Morgunblaðið - 01.11.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
■mhí-I. mars - 19. apríl) V*
Þú hefur litla tilfinningu fyrir
fjármálum í dag, en þú hlýtur
mikilsverða stöðuhækkun í vinn-
unni. Þér hættir til að bruðla með
fé þegar þú ferð út á lífið.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (ffö
Farðu sériega gætilega í samn-
ingamálum í dag og varaðu þig
á þeim sem væru til með að not-
færa sér trúnað þinn. Þú færð
góðar fréttir frá ráðgjafa þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 0Í
Þú verður að viðhafa vissa leynd
vegna ákveðins máls í dag.
Treystu ekki blaðurskjóðum. Þú
færð nýjar hugmyndir varðandi
fjárfestingu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HÍ6
Einhleypingar kynnast rómantík-
inni í dag. Farðu að finna vini
þína núna. Þér gengur betur að
skilja barnið þitt en áður. Við-
hafðu aðgát í fjármálum ef þú
ert á einhveiju kvölddrolli.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú telur þig hafa betur í einhvers
konar glímu við náinn ættingja
eða vin í dag. Frumlegar hug-
myndir þínar vekja athygli. Láttu
það ekki stíga þér til höfuðs.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú ert fær um að hugsa djúpt
og alvarlega í dag. Þér hættir
þó til að sitja helst til fast við
þinn keip. Sinntu ferðalögum og
öðrum hugðarefnum þínum.
Vog
~y£J3. sept. - 22. október)
Sfrl
Varaðu þig á fjármálabröskurum
í dag. Ræddu í tíma við bankann
þinn ef þú ætlar að fá lán til
endurbóta heima fyrir. Þér hætt-
ir til að eyða of miklu í kvöld.
Sþoródreki
(23. okt. - 21. nóvember) Hjj6
Þú ert í góðu andlegu formi í
dag, en þú verður að hafa taum-
hald á gagnrýninni þegar þú
dæmir annað fólk. Þú ert á sömu
bylgjulengd og náinn ættingi eða
vinur og átt með honum góðar
stundir.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Þig langar til að fá tíma til að
sinna andlegu starfi. Þér bjóðast
ný tækifæri í viðskiptum núna.
Leyfðu þér ekki of mikla eftirláts-
semi í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinur þinn gerir þig að trúnaðar-
manni sínum. Þú dregur að þér
athygli og rómantík í dag. Farðu
út að skemmta þér i kvöld, en
eyddu ekki of miklu.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Það gengur á ýmsu í viðskiptalíf-
inu hjá þér í dag. Þú innir af
hendi ýmis skylduverkefni heima
fyrir. Stattu við allar skyldur
þínar gagnvart öðrum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) 'S*
Taktu ekki þátt í stjórnmáladeil-
um í dag. Hittu vini þína og
njóttu samverunnar með þeim.
Þú verður að veita smáatriðunum
athygli í vinnunni núna. Þú ættir
ekki að bóka tíma þinn of stfft í
kvöld.
AFMÆLISBARNIÐ er skapandi
og hugmyndríkt. Það á auðvelt
með að vinna með öðru fólki og
getur náð langt í viðskiptalifmu.
Fjárhagslegt og tilfinningalegt
öryggi er því mikils virði. Stund-
um haslar það sér völl í viðskipt-
um sem tengjast listum. Innsæi
þess er með afbrigðum virkt og
það ætti að læra að treysta því
betur en það gerir. Það er í eðli
sínu samúðarfullt og yrði góður
læknir. Þó er það líklegra til að
kjósa sér vettvang þar sem sköp-
unargáfa þess fær betur notið sín.
Stjörnuspána á aö lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
■ vísindalegra staöreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
SMÁFÓLK
Sjáðu, Magga, það eru tólf
auðir stólar í hljómsveit-
inni.
Þetta fyrsta verk er fyrir
litla hljómsveit, herra.
Þeir þurfa ekki alla spilar-
ana.
Ég var farin að halda að
þeir væru með flensu.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Sex grönd eru borðleggj-
andi,“ sagði austur eins og hug-
hreystandi við sjálfan sig, eftir
glæsilega spilamennsku suðurs
í sex hjörtum. Það skyggði þó
lítt á gleði sagnhafa.
Austur gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ 4
♦ 752
♦ 98654
♦ 10762
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 spaði Dobl
Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: spaðafjarki.
Austur hafði vissulega rétt
fyrir sér varðandi grandslemm-
una. En það blasir ekki. við
hvernig hægt er að segja 6
grönd af öryggi. Norður á ekk-
ert gott svar við doblinu, getur
tæplega krafið í geim með 2
spöðum, og 3 lauf er heldur
skárra en 1—2 grönd. Fyrir-
stöðusögn hans á 5 tíglum getur
þess vegna hæglega verið byggð
á einspili eða eyðu, og því lang-
sótt fyrir suður að velja frekar
6 grönd.
Suður var ekki vongóður þeg-
ar spaðafjarkinn lá á borðinu.
Augljóst einspil. En hann sá þó
einn möguleika. Hann tók ÁK í
laufi, fór inn á blindan á tígul
og trompaði lauf. Drottningin
féll og nú var stutt í land. Aftur
inni á tígul og laufgosa spilað.
Með ásinn stakan í trompinu var
austur varnarlaus. Suður gat
losað sig við spaðadrottninguna
og aflétt stunguhættunni.
♦ 8732
¥ D106
♦ ÁK
*G954
Austur
♦ KG10965
y k
♦ G103
♦ D83
Suður
♦ ÁD
♦ KG9843
♦ D72
♦ ÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Ungverja-
landi í sumar kom þessi staða upp
í skák þýzka alþjóðameistarans
Stefan Kindermann (2.560), sem
hafði hvítt og átti leik, og sovézka
alþjóðameistarans Igor Novikov
(2.550).
26. Rf5! - gxf5, 27. Hh3 - h6,
28. gxh6 - Re5, 29. Dg5+ -
Rg6 (Eða 29. - Kh7, 30. Dg7+!
og mátar) 30. h7+ - Kh8, 31.
Dxg6! og eftir þennan leik er
svartur óveijandi mát. (Hann
gafst þó ekki upp fyrr en eftir að
hafa reynt nokkra vonlausa leiki:
31. - Ilel+, 32. Hxel - Hxel+,
33. Kg2 - He2+, 34. Kfl - Hel+,
35. Kxel - Rd3+, 36. Kfl og þá
loksins fékk Rússinn sig fullsadd-
an.)