Morgunblaðið - 31.10.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.10.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Ljóðræn viðhorf Einar Þorláksson listmálari við eitt verkanna á sýningimni í List- húsinu við Vesturgötu. Myndlist BragiÁsgeirsson Það má segja um málarann Einar Þorláksson, að hann sé einn þeirra, sem geldur fyrir ástandið í íslenzkum myndlistar- málum í dag. Gjaldi fyrir það, að hann sé hvorki nýgræðingur né kominn að fótum fram, heldur einungis virkur og starfandi í listsköpun sinni, en slíkir virðast afgangs- stærð á íslenzkum myndlistar- vettvangi og gleymdir af fjölmiðl- um, gagnstætt því sem er víðast annars staðar í heiminum. Nema þá kannski í Hong Kong og Klondyke! Þá hefur hann alltaf haldið tryggð við sígilda miðilinn, mál- verkið, hvemig sem hlutirnir hafa snúið, upp, niður eða útávið í Iist- heiminum um dagana og um frá- vik af neinu tagi hefur ekki verið um að ræða. Umsvif hans á sýningarvett- vangi hafa hvorki verið stór né mikil, síðan hann kom fyrst fram í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti árið 1962, en hinar stærri sýningar hans hafa verið nokkuð reglulegar á u.þ.b. fimm ára fresti. Einar er þó alls ekki óþekkt stærð á íslenzkum listavettvangi og hefur haft ýmis afskipti af félagsmálum og þannig verið í forustusveit Listmálarafélagsins frá stofnun þess og myndir eftir hann eru í eigu helstu listasafna þjóðarinnar. Það er hinn ljóðræni strengur, sem segja má að sé meginásinn í allri listsköpun Einars, ásamt samsetningu lita, lína og forma svo og margræð myndbyggingin — sem sagt málverkið í heild sinni og ekki snefill af öðru. í litnum er hann á heimavelli og hefur verið frá upphafi og minnist ég þess, að málarinn Jón Stefánsson benti mér einmitt á þessi einkenni hans úti í Kaup- mannahöfn veturinn 1955-56. Jón hefur reynst sannspár, því að enn þann dag í dag 35 árum seinna er liturinn sterkasta hliðin á Einari Þorlákssyni, og kemur það mjög vel fram í þeim 46 pastelmyndum, sem hann sýnir fram til 4. nóvember í Listhúsi að Vesturgötu 17. Þetta er mjög fjölbreytt sýning koma fram með nýjungar og út- færa möguleika sem þrálátur áhugi minn hefur vakið. — Ég freistast oft til að búa til myndavélar með útlitið eitt í huga. Þó er nauðsynlegt að hafa og er greinilegt að Einar hefur látið hughrif og stemmningar ráða ferðinni hveiju sinni og ber það vott um, að hér sé tilfinninga- maður á ferðinni. Nöfn myndanna benda einnig til þess, að hér sé um hinar fjöl- breytilegustu upplifanir að ræða heima sem erlendis og er því ekki langt í hlutveruleikann, þótt yfirbragð margra myndanna sé mjög sértækt (abstrakt) og á stundum alveg óhlutlægt að segja má, en þessu tvennu skal ekki ruglað saman. Nöfnin gefa einnig til kynna hughræringar listamannsins hvetju sinni, og t.d. nefnast nokkrar athyglis- verðustu myndirnar sýningarinn- ar „Hlóðstofa“ (8), „Gróðurná- lar“ (17), „Upprisa jarðlagsniðs- ins“ (35) og „Karlsbrú" (39). Allar þessar myndir búa yfir miklum myndrænum þokka og jarðrænum krafti í einfaldleika sínum og laufléttri útfærslu. Er ég ekki frá því, að þær og svipuð vinnubrögð á sýningunni opinberi öflugustu hlið Einars Þorláksson- ar sem listamanns. notagildi vélarinnar á bak við eyrað og það ræður smíðinni að mjög miklu leyti...“ Við þessa prýðilegu útlistan listamannsins á tilgangi gerða sinna er ekki miklu að bæta, þótt hægt væri að skrifa langa grein um aðferðina og möguleika hennar, en slíkt á ekki heima í almennri listrýni í dagblaði. En þetta eru vissulega óvenju- legar aðferðir við gerð ljósmynda og maðurinn veit fullkomlega hvað hann er að gera og að hveiju hann gengur. Myndirnar eru einfaldar og skuggarnir geta í senn verið djúpir og með blæ fortíðar sem hvellir og óvægir. Merkileg og skemmtileg sýn- ing, en hún hefði þurft að standa lengur til að vinna sig upp og gefa okkur listrýnum meiri tíma til umfjöllunar. Sýningunni lýkur þann fyrsta nóvember — verði henni ekki framlengt. Eitt sérstækt nálarauga Menn taka vissulega upp á ýmsu til að nálgast hið uppruna- lega allt um kring og nota til þess einfalda miðla í stað tækn- innar, — einhvers konar aftur- hvarf til beinnar miðlunar. Það er ekki svo óalgengt að myndlistarmenn taki upp tækni frumkvöðlanna í ljósmyndun, skírskota um leið til fyrri þróunar í ljósmyndun og virkja andblæ fortíðarinnar við gerð mynda í nútímanum. Einn þessara manna er mynd- listarmaðurinn Charles Well- mann, sem útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum í Nýju Mexíkó árið 1971, og gegn- ir nú prófessorembætti við há- skólann í Flórída. Wellmann býr til Ijósmynda- vélar úr allskyns ílátum, jafnvel úr dósum undan bjór og tóbaki, en filmurnar gerir hann m.a. úr dagblöðum („myndavél sem er klædd leðri og prýdd látúni er virðuleg í útliti en skilar ef til vill ekki eins áhugaverðum myndum og bjórdós"). Auk þess sem hann tekur myndir með frumlegum hætti eru myndavélarnar í raun einnig sjálfstæð listaverk og hinir hvers- dagslegustu hlutir hafa þar með fengið dýpra og margræðara innihald. Gerandinn segir: „Svo er það nálaraugavélin sjálf. Ég hrifst gjarnan af tómum kössum. Þeir orka á mig sem fullir af leyndar- dómum og nálaraugavélin er í raun og veru tómur kassi. Hún hefur ekkert af flóknum búnaði nýtísku linsuvélar, hún er í raun- inni camera obscura, myrkvað herbergi, forveri ljósmyndatækn- innar eins og við þekkjum hana nú á dögum. — Sjálfur er ég á varðbergi gagnvart myndum sem unnar eru með aðferðum tækninnar, t.d. sjónvarpi og tölvum o.s.frv. Þetta hreina óhagganlega útlit er ekki beinlínismeðfærilegt, ég kann betur við myndir sem hægt er að móta. Nálaraugað er einmitt þannig, sveigjanlegur, hógvær skuggi af hreyfingu, vitnisburður um það sem hvarf fremur en það sem -er. Það má búa til nálarauga- myndavél úr hvaða íláti sem er og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að breyta alls konar ílátum í myndavélar. Það nægir méþ ekki að eiga margar nálar- augavélar. Á hveiju ári bý ég til nokkrar vélar, ekki til að endur- gera eina þeirra, heldur til að Fulltrúar fólks — ekki fermetra eftir ViktorB. Kjartansson Willy de Klerk forseti Suður- Afríku gaf merka yfírlýsingu um daginn þegar hann lýsti vilja sínum til þess að blökkumenn fengju at- kvæðisrétt til jafns við hvíta minni- hlutann í landinu. Þó ástandið í Suður-Afríku sé að engu leyti sam- bærilegt við íslenskar aðstæður, þá riijaði þetta upp fyrir mörgum að enn í dag búa Islendingar við mis- jafnan atkvæðisrétt eftir búsetu. Þrefaldur munur Þrátt fyrir breytingar á kosninga- löggjöfinni er munurinn á vægi at- kvæða í einstaka kjördæmum tæp- lega þrefaldur þar sem hann er mestur. Það þýðir að þrefalt fleiri kjósendur þarf að baki þingmanni úr Reykjavík og af Reykjanesi held- ur en af Vestfjörðum. Hlutverk þingmanna Samkvæmt stjórnskipun landsins er þingmönnum falið löggjafarvald, þ.e. vald til að setja þjóðinni almenn lagafyrirmæli. Þingmönnum er ætl- að að breyta í samræmi við sína bestu sannfæringu og er ætlað að líta á sig sem fulltrúa allrar þjóðar- innar en ekki sem sérstaka fulltrúa hagsmunahópa eða byggðarhluta. Eftir því sem munurinn á vægi atkvæða eykst verða kjósendur í ákveðnum kjördæmum verðmætari en aðrir og því meiri hætta á að ákveðnir þingmenn gerist fremur talsmenn sérsjónarmiða en al- mennra. Það er t.d. íhugunarefni að í fjárveitinganefnd Alþingis sem er níu manna nefnd skuli einungis vera einn þingmaður úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Stöndumst ekki alþjóðlegar kröfur í bæði Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannrétt- indasáttmála Evrópu koma þær skoðanir skýrt fram að kosninga- réttur þegnanna skuli vera jafn. Þetta hafa þær lýðræðisþjóðir sem okkur eru skyldar í menningu og lögum fyrir löngu viðurkennt í raun og í sumum þeirra eru bein ákvæði í stjórnarskránni um jafnt vægi at- kvæða. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi fyrir rúmum aldarfjórðungi að misvægi atkvæða eftir búsetu fengi ekki staðist og í dómnum kom fram að þingmenn væru fulltrúar fólks en ekki fermetra. Leiðir til úrbóta Ýmsar leiðir má fara til úrbóta en ljóst er að markmiðið verður allt- af að vera það að vægi atkvæða sé sem jafnast. 1) Fjölgun þingmanna. Ef fullt jafnvægi ætti að nást án þess að eitthvert kjördæmi missti þingmenn þyrfti að fjölga þing- mönnum um u.þ.b. 50. Allir sjá að þessi leið er óráð þó svo að slíkt gæti ef til vill leyst framboðsvanda víða. 2) Fækkun þingmanna. Ef þingmönnum i hveiju kjör- dæmi yrði fækkað um tvo nema í Viktor B. Kjartansson * „Ymsar leiðir má fara til úrbóta en ljóst er að markmiðið verður allt- af að vera það að vægi atkvæða sé sem jafn- ast.“ Reykjavík og Reykjanesi yrði enn lítilsháttar misjafnvægi en þó vel viðunandi. Þetta væri einnig til sparnaðar því fækka mætti um sjö þingmenn (flakkari meðtalinn). Hins vegar er spurning hversu vilj- ugir þingmenn eru að fækka í eigin liði. 3) Þingmaður fyrir kjósendahóp. Ákveða mætti að einn þingmaður yrði á hveija 5.000 kjósendur. Með þvi yrðu þingmenn ekki fleiri en u.þ.b. 36. Ýmsum útfærslum á þess- ari hugmynd má velta upp: A) Breytanleg kjördæmamörk Kjördæmamörk yrðu breytileg og Sveinn Hjörtur Hiartarson frambjóöandi í prófkjöri Sjálfstæöis- flokksins í Reykjaneskjördæmi Skrifstofa stuðningsmanna í Hamraborg 5 Kópavogi er opin frá kl. 16 - 21 og um helgar frá kl 14 - 1£L____________ Símar 41244, 41290 og 42450 yrðu þau ákveðin t.d. tveimur mán- uðum fyrir kosningar af Hagstofu íslands. Miðað yrði við að þau lægju þannig að kjósendur í kjördæminu yrðu sem næst 5-10-15 þúsund o.s.frv. B) Einmenningskjördæmi. Kjör- dæmamörk yrðu breytileg eins og í lið A en aðeins kosinn einn þingmað- ur í kjördæmi. Kjördæmin yrðu þá 36. C) Einmenningskjördæmi og landskjör Kjósendur fengju tvo atkvæða- seðla. Annars vegar kysi fólk þing- mann í sínu kjördæmi og síðan flokk á landsvísu. Hugsa mætti sér 36 einmenningskjördæmi og 14 lands- kjörna þingmenn. Stjórnarskrárnefnd noti tímann Þær hugmyndir sem hér hafa verið nefndar eru alls ekki óum- breytanlegar. Aðalatriðið er að vægi atkvæða verði jafnað og það gert án þess að þingmönnum fjölgi. Til að slíkar breytingar gangi í gegn þarf stjórnarskrárbreytingu en til hennar þarf samþýkki tveg'gja þinga með kosningum á milli. Nú er því lag fyrir stjórnarskrárnefnd eða þingmenn að vinna að þessu máli fyrir vorið til að hægt verði að kjósa samkvæmt nýjum og rétt- látari reglum strax á næsta ári. 1915 fengu konur kosningarétt og hætt var að mismuna fólki eftir kynferði, 1934 var hætt að binda kosningarétt við efnahag. Væri ekki ágætt að stíga nú skrefið til fulls og hætta að mismuna fólki eftir búsetu? Höfundur er formaöur kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi og tekurþátt íprófkjöri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.