Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
HANDKNATTLEIKUR
Valur óskar eftir
leikbanni á Dortmund
Valur segir þýska liðið ekki hafa staðið við samninga vegna
félagaskipta Sigurðar Sveinssonar. HSÍ heldur að sér höndunum
HAIMDKNATTLEIKSDEILD Vals
hyggst óska eftir því við alþjóða
handknattleikssambandið, IHF.að
þýska liðið OSC Dortmund verði
dæmt í leikbann. Valsmenn, sem
hafa sent HSÍ formlegt bréf, segja
að félagið hafi ekki staðið við samn-
inga þegar Sigurður Sveinsson fór
frá Val og Dortmund eigi enn eftir
að greiða um helming umsaminnar
upphæðar, auk vaxta. Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ, segir
hinsvegar að HSÍ ætli að bíða eftir
áliti lögræðinga áður en sambandið
blandar sér í deiluna.
V
Bjarni Ákason, formaður handknatt-
leiksdeildar Vals, sagði í samtali við
Morgunblaðið að félagið hefði reynt allt
til að útkljá málin en lítill áhugi virtist
vera fyrir því hjá Dortmund. „Þeir hafa
svikið samninga og við höfum reynt að
semja við þá um greiðslur. En nú erum
við búnir að fá nóg og höfum sent mál-
ið til lögræðinga,“ sagði Bjarni. „Við
getum hinsvegar lítið gert án þess að
fá hjálp frá HSÍ.og viðbrögð þeirra hafa
komið okkur á óvart. Félögin í landinu
virðast ekki vera á sama báti á HSÍ,“
sagði Bjarni.
„Ég vil ekki gefa neina yfírlýsingu
strax. Við ætlum að bíða eftir áliti lög-
fræðinga og áður en við förum að kanna
málið. Okkur skilst að Dortmund hafi
ekki staðið við sinn hluta samningsins
en þetta er afar viðkvæmt mál,“ sagði
Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ.
Gefum ekki eftir
„Einhverra hluta vegna hefur HSÍ
ekki séð ástæðu til að aðstoða okkur í
þessari deilu, þrátt fyrir að þeir hafi vit-
að um málavexti í tæplega hálft ár.
Málið er í raun einfalt. Þetta er eins og
hver önnur viðskiptaskuld og við ætlum
ekki að gefa hana eftir,“ sagði Bjarni.
Sigurður Sveinsson leikur nú með
Atletico Madrid á Spáni. Hann fór frá
Dortmund í fyrra, áður en tveggja ára
samningur hans við félagið rann út enda
hafði félagið ekki staðið við sinn hluta.
Sigurður Sveinsson
____________________________________________I
Evrópumót í burðarliðnum
EVRÓPUKEPPNI landsliða í handknattleik er á góðri leið með
að verða að veruleika. Á þingi Alþjóða handknattleiksambands-
ins, IHF, sem fór fram á Madeira, var nefnd falið að semja drög
að reglugerð fyrir Evrópusamband og Evrópukeppni og eiga þau
að liggja fyrir ekki seinna en í júní á næsta ári. Verði þau sam-
þykkt þarf að breyta reglugerð IHF og var rætt um að breyting-
arnar yrðu bornar upp til samþykktar á næsta þingi, sem verður
í tengslum við Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Stef nt er að
því að riðlakeppni Evrópumótsins hefjist síðan eftir HM í Svíþjóð
1993 og úrslitakeppnin fari fram um vorið 1994.
Stofnun Evrópusambands og
Evrópukeppni landsliða hafa
verið í umræðunni í nokkur ár.
„Við höfum barist lengi fýrir stofn-
un Evrópusambands,“ sagði Gunn-
ar Gunnarsson, varaformaður HSI,
aðspurður um málið, en hann sat
þingið ásamt Jóni Hjaltalín, form-
anni HSI, og Birni Jóhannessyni,
stjórnarmanni. „Nefndin átti að
skila tillögum á þinginu, en þegar
til kom hafði hún ekkert unnið í
málinu. Við sættum okkur ekki við
það, boðuðum til aukafundar og
sögðumst taka málið að okkur, ef
nefndin treysti sér ekki til þess. Það
varð til þess að það var tekið fyrir
á ný og stefnan mörkuð."
Gunnar sagði að hugmyndin
væri að halda Evrópukeppni annað
hvert ár og svipuð mót færu fram
í öðrum heimsálfum, sem kæmu þá
í staðinn fyrir b- og c-keppni. Senni-
lega yrði ofan á að raða liðum nið-
ur eftir styrkleika áður en dregið
yrði í riðla, en síðan væri stefnt að
því að leika heima og að heiman í
átta fjögurra til fimm liða riðlum
og efstu liðin færu I úrálitakeppni.
Með þessu fyrirkomulagi fjölgar
„alvöru“ landsleikjum og virðist
vera almennur áhugi á því. Gunnar
Knudsen, formaður danska hand-
knattleikssambandsins, benti á í því
sambandi að Danir hefðu ekki leik-
ið „afvöru“ landsleiki í Danmörku
síðan á.HM 1978.
Danir og Þjóðveijar hafa sýnt
áhuga á að halda fyrstu úrslita-
keppnina 1994 og telja Danir sig
'hafa pálmann í höndunum, en
Gunnar Gunnarsson sagði að ekk-
ert hefði enn verið rætt formlega
um staðarval.
Sjö „alvöru“
landsleikir
á íslandi
frá 1950
HANDKNATTLEIKSUNNENDURfágnafyrirhugaðri Evrópu-
keppni landsliða í handknattleik, sem yrði með svipuðu sniði
og EM í knattspyrnu - leikið heima og heiman. Það eru nú
liðin fimmtán ár síðan íslenska landsliðið í handknattleik lék
landsleik í Reykjavík, sem hafði einhverja þýðingu — það var
leikur gegn Júgóslövum 1975 í undankeppni fyrir Ólympíuleik-
ana í Montreal 1976.
KNATTSPYRNA
Fer Carne-
vale til
Englands?
Áfrýjun vegna eins
árs banns hans
vísað frá í Róm
etta verður erfitt ár, en ég var
búinn að undirbúa mig l'yrir
að áfrýjun okkar yrði vísað frá,“
sagði ítalski landsliðsmaðurinn
Andrea Carnevale, leikmaður með
Róm, eftir að eins árs keppnisbann
hans var staðfest fyrir dómi í Róm
í gær. Carnevale og félagi hans
Angelo Peruzzi voru á dögunum
dæmdir í eins árs keppnisbann fyr-
ir að hafa fallið í tvígang á lyíja-
prófi.
Carnevaie getur því ekki leikið
knattspyrnu á Italíu í ár og eru
uppi raddir um að hann fari til
Englands og gerist leikmaður með
Manchester United eða Arsenal, en
blöð í Englandi hafa sagt frá því.
„Það er ótímabært að ræða um
þetta,“ sagði Carnevale, þegar hann
var spurður um þennan möguleika.
Camevale, sem er 29 ára, lék sem
framheiji í landsliði Ítalíu í HM sl.
sumar. Pemzzi er 21 árs markvörð-
ur. Róma verður að greiða 7,3
millj. kr. ísl. í skaðabætur vegna
málsins, sem kom upp eftir að Róma
vann Bari, 1:0, með marki Camev-
ale 23. september.
Ólafur H. Jónsson var fyrirliði
íslenska iandsliðsins í síðasta „ai-
vöru“ landsleiknum — gegn Júgó-
slavíu 18. desember 1975. ísland
tapaði 24:18 og Ólafur var besti
maður Isiands. Hann var einnig
markahæstur með fimm mörk og
hér er eitt þeirra í uppsiglingu.
Ísland hefur leikið hátt í 600
landsleiki. Af þeim hafa aðeins
verið leiknir sjö leikir á íslandi,
sem einhveiju máli hafa skipt -
leikir í undankeppni HM eða ÓL.
Aðrir leikir sem hafa farið hér
fram hafa verið æfinga- eða vin-
áttuleikir, sem hafa enga þýðingu
haft nema æfingu fyrir landsliðs-
menn hverju sinni.
ísland lék fyrst landsleik 1950
— í Svíþjóð, en fyrsti landsleikur-
inn sem fór fram á íslandi var
leikinn á Keflavíkurflugvelli 1964.
Fyrstu alvörulandsleikirnir
voru leiknir í Reykjavík 1966. Það
voru leikir gegn Pólveijum og
Dönum í undankeppninni fyrir
HM í Svíþjóð 1967. Næsti alvöru-
leikur var síðan leikinn 1969 gegn
Austurríkismönnum — í undan-
keppni HM í Frakklandi 1970.
Þá voru leiknir tveir leikir 1973
í undankeppni HM í A-Þýskalandi
1974 — gegn Itölum og Frökkum.
Síðustu alvöruleikirnir fóru fram
í Reykjavík 1975, en þá var leikið
gegn Lúxemborg og Júgóslavíu í
undankeppni Ólympíuleikanna í
Montreal 1976.
Handkattleiksunnendur hafa
því þurft að bíða lengi eftir að
landsleikur, sem skipti einhveiju
máli í mótum, færi fram á íslandi.
INIorður-
landa-
þingá
Islandi
Norðurlandaþing forystumanna
í handknattleik verður haldið
á íslandi í maí nk. Um verður að
ræða vinnuþing, sem kemur í stað
ýmissa funda og er þetta í fyrsta
sinn, sem þessi háttur verður hafð-
ur á. Gert er ráð fyrir að um 10
fulltrúar komi frá hveiju landi. Þar
á meðal verða formenn viðkomandi
sambanda og framkvæmdastjórar,
formenn helstu nefnda, einn lands-
liðsmaður frá hveiju landi og ein
landsliðskona.
ÍÞRÚmR
FOLX
■ COLIN Harvey hefur verið
sagt upp eftir fjórtán ára starf sem
framkvæmdastjóri Everton.
Stjórnarformaður liðsins, Philip
Carter sagði að liðið þakkaði Harv-
ey vel unnin störf en árangurinn
síðustu vikur væri óviðunandi.J-
immy Gabriel, aðstoðarmaður
Harveys, stjórnar Iiðinu til bráða-
birgða.
■ JOHN Harkes, bandaríski
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu
sem lék á HM á ítaliu, hefur skrif-
að undir samning við Sheffield
Wednesday í 2. deildinni í vetur.
Harkes, sem er 23 ára og hefur
leikið 37 landsleiki fyrir Banda-
rikin, mun leika út þetta keppn-
istímabil með Wednesday. Hann
er níundi leikmaður landsliðsins
sem leikur með evrópsku liði. Hinir
eru: Tony Meola er markvörður
hjá Watford, Tab Amos leikur með
Figueras í spænsku 2. deildinni,
John Doyle og Hugo Perez báðir
hjá Ögryte í Svíþjóð, Paul Calig-
iuri hjá Hansa Rostock í Þýska-
landi, Steve Trittschuh hjá
Sparta Prag í Tékkóslóvakíu og
Phillip Gyau hjá Genk í Belgíu.
■ KURT Wadmark sagði af sér
sem formaður tækninefndar IHF á
þinginu á Madeira, en Svíinn hefur
ráðið ferðinni undanfarna áratugi.
Hann hætti einnig í stjórn.