Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
KAVÍAR
VERSLUNARDEILD
^$>SAMBANOSINS
GÆÐANÆRFOT
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
® Stinga ekki
júr fínustu merinóull
jMjög slitsterk
j Má þvo við 60°C
ÚTILÍF"
GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM 74, S. 82922
SIEMENS
Falleg tevél!
IA9QQQ1
• Hellir upp á 1 - 8
bolla.
• Samowar-aðferð við
telögun.
• Valsnerill fyrir
lengd bleytitíma
SIVHTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
NEYTENDAMAL
*
Avinningur af innfiutt-
um landbúnaðarvörum
ÞESSAR vikurnar er talsvert
til umræðu, bæði á opinberum
vettvangi og manna á meðal,
hvort tímabært sé að hefja inn-
flutning á landbúnaðarvörum,
neytendum til hagsbóta. Vænt-
anlega fær málið góða umfjöll-
un því það hefur margar hlið-
ar, jafnvel frá sjónarmiði neyt-
enda. Þó hér verði ekki tekið
fyrir, hvaða afleiðingar það
gæti haft fyrir þjóðina ef land-
búnaður legðist að miklu leyti
niður í landinu, þá má minna
á að ekki hefur farið mikið
fyrir eftirliti með innfluttum
matvælum hér á landi til
þessa. Rétt er því að vekja at-
hygli á vissum þáttum sem
snerta eldi búsmala og öryggi
matvæla í Evrópulöndunum,
sem fólk búsett í þessum lönd-
um hefur talsverðar áhyggjur
af og gætu vel lent á borðum
okkar ef við höldum ekki vöku
okkar.
Sýking í búfénaði
A síðasta ári kom upp tauga-
sjúkdómur í nautgripum „mad
cow disease“ í Bretlandi. Það sem
vakið hefur ugg, í sambandi við
þennan sjúkdóm, er að hann virð-
ist geta borist á milli dýrateg-
unda. Vísindamenn greinir á um
öryggið, en margir þeirra segja
að ekki sé hægt að útiloka að
sjúkdómurinn geti, við neyslu
kjötsins, borist í neytendur. Með-
göngutíminn er þó langur, allt
að 25-30 ár. Þessi umræða í
Evrópu varð til þess að bannaður
var að innflutningur á bresku
nautakjöti til landa á meginl-
andinu.
Hormón til að auka
nyt í mjólkurkúm
Viðurkennt er að nyt mjólk-
urkúa má auka með því að gefa
þeim hormón. Deilur standa nú
um það hvort hormón þetta, sem
er náttúrulegt, brotni niður í
skepnunni eða hvort það berist
með mjólkinni inn í fæðukeðjuna
til skaða fyrir neytendur. Greinar
síðustu erlendra tímarita fullyrða
hið síðarnefnda.
Yaxtarhormónar
Inngjöf vaxtarhormóna við eldi
sláturdýra eins og nautgripa er
bönnuð í flestum Evrópulöndum.
Efnaverksmiðjur, staðsettar á
laun í Hollandi, eru sagðar hagn-
ast vel á framleiðslu og sölu
þessa hormóns fyrir nautgripi og
önnur eldisdýr. Fjölmörg lyf eru
einnig notuð við hvers konar
kvillum eldisdýra og eiga þau að
hafa brotnað niður í skepnunum
áður en þeim er slátrað. En litlar
sem engar rannsóknir hafa verið
gerðar á eitrunaráhrifum í kjöti
frá fóðrinu sem dýrin eru alin á.
í októberblaði „Food Chemical
News“ er greint frá því, að í ár
hafi aflatoxín fundist í maís-upp-
skeru fylkjanna Texas, Georgíu
og Norður-Karólínu og hafi af-
latoxínið komið fram í sumum
mjólkurvörum.
Aflatoxín í kornmeti
Danir hafa nýlega gefið út
skýrslu á vegum norrænu ráðher-
ranefndarinnar, þar sem neyt-
endur eru varaðir við neyslu á
innfluttum vörum sem geta inni-
haldið aflatoxín. Aflatoxín, sem
m.a. getur valdið krabbameini í
•lifur, hefur fundist í hnetum, fíkj-
um og í vissum korntegundum
eins og maís sem m.a. er notað
sem fóður fyrir kýr. Þaðan getur
aflatoxínið borist í mjólkina og
mengað mjólkurvörur og eru
neytendur varaðir við ofneyslu
þeirra, eins og á osti.
Díoxín í matvælum
Bann var sett á sölu mjólkur-
vara á vissum svæðum í Hollandi
á síðasta ári, eftir að díoxín
hafði fundist í mjólkinni. Díoxín
er, eins og flestir vita, krabba-
meinsvaldur og hefur orðið mikil
aukning á því í umhverfinu á
undanförnum árum. Síðan um-
hverfisslysið mikla varð í Seveso
Fyrir nokkru var keypt í einum
stórmarkaði borgarinnar nýtt
kindakjöt, læri, sem ekki átti
ekki að hafa frosið. Lærið leit
prýðilega út, en lyktin benti þó
til þess að kjötið gæti hafa legið
með óskyldum matvælum. Þar
sem ófryst kjöt á að uppfyiia
óskir vandlátustu neytenda var
lærið keypt og efnt til veislu. Það
verður að segjast eins og er að
oft hefur lambakjöt smakkast
betur. Gestir spurðu kurteislega
hvort kjötið væri af „gömlu“ (út-
sölukjötið!).
„Nei, alls ekki, þetta er nýtt
kjöt,“ sagði ég sannfærandi.
Enda hafði sölumaður fullyrt að
kjötið væri af nýslátruðu og var
það verðlagt sem slíkt.
„Virkilega?" var þá sagt og
fylgdi löng þögn á eftir.
Niðurlag þessa ævintýris er á
þann veg að enginn kveðst munu
sakna þess þó lambalæri verði
ekki á borðum næstu vikurnar.
Neytandi spyr: Er ekki á ein-
hvern hátt hægt að tryggja neyt-
endum, sem versla á hinum al-
menna markaði, lambakjöt í gæð-
aflokki. Það er mjög slæmt að
geta aldrei treyst á gæðin.
Slátrið í ár og framtíð fornra
hefða í matargerð
Nú er sláturtíð. Blaðamaður
á Ítalíu, þegar stór hluti héraðs
mengaðist af krabbameinsvald-
andi díoxíni, hefur almenningur
í Evrópu haft miklar áhyggjur
af díoxíni í matvælum. Vegna
þrýstings frá almenningi leitar
landbúnaðarráðuneyti Evrópu-
bandalagsins ráða til að draga
úr menguninni. Aðildarþjóðir
Evrópubandalagsins hafa verið
minntir á að þeim beri að hafa
strangt eftirlit með þessum
mengunarvaldi í búfénað,
nautgripum, í fersku kjöti, mjólk
tók að sjálfsögðu slátur, bæði til
búdrýginda og til að viðhalda
gömlum íslenskum hefðum í mat-
argerð. Svið eru einnig hluti af
þessari matarhefð, þau voru
löngum hátíðarmatur en eru það
óvíða lengur. Fyrstu kynni flestra
ungmenna af sviðum eru heima
fyrir þegar soðin eru sviðin sem
fylgja með slátrinu. En þau hafa
á seinni árum varla staðið undir
nafni hvað gæði snertir.
Sláturaðilar hafa iðulega látið
minnstu og lélegustu sviðahaus-
ana með slátrinu og hefur þeim
á þann hátt tekist að afvenja
heila kynslóð af því að borða og
njóta þessa þjóðlega réttar.
Sviðahausarnir hafa í gegnum
árin verið lítið meira en skinn og
bein. Þeir voru ekki betri í ár;
illa frágengnir, kjammarnir settir
lausir í plastpoka og frystir þann-
ig að þýða varð þá alla upp í
einu, svo hægt væri að ná þeim
í sundur til að ganga frá í frysti-
kistuna.
Það er ekki réttlætanlegt að
láta lélegustu sviðahausana með
slátrinu til innlendra neytenda,
en setja þá stærri í verslanir eða
selja með útflutningsbótum til
Færeyja fyrir„slikk“ - neina til-
gangurinn sé að leggja af neysl-
una hér á landi.
og eggjum, og að fylgt verði
ströngum reglur við brennslu
sorps til að halda menguninni í
lágmarki.
Díoxín í umhverfinu
Díoxín myndast m.a. í
brennsluofnum verksmiðja sem
brenna plasti, en það getur einn-
ig komið frá verksmiðjum sem
framleiða pappírsvörur og frá
gastegundum sem myndast við
brennslu á eldsneyti sem inni-
heldur klórefnasamband.
Það er því nauðsynlegt fyrir
þá, sem nú beijast fyrir innflutn-
ingi matvæla, að fylgjast vel með
umræðunni um mengun í erlend-
um matvælum, áður en hafist
verður handa við innflutning til
landsins. Heilbrigði landsmanna
getur verið að veði.
Slátur illa hreinsuð
t Slátrið í ár kom í misjöfnu
ástandi til neytenda. Neytandi
hringdi, slátrið hafði verið
slæmt, illa frágengið, vambir
'hálfkalónaðar jafnvel með gras-
tuggu í - gjörsamlega óviðun-
andi. Hún hafði kvartaði við sölu-
aðila sem könnuðust vel við
ástandið. Þeir sögðust hafa kom-
ið kvörtunum á framfæri við
stjórnendur viðkomandi slátur-
húss en það hefði lítil áhrif haft.
Slík vinnubrögð við meðhöndl-
un hráefnis til íslenskra neytenda
eiga ekki að eiga sér stað. Þarna
er um handvömm að ræða og
lélegt eftirlit. Væntanlega verður
staðið betur að þessum málum
að ári.
Framtíð landbúnaðarvara í
höndum framleiðenda
Rétt er að vekja athygli ís-
lenskra framleiðenda á því, að
umræða um innflutning á erlend-
um búvörum fær fyrst hljóm-
grunn hjá neytendum, þegar þeir
sitja uppi með innlend matvæli
sem meðhöndluð hafa verið af
kæruleysi og standast ekki gæð-
akröfur. Framtíð íslenskra land-
búnaðarvara er því og verður
fyrst og fremst í höndum fram-
leiðenda sjálfra. M. Þorv.
íslensk matvæli í gæðaflokki
A
Islendingar þurfa að vanda
betur innlenda framleiðslu