Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
ISHOKKI
WKEPPNIN
ÍSLENSKI HANDBOLTiNN
9. UMFERÐ
Miövikudagur 31.10.
Valur-KR
Kl. 18:30
Hlíðarendi
Miðvikudagur 31.10.
FH-ÍBV
Kl. 20:00
Kaplakriki, Hafnarfirði
Miðvikudagur 31.10.
Stjarnan-Víkingur
Kl. 20:15
Ásgarður, Garðabæ
Föstudagur 2.11.
KA-Haukar
Kl. 20:30
íþróttahöllin, Akureyri
Laugardagur 3.11.
Fram-ÍR
Kl. 16:30
Laugardalshöll
Laugardagur 3.11.
Selfoss-Grótta
Kl. 16:30
íþróttahús Selfoss
\vrKV(.(,i\(.VFi:i\{. isiAwrs uf
X
FH án þriggja lykilmanna gegn Tyrkjum:
„MEIÐSLI lykilmanna er mikil
blóðtaka fyrir okkur. Við leikum
án þriggja leikmanna gegn
Tyrkjunum," sagði Þorgils Ótt-
ar Mathiesen, þjálfari Islands-
meistara FH, sem leika fyrri
leik sinn gegn tyrkneska liðinu
Biskuiler í Evrópukeppni meist-
araliða í Hafnarfirði á föstu-
daginn.
Oskar Ármannsson er handar-
brotinn, Stefán Kristjánsson
er meiddur á ökkla og Jón Erling
Ragnarsson er meiddur á nára.
„Það er slæmt að leika án þessara
leikmanna, en ég vona að Stefán
verði orðinn góður fyrir seinni leik
okkar, sem fer fram í Tyrklandi í
næstu viku. Það breytir miklu fyrir
okkur að hann geti leikið með, því
að við erum ekki með skyttur á
hverju strái,“ sagði Þorgils Óttar.
FH-ingar vita ekki mikið um
styrkleika tyrkneska liðsins, sem
er frá borginni Eskisehir. „Það má
segja að við rennum algjörlega blint
í sjóinn. Við vitum ekkert hvernig
tyrklenska liðið leikur. Það tekur
okkur því tíma í leiknum í Hafnar-
firði að sjá það út.
Við fréttum frá Svíþjóð að Saab
ætti við sama vandamál að stríða,
en félagið leikur gegn tyrkneska
liðinu Halk Bankasi Ankara í Evr-
ópukeppni bikarhafa. Forráðamenn
Saab voru að hugsa um að senda
mann til Tyrklands til að sjá liðið
leika, en því miður höfum við ekki
fjármagn til að gera það sama,“
sagði Þorgils Óttar, sem segir að
stuðningur áhorfenda komi til með
að ráða miklu. „Við þurfum á styrk
frá þeim að halda. Það er mjög
þýðingarmikið að vinna leikinn í
Hafnarfirði og helst með sem mest-
um markamun. Éger hóflega bjart-
sýnn eftir það mótlæti sem við höf-
um orðið fyrir."
FH-ingar leika útileik sinn í Ank-
ara en ekki Eskisehir, þar sem ekki
er löglegur völlur fyrir leik í Evr-
ópukeppninni. FH-liðið heldur til
London á miðvikudaginn í næstu
viku og þaðan verður flogið beint
til Ankara.
Morgunblaðið/Júlíus
Stefán Kristjánsson hefur skorað flest mörk fyrir FH í 1. deildarkeppn-
inni, eða 50 mörk.
Wayne Gretzky fagnar enn einu metinu.
Reuter
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
Ennmet
hjá Gretzky
WAYNE Gretzky frá Kanada, sem leikur með
Los Angeies Kings í NHL-íshokkídeildinni, varð
fyrsti leikmaðurinn til að gera samtals 2.000
stig (mörk og stoðsendingar) í deildinni. 2.000.
stigið kom í leik gegn Winnipeg Jets í Winnipeg
um helgina, en gestirnir máttu samt þola tap,
6:2.
Höllin í Winnipeg var þéttsetin Iiðlega 15.500
áhorfendum og þeir risu allir sem einn úr sætum
til að fagna metinu, en Gretzky er gífurlega vinsæll
í Winnipeg.
Gretzky, sem er 29 ára, lék fyrsta leik sinn í deild-
inni með Edmonton Oilers 10. október 1979 og átti
þá eina stoðsendingu. Ilann hefur brotið 100 stiga
múrinn á hverju keppnistímabili og fimm sinnum far-
ið yfir 200 stig, en metin eru liðlega 50. _
Leikurinn gegn Jets var 857. deildarleikur hans. Stoð-
sendingin var sú 1.316. í röðinni, en mörkin eru alls
684 eða 2,33 stig að meðaltali í leik. Á yfirstandandi
tímabili hefur Gretzky gert sjö mörk og átt 14 stoð-
sendingar í 10 leikjum.
„Við rennum
blint í sjóinn“
- segir Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH-liðsins, sem leikur
gegn Biskuilerfrá Tyrklandi á föstudaginn