Morgunblaðið - 09.11.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1990
> • * * *
Arangurslaus samnmgafundur FFSI og LIU:
Deilt um túlkun Yest-
fjarðasamningsins
ÁRANGURSLAUSUM samningafundi samninganefnda FFSI og LÍU
lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði það valda vonbrigðum að yfirmenn gengu ekki að tilboði
útgerðarmanna, sem lagt var fram á miðvikudag og byggðist á sömu
olíuverðsviðmiðun hlutaskipta og samið var um á Vestfjörðum. Guð-
jón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, sagði aðila ósammála um ýmis
átriði, m.a. hvað fælist í Vestfjarðasamkomulaginu. Boðað er til
annars samningafundar kl. 13 á laugardag hjá ríkissáttasemjara.
Félagsmenn í FFSÍ ræddu tilboð að undirritun samninga nú hefði
útgerðarmanna fram eftir degi og
fundur hófst síðan kl. 16 hjá ríkis-
sáttasemjara. Snarpar deilur urðu
á fundinum og að honum loknum
sagði Kristján Ragnarsson að yfir-
menn hefðu viljað fá fleiri atriði
Vestfjarðasamningsins en olíuvið-
miðunina. Þau væri þó ekki hægt
að yfirfæra í samning FFSÍ að
mati útvegsmanna.
Guðjón var spurður hvort yfir-
menn vildu bíða eftir niðurstöðu úr
atkvæðagreiðslu um samninginn á
Vestfjörðum, en henni lýkur á
þriðjudag. Sagði hann svo ekki vera
en hugsanlega væri það mat manna
áhrif á atkvæðagreiðslu féiags-
manna í Bylgjunni. „Vissulega
gætu samningar hér haft einhver
áhrif á atkvæðagreiðsluna fyrir
vestan,“ sagði hann.
„Það er biðstaða í málinu. Við
ætlum að bera þessi mál betur sam-
an og síðan verður farið yfir þetta
aftur á laugardag,“ sagði Guðjón.
Hann sagði ljóst að útgerðar-
menn og yfirmenn hefðu ólíkan
skilning á því hvað fælist í Vest-
fjarðasamkomulaginu. „Það má
orða það svo að útvegsmenn séu
ekki sammáia um hvað felist í Vest-
fjarðasamkomulaginu og hvað okk-
Landsbanki frest-
ar vaxtabreytingn
BANKARÁÐ Landsbanka íslands ákvað á fundi sínum í gær að fresta
vaxtaákvörðun um sinn. Sverrir Hermannsson, bankastjóri, segir líklegt
að annar fundur verði haldinn um það mál fyrir 20. þessa mánaðar.
„Það eru hækkunarástæður fyrir hendi samkvæmt þeim reglum, sem
notaðar hafa verið,“ segir Sverrir.
ur stendurtil boða nú,“ sagði hann.
„Það eru gerðir tveir kjarasamn-
ingar sem eru nokkuð ólíkir að
uppbyggingu og þess vegna er
hægt að meta ákveðnar áherslur í
Vestfjarðasamkomulaginu á annan
hátt en í okkar samningum. Okkur
hefur ekki staðið til boða að taka
Vestfjarðasamkomulagið eins og
það er.“
Hann var spurður hvort yfirmenn
hefði gagnrýnt útgerðarmenn fyrir
að ganga frá samningum fyrir vest-
an án þess að tala um leið við FFSÍ.
„Já, við höfum gert það, því við
teljum að þeir ættu að reyna að
leysa þessi mál með okkur í stað
þess að leysa þau í tví- eða þrígang
á Vestljörðum og segja svo að við
getum fengið það sama, þó svo
ekki sé um það sama að ræða,“
sagði Guðjón.
Undirmenn fylgjast með
Samningar undirmanna eru laus-
ir en þing Sjómannasambandsins
hefst á miðvikudag og kvaðst Óskar
Vigfússon, forseti sambandsins,
ekki reikna með að sjómenn gerðu
annað næstu dagana en fylgast
með samningamálum yfirmanna.
Hann gagnrýndi þó framvindu
þeirra mála og sagði sérkennilegt
að horfa upp á útgerðarmenn ganga
frá samningum fyrir vestan og fjar-
stýra þannig kjarasamningunum
fyrir -landið allt í gegnum Vest-
fjarðasamkomulagið.
Morgunblaðið/Sverrir
• * l
Framkvæmdum við Sæbraut að ljúka
Gatnagerðarframkvæmdir við Sæbraut eru nú komnar á lokastig, og
að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, verður þeim væntan-
lega iokið síðari hluta næstu viku. Eftir á að koma upp götulýsingu
á hluta brautarinnar, og einnig er eftir að ganga frá umferðarljósum
á gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar, sem sjást á myndinni,
og einnig við Höfðatún og á tengibrautum við Skúlagötu.
Friðrik Sophusson, bankaráðs-
maður, segir bankaráðsmenn ríkis-
stjómarflokkanna hafa lýst því yfir,
að þeir hefðu engin erindi fengið frá
forsætisráðherra um að hækka ekki
vexti. Hann segir að óbreyttir vextir
þennan mánuð geti þýtt að hækka
þurfi þá meira en eila um næstu
mánaðamót.
Þær reglur sem Sverrir vitnar til
eru um verðbólguviðmiðun einn mán-
uð aftur í tímann og tvo mánuði fram
í tímann. „Hækkunarforsendur eru
vissulega fyrir hendi, og hljóta fyrr
en síðar að koma fram,“ segir hann.
Friðrik Sophusson segir að talið
hafi verið eðlilegt að bíða með vaxta-
ákvörðun fram eftir mánuðinum. „En
þá er ljóst að breytingar verða óum-
flýjanlegar ef verðbólguspá Seðla-
bankans breytist ekki.“ Hann bendir
á að um næstu mánaðamót verði
launahækkanir samkvæmt gildandi
samningum og bráðabirgðalögum,
og þar sem ríkisviðskiptabankarnir
hafi ekki breytt vöxtum í þessum
mánuði megi búast við að stökkið
verði stærra um næstu mánaðamót.
Friðrik kveðst hafa spurt fulltrúa
ríkisstjómarmeirihlutans í banka-
ráðinu hvort ráðherrar hefðu mælst
til þess að vaxtaákvörðun yrði dreg-
in uns álit Seðlabankans um afkomu-
horfur bankanna lægi fyrir, eins og
forsætisráðherra hefði sagt að hann
hefði beitt sér fyrir. „I svari þeirra
kom fram að við þá hefði enginn
talað, þannig að yfíriýsingar forsæt-
isráðherra um að hann hafí borið
fulltrúum ríkisstjómarflokkanna
þessi boð hljóta að byggjast á mis-
minni hans,“ segir Friðrik. Hann
segir það mjög óeðlileg vinnubrögð
af hálfu ríkisstjómarinnar, einkum
forsætisráðherra, að þykjast ætla að
hafa afskipti af vaxtaákvörðunum
ríkisviðskiptabankanna með þessum
hætti.
Fjármálaráðherra í umræðum um utanríkismál:
Vill nefnd til að ræða
brottfor vamarliðsins
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagðist í umræð-
um um skýrslu utanríkisráð-
herra á Alþingi í gær hafa lagt
það til í ríkisstjórn að stofna
nefnd til að ræða um brottflutn-
ing varnarliðsins af landinu.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði vel koma til
greina að Islendingar hefðu
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Nauðsynlegt að endurmeta
veru varnarliðs á Islandi
íslendingar geta tekið sjálfír við öryggissveitum og eftirlitsstarfsemi
ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær að
með tilliti til mikilla breytinga á öryggiskerfinu í Evrópu sé orðið
nauðsynlegt að endurmeta hlutverk og stöðu varnarstöðvarinnar í
Keflavík og veru bandaríska varnarliðsins hér á landi.
Þorvaldur Garðar gagniýndi artímar, væru þeir nú. Hann sagði
efnistök utanríkisráðherra í skýrslu
hans. „Hann virðist vera svo
rígbundinn í viðjum kalda stríðsins
hvað viðkemur okkar eigin land-
vörnum að hann eygi ekki fram-
tíðarlandið. Þó að hann lýsi þróun
mála og heimsástandinu með ágæt-
um virðist hann draga þær öfug-
snúnu órökréttu ályktanir af ölium
breytingunum sem orðið hafa á
umheiminum að allt eigi að sitja í
sama farinu með landvarnir Islands
og þátttöku íslendinga sjálfra í
þeim. Við engu má hrófla. Þetta
heitir að þekkja ekki sinn vitjun-
artíma," sagði Þorvaldur.
Þorvaldur sagðist fuliyrða að
hefðu einhvern tímann verið frið-
að í skýrslu ráðherra stæði að verk-
efni bandaríska vamarliðsins
myndu ekki minnka. Sú hefði verið
tíðin, að gengið hefði verið út frá
því að erlent vamarlið yrði ekki í
landinu á friðartímum. „Ég vil full-
yrða að slík grundvaliarsjór.armið
hafi verið ríkjandi hjá öllum ríkis-
stjómum landsins fram til þessa.
Með skýrslu hæstvirts utanríkisráð-
herra er hér brotið í blað. Þar virð-
ist koma fram það grundvallar-
sjónarmið að hvort heidur friðartím-
ar gangi í garð eða ófriðlega horfí
skuli hlutverk hins erlenda varnar-
liðs vera hiða sama, sem þýðir að
því verði haldið varanlega í landinu
á hveiju sem gengur,“ sagði Þor-
valdur.
Hann sagði íslendinga færa um
að taka að sér ýmis eftirlitsstörf til
öryggis og gæzlu, sem vamarliðið
hefði séð um. „Sum höfum við þeg-
ar tekið að okkur, svo sem flugum-
ferðarstjórn á Keflavíkurflugveili,
lögreglustjóm á Keflavíkurflugvelli
og rekstur ratsjárstöðvanna. Ekk-
ert er svo til fyrirstöðu að íslending-
ar geti annazt þá þyrluþjónustu,
sem rekin er nú af björgunarsveit
vamarliðsins. Við íslendingar eig-
um að geta tekið við öryggissveit-
unum á Keflavíkurflugvelli, stjóm
slökkviliðsins þar og eftiriitsstarf-
semi sem þaðan er haldið uppi með
haf- og loftsvæðum umhverfis ís-
land,“ sagði Þorvaidur. Hann sagði
ekkert eðlilegra en að þeir hinir
sömu, sem nytu góðs af öryggis-
gæzlu í okkar heimshluta svo friður
mætti haldast, stæðu undir kostn-
aði af þessari umsýslu.
frumkvæði að því að ræða við
Bandaríkjamenn og Atlants-
hafsbandalagið um breytt hlut-
verk Atlantshafsbandalagsins,
meðal annars breytta stöðu Is-
lendinga. Island væri nú að
verða eftirlitsstöð frekar en
vamarstöð.
Olafur Ragnar sagði að íslend-
ingar ættu að taka upp .viðræður
við Bandaríkjamenn um brottflutn-
ing bandarísks herliðs af landinu.
Einnig ætti að ræða við önnur
nágrannaríki okkar innan ramma
evrópsks öryggissamstarfs og á
grundvelli öryggiskerfis Samein-
uðu Jijóðanna.
„Ég hef lagt til innan ríkisstjóm-
arinnar að stofnuð verði nefnd,
skipuð fulltrúum allra flokka, til
að ræða með hvaða hætti undir-
búningur að brottför bandarísks
hers frá íslandi yrði skipulagður,
hvað ætti að gera við mannvirkin
sem þar eru [á varnarsvæðinu], í
hvaða áföngum það ætti að gerast
og hvernig eftirlitinu með vígbún-
aðinum á höfunum umhverfis ís-
land yrði háttað,“ sagði Ólafur
Ragnar. Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins spurði
hvaða afstöðu ríkisstjórnin hefði
tekið til tillögu Ólafs, og svaraði
Ólafur því til að hún hefði ekki
tekið afstöðu til hugmyndarinnar,
enda hefði ekki verið knúið á um
það. „Þetta er tillaga eða hug-
mynd, sem er sett fram í því skyni
að leiða öllum fyrir sjónir og fá
fram víðtæka samstöðu um það,
sem verður að takast á við, hvuit
sem mönnum líkar betur eða verr,“
sagði Ólafur Ragnar.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagði að fjármála-
ráðherra hefði reifað sjónarmið um
starfshóp til að skoða ný viðhorf
varðandi framtíð og hlutverk varn-
arliðsins, en það hefði ekki verið
tillaga, heldur hugleiðingar. Jón
Baldvin sagði að núverandi ríkis-
stjóm hefði ekki verið stofnuð um
uppsögn varnarsamningsins. við
Bandaríkin.
Kynningar-
myndirnar
gerðar af
Mendingum
KYNNINGARMYNDIR af
þátttakendum í Miss World
keppninni sem fram fór í
gærkvöldi voru gerðar af
þremur íslenskum kvik-
myndagerðarmönnum, sem
búsettir eru í Noregi og reka
þar fyrirtæki sem heitir
Thule film. Myndirnar voru
teknar í Drammen í Noregi,
en undankeppni Miss World
keppninnar fór fram þar
fyrir tveimur vikum.
Thule film er í eigu þeirra
Þorvars Hafsteinssonar, Guð-
bergs Davíðssonar, Siguijóns
Einarssonar og Norðmannsins
Bjame Nilsen, og var fyrirtæk-
ið stofnað fyrir einu og hálfu
ári. Að sögn Þorvars hafa þeir
aðallega unnið að gerð sjón-
varpsauglýsinga, en einnig
hafa þeir unnið mikið fyrir sjón-
varpsstöðina TV Norge. Hann
sagði að upptakan af undan-
keppni Miss World keppninnar
háfí verið unnin í samvinnu við
TV 4 í Stokkhólmi og Thames
television í London.