Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
né vitna til þeirra nema með leyfi
höfundar.
Safninu hafa borist fjölmargar
ágætar bókagjafir, þar á meðal
nokkur einkabókasöfn. Hið stærsta
þeirra og verðmætasta er bókasafn
Benedikts S. Þórarinssonar, kaup-
manns í Reykjavík, sem hann ánafn-
aði háskólanum 1935 og afhent var
eftir lát hans 1940. Þetta er ein-
stakt safn íslenskra bóka, tímarita,
blaða og ýmiss smælkis, alls um
8.000 bindi. Rit úr Benediktssafni
eru ekki lánuð út.
Undanfarið hefur safnið keypt
nokkuð af efni á myndböndum og
snældum, og er það geymt á lestrar-
sal og lánað í þijá daga í senn. Má
þar nefna sem dæmi leikrit Sha-
kespeares, úrval af spænskum kvik-
myndum auk kennsluefnis í ýmsum
greinum.
Safnið hefur einnig nýlega eign-
ast nokkrar skrár á geisladiskum
(CD-ROM), sem geymdar eru í af-
greiðslu- og spjaldskrársal, þ. á m.
skrár um bækur og tímarit, sem
fáanleg eru til kaups í helstu við-
skiptalöndum okkar, alfræðirit
Grolier og skrár í félagsvísindum.
Leit á geisladiskum fer fram við
tölvuskjá, og eru bókaverðir notend-
um til aðstoðar eftir þörfum.
Hvenær er safnið opið?
Yfir vetrarmánuðina er safnið
opið kl. 9-19, en í júní, júlí og ágúst
kl. 9-17. Lokað er á laugardögum
og sunnudögum allt árið. Sjálft lestr-
arrýmið í lestrarsalnum á 2. hæð
er hins vegar opið kl. 8-22 alla daga
vikunnar eins og flestar lesstofur
háskólans.
Fyrir tuttugu árum samþykkti
Alþingi að þjóðin skyldi eignast bók-
hlöðu, og eftir nokkur ár flyst safn-
ið ásamt Landsbókasafni í nýju
bygginguna á Melunum. Þá verður
vonandi hægt að byggja upp öflugt
bókasafn með rýmri opnunartíma
og aðgangi að ritum, sem nú eru í
lokuðum geymslum. Þá fyrst verður
hægt að bjóða þjóðinni upp á þá
þjónustu, sem hún á skilið.
Höfundur er bókasafnsfræðingur
ogstarfar við upplýsingaþjónustu
ogafgreiðslu í Háskólabókasafni.
Dæmigerður tímahraksleikur.
Karpov heldur jafntefli í endataflinu
eftir 32. exf6 — gxf6 33. Dxc7 —
Dd6+ 34. Dxd6 — Hxd6. Af þeim
sökum víkur Kasparov kóngnum
undan hugsanlegri leppun en gætir
þess ekki að í mörgum tilfellum
stendur kóngurinn verr á hl.
- Dc5! 33. exf6 - gxf6 34. Bb3 -
Rd5 35. Dh4 - Kg7 36. Hdl?
36. Hf3 var sjálfsagður leikur sem
svartur svarar með 36. — De7. Fær-
in vega líklega jafnt að þeirri stöðu.
Taflmennska heimsmeistarans er á
hinn bóginn óþekkjanleg og hann
má einungis þakka gæfunni að ekki
fór verr.
- c6 37. Hd4?? - Dxc3 38. Hg4+
- Kh8 39. Bxd5 - Dal+ 40. Kh2
- De5+
Kasparov lék biðleik. 41. Khl
væri svarað með 41. — Hxd5! og
máthótun á dl gerir aðstöðu hvíts
vonlausa. Líklegasta áframhaldið er
því 41. hg3 — cxd5 42. Dg4! — De7
43. Dd4. Vinningsvon Karpovs bygg-
ist á framrás frípeðanna en þrátt
fyrir viðurkennda snilld hans i slíkum
töflum gera peð hans vinningstil-
raunir mjög erfiðar. Jafnteflismögu-
leikar Kasparovs hljóta því að teljast
meiri en vinningsvon Karpovs í bið-
skákinni, sem tefld verður aðfara-
nótt miðvikudags að íslenskum tínia.
Mióasala og
borðapantanir í
síma 687111.
Sny rtilegur
klæðnaður,
geymum galla-
f atnaðinn heima
Glæsilegur
9 rétta matseóill
Forréttir:
Regnbogafiskipaté
Tærfjallasúpa með
fuglakjöti
Sérrýlöguð
rjómasveppasúpa
Aðalréttir:
Lambadrottning með
lyngberjasósu
Soðið laxafiðrildi
!Austurlenskur kjötréttur
með súrsætri sósu
Eftirréttir:
Mózart ís
Jarðarberjarjómarönd
með jarðarberjum
Kaffi með konfektköku
Glæsilegur Skrjabín og Rachmaninoff
Tónlist
Ragnar Björnsson
Fyrstu tónleikar EPTA — Evr-
ópusambands píanóleikara — á
starfsárinu 1990-91 voru haldnir í
Islensku óperunni sl. mánudag.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó-
leikari reið á vaðið með tvo glæsi-
lega fulltrúa rússneskrar píanó-
hefðar, þá Skijabín og Rachmanin-
off, sem auk þess að vera nokkurn
veginn jafnaldrar, voru báðir nem-
endur í Konservatóríinu í Moskvu,
og báðir voru þeir dáðir píanóleikar-
ar, annar í Rússlandi, hinn einnig
utan Rússlands. Hljómaveröld þess-
ara tveggja höfunda fangar áheyr-
andann, og þá ekki síður litauðgi
Skijabíns. Myndir rússnesku slétt-
unnar birtast í einu vetfangi, rúss-
neskt þunglyndi þrýstir manni inn
í rás sögunnar, hjarnið er heimur
dansarans og allt flýtur þetta í blóði
morða, svika, ótta og ásta, þar sem
hjartað slær heitast í dauðanum,
því dauðinn er sigur þess sem er
eilíft. Þetta er sú rússneska þjóðar-
sál sem sumir þeir sem tækifæri
fá til að gista Rússland nokkrum
sinnum fá að kynnast. Þessar
myndir lætur Þorsteini Gauta sér-
Fundur um aðild
Islands að EB
lega vel að túlka, — hvernig svo
sem á því stendur. Það er ekki oft
að maður heyri aðra en Rússa skila
innihaldi þessarar tónlistar, en fyrir
Þorsteini hafa dyrnar verið opnað-
ar. Tækni hefur Þorsteinn til þess
að skila undarlegri en magnaðri
fimmtu sónötu Skijabíns og innsæi
til þess að túlka furðusýnir etíðna
hans, og úthald til þess að bæta
við 9 Etudes — tableaux op. 39
eftir Rachmaninoff, sem hann spil-
aði margar glæsilega. Víst má leika
þessi verk, eins og reyndar öll önn-
ur — á margan annan veg en Þor-
steinn gerði, t.d. mætti leika, sér-
staklega Rachmaninoff-etiðurnar,
með minni pedal og þar með e.t.v.
enn tærar, p- og mp-spil hans er
oft mjög áhrifaríkt, en fyrir kemur
að fortespilið verður svolítið gróft
og þá frekar að áslátturinn í forte-
spili vinstri handar mætti vera hnit-
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
miðaðri á stundum. En þrátt fyrir
ágætan samruna hans við rússnesk-
an píanóstíl, mundi ég óska eftir
ströngum klassískum stíl á næstu
tónleikum, t.d. Scarlatti, Bach,
Mozart.
Alþjóðamálastofnun Háskóla
Islands gengst fyrir opnum fundi
um ofangreint efni föstudaginn
2. nóvember. Fundurinn verður
haldinn á Hótel Sögu, sal A, og
hefst kl. 13.30.
Á ráðstefnunni munu bæði fræði-
menn og stjómmálamenn fjalla um
þessa spumingu.
Jón Baldvin Hannibalsspn ut-
anríkisráðherra ræðir stöðu íslands
og Evrópusamstarfíð.
Eyjólfur K. Jónsson formaður
Evrópunefndar Alþingis: Hvers
vegna má ísland ekki ánetjast sam-
eiginlegri fiskveiðistefnu EB?
Þóður Friðjónsson þjóðhágsstjóri
ræðir um áhrif innri markaðar EB
á hagstjórn á íslandi.
Gunnar Helgi Kristinsson lektor
fjallar um áhrif íslands á ákvarð-
anatöku EB.
Guðmundur Magnússson próf-
essor nefnir erindi sitt Samstarf
Evrópuþjóða í gengismálum.
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri SÍF: Grindavíkur-
slagurinn árið 2000.
Að loknum þessum stuttu fram-
söguerindum munu ræðumenn
svara fyrirspurnum og taka þátt í
pallborðsumræðum. Ráðstefnu-
stjóri er Gunnar G. Schram prófess-
or. Fundur þessi er öllum opin.
Á Alþingi fyrir Reykjanes
MARÍA E. INGVADÓTTIR
frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna
Skrifstofa Maríu er opin aila daga frá
kl. 16-21 á Austurströnd 6, Seltjarnarnesi
Allir velkomnir
Stuðningsmenn
Símar 612520og612521
Himnasending í rokksögu
þessa lands!
MKHHll
KAFFIFILTER
GLETTIN SAGA UM SALINA HANS
JÓNS OG GULLNA LIOIÐ
a Hótel Islandi föstudags- og laugardagskvöld
Landsfrægir rokklistamenn sjá um söng, dans og hljóðfæraleik
REX
skrifstofuh úsgögn
fyrir heimilið
og fyrirtækið
AXIS AXIS HÚSGÖGN hf
SMIÐJUVEGI9, KÓPA VOGI,
SÍMI 43500.