Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 21

Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 21 PROFKJOR SJALFSTÆÐISMANNA REYKJAVÍK: Styrkir stöðu mína - segir Friðrik Sophus- son „ÉG er þakklátur fyrir stuðning- inn. Þetta er besta kosning sem ég hef fengið i þeim fimm próf- kjörum sem ég hef tekið þátt í og styrkir stöðu mína í flokkn- um,“ sagði Frið- rik Sophusson, alþingismaður, sem hafnaði í öðru sæti í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. „Mér fannst þessi keppni vera drengileg og vil nota tækifærið til að óska nýjum þingmannsefnum til hamingju með árangurinn. Aðalat- riðið er að listinn er firnasterkur og næst er að snúa sér að því að undirbúa alþingiskosningar en sjálfstæðisflokkurinn hefur meðbyr og mikla möguleika á góðum sigri,“ sagði Friðrik. REYKAVÍK: Er þakklátur sjálfstæðis- fólki - segir Birgir Isleifur Gunnarsson „ÉG er þakklátur sjálfstæðisfólki fyrir það trausta fylgi sem ég fekk. Ég var þriðji að heildarat- kvæðamagni, með 78% at- kvæða, og mun- aði fáum atkvæð- um að ég hlyti þriðja sæti list- ans,“ sagði Birg- ir ísleifur Gunn- arsson, alþingis- maður, sem hafn- aði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Þetta er mér því meira ánægju- efni þar sem ég hafði mig lítið í frammi fyrir þetta prófkjör, venju samkvæmt, og rak til dæmis ekki kosningaskrifstofu. í heild er listinn sigurstranglegur með allmarga nýja og góða frambjóðendur. Ég sakna hins vegar Guðmundar H. Garðars- sonar úr hópnum en hann hefur reynst hugmyndaríkur og duglegur þingmaður,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Rusl á svöl- um vakti ugg LÖGREGLAN var kvödd að húsi við Hringbraut á mánudag, en tilkynnt hafði verið að þar lægi maður úti á svölum og hefði gert nokkuð lengi. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist enginn vera maðurinn, heldur var þarna um rusl að ræða. Eldur í potti SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavik var í gær kallað að húsi við Brávalla- götu. Þar Iogaði eldur í potti á eldavél. íbúðin var mannlaus, en áður en íbúarnir fóru út gleymdu þeir að slökkva undir pottinum. Töluverður reykur var í íbúðinni, en skemmdir eru ekki taldar miklar. REYKJAVÍK: Hlýt að vera himinlifandi - segir Eyjólfur Konráð Jónsson „Ég hlýt að vera himinlifandi," segir Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, sem hlaut fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég ákvað fyrir fjórum árum að fara fram í Reykjavík, og sagðist ekki mundu semja um eitt eða neitt við einn eða neinn heldur vildi ég láta reyna á það í höfuðvígi fijálslyndis á Islandi, Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, hvaða stuðnings sjónar- mið mín og störf nytu. Ég fékk þá mjög gott og greinilegt svar og ennþá betra nú,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. VESTFIRÐIR: Þakka Vest- firðingum stuðninginn - segir Matthías Bjarnason „Ég vil þakka þeim Vestfirðing- um sem studdu mig í prófkjörinu og sömuleiðis þeim sem ég veit að munu styðja mig í kosningum þótt þeir hafi ekki tekið þátt í prófkjöri og eru nú ýmist staddir erlendis eða ann- ars staðar á landinu. Jafn- framt veit ég um marga, einkum sem eldri eru, sem aldrei taka þátt í prófkjöri en eru miklir stuðningsmenn," sagði Matthías Bjarnason, al- þingismaður, sem hlaut bindandi kosningu í efsta sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum. Ég tel listann sigurstranglegan eins og þtjú efstu sætin eru skipuð, það var í þau sem menn fengui bind- andi kosningu, og ég vonast til að það takist að sama skapi að stilla öllum listanum þannig upp að hann verði í heild sigurstranglegur. í heild er Sjálfstæðisflokkurinn í sókn á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu og ég er þess fullviss um gott samstarf okkar á milli. Hins vegar ekki nóg að velja frambjóð- endur, það verða líka að vera sterk- ir bakhjarlar og flokksstarf á Vest- fjörðum er, þégar á heild er litið, gott og þar er ágætt fólk sem legg- ur rram mikla vinnu f því sambandi. AUSTURLAND: Niðurstöður eru skýrar - segir Egill Jónsson EGILL Jónsson alþingismaður, sem hlaut fyrsta sætið á fram- boðslista sjálf- stæðismanna á Austurlandi í prófkjöri á laug- ardag, segir það mikinn kost að niðurstöður prófkjörsins séu skýrar og góð samstaða sé um listann á Austurlandi. „Þátttakan í prófkjörinu var sannfærandi og mun betri en fyrir síðustu kosningar," segir Egill. „Það er mikill kostur, að niðurstöð- urnar eru alveg skýrar og það er góð samstaða um framboðsíistann á Austurlandi, sem er grundvallar- atriði." Egill segir, að þátttakan í próf- kjörinu sýni, að það sé mikill straumur með Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir. Þátttaka hafi verið almenn um allt kjördæmið, einnig á þeim stöðum þar sem fylgi flokksins hafi verið fremur lítíð, og það gefi tilefni til bjartsýni. M M M M M M M M M M M M M M M ►< M M M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 >4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 STORSYNINGIN DYRIÐ GENGUR LAUST RÍÓ TRÍÓ í 25 ÁR ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar Stórkostleg 18 manna sýning - Glæsilegur matseðill - Skemmtistaður á heimsmælikvarða - Fólkið segir: „Þvílík skemmtun. “„ Við höfum ekki skemmt okkur eins vel ífleiri ár. “ „Stemningin varrosaleg. “ Borðapantanir í símum 77500 og 78900 Miðaverð kr. 3.900,-. Eftir kl. 23.30 kr. 700.- Snyrtilegurklæðnaður Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni föstudag og laugardag I I I II ViM I I SÍHU77500 í MJCDD e »-*■•»■■*■■*■■*■■»■■*■■*-»■ ■*■■*■ ■*-*-* 4 M M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 »►4 M ►4 M4 léttsápa,verndar Sebamed léttsápan hefur pH-gildið 5,5 sem er það sama og pH-gildi heilbrigðar húðar. Þess vegna er hún frábær sápa fyrir þá sem ekki þola venjulega sápu, þvo sér oft eða hafa óhreina húð. Sebamed léttsápan hentar í raun vel fyrir alla þá sem láta sér annt um huðina og vilja vernda heilbrigði hennar. Sebamed sápan hreinsar á mildan hátt. Hún freyðir vel og ilmurinn af henni er bæði mildur og þægilegur. Sebamed léttsápan fæst í næsta apóteki bæði í föstu og fljótandi formi. ■a«».-a.wxKS£ liquid cleanser sebemi ff&r L CIS®8tl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.