ár. Það
hefur staðið þessu flugi fyrir þrif-
um að ekki hefur verið aðstaða
fyrir innanlandsflug í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, að sögn Sigurð-
ar Aðalsteinssonar, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Norðurlands.
Hann sagði að vonir stæðu til að
aðstöðu fyrir innanlandsflug yrði
komið upp á flugvellinum á næst-
unni.
„Farþegum verður ekið frá flug-
vélinni að húsinu og öfugt. Það
helgast af því að við komum til
með að hafa stæði yst við ranann
en farþegamir ganga beint út úr
brottfararsalnum á jarðhæð og
koma aldrei inn á tollsvæðið. Þessi
leið er of löng fyrir farþeganna
svo þeim verður ekið að flugvél-
inni,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að i brottfararsaln-
um væri nokkurs konar innsalur
þar sem engin starfsemi færi nú
fram og þar væri ráðgert að koma
upp innritunarborðum og biðsal
fyrir farþega í innanlandsflugi. I
komusal verður samskonar að-
stöðu komið upp, að sögn Sigurð-
ar. Þar verður komið fyrir færi-
bandi fyrir farangur og farþegar
eiga greiða leið út á bílastæðin.
„Við vonum að þetta flug verði
nýtt af farþegum á leið til og frá
útlöndum og frá Suðumesjum. Það
er töluverð umferð milli Suður-
nesja og Eyjafjarðarsvæðisins,"
sagði Sigurður.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Víðdælskir gangnamenn á leið í loftið með Magnúsi Ólafssyni bónda. Talið frá vinstri: Magnús Ólafs-
son, Sveinsstöðum, Sigurbjartur Frímannsson, Sólbakka, Grétar Árnason og Ragnar Gunnlaugsson,
Bakka.
dalnum með Magnúsi til leitar á
Víðidalstunguheiði. Eins og fyrr
segir fundust fjórar kindur fram
við Arnarvatn og auk þess sagði
Magnús Ólafsson að þeir hefðu
fundið eina hvíta tófu og töluvert
af ijúpu. Magnús Ólafsson sagði
ennfremur að leitarflugið færi
þannig fram að hann benti leitar-
mönnum á jörðu niðri hvar kindurn-
ar væri að finna og sparaði það oft
mörg sporin. Jón Sig.
Blönduósi.
ÞAÐ færist stöðugt í vöxt að
bændur taki í þjónustu sína flug-
vélar til að fara í eftirleitir. Þetta
á a.m.k. við í Húnavatnssýslum
og síðast í gær var farin ein eftir-
leitarferð á Víðidalstunguheiði
og fundust fjórar kindur fram
við Arnarvatn.
Magnús Ólafsson bóndi og flug-
maður á Sveinsstöðum í Þingi hefur
stundað svona leitarflug til nokkura
ára á Grímstungu- og Haukagils-
heiði sem er afréttur bænda í
Sveinsstaða- og Áshreppi í A-Hún.
Magnús sagði að þessi aðferð við
leit að sauðfé færi vaxandi og síðast
í gær fóru þrír bændur úr Víði-
VEÐURHORFUR I DAG, 31. OKTOBER
YFIRLIT í GÆR: Milii Færeyja og Suður-Noregs er 974ra mb lægð
sem þokast norður, en 1023ja mb hæð yfir Norðaustur-Grænlandi
þokast austur. Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er grunnt lægð-
ardrag sem þokast austur.
SPÁ: Norðaustan átt, víðast gola eða kaldi en þó líklega allhvasst
suöaustan lands. Éljagangur frá norðanverðum Vestfjörðum austur
á Austfirði en léttskýjað suðvestantil. Vægt frost norðvestantil á
landinu en allt að 5 stiga hiti á Suðausturlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG:Norðanátt, víðast fremur hæg. Smáél
um landið norðanvert en bjart veður syðra. Frostlaust að deginum
sunnanlands en annars vægt frost.
HORFUR Á FÖSTUDAG:Hæg breytileg átt. Víðast hvar léttskýjað
og talsvert frost inn til landsins.
N: /, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 1 Hitastig:
0 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar • Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V
er 2 vindstig. * V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / — Þokumóða
Hálfskýjað * / * ? Súld
Skýjað r * r * Slydda / * / oo Mistur
* * * -4- Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma •* * * K Þrumuveður
Forstjóri og yfirmenn
yæntanlega íslenskir
„STARFSLIÐ þessa fyrirtækis verður að öllum líkindum alíslenskt,"
segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um fyrirhugað álver Atlantsál-
hópsins. Ráðherra segir að þetta hafi komið fram í viðræðum hans
við forsvarsmenn álfyrirtækjanna sem fylgi þeirri stefnu að ráða
eingöngu innlenda menn til starfa í þeim löndum sem reist hafa
álver á þeirra vegum, þ.á.m. í allar yfirmannastöður. Þetta þýði þá
einnig að yfirmenn og forsljóri álvers á Keilisnesi verði að öllum
likindum íslendingar.
m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 úrk.fgrennd Reykjavfk 5 hálfskýiað
Bergen 6 skúrásíð.klst
Helsinki 5 alskýjaö
Kaupmannahöfn 10 léttskýjað
Narssarssuaq 4-2 snjókoma
Nuuk +0 skýjað
Osló 8 skýjað
Stokkhólmur 8 skúrásíð.klst.
Pdrshöfn 9 alskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 11 skúr
Barcelona 24 heiðskfrt
Berlín 7 skýjað
Chicago vantar
Feneyjar vantar
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 7 skúr á síð.klst.
Hamborg 8 skýjað
Las Palmas 24 skýjað
London 14 léttskýjað
Los Angeles 1S heiðskirt
Lúxemborg 8 skýjað
Madríd 19 hálfskýjað
Malaga vantar
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal +1 skýjað
NewYork vantar
Orlando 16 skýjað
ParÍ8 12 hálfskýjað
Róm vantar
Vín 12 skýjað
Washíngton 2 heiðskfrt
Winnipeg +0 heilðskfrt
Iðnaðarráðherra sagði að í fyrir-
liggjandi samningsdrögum væri að
finna skilmála um forgang inn-
lendra aðila að verktöku og þjón-
ustu við byggingarframkvæmndirn-
ar og á rekstrartímanum. Hins veg-
ar mætti reikna með að allt starfs-
lið fyrirtækisins, sem verður stofn-
að. um rékstur álversins verði
íslenskt. „Aðstandendur Atlantsáls
hafa sagt mér að það sé þeirra
stefna að hafa innlenda menn í yfir-
mannastöðum. Ég veit að þeir hafa
haft þetta að leiðarljósi í Kanada
og fleiri löndum þar sem fyrirtæki
í þeirra eigu eru starfrækt,“ sagði
ráðherra.
ekki er búist við að farið verði
að huga að ráðningu yfirmanna
álvers fyrr en búið er að undirrita
aðalsamning um byggingu þess og
stofnun Atlantsál hf., sem áætlanir
gera ráð fyrir að geti orðið í mars
á næsta ári. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins liggur fyrir óform-
legt samkomulag um að Islendingar
skipi allar yfirmannastöður álvers-
ins.
Miklaholtshreppur:
Hlýtt sumar kveður
Borg, Miklaholtshreppi
HLYTT og á margan hátt gjöf-
ult sumar hefur nú kvatt. Síðustu
dagar þess sumarauki, var með
hlýjum dögum 7 til 11 stiga hita.
Eftirmæli sumarsins gætu verið
á þann veg, vorið og sumarið
komið á réttum tíma. Áfallalaust
vor og hlýtt sumar. Grasvöxtur
mikill og heyfengur víða í besta
lagi og garðávextir í ágætu lagi.
Dilkar komu feitir af fjalli. Marg-
ir tala um heldur léttari dilka enn
í fyrra, þar sem áður þótti upphefð
að eiga stóra þunga og feita dilka
er nú verðfellt. Slíkir eru nú bragð-
laukar margra neitenda að fitan
má ekki prýða falleg dilka föll án
verðfellingar. Nokkuð virðist vanta
af fé frá því sleppt var á fjali í
vor. Er það óskiljanlegt því veður
hafa verið hagstæð og áfallaus að
mestu til þessa dags hér um slóðir.
Meðalvikt dilka segir ekki allt
um vænleikann heldur hvað hver
ær skilar eigenda sínum af kjöti.
Hjá Helga Guðjónssyni bónda í
Hrútsholti skilaði ein af hans ám
52 kg af kjöti. Gjöra aðrar betur.
Þessi ær bar þó á eðlilegum tíma
í vor. Fyrstu dagar vetrarins hér
hefur verið hvöss norð- austan átt
en 4 til 6 stiga hiti.
- Páll
Reykjavík- Húsavík:
Fjögnr flug-
félög sækja
um flugleiðina
FJÖGUR flugfélög hafa sótt um
flugleiðina Reykjavík-Húsavík.
Flugfélag Norðurlands hf., Arnar-
flug innanlands hf. og Flugtak hf.
sóttu um 20% af áætlunarflugi á
þessari flugleið en Flugleiðir hf.
sóttu um að halda flugleiðinni
áfram óskertri.
Umsóknirnar verða bornar undir
Flugráð og væntanlega verður ieitað
eftir afstöðu Húsvíkinga til þeirra.
Ekki er reiknað með flugleiðinni
verði úthlutað fyrr en í síðari hluta
nóvembermánaðar.
Fljúgandi smalar á Blönduósi
i
í
C
c.
m
Q
i
m
€
1
C'
4