Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 248. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norðurlönd og EB: Sameiginleg að ildarumsókn er ekki á dagskrá - segja leiðtogarjafnaðarmanna Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara SÚ HUGMYND Stens Anderssons, utanríkisráðherra Svía, að Svíþjóð, Noregur og Finnland sæki sameiginlega um aðild að Evrópubandalaginu (EB) hefur valdið nokkru írafári í grann- löndunum. A fundi leiðtoga nor- rænna jafnaðarmannaflokka í Kaupmannahöfn í gær lagði sænski forsætisráðherrann, Ingv- ar Carlsson, áherslu á að rætt yrði við bræðraþjóðirnar um mál- ið en jafnframt að ákvæðu Svíar að sækja um aðild yrði það gert þótt hinar þjóðirnar tvær tækju aðra afstöðu. Sljórn ír- lands verst vantrausti Morjrunblaðsins. Reutcr. Carlsson gaf jafnframt í skyn að of mikið væri gert úr þeim möguleika að Svíar gætu orðið aðilar fyrr en áður hefur verið haldið fram. Gro Harlem Brundtland, sem talið er að takist að mynda minnihlutastjórn Verkamannaflokksins í Noregi á morgun, útilokaði ekki að Norðmenn sæktu um aðild. „Við verðum að gæta hagsmuna Noregs en getum ekki útilokað að til þess geti komið að við sækjum um inngöngu í banda- lagið.“ Hún sagði hins vegar að leið- togarnir vildu fyrst láta semja um evrópska efnahagssvæðið (EES) í viðræðum EB og Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA). Varaformaður finnskra jafnaðarmanna, Tuulikki Hamalainen, tók í sama streng. Sjá „Varfærni einkennir ... “ á bls. 24. Hindúum hitnaríhamsi Reuter Heittrúaðir hindúar kveikja í mynd af V.P. Singh, forsætisráðherra Indlands, er óeirðir brutust út í Nýju Delhí í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjórir féllu í átökum sem brutust út víða um landið vegna deilu um mosku í bænum Ayodhya, sem hindúar vilja rífa til að geta reist éigið bænahús. Friðarliorf- ur vænkast í Líbanon Beirút. Reuter. HAFT var eftir Elias Hrawi, for- seta Líbanons, í gær að búast mætti við að hægt yrði að sam- eina borgarhluta höfuðborgar- innar Beirút fyrir vikulokin. Vonir um frið eftir 15 ára borg- arastríð eru nú bjartari en um langt skeið í landinu. Ymsir herflokkar múslima og kristinna manna, sem barist hafa um völdin, hafa heitið því að draga lið sitt á brott frá Beirút og er tal- ið að þeir hafi með ákvörðuninni um brottflutning heija látið undan kröfum Sýrlendinga er hafa mikið lið í landinu.' Borgarastríðið hefur kostað um 100.000 lífið og Beirút, er eitt sinn var kölluð perla Mið-Austurlanda, er að miklu leyti í rústum. Verið er að rífa átta km langan virkis- garð, grænu línuna svonefndu, sem skipt hefur borginni milli kristinna og' múslima og íbúarnir fóru í gær milli borgarhlutanna með eðlilegum hætti í fyrsta sinn í mörg ár. Sjá „Stríðandi öfl heita ... “ á bls 24. Bush Bandaríkjaforseti fordæmir grimmdarverk Iraka í Kúvæt: Segir viðskiptabannið ekki hafa borið tilætlaðan árangur Sendimaður Gorbatsjovs segir Saddam Hussein hafa orðið sáttfúsari Dublin. Reuter. TILLAGA um vantraust á stjórn Irlands var felld naumlega á þingi landsins í gærkvöldi skömmu eftir að Charles Haughey forsætisráð- herra hafði rekið nánasta sam- starfsmann sinn, Brian Lenihan, til að bjarga stjórn sinni. Haughey tilkynnti ákvörðun sína í tilfinningaþrunginni ræðu á írska þinginu, sem hann flutti aðeins fimmtán mínútum áður en gengið var til atkvæða um vantrauststillög- una. Hún var síðan felld með 83 atkvæðum gegn 80. Flokkur framfarasinnaðra demó- krata, sem á aðild að samsteypu- stjórn Haugheys, hafði krafist þess að Lenihan yrði rekinn þar sem í ljós hefur komið að hann reyndi árið 1982 að hafa áhrif á forseta landsins til að tryggja að Haughey kæmist til valda. Sjá „Sérkennilegt hneyksli...“ á bls. 22. Washington, Nikosíu, Kaíró. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær að viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna á íraka hefði ekki borið tiiætlaðan áraiig- ur og varaði Saddam Hussein Ir- aksforseta við því að hann hefði fengið sig fullsaddan á grimmd Iraka í garð Bandaríkjamanna í Kúvæt. Iraski sendiherrann í Bandarikjunum hvatti til þess að Persaflóadeilan yrði leyst með samningum og sagði írösk stjórn- völd vilja koma í veg fyrir blóðsút- hellingar. Jevgeníj Prímakov, sér- legur sendimaður Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta í Persaflóa- dcilunni, sagði að Saddam Hussein væri orðinn viljugri til að leysa málið með friðsamlegum hætti. Bush_ fordæmdi harðlega fram- komu íraka í garð Bandaríkja- manna í bandaríska sendiráðinu í Kúvætborg. „Grimmur harðstjóri lætur svelta menn okkar í sendiráð- inu. Haldið þið að ég hafi áhyggjur af þessu? Það getið þið sveiað ykk- ur upp á... Ég hef fengíð mig fullsaddan á slíkri hegðua í garð Bandaríkjamanna," sagði forsetinn. Vatns- og rafmagnslaust hefur ver- ið í sendiráðinu í langan tíma og starfsmenn þess hafa ekki fengið að endurnýja matvælabirgðir sínar. Bush viðurkenndi að viðskipta- bannið hefði ekki borið tilætlaðan árangur þar sem íraskar hersveitir væru enn í Kúvæt. Hann kvaðst þó ætla að reyna „enn um sinn“ að leiða málið til lykta án þess að beita hervaldi. Mohamed _ Sadiq Al-Mashat, sendiherra íraks í Washington, sagði að írösk stjórnvöld vildu koma í veg fyrir blóðsúthellingar við Persaflóa og bæta samskiptin við Bandaríkjamenn. Hann dreifði einnig ljósritum af skjölum sem hann sagði sanna að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði reynt að grafa undan íröskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Kúvæt. Jevgeníj Prímakov, sem ræddi við forseta Iraks 5. og 28. október, sagði að Saddam Hussein hefði virst sáttfúsari á síðari fundi þeirra. „Mér finnst hann opnari fyrir pólitískri lausn á deilunni,“ sagði Prímakov í sovéska sjónvarpinu. Hosni Mubarak,-forseti Egypta- lands, hafnaði tillögu Gorbatsjovs um að leiðtogar Arababandalagsins kæmu saman til að ræða Persaflóa- deiluna. „Við efnum ekki til slíks fundar án þess að lausn sé í sjón- máli. Annars yrði þetta rifrildis- fundur og yið höfnum slíkum fund- um,“ sagði forsetinn. Mubarak seg- ir að ekki komi til greina að kalla leiðtogana saman nema til að ræða skilyrðislausa brottför íraskra her- manna frá Kúvæt. Endurminningar Ronalds Reagans: Reiðastur varð ég á Reykjavíkurfundinum í NÝJASTA hefti bandaríska tímaritsins Time er fjallað um endur- minningar Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, er nefn- ast „An American Life“ og verða gefnar út í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum. Þar skýrir forsetinn fyrrverandi meðal annars frá því að hann hafi aldrei orðið jafn reiður á forsetaferlinum og þegar hann deildi við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta um geim- varnaáætlunina svokölluðu. Reagan segir að svo hafi virst sem Míkhaíl Gorbatsjov hafi ósk- að eftir fundinum til að ræða fækkun kjarnorkuvopna. Leið- togarnir hafi í raun náð samkomu- lagi í lok fundarins um að útrýma flestum tegundum kjarnorku- vopna en þá hafi komið babb í bátinn. Gorbatsjov hafi allt í einu sagt: „Þetta er auðvitað háð því að þú hættir við geimvarnaáætl- unina.“ Reagan segist hafa verið sannfærður um að Sovétleiðtog- inn hafi ætlað frá byijun að not- færa sér fundinn til að stöðva geimferðaáætlunina. Forsetinn fyrrverandi kveðst hafa orðið reið- ur og sagt að ekki kæmi til greina .að nota geimferðaáætlunina sem skiptimynt í samningum. Þegar ljóst hafi verið að Gorbatsjov myndi hvergi hvika segist Reagan Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov ganga út úr Höfða. hafa lýst yfir því að fundinum væri lokið og gengið út. „Þegar við komum að bifreið- unum áður en við fórum frá Reykjavík sagði Gorbatsjov: „Ég veit ekki hvað ég hefði getað gert annað.“ „Ég veit það,“ svaraði ég. „Þú hefðir getað sagt já,“ skrifar Reagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.