Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 4

Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Geislavirkni í kjöti rannsökuð Á VEGUM Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er í samvinnu við Geislavarnir ríkisins verið að rannsaka magn geislavirkni í kjöti búfén- aðar, og jafnframt því hvernig geislavirk efni berast frá jarðvegi í kjötið, en rannsóknirnar eru hluti af samnorrænu verkefni. Að sögn Olafs Guðmundssonar, deildarstjóra fóðurdeildar Rala, liggja niðurstöð- ur ekki fyrir, en hann sagði að ljóst væri að geislavirkni í kjötinu væri langt fyrir neðan öll hættumörk. Olafur sagði að rannsóknirnar væru gerðar til þess að öðlast vitn- eskju um magn geislavirkni í kjötinu til þess að hafa samanburð ef til dæmis yrði annað kjarnorkuslys á við það sem varð í Tsjemóbyl, en auk þess væri mikilvægt að hafa samanburð við nágrannalöndin, og þá hvort íslensk matvæli væru betri að þessu leyti en matvæli frá öðrum löndum. „Það er ennþá einhver örlítil geislavirkni hérna vegna kjarnorku- sprengjutilrauna, sem gerðar voru í Sovétríkjunum aðallega í kringum 1960, en einmitt með tilliti til þess að þeir eru nú famir að sprengja þama aftur þá er mjög gott að vita hvemig ástandið er núna til þess að geta greint ef það verða einhvetjar breytingar," sagði hann. Rannsóknimar hafa verið gerðar á fé á tveimur stöðum á landinu. A Auðkúluheiði var hópur í girðingu á þurrum lyngmóa, og þar vom tekin jarðvegssýni, gróðursýni og síðan sýni af kjötinu eftir að fénu var slátr- að. Annar hópur var svo í girðingu á mýrlendi á Hesti í Borgarfírði. Þar vom hiiðstæð sýni tekin, auk þess sem nákvæm sýni vora tekin af því sem skepnumar átu og einnig saurn- um frá þeim. „Með þessu er hægt að gera sér aðeins meiri grein fyrir því hvernig geislavirkni berst í kjötið, en það er ekki ólíklegt að þetta sé eitthvað lægra hjá okkur heldur en erlendis, og gæði kjötsins því meiri. Ég vil þó taka fram að þær niðurstöður sem við getum reiknað með að fá, eru langt fyrir neðan öll hættumörk," sagði Ólafur. Morgunblaðið/Þörkell Hugaðaðjólahátíð Þó enn sé langt til jóla er sums staðar farið að huga að þeim. Svo er til dæmis farið í Rammagerð- inni við Hafnarstræti. Þar hafa yngstu borgarbúarn- ir í mörg ár getað virt fyrir sér jólasveina í gluggum verslunarinnar frá nóvemberbyrjun. Á myndinni sést starfsmaður Rammagerðarinnar setja jólasveina- sleða, sem hreindýri er beitt fyrir, út í glugga og einhvern næstu daga verður útstillingin tilbúin. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Norður-Grænlandi er 1025 mb hæð og hæðar- hryggur frá henni suður um Grænlandshaf. Víðáttumikið 979 mb lægðasvæöi yfir Norðursjó þokast norðaustur. SPÁ: Norðaustan kaldi víðast hvar á landinu. Él á Norður- og Norðausturlandi en annars þurrt. Kalt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og víðast léttskýjað. Fremur kalt í veðri og víða næsturfrost inn til landsins. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestlæg átt og skýjað um vest- anvert landið og á stöku stað súld eða slydda, en hæg vestlæg átt og léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi veður, fyrst vestan lands. 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus XJ Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [T Þrumuveður TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * # * / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veftur Akureyri 1 úrk.ígrennd Reykjavík 2 léttskýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 2 rigníng Kaupmannahöfn 9 Iskýjað Narssarssuaq 4-6 skýjað Nuuk -5-0 snjókoma Osló 6 skýjað Stokkhólmur 5 rigning Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 11 haglél á sið.klst. Barcelona 23 skýjað Berlín 11 skýjað Chicago 23 þokumóða Feneyjar 12 rigning Frankfurt 12 skúr á sfð.klst. Qlasgow 7 rigningásíð.klst. Hamborg 10 skúr Las Palmas 23 alskýjað London 12 skýjað LosAngeles 24 alskýjað Lúxemborg 10 skúr á síð.klst. Madrfd 17 skýjað Malaga 24 láttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 8 léttskýjað NewYork 16 hálfskýjað Orlando 16 skýjað Parfs 14 léttskýjað Róm 23 skýjað Vfn 12 léttskýjað Washington 16 léttskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Tölvuumsjón ratsjárstöðva: Þrír starfsmenn Kögnn- ar hf. farnir til þjálf- unar í Bandaríkjunum ÞRÍR starfsmenn Kögunar hf. eru farnir til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir eru í þjálfun hjá Hughes Airc- raft í hugbúnaðarsmíð fyrir tölvuumsjón ratsjárstöðvanna, sem verið er að koma upp hér á landi á vegum Varnarliðsins. Kögun hf. er íslenskur umboðs- aðili Hughes og mun sjá um rekstur tölvumiðstöðvarinnar og viðhald hugbúnaðar. Að sögn Gunnlaugs Sigmunds- sonar hjá Kögun fara alls 15 starfsmenn fyrirtækisins til þess- arar þjálfunar. Fjórir fara í des- ember eða janúar, aðrir fjórir í febrúar og loks fjórir í júlí. Þessi hópur verður kjarni starfsliðs við tölvuumsjónina, en ennfremur verður fenginn viðbótarmann- skapur frá íslenskum hugbúnaðar- fyrirtækjum til að vinna við tölvu- miðstöðina. Gunnlaugur segir að tugir manna muni vinna við ratsjár- stöðvarnar og tölvumiðstöðina. Ratsjárstöðvarnar eru fjórar, stað- settar á Miðnesheiði, Bolafjalli við Bolungarvík, Gunnólfsvíkurfjalli og á Stokksnesi. Að sögn Jóns Böðvarssonar hjá Ratsjárstofnun fara tveir 19 manna hópar héðan til Banda- ríkjanna upp úr áramótun á nám- skeið um ratsjámar. Reiknað er með að byijað verði að setja rats- járnar í stöðvarnar næsta vor og að hægt verði að taka stöðvarnar í notkun nærri áramótum 1991/1992. Smygluðu áfengi og nautakjöti TOLLVERÐIR lögðu hald á 216 lítra af áfengi, 96 kíló af nauta- kjöti og 10 vindlingjalengjur, sem fundust um borð í Brúarfossi á þriðjudag. Fimm skipveijar hafa viðurkennt smyglið. Brúarfoss var að koma úr venju- legri ferð til Hamborgar, Amster- dam, Rotterdam og Immingham. Tollverðir stöðvuðu skipvetja, þegar þeir voru að bera úrvals nautakjöt frá borði á þriðjudagsmorgun. I framhaldi af því var leitað í skipinu. Síðdegis fundust 10 vindlingalengjur og 216 lítrar af vodka, sem var falið í ruslabrennara á vélagangi. Fimm skipveijar á Brúarfossi gáfu sig fram og viðurkenndu smyglið. Að gengnum dómi verður áfengið afhent ATVR, en kjötinu verður eytt. Ráðstefna um rann- sóknir í læknadeild RÁÐSTEFNA um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands verður haldin dagana 2. og 3. nóvember í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar. Ráðstefnunni er ætlað að gefa mynd af rannsóknastarfseminni og auka kynni og samvinnu innan deildarinnar. Hlut að dagskrá ráð- stefnunnar eiga kennarar og starfs- menn allra námsbauta deildarinnar og þeir sem vinna við stofnanir og rannsóknastofur sem tengjast deildinni. Ráðstefnan verður sett í stofu 101 í Odda klukkan 13, 2. nóvemb- er. Sérstakur gestur ráðstefnunnar, Dr. Kristján Jessen, háskólakennari við University College, London, flytur þá erindi um rannsóknir sínar og nefnir hann erindið „Rannsóknir á boðefnum og þroskun í úttauga- kerfinu". Auk erindis Dr. Kristjáns verða flutt föstudag og laugardag 75 stutt erindi og 67 rannsóknaverkefni verða kynnt með veggspjöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.