Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
19
Spurning um bóka-
stefnu og skáld
eftirJón Óskar
Fyrir nokkru var haldin svokölluð
bókastefna í Gautaborg, þar sem
lögð var mikil áhersla á að kynna
íslenska menningu, nýjustu bækur
hafðar til sýnis, íslenskir rithöfund-
ar látnir fjalla um íslenskar bók-
menntir og tónlistarfólk spila og
syngja. Ekki veit ég eftir hvaða
reglu íslenskir höfundar voru valdir
til að koma fram á þessari ráð-
stefnu, en allmikið var frá henni
sagt og af henni látið í fjölmiðlum
hér á landi, ekki síst útvarpi og
sjónvarpi, en þess getið jafnframt
að hún hefði vakið mikinn áhuga
sænskra fréttamanna, sérstaklega
sagt frá því, ef verk íslenskra höf-
unda höfðu verið nýlega þýdd á
sænsku, svo sem vænta mátti, og
vom þau verk og höfundar þeirra
óspart í fréttunum. Það var að sjálf-
sögðu gott og blessað, en eitt vakti
athygli mína og fleiri. Jón úr Vör,
sem lengi hefur notið virðingar í
Svíþjóð meðal bókmenntafólks, var
hvergi nefndur á nafn. Þó vill svo
til, að úi-val úr ljóðum hans var
nýkomið út á sænsku, þegar bóka-
stefnan var í Gautaborg. Þýðandi
Inge Knutsson. Löngu áður hafði
Þorp Jóns komið út á sænsku, en
auk þess hefur úrval úr ljóðum
hans komið út á norsku og ljóð
eftir hann í mörgum norrænum
ljóðasöfnum, en ein bóka hans var
lögð fram til Norðurlandaverð-
launa, svo sem kunnugt er. Hann
var langdvölum í Svíþjóð áður fyrr
og er því ekki í neinum vandræðum
að koma fyrir sig orði á sænsku.
Hann hefði átt að vera sjálfsagður
á slíka ráðstefnu og sóffli að því
að vekja athygll A honum og bók
hans. Hvornig gleymdist skftldið &
þessari ráðstefnu?
Og hver er tllgangurinn með
slikri kynnlngu tslenskrar menning-
Jón Óskar
„Hver er tilgangurinn
með slíkri kynningu
íslenskrar menningar,
ef eitt af helstu skáld-
um þjóðarinnar er snið-
gengið með svo áber-
andi hætti?“
ar, ef eitt af helstu skáldum þjóðar-
innar er sniðgengið með svo áber-
andi hætti? Nú skilst mér að fleiri
íslenskar bókasýningar séu á döf-
inni, þar sem löndum er boðið að
láta ljós sitt skína, ef eitthvað af
verkum þeirra hefur verið þýtt á
Norðurlöndum. En eru þær ekki
eins? Hefur verið reynt að bæta
fyrir hneykslið? Æskílegt værl að
íá svar vlð þessu frá réttum aðilum.
Htifuiuhir rr ríthöfundur,
IWtrgiiíéWW&ifo
Metsölublað á hverjum degi!
\skm
BREYTT
UPPGJÖRSTÍMABIL
1. september -15. nóvember
Athygli gjaldenda skal vakin á því að yfir-
standandi uppgjörstímabil virðisauka-
skatts er 15 dögum lengra en venjulega.
Tímabilið er frá 1. september til 15. nóv-
ember en gjalddaginn er óbreyttur,
þ.e. 5. desember. Síðastatímabil ársins
verður jafnframt 15 dögum styttra. Það
hefst 16. nóvember og lýkur 31. des-
ember.
Tekur til þeirra sem hafa
tveggja mánaða skil
Lenging tímabilsins tekur til þeirra sem
hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e.
tveggja mánaða skil. Þeir sem hafa
skemmra eða lengra uppgjörstímabil
fallaekki hér undir.
Uppgjörstímabil endurgreiðslna sam-
kvæmt sérákvæðum reglugerða verða
óbreytt.
Sérstakt uppgjörstímabil
-aðeins árið 1990
Sérregla þessi er einungis bundin við
árið 1990. Meginreglan er áfram sú að
hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir.
Uppgjör
Athygli skal vakin á því að fullnaðarupp-
gjör virðisaukaskatts skal fara fram fyrir
tímabilið. Þannig skal skattreikningum
vegna virðisaukaskatts lokað 15. nóv-
ember í stað 31. október.
RÍKISSKATTSTJÓRI
Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 7. nóvember.
Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ S(MI 696900
16. nóvember leggjast dráltarvextir á lán með lánskjaravísitölu.
1. desember leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu.
Gjalddagar húsnœðislána eru:
1. febrúar - 1. maí - 7. ágúst - 1. nóvember.
Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn.
SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM
OG VANSKILAKOSTNAÐISÍÐAR.
HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI.
ER1. NÓVEMBER
INNI í MYNDINNI
HJÁÞÉR?